Vikublaðið


Vikublaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 9
VIKUBLAÐIÐ 24. JUNI 1994 Angie ★★★ Sýnd í Bíóborginni Leikstjóri: Martha Coolidge Aðalhlutverk: Geena Davis, Aida Turturro, Stephen Rea Maðurinn er félags- vera, svo er nú víst. Um þá staðhæfingu snýst myndin „Angie“ sem Sam-bíóin sýna þessa stundina. Titillinn vísar til höíúðpersónu myndarinnar, hennar Angelu, sem Geena Davis leikur. Ang- ela þessi er ekki alveg sátt við hlutverk sitt sem félagsvera, hún sér sjálfa sig ekki fyrir sér sem strillta og prúða húsmóður í vesturbænum. Hún hefur tril- hneigingu til að skjóta sér und- an þeirri ábyrgð sem heimur- inn staflar á herðarnar á henni, þegar henni finnst umhverfið gera of miklar kröfur til sín. Myndin er byggð á bókinni „Angie, I says“ eftir Avra Wing, og virðist sagan hafa komist slysalaust í gegnunt yf- irfærsluna. Þó er alkunna að rithöfundar hafa mun meira svigrúm til að kynna persónur en þeir sem skrifa kvikmynda- handrit og ntyndin hefur, eins og margar aðrar, örlitla til- hneigingu til að fara með auka- persónur eins og leikmuni. Það er maður að nafiii Todd Graff sem á heiðurinn af hand- ritinu og sést á handbragðinu að hér er fagmaður á ferð sem kann á Hollywood-áherslurn- ar. Handritið er í flesta staði mjög snyrtilega skrifað og hnýtir fyrir alla enda eins og góðu Hollywood-handriti sæmir. Það er þó langt í það að maður fyrirgefi Todd Graff þá útreið sem hann veitti snilldar- verki George Sluzier „The Vanishing" þegar sú mynd var endurgerð fyrir Bandaríkja- markað; það er bannfæringar- krossmark sem hann mun á- vallt bera í mínum huga. Myndin rúllar nær áreynslu- laust framhjá og má það eflaust að einhverju leyti þakka styrkri leikstjórn Martha Coolidge (Rambling Rose) sem ber myndina á herðum sér án þess að sligast að því er virðist. Geena Davis hefur fyrir löngu sýnt hvað í henni býr sem leik- kona, og kemur því stórgóður leikur hennar í þessari mynd ekkert á óvart. Stephen Rea leikur á sann- færandi hátt persónu sem flest- um kann að virðast hálfgerður skíthæll, en hann á í raun að- eins við sömu vandamál að stríða og Angie sjálf þ.e. hann er ekki í stakk búinn til að takast á við ábyrgð vísitöluein- staklingsins. I raun standa flestir í leikhópnuin sig með miklum ágætum og ekki er hægt að segja annað en að myndin sé vel heppnuð í flesta staði. What's Eating Gilbert Grape? ★★★ 1/2 Sýnd í Saga-Bíói Leikstjóri: Lasse Hallström Aðalhlutverk: Johnny Depp, Juliette Lewis, Leonardo DiCaprio Myndin „What's Eat- ing Gilbert Grape?“ er hluti þess mynda- geira sem nýtur æ meiri vin- sælda innan bandaríska kvik- myndaiðnaðarins. Þetta er lítril og mannleg mynd sem fjallar um hversdagslíf fjölskyidu í bandarískum smábæ þar sem allir þekkja alla, að því er virð- ist. Miðpunktur myndarinnar er Gilbert Grape, nilkaður af Johnny Depp, sem hefur í nógu að snúast við að sjá um þroskaheftan bróður sinn sem er ofvirkur í meira lagi og hef- ur tilhneigingu til að klifra upp á há mannvirki. Þar fyrir utan þarf Gilbert að hugsa um móð- ur sína, fyrrum fegurðar- drottningu sem er nú afrnynd- uð af spiki og hefur ekki farið út fyrir hússins dyr í sjö ár. Vegna þess hve miklum tíma hann eyðir í að hugsa unt sína nánustu á hann lítið sem ekkert einkalíf ef undanskilið er siná hliðarspor með harðgiftri hús- inóður þar í bæ. Þessi einfaldi veruleiki hans riðlast þegar persóna sú er Juli- ette Lewis leikur rúllar í hæinn á húsbíl og skýtur rótunt trima- hundið (þ.e. bíllinn hennar bil- ar). Þó svo að sænski leikstjór- inn Lasse Hallström hafi ekki gert ýkja mikið af myndum hefur ferillinn engu að síður verið litríkur. Með því fyrsta sem hann gerði var að kvik- rnynda sænsku ofurhljómsveit- ina ABBA á tónleikum, en síð- an þá hefur hann að mestu snú- ið sér að mannlegum grín- myndum. Myndin um Gilbert Grape er hans besta mynd til þessa að mínu mati og hún ber þess greinileg merki að hann hefur fi'npússað hæfileika sína á þessu sviði. Johnny Depp hefur vaxið mikið sem leikari síðan hann leið eins og draugur í gegnum myndina „Nightmare on Elm Street“ og bætir enn einni rósinni í hnappagatið með leik sínum í þessari mynd. Sá sem túlkar þroskaheftan bróður hans er hinn Oskarstil- nefndi Leonardo DiCaprio. Hann leikur vissulega mjög vel en það er því miður eins og það sé nóg að leika persónu sem er aðeins bækluð að einhverju leyti til að verða útnefndur að styttunni frægu. Það hefur sannast æ og aftur að bandaríska kvikmyndaaka- demían er ginnkeypt fyrir slík- um hlutverkum; skemmst er að minnast Dustins Iíoffmans í Rain Man og Daniel Day- Lewis í My Left Foot. 1 heild er myndin öll hin frábærasta og er hiklaust hægt að mæla með henni við hina kröfuharðari meðal okkar. vjjm, Höfundar: Hjörtur Gunnarsson og Puríður Hjartardóttir c 76 2 m Lausn myndagátunnar í síðasta blaði er: „Á fimmtíu ára afmæli lýðveldisins búum við eun við smán erlendrar hersetu í landi okkar.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.