Vikublaðið


Vikublaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 9
i VIKUBLAÐIÐ 4. NÓVEMBER 1994 Viðhorf 9 Kjarninn og hismið Sósíalistafélagið Þau undarlegu tíðindi hafa nú gerst að einhverjir hafa séð ástæðu til að stofna sérstakt Sósíalistafélag inn- an og utan Alþýðubandalagsins. Fyrstu viðbrögð margra hafa eflaust verið þau að nógu mörg væru nú Alþýðubandalagsfélögin fyrir og tæpast ástæða til að fjölga þeim enn frekar. En það geta varla verið nema góð tíðindi fyrir félagshyggjumenn að fleiri félög séu stofhuð. Hitt finnst mér verra að innan Alþýðubanda- lagsins, arftaka Sósíalistaflokksins gamla, þurfi menn nú að stofna nýtt félag til að geta verið sósíalistar í friði. Þegar Alþýðubandalagið var stofnað var það sósíalískur flokkur. Fylgi flokksins hefur alla tíð komið frá sósíalistum eða þeiin sem töldu sig vera sósíalista. Það má spyrja sig hvaða framtíð flokkur með slíkan bakgrunn eigi þegar hópar innan hans þurfa að aðgreina sig sérstak- Iega sem sósíalista. Fyrir hverju ætla þeir að berjast sem áður voru sósí- alistar? Hrunin heimsmynd? A undanfömum áram hefur verið klifað á einhverju sem ýmist hefur verið kallað hran konunúnismans eða sósíalismans. Margoft hefur ver- ið haldið'fram að nú þurfi sósíalistar að leita sér að nýrri lífssýn, nýju inarkmiði, nýju verðmætamati. Einnig hef ég oft heyrt það staðhæft að nú hafi sósíalistar orðið fyrir svo miklu áfalli að þeir hafi misst allt sem þeir lifðu fyrir áður. Þeirra heims- mynd hafi hrunið og ekkert komi í staðinn. Aftur á móti bregður svo kynlega. við að ég hef engan sósíalista hitt sem hefur orðið fyrir neinu áfalli. Ármann Jakobsson Allir sósíalistar sent ég þekki (og þeir era margir í mínum vinahópi og ffændgarði) hafa nákvæmlega sömu lífsskoðanir og áður. Þeirra verð- mætamat hefur ekki breyst agnar- ögn. Viðhorf þeirra til sainfélagsins og mannlífsins alls era, þótt undar- legt megi virðast, svipuð og áður. Ytri eða innri verðmæti Samkvæmt aristótelískum hug- myndum leita inenn ýmist efrir ham- ingjunni í ytri eða innri verðmætum. Eins er með stjórnmálaskoðanir manna og viðhorf til samfélagsins. Þau byggjast ýmist á ytri aðstæðum eða innri, þ.e.a.s. þeim Iífsskoðunum og hugmyndum sem þeir hafa mótað innra með sér. Hinar ytri aðstæður eru síbreytilegar. Hugmyndakerfi byggt á þeim er því hugmyndakerfi byggt á sandi. Hin innri afstaða verður hins vegar ekki endilega fyrir neinu áfalli þó að ytri aðstæður breytist. Það fólk sem hættast er við hug- myndafræðilegum áfölluin er það sem hefur hlutgert lífsskoðanir sínar um of. Það má taka dæmi af manni sem trúir á ákveðin gildi, þ.e. að hjálpa lítilmagnanum og vera vinur vina sinna. Hann finnur tákn fyrir þessar lífsskoðanir sínar í Alberti Guðmundssyni. Það gerðu margir á sínum tírna. Albert verður fulltúi fyr- ir þessi sjónarmið. Maðurinn fylgir því Alberti gegnum þykkt og þunnt. Þessu fylgir ákveðin hætta. Menn geta hætt að hugsa, hætt að endur- meta afstöðu sína og gagnrýna, hætt að gera sér grein fyrir forsendum lífsskoðunar sínar. Sá sem er hættur að gera greinarmun á Alberti og þeint gildum sem Albert var tákn fyrir verður fyrir miklu áfalli þegar Albert hættir í stjórnmálum eða deyr. Sá sem heldur þessu aðgreindu gerir sér hins vegar grein fyrir því að þó að Albert sé látinn era þau gildi sem hann tengdi við hann á sínum tíma í fullu gildi. Hann verður því ekki fyrir neinu hugntyndalegu áfalli. Eðli sósíalismans Þeir hafa eflaust verið margir sem gerðu Stalín, Maó eða Che að tákni fyrir hina sósíalísku lífsskoðun. Sum- ir þeirra hafa jafnvel hætt að gera greinarmun á þessu tvennu og farið að trúa á Che eða Sovétríkin eða kommúnistaflokk Sovétríkjanna í staðinn fyrir þau gildi sem þetta allt stóð fyrir í þeirra huga. Þeir sem Sósíalistar stefna að því að allirfái að njóta sín, að allir geti notið þess ríkidœmis sem til verður í samfélaginu. Pessi lífssýn er ná- kvœmlega jafn sönn, jafn fögur og jafn mikilvœg og hún hefur ávallt verið. Jóhannes úr Kötlum, skáld hins eilí- fa efa, hefði orðið 95 ára í dag gera slík mistök þurfa eflaust að skipta oít um skoðun. Þeir sem alla tíð hafa gert greinarmun á sósíalism- anum og viðhorfum hans og einstök- um birtingarmyndum kippa sér hins vegar lítið upp við það þó að einstak- lingar eða flokkar deyi. Lífsskoðun sósíalismans byggist á réttlætiskennd, trú á ntannkynið og virðingu fyrir einstaklingnum. Sósí- alistar stefna að því að allir fái að njóta sín, að allir geri notið þess ríki- dæmis sem til verður í samfélaginu. Þessi lífssýn er nákvæmlega jafn sönn, jaíh fögur og jafh mikilvæg og hún hefur ávallt verið. I eðli sínu er sósíalisminn hugmynd. Hann er leiðarljós og takmark. Honurn verð- ur aldrei náð að fullu. Það yrði bölv- un því að þá hefði mannkynið að engu að stefna. En sósíalismann verður sífellt að hafa að takmarki ef miða á í rétta átt. Sósíalisminn er von. Hann er í raun eina von mann- kynsins. Sumir myndu kenna þetta við draumsýn en sósíalistar hafa þó náð meiri árangri en nokkur önnur sam- tök. Skattakerfi nútímans er afkvæmi sósíalismans, menntakerfið einnig og tryggingakerfið. Hin vestrænu samfélög væra ekki þau sjálf án sósíalismans. An hans væri trúlega ömurlegt um að litast á jörðinni í dag. Margir hafa af minna að stæra sig en gera það samt. Og sósíalism- inn verður að vera manninum keppi- kefli áfram ef hann á að eiga sér framtíð. Á afmæli skálds Sumir íslenskir vinstrimenn byggðu lífsviðhorf sitt á táknum, á birtingarmyndum sósíalismans. Þeirra vonbrigði era trúlega mildl en þau era þeim sjálfum að kenna. Aðr- ir hafa alltaf gert skýran greinarmun á kjarnanum og hismiriu. I þeim hópi var skáldið Jóhannes úr Kötluin sem hefði orðið 95 ára í dag. Hann var skáld sífelldrar endurnýjunar og um- sköpunar, skáld hins eilífa efa. Hans lífsviðhorf var ekki byggt á sandi. Hann og rnargir samtíðarmenn hans í Sósíalistaflokknum vora einlægir sósíalistar sem arftakar þeirra í Alþýðubandalaginu ættu að vera stoltir af. Þeir hefðu ekki átt í gildis- kreppu í dag. Með orðum Jóhannes- ar sjálfs: Mínfjöll standa þegar lygin hrynur mtn bláujjöll mín hvítujjöll. Höfundur er í MA-námi í íslenskum fræðum Hjartagátan Setiið rétta stafi í reitina neðan við krossgátuna. Þeir mynda þá örnefni. Lausnarorð krossgátunnar í síðasta blaði er Víglundur. A = Á = B = D = Ð = E = É = F = G = H = 1 = í = J = K = L = M = N = o = Ó = P = R = S = T = U = Ú = v = x = Y = Ý = Þ = Æ = Ö = 1 = 2 = 3 = 4 = 5 = 6 = 7 = 8 = 9 = 10 = 11 = 12 = 13 = 14 = 15 = 16 = 17 = 18 = 19 = 20 = 21 = 22 = 23 = 24 = 25 = 26 = 27 = 28 = 29 = 30 = 31 = 32 = Frá lesendum: Fyrirspurn til borgar- yfirvalda Sem flestir vita hefur Sjálfstæðis- flokkurinn lengstaf stýrt Reykjavík- urborg undanfarna áratugi. Ekki hafa þó allir verið sáttir við þá stjórn- un og á það að ég hygg bæði við um stjómarstefnuna sem framkvæmd hennar. Það orð hefur á legið að ákveðnir sterkir aðilar hafi hagnast óeðlilega á þessu og var oft vitnað til 14 fjölskyldna sérstaklega í þessu sambandi. Nú hafa andstæðingar Sjálístæðis- flokksins komist til valda í borginni og rnargir hafa beðið þess í nokkra ofvæni að fyrrnefiidar 14 fjölskyldur yrðu að láta a.m.k. nokkra spóna úr aski sínurn til handa alþýðunni. Þ.e. að nú yrði stjórnað í þágu alþýðunn- ar en ekki þessara 14 fjölskyldna. I kvöldfréttum sjónvarps 26. októ- ber sl. gaf að heyra ffegnir af 12 eða 13 fjölskyldum sem höfðu á leigu í- búðir í gömlu húsi við Tjarnargötu og eini sem býr í gömlu húsi í Laug- ardalsgarði og gætir garðsins. Var leiga þessa fólks tíunduð rækilega, rétt eins og um væri að ræða granaða afbrotamenn. Af þessu tilefni vil ég spyrja: Hafa hinir nýju stjórnendur borgarinnar loksins fundið þessar 14 fjölskyldur sem hagnast hafa sérstaklega á stjórnun Sjálfstæðisflokksins í borg- inni á undanfömum áram? Jón Kjartansson frá Pálmholti formaður Leigjendasamtakaima.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.