Vikublaðið


Vikublaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 5

Vikublaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 5
VIKUBLAÐIÐ 4. NÓVEMBER 1994 ffjaramál 5 Þrítugasta og sjöunda þingi BSRB lauk í síðustu viku, en þar ríkti þung undiralda í kjara- og réttindamálum. „Það var mjög ákveðinn og harður tónn í þingfulltrúum og augljóst að geisileg reiði er ríkjandi", segir Ogmundur Jónasson í samtali við Vikublaðið, en hann var endurkjörinn formaður BSRB. Aukin harka kom meðal annars fram í því að verkfallsboðun og kröfugerð sjúkraliða naut mikils stuðnings og skilnings á þinginu, en þó mun ffernur í helstu ályktunum þingsins. Þegar þær eru skoðaðar í heild og í samhengi kemur frain mjög róttækur tónn frá fólki sem finnst að því sé misboðið, bæði í því hvernig kjörum þess er háttað og í því hvernig stjórnvöld hafa verið al- mennu launafólki andsnúin en hin- um betur settu velviljuð. Gremja út í ört vaxandi misrétti Segja má að „þema“ þingsins hafi verið uppgjör við þjóðarsátt og herör gegn vaxandi misrétti í þjóðfélaginu. Þarna voru fjölmargir þingfulltrúar, umboðsaðilar 16.371 félaga í BSRB, fulltrúar hárra jafnt sem lágra opin- berra embættismanna, einstaklingar úr öllum stjórnmálaflokkum. Og þeir verða vart sakaðir uin að bjóða upp á flokkspólitískan áróður. Þing BSRB fjallaði um misréttið í þjóðfélagi þar sem hinir ríku eru að verða ríkari en hinir fátæku fátækari. I þessu sambandi er talað um; - hraðvaxandi launamun, - aukna greiðslubyrði lána með tilheyrandi íþyngingu fyrir heimilin, - þjónustugjöld í heilbrigðis- og menntamálum, - okurvexti og þjónustugjöld (dulbúna vaxtahækkun) í banka- kerfinu, - gífurlega skattahækkun á al- menning, - raunlækkun persónuafsláttar, - raunhækkun skattleysismarka, - atvinnuleysi 5 til 6 þúsund manna. Fleira inætti nefna, en það sem veldur svo mikilli reiði umfram það sem ofangreint býður upp á er að á sama tíma hefur þetta gerst; - skattar á fyrirtæki hafa stórlækk- að, - til stendur að afnema vísi að há- tekjuskatti, - ríkisstjórnin hefúr ekki innleitt fjármagnstekjuskatt, - svört atvinnustarfsemi og önnur skattsvik aukast, - veiðiheimildir (þjóðareign) fær- ast til fárra „sægreifa“, - einkavæðing er innleidd einka- væðingarinnar vegna. Heimilunum stefnt í gjaldrot Kjaramálaályktun þingsins tók á mörguin helstu meinsemdum þjóð- félagsins, en svona hljóðaði hún: „Island er auðugt land. Það er meðal þeirra landa sem hæstar hafa þjóðartekjur á mann. A Islandi ættu allir að geta haft vinnu og dagvinnu- tekjur ættu að geta dugað fyrir fram- færslu heimilis. Á undanförnum ör- fáum árum hefur launamunur farið hraðvaxandi. Skattar hafa hækkað um milljarða á almennu launafólki á meðan skattar fyrirtækja hafa verið lækkaðir. Heimilin geta ekki lengur staðið undir afborgunum af lánum. Lán þeirra hrannast upp og er nú svo komið að fjórða hvert húsbréfalán er í vanskilum. Heimilum - fyrirtækj- um launafólks er stefnt í gjaldþrot. 37. þing BSRB lagði áherslu á baráttuna gegn vaxandi misrétti í þjóðfélaginu, þar sem hinir ríku verða ríkari en hinir fátæku fátækari. Launafólki er boðið upp á okurvexti, skattahækkun og þjónustugjöld á sama tíma og fyrirtækin fá skattaívilnanir, skattsvik aukast, þjóðareignin er afhent sægreifunum og einkavæðing er innleidd einkavæðingarinnar vegna. Mjög harður tónn var á þingi BSRB. Ríkisendurskoðun hefur upplýst að árlegar ráðstöfúnartekjur meðalfjöl- skyldu hafa lækkað yfir 300 þús. krónur á síðustu árum. Það sýnir vel versnandi afkomu launafólks, en lækkunin nemur sern svarar árlegri afborgun af 5 milljón króna hús- bréfalánum. Svartar atvinnutekjur fara vaxandi. Skattsvik aukast. Ríkissjóður tapar milljörðum af þeim sökum. Á sama tíma eru lagðar sérstakar álögur á sjúka, aldraða og bamafólk. Stöðugt ganga 5 til 6 þúsund manns atvinnulausir.“ „BSRB mótinælir atvinnuleysi og vaxandi ranglæti í þjóðfélaginu, mót- mælir harðlega vaxandi launamun í þjóðfélaginu og krefst jafnari tekju- skiptingar, lýsir fúllri ábyrgð á hend- ur stjómvöldum og atvinnurekend- um vegna vaxandi misréttis í íslensku þjóðfélagi og skorar á allt launafólk að fylkja sér bak kröfum um kjara- jöfnun og réttlátara þjóðfélag, hvet- ur allt launafólk til að standa saman að því að sveigja hagstjórnina af braut auðhyggju og ranglætis, til þess samfélags sem íslendingar hafa ævinlega stært sig af, þar sem launa- munur er minni og jöfnuður meiri en gerist í öðmm löndum. BSRB hvetur allt launafólk til þess að berjast gegn þeirri hagstjórn sem gerir hina ríku ríkari og hina fátæku fátækari, krefst þess að í komandi kjarasamningum náist ffam umtals- verðar kjarabætur og beinir því til aðildarfélaga að gera hnitmiðaðar kröfur og fylgja þeim fast eftir, krefst þess að kaupmáttur lágra launa verði aukinn vemlega og gripið til aðgerða til að útrýma fátækt úr þjóðfélaginu og krefst þess að starfsmönnum verði ekki mismunað í launum og verði sömu laun greidd fyrir sömu eða sambærilega vinnu.“ Skattamisréttið og skatt- svikin: Er ekki komið nóg? Þing BSRB mótmælti harðlega skattastefnu stjórnvalda. Sérstaklega var mótmælt þeim áformum ríkis- stjórnarinnar að afnema hátekjuskatt og því að hún ædar ekki að standa við áform um að leggja á fjár- magnstekjuskatt. I skattamálaálykt- un segir enn ffemur: „Skattar eiga fyrst og ffemst að gegna þríþættu hlutverki: Afla ríki og sveitarfélögum tekna til að standa undir þeirri hlið velferðarkerfisins, sem snýr að hinu opinbera; þeir eru tæki til tekjujöfnunar; í þriðja lagi eru skattar mikilvægt stjórntæki. Skattstig er ekki sjálfgefin stærð. Höfuðmáli skiptir hvemig skatt- byrðinni er dreift og hvemig er með þá fjármuni sem aflað er með skatt- lagningu. 37. þing BSRB telur nauð- synlegt að almenn endurskoðun fari ffam á skatt- og bótakerfi með það fyrir augum að auka réttlæti. Það er forkastanlegt, að stjómvöld leggja æ þyngri byrðir á launafólk í landinu á meðan létt er á skattbyrði af há- tekjumönnum og fyrirtækjum. Sem dæmi, þá hefur skattbyrði meðal-BSRB-mannsins. (ca: kr. 1.280,000 árstekjur) aukist um á þriðja tug þúsunda á milli álagning- aráranna 1993 og 1994.“ Þingið samþykkti kröfur um að persónuafsláttur verði uppreiknaður effir lánskjaravísitölu frá 1988 og hann miðist við hana framvegis, að fjármagnstekjuskattur verði settur á, að tekinn verði upp raunvemlegur hátekjuskattur, sem felldur verði að núverandi staðgreiðslukerfi sem við- bótarþrep, að tvísköttun lífeyris- sjóðstekna verði tafarlaust afnumin og að skýrt komi ffam í skattalögun- um hver frádráttur vegna menntun- arkostnaðar barna er og hann hækk- aður. Þingið liafði ýmsar fleiri tillögur í skattamálum ffam að færa. Þannig vill BSRB að heimilt verði að full- nýta persónuafslátt maka, að við út- deilingu á bótum s.s. barnabótaauka og vaxtabótum, verði miðað við tekj- ur eftir skatt (nettótekjur), að skatt- leysismörk eignaskatts verði hækk- uð, að endurskoðaðir verði og afnumdir úr skattkerfinu þeir þættir sem valda misinunun á milli skatt- þegnanna, að skattaeftirlit og inn- heimta opinberra gjalda verði stór- eflt og komið verði á stóru átaki til þess að koma í veg fyrir skattsvik. Einnig að litið verði á skattsvik eins og hver önnur fjársvikamál, að unnið verði að því að lækka hlutfall í virðisaukaskatti og afnema undan- þágur í áföngum og taka í stað þess upp endurgreiðslukerfi til þeirra sem ekki eiga að bera skattinn endanlega, að reiknað endurgjald (mánaðartekj- ur/árstekjur) einyrkja verði ekki lægra en meðallaun í viðkomandi starfsgrein, að tekið verði skýrar á í skattalögum um einkareikninga í bókhaldi fyrirtækja og spornað verði við að einkaneysla sé skrifuð á fyrir- tækin og að lagðar verði ffam á- byrgðir vegna útgáfu virðisauka- skattsnúmera. Ráðstefna um skattsvik og bremsa á einkavæðingu Líkt og hjá Dagsbrún er vaxandi óþolinmæði tneðal BSRB-fólks vegna skattsvika og aðgerðaleysis gagnvart því að sumir þjóðfélags- hópar virðist vaða uppi skatdausir en lifa í vellystíngum engu að síður. í þessum efnum lagði þingið til að komið yrði á ráðstefriu um skatta- mál, eigi síðar en í febrúarmánuði 1995, að leitað verði eftir samvinnu við almenningsfélög, skattyfirvöld og fjölmiða urn ffæðslu og átak til upprætingar á skattsvikum og að fengnir verði fyrirlesarar sem hafa sérþekkingu á skattamálum. Þingið beindi því tíl BSRB að beita sér fyrir skrifum í blöð og tímarit um skatta- mál og að hafa áhrif á almenningsá- litið í landinu um skaðsemi skattsvika. Eins og með skattsvikin fara áform um einkavæðingu fyrir brjóstið á BSRB-fólki, að minnsta kosti þegar engin augljós rök eru fyrir einkavæð- ingu. Þingið ályktaði eftirfarandi: 37. þing BSRB - mótmælir einkavæðingu einka- væðingarinnar vegna og varar við því að láta skammtíma sparnaðarsjónannið ráða, eink- um í grunnþjónustu við sainfé- lagið. - telur að opinberum aðilum beri að annast og ábjtgjast heil- brigðis-, mennta- og öryggis- mál eins og t.d. sjúkrafluminga, grunnþjónustu á sviði sam- göngu- og fjarskiptamála svo sem póst- og símaþjónustu, enda sé það eina leiðin til þess að tryggja landsmönnum öllum lágmarks þjónusm á sömu kjör- um. - leggur áherslu á að öll rök hníga að því að effirlitsstarfsemi með atvinnulífi eða heilbrigðis- eða öryggisþáttum í þjóðfélaginu sé á vegum opinberra aðila. Þar sem slík starfsemi hefur verið færð yfir á einkahendur hefur hún orðið dýrari fyrir notand- ann og haff ýmsa ókosti. - varar við einkavæðingu í formi útboða og bendir á að hægt sé að hagræða í rekstri án þess að grafa undan starfsöryggi og fé- lagslegum réttindum starfsfólks með útboðs- og verktakastarf- seini. - leggur áherslu á að í umræðu um einkavæðingu þurfi að hyggja að samfélagslegum þáttum á borð við heilsuvernd og áfengisvam- ir. Oeðlilegt sé að gróðasjónar- mið vegi þyngra en þessir þætt- ir. Þess vegna er lagst gegn einkakvæðingu á ÁTVR. Kynjajafnrétti á vinnu- markaði Loks skal hér tiltekið að þing BSRB samþykkti ítarlegar og ffóð- legar tillögur í jafnréttismálum, til- lögu að jafnréttisáætlun til ársins 1997. Þar er meðal annars bent á að 66% félagsmanna BSRB séu konur en það endurspeglist ekki í nefndum og ráðum. Þingið lagði áherslu á að vörn velferðarkerfisins væri ekki síst vöm fyrir hagsmunamál kvenna. Um jafnrétti á vinnumarkaði segir meðal annars: „Atvinnuleysi er böl sem bitnar verst á konum. Gegn atvinnuleysi verður launafólk að berjast. Kannan- ir sýna að ábyrgð og vinna innan heimilis er enn í höndum kvennanna að mestu leyti. Ekki er nóg að berjast fyrir jöfúun réttinda á vinnumarkaði, heldur þarf einnig að jafna ábyrgðina inni á heimilunum, enda sýna rann- sóknir á Norðurlöndum að streita útivinnandi kvenna vegna tvöfalds vinnuálags er mun meiri en karla. BSRB vinni gegn atvinnuleysi m.a. með því að krefjast atvinnuskapandi verkefria af stjómvöldum, standi vörð um rétt kvenna til vinnu og að barnsburðarleyfi, námsleyfi o.s.frv. hafi engin áhrif þar á, krefjist þess að tekinn verði upp sveigjanlegur vinnutími þar sem því verður við komið og starfsmaður óskar þess, krefjist þess að foreldrum ungra bama verði gert kleiff að fara tíma- bundið í hlutastarf óski þeir þess, krefjist þess að karlar njóti sömu kjara og konur hvað varðar laun í barnsburðarleyfi og hvetji til um- ræðu um sameiginlega ábyrgð for- eldra á heimilum." Þá var launajafnrétti þingfulltrú- uin hugleildð og ekki síst ffarn- kvæmd laga um jafúa stöðu og jafrian rétt kvenna og karla. „BSRB beiti sér fyrir því að ríkis- stjórnin standi við framkvæmdaáætl- un sína og hvetji sveitarstjómir og sjálfseignastoíúanir til að setja sér viðlíka markmið, geri sitt til að koma á sömu launum fyrir jafnverðmæt störf, stuðli að nýju og raunhæfu mati á hefðbundnum kvennastörf- uin, skipuleggi námskeið um þróun jafúlaunamála, einkum fyrir þá sem semja um kaup og kjör, stuðli að samstöðu í baráttunni fyrir hækkun lægstu Iauna og beiti samtakamætt- inum i' því skyni þegar samið er um kaup og kjör, beiti sér fyrir því að launabókhald opinberra stofnanna og fyrirtækja verði opnað þannig að allur kosmaður sérhvers starfs- manns, þ.m.t. laun, fríðindi og ferða- kostnaður verði gerður opinber, til að auðvelda effirlit með launajafn- rétti, beiti sér fyrir því að aðildarfé- lögin leggi áherslu á jafnréttismál og stofni til skoðanaskipta meðal félags- manna um þau mál. Áhersla verði lögð á að jafnrétti kynjanna náist bæði í launakjörum og hlunninduin.“ fþg

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.