Vikublaðið


Vikublaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 11

Vikublaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 11
VIKUBLAÐIÐ 4. NÓVEMBER 1994 11 Flokksstarfið Stjonnarstefnan fjandsamleg launafolki og landsbyggðinni Þorsteinn Bergsson nýkjörinn formaður kjördæmisráðs Al- þýðubandalagsins á Austur- landi. Það staðfestist æ betur eftir því sem líður á kjör- tímabilið að stefna rík- isstjórna Davíðs Odds- sonar er hættuleg sjálf- stæði þjóðarinnar auk þess að vera fjandsam- leg launafólki og lands- byggðinni sérstaklega. Svo segir í stjórn- málaályktun aðalfundar kjördæmisráðs Alþýðu- bandalagsins á Áusturlandi sem haldinn var á laugardag. Ennffemur að stórfelld eignatilfærsla hafi átt sér stað í þjóðfélaginu og hrikaleg mis- skipting á launum og lífsaðstöðu fólks sé staðreynd. „Sókn til aukins jafnréttis hefur stöðvast og bimar vaxandi óréttlæti ekki síst á konum, láglaunafólki og elli- og örorkuþeg- um. Handahófskenndar aðgerðir á sviði menntamála hafa skapað mikið óöryggi og áffant er vegið að vel- ferðarkerfinu, m.a heilbrigðis- og tryggingamálum.“ Aðalfundurinn var haldinn í Fella- bæ og sóttu hann fulltrúar frá flest- um Alþýðubandalagsfélögum á svæðinu. Gestur fundarins var Stein- grímur J. Sigfusson varaformaður Alþýðubandalagsins og flutti hann ræðu um landsmálin. Alþýðubandalagsmenn á Austur- landi hvetja til þess að EES-samn- ingnum verði breytt í tvihliða samn- ing við Evrópusambandið um við- skipti og samvinnu og hafna aðild að ES. í atvinnumálum er lögð áhersla á uppbyggingu í sátt við umhverfið og fulla atvinnu. Slík þróun náist ekki á forsendum óheffs mark- aðsbúskapar eða með skefjalausum kröfum um hagvöxt. Varað er við risa- virkjunum sem ekki taka tillit til umhverfisins. I ályktuninni segir að halda þurfi kröfunni um jöfnuð óháð búsetu hátt á loffi og að umræðan um jöfnun á vægi atkvæða á milli kjördæma sé á röngu spori á meðan ekkert sé tekið á stjórnkerfisbreytingum sem varði jöfhuð og mannréttindi þeirra sem búa utan aðalþéttbýlissvæða. Um málefhi Austurlands er meðal annars sagt að til að hamla gegn fólksfækkun þurfi að auka fjölbreytni í atvdnnulífi, bjóða upp á örugga at- vinnu og aukna þjónustu. I alþingiskosningunum í apríl næstkomandi er „mikilvægt að vinstrafólk og jafnréttissinnar þjappi sér saman um meginatriði og gæti þess að sundra ekki kröftunum. Brýnt er að setja á ný á dagskrá fé- lagsleg gildi í stjórn landsins og koma í veg fyrir að hægristjórn sitji að völdum annað kjörtímabilið í röð,“ segir í ályktun kjördæmisráðs- ins. Á fundinum í Fellabæ var kosin ný stjórn kjördæmisráðs: Þorsteinn Bergsson frá Egilsstöðum er for- maður og með honum eru þeir Bjarni Aðalsteinsson frá Neskaup- stað og Jón Halldór Guðmundsson frá Seyðisfirði. Uppstillingamefnd gerir tillögu um skipan framboðslista og mun kjördæmisráðið afgreiða listann eigi síðar en 10. desember. FLOKKSSTARFIÐ Alþýðubandalagsfélögin í Reykjavík Aðalfundur Kjördæmisráðs Alþýðubandalagsfélaganna í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 12. nóvem- ber nk. að Hótel Lind, Rauðarárstíg 18 Dagskrá: 10:15 Setning aðalfundar: Árni Þór Sigurðsson formaður kjördæmisráðsins. 10:30 Reykjavíkurlistinn og borgarmálin - reynslan og næstu verkefni: Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri. 11:00 Umræður um borgarmálin. Málshefjendur: Guðrún Ágústsdóttirforseti borgarstjórnar og Arthur Morthens varaborgarfulltrúi. 11:20 Almennar umræður. 12: 15 MATARHLÉ 13: 00 Aðalfundarstörf a) Skýrsla stjórnar b) Ársreikningar c) Ákvörðun um árgjöld. d) Lagabreytingar. e) Kosning stjórnar og varastjórnar. f) Kosning endurskoðenda. 14:15 Kaffihlé 14:30 Alþingiskosningarnar 1995 a) framboðslisti vegna þingkosninga - ákvörðun um aðferð við val á frambjóð- endum. b) Almennar umræður um stjórnmálin. 16:30 Fundarslit BH Sósíalistafélagið Félagsfundur Sósíalistafélagsins verður haldinn mánudaginn 7. nóvember kl. 20:30 að Lauqaveqi 3, 5. hæð. Dagskrá: 1. Uppbygging á starfi féiagsins. 2. Kosningabaráttan framundan. 3. Kjör fulltrúa í kjördæmisráð í Reykjavík. 4. Önnur mál. Stjórnin Alþýðubandalagið á Vesturlandi Kjördæmisráðstefna verður haldin sunnudaginn 20. nóvember nk. í Rein á Akranesi. Dagskrá: 1. Stjórnmálaviðhorfið 2. Landsmál - sveitarstjórnarmál 3. Undirbúningur alþingiskosninga 4. Aðalfundarstörf 5. Önnur mál Flokksmenn eru hvattir til að fjölmenna á fundinn. Stjórnin ORAFARVOGUR - Félag Reykjavíkurlistans í Grafarvogi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Sigrón Magnúsdóttir for- maður skólamálaráðs Reykjavíkurborgasr verða til viðtals í Félagsmiðstöðirmi Fjörgin, laugardaginn 5. nóvember ffá kl. 13.00 - 15.00. Allir velkomnir. Sagt með rrtynd Höfundar: Hjörtur Gunnarsson og Furíður Hjartardóttir Lausn myndag;ttuimar í síðasta blaðí er: „Énginn botn fiest í stjómlausan fjáraustur ráðanumna fistaliátíðar Hafnax-ljarðar./'

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.