Vikublaðið


Vikublaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 1

Vikublaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 1
Paradis sumra en víti annarra Nýja Sjáland er af hægriöfl- unum tekið sem dæmi um vellukkað „eftirvelferðarsam- félag" en þar eru lífskjör almennings hrunin! Bls. 8 Húsaleigubætur í hættu? Gamalbaráttumálvinstrimanna | , .» virðist æda að fæðast andvana Jafnvel allaballar í sumum sveit- arstjórnum hafha þeim. Hvað er eiginlega að ske? BIs. 6 4^^kubla B L A Ð S E M V I T E R Kjarninn og hismið Armann Jakobsson spyr af hverju þurfi sósíalistafélag í sósíalískum flokki og fílósófer- ar um muninn á þeim sem miða lífssýn sína við ytri tákn eða innri sannfæringu. Bls. 43. tbl. 3. árg. 4. nóvember 1994 Ritstjórn og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. SVR-tilraimin kostaði minnst 17,5 milljónir Fjármunum borgarbúa kastað út um gluggann. Viðtakendur voru m.a. bróðir Árna Sigfússonar, fastráðinn ráðgjafi Friðriks Sophussonar, núverandi aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar, fyrrum aðstoðarmaður Davíðs og fleiri. Tilraun fyrrum meirihluta Sjálfstæðisflokksins í Dorgarstjórn tíl að einka- væða Strætisvagna Reykjavíkur kostaði borgarbúa minnst 17,5 milljónir króna og eru það „pen- ingar sem hefur verið kastað út um gluggann", segir Arthur Morthens formaður stjórnar SVR í samtali við Vikublaðið. AthygU vekur að meðal þeirra sem fengu greitt háar upphæðir fýrir rekstr- arráðgjöf við þessa hlutafélaga- stofhun er Þór Sigfússon, bróðir Arna Sigfússonar fyrrum borgar- stjóra. Auk þessara 17,5 milljóna er reiknað með að bæta megi minnst einni milljón við í auglýs- ingakostnaði. Fimm aðilar fengu greitt alls 1,4 milljónir fyrir „rekstrarráðgjöf og skýrslugerð" vegna breytingarinnar. Þór Sigfússon fékk 315 þúsund, Verðbréfamarkaður íslandsbanka 380 þúsund, Stjórnun og eftirlit hf. fékk 235 þúsund, Hreinn Loftsson hjá Lögmönnum Höfðabakka sf. 189 þúsund og VSO rekstrarráðgjöf hf. fékk 174 þúsund. Athygli vekur að þarna kemur ekki fram kostnaður vegna skýrslugerðar Ingu Jónu •Þórðardóttur, en eins og menn muna fékk hún greitt fyrir sérfræð- ingavinnu og skýrslugerð þótt engin skýrsla hafi fundist. Þór Sigfússon er fastráðinn sem ráðgjafi Friðriks Sophussonar fjár- málaráðherra en fékk 315.000 krón- ur fyrir ráðgjöfína við Svein Andra Sveinsson og félaga. Stjórnarfor- maður Stjómunar og eftirlits hf. er Helgi Jóhannesson lögfræðingur, fyrrum varaformaður, en þar er einnig í stjórn Benedikt Bogason einkavinur Sveins Andra Sveinsson- ar. Helgi Jóhannesson er einnig í stjórn VSÓ rekstrarráðgjafar hf., þar sem er skráður stjórnarmaður og framkvæmdastjóri Eyjólfur Sveins- son aðstoðarmaður Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra. Hreinn var aðstoðarmaður Davíðs á undan Eyjólfi. Fyrir utan þetta er að finna kostn- að upp á 1,8 milljónir vegna gerðar upphafsefhahagsreiknings og þar virðast sömu aðilar hafa komið nokkuð við sögu, t.d. VSO rekstrar- ráðgjöf og Hreinn Loftsson. Stærsti liðurinn er „viðbótarlauna- kosrnaður", upp á 12,7 milljónir króna. Hann innifelur meðal annars biðlaun, viðbótarstöðugildi, laun að- stoðarforstjóra og hækkun launa vegna nýrra kjarasamninga. Þá er getið um stjórnsýslukostnað upp á 1,5 milljónir (skrásetning félagsins og stjórnarmannalaun). Fulltrúar Reykjavíkurlistans í stjórn SVR létu bóka á fundi SVR í vikunni að tölurnar sýndu að mál þetta hefði augljóslega verið illa und- irbúið og hefði skaðað fyrirtækið. Nær hefði verið að nota þessa pen- inga til að bæta þjónustuna og auka tíðni ferða í stað þess að henda pen- ingunum út um gluggann. Minni- hlutafulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu ekkert á móti. Arthur segir að nýr forstjóri verði ráðinn um áramótin, en starfsloka- samningur hefur verið gerður við Svein Björnsson, núverandi for- stjóra. Þá segir Arthur að athyglis- verður árangur hafi náðst við útboð á auglýsingum á vögnum fyrirtækisins. „A ársgrundvelli fékk fyrirtækið 4,7 milljónir áður, en eftir útboð var samið við auglýsingastofuna Eureka og fær SVR nú 13 milljónir. Þetta er 175% hækkun," segir Arthur Afkoma heimilanna aðal- málið á miðstjórnarfimdi Amiðstjórnarfundi Alþýðu- bandalagsins sem haldinn verður á Flug Hóteli í Keflavík un helgina, 5.-6. nóvember, verða afkoma heimilanna í land- inu, kjarajöfhun, réttlátt skatt- kerfi og nýjar hugmyndir í ríkis- fjármálum hömðSiðfangsefnin. Einnig má gera ráð fyrir að á- lyktað verði um skólamál og um velferð barna- og unglinga. Komandi kosningar verða ofar- lega á baugi svo og umræður um möguleika á samfylkingu. Tvö ný flokksfélög verða tekin inn í Alþýðubandalagið á mið- stjómarfundinum, Framsýn og Sósíalistafélagið, bæði í Reykjavík. Alþýðubandalagiöð í Keflavík, Njarðvík og Höfnum býður mið- stjórnarmönnum til kvöldverðar á laugardagskvöldið í sal Iðnsveina- félags Suðurnesja og þangað er einnig boðuð trúnaðarmönum flokksins annarsstaðar á Suður- nesjum. A sunnudag verður farið í skoðunarferð í Svarstsengi í boði Hitaveitu Suðurnesja. Miðstjórnarfundinum lýkur um kl. 16:00 á sunnudag. Borgarsjóður þarf að leggja 40-45 mílljónir króna í rekstur Perlunnar. Ef einhver vill kaupa er Perlan til sölu. . . Perlan til sölu /kef Umfang sérverkefina Eg vil einfaldlega fá fram hvaða sérverkefni eru í gangi og almennt hvernig þessum málum er háttað. Það er alveg ljóst að stundum eru aðilar fengnir í sérverkefni tíl að leysa innri vandamál og rýma til í ráðu- neytunum, en aftur á móti er spurning hvort það sé eðlilegt ef þetta er í miklum mæli þegar rík- ið hefur fjölda starfsmanna á sín- um snærum. Þetta segir Kristín Ástgeirsdóttir þingkona Kvennalistans í samtali við Vikublaðið, en innan tveggja vikna er að vænta skriflegs svars við fyrir- spurn hennar um umfang sérverk- efna á vegum ráðuneytanna og um kostnað vegna sérverkefha. Kristín segir að erfitt sé að fjölyrða um þessi mál án þess að hafa svórin fyrir frarn- an sig. „Það er staðreynd að það vantar alla yfirsýn yfir þessi mál," segir Kristín. Þorvaldur Garðar Kristjánsson fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokks- uðvitað er Perlan til sölu, aður mjög vandlega. Það er eng- ef einhver vill kaupa hana iruv akkur fyrir borgina að eiga [yndi sá kosrur vera skoð- Perluna, þar sem fyrst og fremst er stundaður veitingarekstur. Þessa stundina er þetta þó ekki efst á dagskrá heldur hvernig nýta megi bygginguna betur, meðal annars þannig að tekjurnar af henni aukist, segir Gunnar Giss- urarson borgarfulltrúi, varafor- maður stjórnar veitustomana og formaður Perlu-nefhdar í samtah við Vikublaðið. Gunnar hefur fyrir hönd nefhdar- innar meðal annars ritað nefhdum og einhverjum stofnunum borgar- innar bréf og viðrað hugmyndir um betri nýtingu Perlunnar. „Ég velti því upp hvort t.d. Iþrótta- og tóm- stundaráð geti ekki notað aðstöðuna í ¦ tengslum við útivistarsvæðið í Öskjuhlíð eða t.d. menningarmála- nefhd. Leigutekjur af veitingaað- ins hefur f tvö ár verið með fasta þóknun frá forsætisráðuneytinu fyrir óljóst skilgreind sérverkefni. Davíð Oddsson forsætisráðherra setti Þor- vald Garðar á fasta þóknun upp á 114.993 krónur á mánuði frá og með 6.júníl992. Svavar Gestsson hefur og Iagt fram fyrirspurn í svipuðum dúr, en hann spyr um fjölda starfslokasamn- inga hjá ráðuneytunum á valdatíma núverandi ríkisstjórnar. stöðunni eru ekki nema í námunda við 10 milljónir, en húsið er mjög vannýtt yfir daginn og úr því má e.t.v. bæta. Borgarsjóður er beint og óbeint að leggja 40 til 45 milljónir í rekstur byggingarinnar, þótt yfir helmingurinn komi til baka í fast- eignagjöldum. Það eru hins vegar ekki ýkja miklir tekjumöguleikar fyr- ir hendi miðað við óbreytta aðstöðu og svo hvernig byggingin er hönnuð, en það er sjálfsagt að kanna alla möguleika." Gunnar segir enn fremur að þeirri athyghsverðu hugmynd hafi verið fleygt að Perlan yrði nýtt í tengslum við flugvöllinn sem samgöngumið- stöð, einshvers konar sambland af flugstöðvarbyggingu og umferðar- miðstöð. „Og svo kemur allt eins til greina að selja Perlima ef einhver kaupandi er fyrir hendi," segir Gunnar.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.