Vikublaðið


Vikublaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 10

Vikublaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 10
10 f dagsins önn VIKUBLAÐIÐ 4. NOVEMBER 1994 Nú er tnikið rætt um hugsanlega afsögn félagsmálaráðherra eða samþykkt vantrauststillögu á hann. Er injög eðlilegt að slíkar raddir séu uppi. Þetta eru einu leifamar sem efdr era af vantrauststillögum eftir að Davíð Oddsson svívirti lýðræðið með frávísunartillögu sinni. Og hraut þau lögmál sem kennd eru í stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins. Aðrir ráðherrar virðast æda að sleppa, sem aðeins færir okkur ein marktæk skilaboð; að þeir séu ó- spilltir. Vikublaðið hefur undanfarið fjall- að um málefni eins ráðherra án þess að það hafi vakið athygli stjómmála- manna eða annarra fjölmiðla, að AJ- þýðublaðinu undanskildu. Það eru fréttir af mjög grófri hagsmunaspill- ingu Halldórs Blöndals. - Halldór lét gera úttekt á stöðu Ríldsskipa. Halldór var þá vara- stjómarmaður í Sjóvá-Almennum, stærsta hluthafanum í Eimskip, sam- keppnisaðila Ríkisskipa. Halldór var því beinn hagsmunaaðili. -Til að framkvæma úttektina fékk Halldór fyrirtæki í eigu endurskoð- enda Eimskips. Eimskip hafði vita- skuld verulegra hagsmuna að gæta og endurskoðendurnir fýrir hönd þess félags. Ríkisskip var látið selja eitt skipa sinna og hætta Færeyjasigl- ingum, sem öfluðu félaginu tekna umffam gjöld, en tók verkefni af Eimsldp. - Halldór hafði í vegamestd stefnu Sjálfstæðisflokksins, sem var sam- þykkt landsfundar á tillögum sam- göngunefndar flokksins. Formaður nefndarinnar og aðalhöfundur álykt- unarinnar var Tómas William Möll- er,- þáverandi forstöðumaður land- rekstrarsviðs Eimskips. - Halldór lagði niður Ríkisskip og gerði Benedikt Jóhannesson tíma- bundið að stjórnarformanni til að sinna því verkefni. Benedikt og Hall- dór em systrasynir. Halldór umbun- aði Benedikt ineð því að setja hann á sömu laun og forstjóri Ríkisskipa var með, milli 300 og 400 þúsund krón- ur á mánuði og var Benedikt í öðm starfi á sama tíma. Fékk Benedikt frændi alls tæplega tvær milljónir króna. - Halldór bað fyrirtækið Talna- könnun hf. að taka saman skýrslu um stöðu fiskeldisins á Islandi. Talna- könnun er fýrirtæki náfrænda Hall- dórs. Það er í eigu bræðranna Bene- dikts áðurnefnds og Sigurðar Jó- hannessona og föður þeirra Jóhann- esar Zoega. Benedikt, Sigurður og Halldór ráðherra em systrasynir. Talnakönnun fékk alls 1,6 milljónir króna fýrir fiskeldisúttektina og í kjölfarið aðrar tvær milljónir fýrir störf að „verkefnavæðingu". - Ráðuneytismenn hafa staðfest að Talnakönnun hafi á kjörtímabilinu fengið fjölmörg verkefni og að alls sé búið að greiða fýrirtækinu eða að- standendum þess 5,6 milljónir króna á núvirði. Er þó ekki allt upptalið því Talnakönnun er enn að vinna að út- tektum fýrir Halldór Blöndal. Allir fjölmiðlar hafa fengið upp- lýsingar um þessi mál, annað hvort úr Vikublaðinu eða frá ráðuneytun- um. Þeir hafa þrátt fýrir mikla spill- ingarumræðu ekki séð ástæðu til að taka mál þessa upp, að Alþýðublað- inu undanskildu. Æda þeir að þegja áfram eða er verið að vinna í málun- um? Opera Ebony aftur hér á landi Eflaust minnast margir með á- nægju Ebony hópsins sem heill- aði tónleikagesti á tónleikum Sin- fóníuhljómsveitar íslands í nóvem- ber 1991. Þá héldu þeir þrenna tón- leika fýrir fullu húsi og var tónlist þeirra og sviðsframkoma með þeim hætti að enginn var ósnortinn. Opera Ebony söngflokkurinn sem stofnaður var fýrir 20 áram hefur verið vettvangur fý rir ameríska lista- menn af afrískum stofni til að flytja óperar, söngleiki og negratónlist. Flokkurinn hefur fengið alþjóðavið- urkenningu fýrir vandaðan flutning og framlegt verkefnaval og mikið af tónlist hefur sérstaklega verið samið fýrir hann. Hópurinn samanstendur af fimm söngvuram, listrænum stjórnanda og hljómsveitarstjóran- um Everett Lee. Opera Ebony held- ur tvenna tónleika ineð Sinfóníu- Bjarni H. Þór- arinsson efnir til sjónþings í Nýlistasafninu Laugardaginn 5. nóvember kl. 16:00 opnar í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b, sjónþing eftir Bjama H. Þórarinsson. Þetta mun vera 7. sjónþing sinnar tegundar. Sjónþing er vettvangur nýjunga í listúm og vísindum. Sjónþingið verður óvenju fjöl- breytt að þessu sinni og má búast við miklu fjöri, enda hafa þingin verið vel sótt. Fjöldi listamanna hafa verið boðaðir til „þingleika“. Þeir verða sérstaklaga haldnir laugardagana 12. og 19. nóvember. Þingið spannar ýmsar nýjungar sem höfundur þess hefur verið að fást við og þróað sl. sjö ár. s.s. Vísiakademíu, vísíólist, sjón- háttarfræði o.fl. Sjónþingið er öllum opið á opn- unartíma safnsins 5. - 20. nóvember. Laugardaginn 5. nóvember n.k. kl. 16:00 verður formlega opnuð að Kjarvalsstöðum yfirlitssýning á verkum Errós undir yfirskrifdnni: Gjöfin. Haustið 1989 færði Erró Reykjavíkurbprg að gjöf stórfenglegt safh eigin listaverka. Við þessa höfð- inglegu listaverkagjöf hefur hann síðan stöðugt verið að bæta og era verkin nú alls um 2700 talsins. Gjöfin spannar nánast allan feril Errós, allt frá æskumyndum til mynda frá undanförnum áram. A Píanóleikarinn Krystyna; Cortes kemur fram á einleikstónleikum Gerðubergs laugardaginn 5. nóvem- berkl. 17:00. Krystyna er fædd í Englandi þar sem hún stundaði nám við Watford School of Music undir handleiðslu Jeans Merlows um tíu ára skeið. Eft- ir að hafa unnið til námsstyrks við Royal Academy of Music í London lauk hún einleikaraprófi, L.R.A.M., hljómsveit íslands, fýrri tónleikarnir vora í gærkvöld og síðari tónleikarn- ir verða laugardaginn 5. nóvember kl. 14:30. Laugardaginn 5. nóvember opnar sýning á verkum eftir Elísabetu Jökulsdóttur. Elísabet er að upplagi rithöfúndur en á þessari sýningu kveður hinsvegar við nýjan og ó- venjulegan tón í myndheimi lista- konunnar þar sem hún bókstaflega þýðir hugsun sína yfir í áþreifanleg efni og hluti úr hversdagslífinu. Inni á kaffihúsinu hefur Elísabet komið fýrir fiskum í fiskabúram, sem hvert og eitt geimir vatnsrænan og einfald- an heim úr huga hennar. Yfir búranum hanga björgunar- þessari sýningu verður stór hluti gjafarinnar sýndur og gefst þar ein- stakt tækifæri til að virða fýrir sér feril þessa margbrotna listamanns. Auk þessa hefur Erró gefið Reykjavíkurborg frumgerð kvik- mynda sinna, ljósmyndir, vegg- spjöld, dagbækur, bréf, listaverka- bækur, sýningarskrár og listaverk eftir aðra listamenn. Sýningin stendur til 4. desember ffákl. 10:00-18:00 með besta vitnisburði. Krystyna hefur komið fram á. éi'n- leikstónleikum bæði hér heima Og erlendis. Hún hefur verið búsett á ís- landi í tuttugu og þrjú ár og starfað sem píanóleikari og kennari við Söngskólann í Reykjavík, Tónlistar- skólann í Reykjavík og Tónlistar- skólann í Njarðvík. A tónleikunum í Gerðubergi flyt- ur Krystyna prelúdíur og fúgur úr Á efnisskrá tónleikana kennir ým- issa grasa, fluttir verða söngvar úr óperam, lög eftir Duke Ellington, bandarísk þjóðlög ög negrasálmar. hringir í mannlegum stærðum með áletranum úr hendi Elísabetar og vega verkin þannig salt milli fljótandi yfirborðsins og kafandi mynda á bomi fiskabúranna. Sýningin stendur yfir í einn mán- Elísabet fyrir utan Mokka. Mynd: ói.þ. Das.wohltemperierte Klavier 1 nr. 8 í es-moll og nr, 15 í G-dúr eftir Bach. Einnig leilcur hún Ljóð án brða op 38 nr. 6 og Yariations serieuses op 54 eftir Mendelsohn en hið síðarnefnda er eitt helsta til- brigðaverk tónskáldsins og eitt af heldri tilbrigðaverkum 18. aldar. Einnig flytur hún Næturljóð í C- moll op 48 nr. 1 og sónötu í h-moll op 58 eftir Chopin. au eru ekki ýkjá mörg tíma- ritin um listir, sem út koma á íslandi. En svo er góðum guði fýrir að þakka að vöralisti Svenson bætir hér verulega úr. Fyrst þegar þetta fýrirbæri datt inn um póstíúguna hjá mér hélt ég að þetta væri ósköp venjuleg hluta- dýrkun. Nánari skoðun leiddi í ljós að hér var um að ræða mjög þróað listatímarit og var þar flestum stefn- um í listsköpun nokkuð sinnt. Þarna var nokkuð raunsæi og heihnikill naivismi en það sem einkenndi ritið öðru fremur var þó súrrealismi og nokkuð afturhvarf til dadaisma. Súrrealiskt einkenni ritsins blasir við þegar á forsíðu þess. Þar er les- endum bent á að þeir njóti ferða- lagsins ef þeir séu með ákveðna, stóra ferðatösku. Hana er hægt að fá fýrir lítið og með feitletruðum upp- hafsstöfum er tilkynnt að AUKA- LEGA fýlgi „2 aukahólf á hliðun- um.“ Eins og er með önnur góð listaverk kemur þetta hugsunum á flug. Höfðu þessi hólf ekki verið upphaflega? Vora þau saumuð á sérstaklega eða fýlgja kannski Iaus þannig að maður geti sjálfur sauinað eða límt þau á? Vora þau kannski ofan á og neðan á upphaflega en aukagetan felst í að hafa þau nú á hliðunum? Fær maður ef til vill af- slátt ef maður kærir sig ekki um þessi hólf? Og eins og með önnur góð súrrealísk verk finnur maður ekkert svar. Það er handan rökhugs- unar. Og það þarf ekki að fara langt til að finna Ijóð í dadaískum anda: „Þegar þú ert í beltinu hitnar þér þægilega, en tilgangur beltisins er nefnilega sá, að sjá til þess að meiri vökvi gufi upp í líkamanum en ella. Við vökvatapið rýrna fitukeppirnir f mittinu og einnig er góður stuðn- ingur af beltinu meðan þú hefur það á þér. Nú er sem sagt mögulegt að losa sig við nokkra sentimetra svo sjáanlegt er.“ Þetta mitínir vérulega á ljóð Hugo Ball frá 1917, Karawane: ,Jolifanto bambla ö falli bambla/- grossiga m'pfa habla horem/égiga gorainen/higo bloiko rassula huju/- hollaka hollala/anlogo bung/blago bung/blago bung/bosso fataka/ú úú ú/schampa wulla wussa ólobo/hej tatta görem/eschige zunbada/wulu- bu ssubudu uluw ssubudu/tumba ba- umf/kusagauma/ba - umf.“ En ekki er allt jafn þungmelt í rit- inu. Þar er líka slegið á létta strengi. Minnst er á seljurótarfræolíu sem ágæt sé fýrir karlmenn „þegar kraft- urinn, úthaldið og getan eru farin að minnka.“ Og þetta er skreytt mynd af karhnanni sem virðist til- tölulega nýfermdur en liggur við hlið dömu sem trúlega hefur tekið þátt í blautbolasamkeppni nýlega. Sé þessi dren'gur farinn að tapa getu er ég hræddur um að ekkert minna en líffæraflutningur dugi til bjargar. Eii í nafni gámanseniínnar er boðið upp á umrædda olíu í þar til gerðum hylkjum og hylkjunum fýlgja nokkrar tylftir smokka, húðlitaðra, gegnsærra og gataprófaðra. Og eins og sagt er aðeins síðar á blaðsíð- unni: „Gleymdu ekki að gefa upp þína stærð.“ Elísabet Jökulsdóttir á Mokka Errógjöfin Yfirlitssýning á gjöf Erró til Reykjavíkurborgar að Kjarvalsstöðum Tónleikar Gerðubergs

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.