Vikublaðið


Vikublaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 1

Vikublaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 1
Gestur Guðmundsson er nýr pistlahöfimdur á Vikublaðinu og í dag skrifar hann um nauðsyn þess að vinstrimenn mótd valkosti við hagvaxtarhyggjuna. Bls. 4 Hagur heimila og samfylking Á miðstjómarfundi Alþýðu- bandalagsins talaði hver á fetur öðrum um nauðsyn sam- fylkingar til að rétta hag heim- ilanna. Bls. 5 til 8 Bakslag hjá konum Urslit prófkjaranna er áfall fyrir konur en forystmnenn karlaflokkanna neita því að konur eigi erfitt uppdráttar innan stjómmálaflokkanna. Pistdll Dússu. Bls. 9 44. tbl. 3. árg. 11. nóvember 1994 Ritstjóm og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Efnafólk vill fela tekjurnar með ritskoðun á flöííniðla Lögfræðingur Verslunarráðs sendir ítrekað erindi til Tölvunefndar þar sem efast er um lögmæti þess að álagningaskrár séu opnar almenningi og fjölmiðlum. Frekari aðgerðir eru á döfinni til að hindra það að almenningur fái upplýsingar um tekjur efnaðasta hluta þjóðarinnar. Jónas Fr. Jónsson lögfiræðing- ur Verslunarráðs Islands hef- ur í tvígang á síðustu mánuð- um sent Tölvunefhd erindi þar sem farið er þess á leit að nefndin úrskurði um lögmæti þess að á- Iagningarskrár liggi frammi á skattstofum. Þessar skrár eru gjaman notaðar af fjölmiðlum til að upplýsa almenning um tekjur efinafólks á Islandi. - Nokkrir einstaklingar hafa leitað til mín þar sem þeir eru ekki sáttir við meðhöndlun upplýsinga úr á- lagningaskrá með tdllitd til ffiðhelgi einkalífsins, segiríónas. Tölvunefnd tók afstöðu til erindis cónasar í sumar og taldi það ekld vera á sínu valdi að takmarka aðgang að á- lagningaskrám, „né notkun þeirra eða birtingu á þeim upplýsingum sem þar koma ffam.“ Fjöhniðlar nota upplýsingar úr á- lagningaskrám til að reikna út þær tekjur sem fólk gefur upp til skatts. Á síðustu árum hafa fjölmiðlar einnig borið saman rándýra lífshætti efha- manna sem þó er lágtekjufólk sam- kvæmt álagningaskrám. Vitað er að þessi samanburður er illa séður af þeim sem skrifa einkaneyslu sína á reikning eigin fyrirtækja eða fóðra neysluna með öðrum hætti. -ónas var ekld ánægður með af- greiðslu Tölvunefhdar og sendi um hæl beiðni um að nefhdin tæld upp- haflegt erindi til meðferðar að nýju. Erindið fór fyrir ríkisskattsstjóra og sendi hann ítarlegt svar til nefndar- innar. í svari ríkisskattstjóra er sagt í nokkrum hneykslunartón að slcatt- stjórum sé „skylt að leggja álagning- arskrá fram til sýnis í 15 daga að lok- inni álagningu hvert ár.“ Þá er bent á að „jujpplýsingagjöf af þessu tagi byggir á áratuga hefð. Eg tel því að ffamkvæmd skattayfirvalda á þessum atriðum hafi verið að öllu Ieyti í sam- ræmi við lög og stjómvaldsvenjur." Þrátt fyrir þessa skýru afgreiðslu eríónas ekki ánægður og íhugar að leita annarra leiða til að knýja fram aðra niðurstöðu. Athygli vekur að cónas kemur ekki fram í þessu máli sem lögfræðingur Verslunarráðs Is- lands, en þar er hann í fullu starfi, heldur undir eigin nafhi þó ekki sé hann með eigin lögmannsstofu. Verðurn að afstýra gjaldþroti heimilanna Brýnasta verkefhið í íslensk- um stjómmálum er að koma hundruðum ef ekki þúsundum heimila til hjálpar sem búa við neyðarástand. Á mið- stjómarfundi Alþýðubandalagsins í Keflavík um helgina var sam- þykkt áætlun um björgunarað- gerðir nýrrar ríkisstjómar sein tekur á lífskjömm og vanda heim- ilanna. Tekjur heimilanna hafa fallið stór- kostlega undanfarin ár. Fjöldi fólks getur ekki lengur staðið við slculd- bindingar vegna húsnæðiskaupa enda greiðslugeta þess mun minni en fyrir fáurn inisserum. Greiðslu- mat sem heimilin hafa fengið ffá op- inberum aðilum, til að mynda Hús- næðisstofhun, stenst ekki vegna kjaraskerðinga sem ríkisstjómin hef- ur leitt yfir þorra almennings. - Fólkið sem lendir í greiðsluerfið- Steingrímur J. Sigfússon og Ólafur Ragnar Grímsson kynna áætlun Alþýðubanda- lagsins um að stöðva gjaldþrot heimilanna. leilcum gerir það langflest vegna þess að ráðstöfunartekjumar hafa dregist sainan og þar ber ríkisstjómin þunga ábyrgð, segir Olafur Ragnar Gríins- son formaður Alþýðubandalagsins. Björgunaraðgerðirnar sem Al- þýðubandalagið leggur til að ný rík- isstjóm hrindi í ffamkvæmt taka til húsnæðismála, skattamála og launa- mála. Meðal annars er gert ráð fyrir að ný skattastefiia flytji 5-7 milljarða króna ffá fjármagnseigendum, há- tekjufólki og gróðafyrirtækjum til lágtekjufólks og hópa sem liafa niiðl- ungstekjur en þurfa aðstoð. Aætlunin er liður í kosningaundir- búningi flokksins og miðar að lausn þess bráða vanda sem steðjar að. Að öðm leyti mun Alþýðubandalagið byggja kosningabaráttu sína á þeim gmndvelli sem lagður var með Grænu bókinni, Útflutningsleiðinni. Sjá leiðara og bls.5-8. Framsókn til hægri og missir fólk Eg tel að það sé ótvírætt að í Reykjavík a.m.k. er Fram- sóknarflokkurinn að færast tdl hægri. Eg hef alltaf talið mig vera félagshyggjumanneskju og ég varð undir í prófkjöri þar sem tveir markaðsmenn með peninga á bak við sig unnu gegn mér, seg- ir Ásta Ragnheiður Jóhannesdótt- ir, sem á dögunum tilkynnti brotthvarf sitt úr Framsóknar- flokknum. Ásta gerði það eftir að hafa tapað öðm sætinu á lista flokksins til Ólafs Amars Haraldssonar. Helgi Péturs- son varaborgarfulltrúi hefur einnig sagt sig úr flokknum vegna tilfærslu flokksins til hægri og almennrar óá- nægju með forystu flokksins. Helgi hefur á stundum komið fram sem blaðafulltrúi flokksins og var í fram- varðarsveit flokksins þegar heims- þing frjálslyndra flokka var haldið hér á landi fyrir skörnmu. Helgi er í framkvæmdanefnd Alþjóðasam- bands frjálslyndra, en á því verður væntanlega breyting. Þá koin Helgi sem framsóknarmaður inn á lista Reykjavíkurlistans. Athygli vakti að Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins krafðist þess í útvarpsviðtali að Helgi segði af sér trúnaðarstörfum á vegum Reykjavík- urlistans, en yfirlýst stefiia listans er að hann ráði inálum sínum sjálfur, en ekki flokkarnir sem em á meðal þeirra sem að framboðinu stóðu. Eg- ill Heiðar framkvæmdastjóri flokks- ins sagðist ekki vita hvað gert yrði í þessu máli sérstaklega, þ.e. hvort kröfu formannsins yrði fylgt eftir. Þá hefur Karen Erla Erlingsdóttir prófkjörsframbjóðandi á Austurlandi boðað afsögn sína úr flokknum. „Ekki kannast ég við það," segir Eg- ill Heiðar aðspurður hvort fleiri úr- sagnir hefðu borist með þeim ofan- greindu. Miðstöð at- vinnulausra lokað Miðstöð fólks í atvinnuleit í Reykjavík verður lokað þann 1. desember. Stjóm mið- stöðvarinnar hefur sagt upp forstöðumanninum og hyggst endurskipuleggja starfið. Að sögn Gísla ''ónassonar for- manns stjórnar Miðstöðvar fólks í atvinnuleit er ástæðan fyrir lok- uninni sú að ekki sé úr nægilega miklu fé að moða til að halda starfseminni gangandi. Akvörð- unin um að hætta starfseminni í bili var tekin í október og stjórn- in hyggst taka sér nokkum tíma til að endurskipuleggja starfið. Hjalti Þórisson forstöðumaður miðstöðvarinnar segir að ákvörð- unin um að starfinu skyldi hætt hafi komið sér á óvart. Eðlilegra hefði verið að gera upp starfsem- ina í vor þegar einhver reynsla hefði verið komin. Hjalti var fenginn til að sjá um miðstöðina í haust og hafi í samráði við stjóm- ina unnið að skipulagningu vetr- arstarfsins. Verkalýðsfélög og þjóðkirkjan standa að Miðstöð fólks í at- vinnuleit og hafa fengið stuðning frá félagsmálaráðuneyti og Reykjavíkurborg. Miðstöðin hef- ur verið til húsa í Breiðholts- kirkju. - Við ætlum að taka okkur tíma til að finna nýjar Ieiðir til að ná til atvinnulausra, segir Leifur Guðjónsson í stjóm miðstöðvar- innar. Að sögn Leifs hafði það verið í bígerð í nokkum tíma að loka miðstöðinni. Stjómarmenn gátu ekki sagt til um það hvenær starf fyrir atvinnulausa hefst að nýju.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.