Vikublaðið


Vikublaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 7

Vikublaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 7
VIKUBLAÐIÐ 4. NOVEMBER 1994 Viðhorf 7 GRUNNSKÓLINN - hornsteinn menntunar - Nokkur umræða hefur orðið á síðustu vikum um málefni grunnskólans, af mismun- andi ástæðum að vísu, en er það engu að síður vel. Það verður aldrei of oft undirstrikað að grunnnámið, undir- stöðumenntunin í hverju samfélagi, er sannkallaður homsteinn þess menntunar- og uppeldisstarís sem sinnt er með hverri þjóð og er ísland þar engin undantekning. _Því miður vantar mikið uppá að við íslendingar höfum náð að leggja til þessa mála- flökks nægilega fjármuni á undan- förnum ámm til þess að fylgja eftir þróun í þeim löndum sem við helst berarn okkur saman við. Er þar nær- tækast að benda á mikinn fjölda í bekkjardeildum, götótta stundar- töflu og sundurslitinn skóladag. Keyrt hefur um þverbak á kjör- tímabili þessarar ríkisstjórnar þegar málefhum grannskólans hefur í raun miðað afturábak en ekki áfram. Kennslustundafjöldi hefur verið skorinn niður í stað þess að við hann væri bætt og öllum áformum um framþróun í skólastarfinu og skref- um í átt til samfellds skóladags, skólamáltíða o.s.frv., verið slegið á ffest. Þá er óhjákvæmilegt að nefha þá háskalegu þróun sern hafið hefur innreið sína að foreldram sé boðið uppá að bæta sér upp það sem á vant- ar í samfelldum skóladegi og gæslu í skóla og aðstoð við heimnám með því að kaupa slíka þjónustu. Jákvætt sem það í sjálfu sér er fyrir þá sem hafa efhi á því að kaupa þá þjónustu og vilja ffekar gera það heldur en láta börn sín vera án hennar, er sú stóra og dimma skuggahlið á því máli að með því heldur mismunun ineð tdlliti til efhahags foreldra innreið sína í skólastarfið. Augljóst er að ekki hafa allar fjölskyldur fjárhagslegt bol- magn til að greiða fyrir slíka viðbót- arþjónustu. I ljósi þessarar þróunar undanfarin ár verður að telja það furðulega nið- urstöðu hjá nefnd menntamálaráð- herra að gera gælur við lengingu skólaársins. Það hlýtur að koma þeim foreldram sem glíma við að koma saman dagskrá fyrir sig og sín- ar fjölskyldur harla spánskt fyrir sjónir að við þessar aðstæður, sund- urslitinn skóladag o.s.ffv., sé tíma- bært að huga að lengingu skólaárs- ins. Flesmm þykir víst brýnna að gera þó þann tíma ársins sem skólinn starfar að óbreytm sæmilega sam- felldan. Sem bemr fer hafa þessar hugmyndir verið slegnar af, í bili a.rn.k., og verður að vænta þess að þær komi ekki aftur upp á borðið fyrr en okkur hefur miðað veralega áffam í því að bæta skólastarfið yfir þann hluta ársins sem skólinn starfar í dag. Flutningur grunnskólans til sveitarfélaganna Annað mál er einnig á dagskrá sem varðar miklu í sambandi við reksmr grannskólans og það er fyrirhugaður flutningur þeirra þátta grannskóla- starfsins sem enn era kostaðir af rík- inu til sveitarfélaganna. Undirritað- ur er þeirrar skoðunar að það sé að mörgu leyti eðlileg viðmiðunarregla að sveitarfélögin hafi með höndunt þau verkefhi sem næst standa íbúum á hverju svæði og hverju sinni. Þar era að sjálfsögðu málefni og reksmr grannskólans eitt nærtækasta við- fangsefnið, en í velflesmm sveitarfé- lögum landsins er rekinn grunnskóli. Þau eru jafnvel ófá sveitarfélögin þar Ljósmyndavinnustofan Suðurlandsbraut 4a Sími 91-88 78 78 sem um sáralítinn annan sameigin- legan eða opinberan reksmr er að ræða heldur en grannskólann. Rétt er að undirstrika að sveitarfélögin fara í veigamiklum atriðum með málefhi grannskólans í dag og annast í raun reksmr hans með þeirri und- antekningu fyrst og ffemst að ríkis- sjóður greiðir laun kennara, sér fyrir námsefni og mótar menntastefhuna. Engin ástæða er til að æda annað en sveitastjórnir myndu leggja memað sinn í að sinna þessu verkefhi vel, eft- ir því sem aðstæður rnyndu leyfa. En að þessu sögðu ber að huga að því að ýmsár spurningar vakna um þróunina í skólamálum ef af þessum fyrirhugaða tilflutningi verður. Á- leimusm spurningarnar og þær sem mestu ráða um hik fjölmargra skóla- rnanna og uppalenda, sem og ýmissa sveitarstjórnarmanna, era m.a.: 1. Hver á að tryggja jöfnuð og jafnrétti til náms? M.ö.o., hver á að tryggja það að mismunandi aðstæður fjölskyldnanna, fjár- hagur og möguleikar, fari ekki í vaxandi mæli að hafa áhrif á þá menntun sem börnin fá eða jafhvel hvort þau fá menntun? 2. Hver á að tryggja gæði námsins? Hvemig á að sjá til þess að ekki dragi sundur þegar ffá líður með þeim sveitarfélögum ann- ars vegar sem auðveldastar hafa aðstæðurnar og standa sterkast að vígi fjárhagslega og hinum sem era fámenn, strjálbýl og hafa minni tekjur? Sú hætta er augljós enda hefúr það víða orð- ið reyndin erlendis (USA/Sví- þjóð/Finnland) að smátt og smátt sjái slíks aðstöðumunar stað í mismunandi gæðum í skólastarfinu sjálfu. Það að vísa siíkum jöfhunarverkefhum sam- hliða flutningi málaflokka frá ríki til sveitarfélaga, á Jöfnunar- sjóð, hlýtur að teljast tvílient og ótrygg Iausn. Auðvitað verða ekki til nein ný verðmæti í þjóð- félaginu þó málaflokkar skipti urn heimilisfang og færist frá ríki til sveitarfélaga. Með því að fleiri og fleiri verkefni fari þessa leið hlýtur einnig að fylgja hætt- an á að hinn króníski fjárlaga- halli ríkissjóðs sem glímt hefúr verið við gegnuin tíðina, færist að einhverju leyti yfir til sveitar- félaganna í takt og í hlutfalli við Steingrímur J. Sigfússon urnfang þeirra verkefna sem þangað era að flytjast. Þessum spurningum verða menn að svara áður en farið er út í þennan tilfluming. Lágmarkskrafa er að gen'gið sé með fullnægjandi og far- sælinn hætti frá öllum þeirn lausu endum sem nú era óhnýttir og varða fjármálaleg atriði, samninga við kennara og réttindamál þeirra o.s.ffv., meðferð sérstofnana o.fl. Því verður ekki trúað að óreyndu að grannskólanum verði á næsta ári hent yfir til sveitarfélaganna án þess að um fullnægjandi ffágang á þessum þáttum sé að ræða. Grunnskólinn til sveitarfé- laganna, en áfram sam- starfsverkefni Undirritaður vill varpa ffam þeirri hugmynd að um Ieið og áffam verði stefnt að því að færa endanlega yfir til sveitarfélaganna þá þætti grann- skólastarfsins sem verið hafa á hendi ríkisins fyrir utan yfirstjórn og stefhumótun, sem að sjálfsögðu mun áfram verða hjá löggjafar- og fram- kvæmdavaldi, þá verði við það miðað að eftir sem áður verði um samstarfs- verkefhi rílds og sveitarfélaga að ræða í tilteknum skilningi þess orðs. Þannig að um leið og sveitarfélögin taka að fullu við rekstri og greiðslu kosmaðar vegna grannskólahaldsins, þá standi eftir sá þáttur ríkisins sem tryggi jöfnuð og jaíhrétti til náms og að gæði skólastarfsins verði mikil og jöfn allstaðar í landinu og standi öll- um til boða án tillits til búsetu. Þetta verði gert með því að ríkissjóður greiði samkv. nánar skilgreinduin, lögbundnum forsenduin jöfnunar- framlög til þeirra sveitarfélaga sem á slíku þurfa að halda til þess að standa jafhfætis öðrain um rekstur grunn- skólans og framkvæmd samræmdrar menntastefhu. Slík jöfitunarframlög taki í fyrsta lagi mið af landfræðileg- uni aðstæðum á þeim svæðum sem viðkomandi grannskóli starfar, stærð skólans og þáttum eins og sam- Nú líður að jólum! Við t 'ikum efti► (jÖUilui t UitfUÖUtH kennslu árganga í minni skólum í öðra lagi. I þriðja lagi tekjum sveit- arfélaga eftir því sem þær era ekki jafhaðar með öðram hætti og í fjórða lagi öðram þáttuni, sem nauðsynlegt getur reynst að jafiia eins og t.d. skólaakstri, rekstri heimavista o.s.frv. Umfram allt verður þó að tryggja með óyggjandi hætti að ríkið standi á bak við og tryggi stöðu þeirra barna sem þurfa sérhæfða kennslu, rneiri þjónustu og smðning en önnur. I reynd er þetta jöfnunarhlutverk rík- isins viðurkennt í dag og framkvæmt þannig að kostnaður á nemanda og ýmsir aðrir þættir í skólahaldinu era mismunandi eftir aðstæðum. Samstarfssamningur ríkis og sveitarfélaga Einnig verði við það miðað að ríki og sveitarfélög móti sameiginlega skólastefnuna og allar ákvarðanir sem hafa í för með sér útgjöld á þessu sviði verði teknar sameiginlega. Þetta mætti hugsa sér þannig að þessir aðilar eigi sér samstarfsvett- vang og í tengslum við lagabreyting- ar eða nýjar skólapólitískar ákvarð- anir geri ríki og sveitarfélög með sér samstarfssamning um málefni grunnskólans og ffamkvæmd skóla- steihunnar til tiltekins tíma í senn. Inn í þá samninga korni þær kröfur sem gerðar 'era til framþróunar í skólastarfinu á hverjum tíma og kostnaður sem þeim er samfara. í slíkum samstarfssamningum mætti einnig ganga ffá ýmsum sérmálum, hvernig farið yrði með mál eins og sérkennslu, rekstur sérstofhana, þró- unarstarf í skólunum o.s.ffv. Gerð samningsins yrði lögbundin. I ritinu „Til nýrrar aldar“ sem gef- ið var út af menntamálaráðuneytinu í tíð Svavars Gestssonar er einmitt gert ráð fyrir samstarfsvettvangi af þessu tagi, svonefitdu Grannskóla- ráði. Með slíkum hætti ætti að mega tryggja hvorttveggja í senn að verk- efnið sé hjá sveitarfélögunum sem er eðlilegt í því ljósi að fátt stendur íbú- unurn nær en einmitt grannskólinn þar sem bömin stíga sín fyrstu spor á menntabrautinni og starfsemi sem rekin er nánast í hverju sveitarfélagi á landinu. Á hinn bóginn er með slíkri áffamhaldandi þátttöku ríkisins í þessurn málaflokki tryggt að ekki skapist hættur á tvennu, annarsvegar á mismunandi gæðum mennttmar barnanna effir aðstöðu og fjárhágs- legu bolmagni foreldranna eða sveit- arfélaganna og hinsvegar sambands- leysi rnilli þess sem mótar mennta- stefhuna og ákveður í reynd útgjöld- in sem ffamkvæmd skólastefhunnar era samfara og hinna sem eiga að annast ffamkvæmdina og greiða kostnaðinn. Höfúndur er þingmaður Alþýðubandalagsins í Norðurlandi vestra og varafor- maður flokksins.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.