Vikublaðið


Vikublaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 2

Vikublaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 2
2 VIKUBLAÐIÐ 11. NÓVEMBER 1994 Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson, Friðrik Pór Guðmundsson og Ólafur Pórðarson Auglýsingasími: (91)-813200 - Fax: (9D-678461 Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (91)-17500 - Fax: 17599 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja hf. Forgangsverkefni að rétta hag heimilanna A miðstjórnarfimdi sínum sem haldinn var í Keflavík um síðustu helgi tók Alþýðubandalagið frumkvæði að því að setja fram ítarlegar tillögur um hvemig taka ber á geigvæn- legum greiðsluerfiðleikum og gjaldþrotum sem vofa yfir heimilum stórra hópa launafólks. Þær tillögur gengur Al- þýðubandalagið með til kosninga í vor og mun herjast fyrir því að þær verði verkefhi næstu ríkisstjómar. Greiðsluvandi heimilanna er af mörgum rótum mnninn. Hann stafar af gríðarlegri greiðslubyrði vegna húsnæðis- kaupa. Hann stafar af lágum launurn og vaxandi atvinnu- leysi. Hann er tilkominn vegna vaxandi ranglætis í skatta- málum þar sem persónuafsláttur hefur farið lækkandi og tekjutenging ýmissa bóta hittir fólk með meðaltekjur harð- ast á sama tíma og fjármagnið fær að ávaxta sig án þess að hagnaðurinn sé skattlagður og hátekjufólkið sleppur. Vand- inn er líka vegna þess að skorið hefur verið niður í velferðar- kerfinu og þjónustugjöldum komið á í sívaxandi inæli. Og meðan peningarnir em sóttir til almennra laimþega og barnafólks er gjöldum svo milljörðum skiptir aflétt af fyrir- tækjunum án tillits til hagnaðar þeirra. Afleiðingin er neyð- arástand heimilanna, vaxandi fátækt, upplausn fjölskyldn- anna og djúpstæð félagsleg vandamál. Ríkisstjóm sem ekki tekur á þessu neyðarástandi á engan tilvemrétt. Tillögur Alþýðubandalagsins fela í sér að ráðist verði að þessum vanda á margþættan hátt, ekki með skyndilausnum heldur með því að taka á rótum hans. Til að vinna bug á því neyðarástandi sem skapast hefur í húsnæðismálum þúsunda heimila leggur Alþýðubandalagið til að komið verði upp björgunarsjóði sem fjármagnaður verði af ríki, sveitarfélög- um, bönkum og lífeyrissjóðum. Þá krefst Alþýðubandalagið þess að sjálfvirk tengsl launa og lánskjara eins og þau birtast í lánskjaravísitölunni verði afhumin. Nýrri skattastefhu verður að koma á sem feli í sér í fyrsta áfanga að 5-7 milljarðar verði fluttir frá fjármagnseigendum, hátekjufólki og gróðafyrirtækjum til lágtekjufólks og mið- tekjuhópa. Þyki einhverjum þessi upphæð stór, þá er hún að- eins brot af því sem þegar hefur verið fært til fyrirtækjanna og svipuð þeirri sem heimilin hafa verið látin borga í formi tekjutengingar ýmissa bóta og þjónustugjalda. Skipbrot launakerfanna í landinu blasir við og við því þarf að bregðast. A sama tíma og atvinnuleysi hefur grafið um sig, laun lágtekjuhópa hafa farið lækkandi og viðurkennt er að hvorki taxtalaun né atvinnuleysisbætur duga til fram- færslu hefur misskipting farið vaxandi og launamunur auk- ist. Því leggur Alþýðubandalagið til að meðal fyrsm verka nýrrar ríkisstjómar verði að efha til víðtækra viðræðna sam- taka launafólks, atvinnulífs og stjómvalda um ffamkvæmd nýrrar launa- og atvinnustefhu. Hún þarf að fela í sér að lægstu laun verði hækkuð verulega, sett lög um afkomu- tryggingu og tekið til í þeim framskógi sporslna og auka- greiðslna sem skekkir öll launakerfi og viðheldur misskipt- ingu. Þá hefur Alþýðubandalagið lýst því hvemig skapa má þegar á fyrsta ári nýrrar ríkisstjórnar 1400 til 2000 ný störf. Þessum tillögum og mörgum fleiri er lýst í Grænu bókinni og í samþykktum miðstjórnarfundarins sem birtast í blaðinu í dag. Þær sýna svo ekki verður um villst að það er hægt að búa vel að þjóðinni, tryggja góð lífskjör og sækja fram í at- vinnuuppbyggingu, ef pólitískur vilji er fyrir hendi. I næsm kosningum verður tekist á um það hvort hér verði mynduð ríkisstjórn til að rétta við hag heimilanna eða til að halda á- ffam að færa fjármuni ffá fólkinu til fyrirtækjanna, ffá skuldugu launafólki og barnafólki til þármagnseigenda og forréttindahópa. Það verður tekist á um það hvort hér verði stjórnað í þágu fólks eða fjármagnseigenda. Pólitízkan Dritur á hvítflibba Davíbs í hádegisfréttum á sunnudag út- skýrði Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra slakt gengi sitt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um helgina með því að kjósendur flokksins væru að refsa honum fyrir embættisfærsluna á kjörtímabilinu. ( kvöldfréttum blés Davíð Odds- son forsætisráðherra á þessa skýr- ingu en taldi að umræða um ráð- stöfunarfé ráðherra hefði skaðað hann í prófkjörinu. Með ummælum sínum hafði Ólafur G. rjátlað við máli sem Davíð vill fyrir hvern mun láta liggja í þagnargildi. Alræmdasta embættisverk Ólafs G. er innsetn- ingin á Hrafni Gunnlaugssyni, einkavini Davíðs, í framkvæmda- stjórastól Sjónvarpsins. í hjarta sínu vita sjálfstæðismenn að tvö mál urðu öðrum fremur til þess að flokk- urinn tapaði meirihluta sínum í Reykjavík: Hrafnsmál og einkavæð- ingartilburðirnir með SVR. Davíð vill allt til þess vinna að komast hjá um- ræðu um Hrafn Gunnlaugsson og gengur jafnvel svo langt að hasta opinberlega á menntamálaráðherra. Enda steinhætti Ólafur G. að gjamma um að fyrri embættisverk hafi verið honum til trafala í prófkjör- inu. Menntamálaráðherra sýndi það í Hrafnsmálinu að hann er hlýðinn og Davíð kann að rækta þann hæfi- leika hjá heimilisvinum sínum. Fyrirgefbu, Össur minn Okkur varð illa á í messunni fyrir viku þegar við kenndum Össur Skarphéðinsson umhverfisráð- herra við aðra konu en þá sem hann á með því að segja tengda- föður hans Blönduósing. Pólitízkan lagði málið út á versta veg og atyrti saklausa menn. Okkur þykir þetta allt saman óskaplega leitt. Fyrir- gefðu, Össur. Og þó að nafn Guð- mundar Theódórssonar Bönduósings hafa ekki verið birt var við hann átt og við komum hér með afsökunarbeiðni á framfæri við hann líka. Lærdómur ab vestan Þingkosningarnar í Bandaríkjunum fara í kennslubækur í stjórnmála- fræði fyrir það helst að Repúblíkön- um tókst að snúa á haus þeirri speki sem er kennd við Tip O'Neill fyrrum forseta öldunga- deildarinnar og gengur útá það að • öll stjórnmál séu héraðspólitík. Repúbíkanar gengu til kosninga undir sameiginlegri stefnuskrá, „Samningur við Bandaríkin" (Contract with America), og stóðu uppi sem sigurvegarar - mínus spillti Hafnfirðingurinn frá Virginíu, Oliver North. Angist Ásgrímsson í Tímanum á laugardag sagði Hall- dór Ásgrímsson formaður að Framsóknarflokkurinn væri miðju- flokkur, sem þýðir að hann hafi færst til hægri eftir að Steingrím- ur Hermannsson lét af for- mennsku. Með flokkinn í upplausn og slæma útkomu í skoðanakönn- unum ákvað Halldór á þriðjudags- kvöld að daginn eftir skyldi Fram- sóknarflokkurinn vera vinstriflokkur og sagði það í viðtali við Valgerði Jóhannsdóttur á Útvarpinu. Á miðvikudag blés úr annarri átt og þá vildi Halldór aftur vera miðju- maður og sagði svo í and- skotaþætti Marðar Árnasonar og Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Fáum mönnum fer það jafn illa að skipta um skoð- un og Halldóri Ásgrímssyni. Halldór hefur trausta ásýnd og ræktar þá ímynd með þumbaralegri fram- komu. Vindhanapólitík Halldórs síðustu daga afhjúpar djúpa angist manns sem hefur tapað áttum og veit ekki lengur hvaða erindi hann á í íslensk stjórnmál. Pólitísk sam- kvæmni Ólafur Örn Haraldsson ruddi Ástu Ragnheiði Jóhannes- dóttur úr öðru sæti á framboðs- lista Framsóknarflokksins í Reykja- vík. Ólafur Örn sagði í hádegisfrétt- um Bylgjunnar á mánudag að fyrir hálfu öðru ári hefðu framámenn í Framsóknarflokknum leitað eftir frambærilegum mönnum til að fara í framboð og komið að máli við sig. Ólafur Örn sló til og náði 2. sæti af Ástu R. um helgina. Tuttugu mínút- um síðar í hádegisfréttum RÚV vildi Ólafur Örn ekki kannast við skipu- lagða vinnu til að koma Ástu R. úr 2. sætinu heldur voru það kjósend- ur sem einir réðu. Þetta fer ekki saman. Annað hvort hefur mark- visst verið unnið að því í hálft annað ár í samvinnu við forystu flokksins að Ólafur Örn taki sæti Ástu R. eða að hann hefur skellt sér í prófkjörs- slaginn án hjálpar frá forystu Fram- sóknarflokksins og látið kylfu ráða kasti. Ef Ólafur ætlar að láta taka mark á sér verður einhver að kenna honum að samkvæmni (pólitík þarf að endast lengur en í tuttugu mínút- ur. Chanel á Rás 2 Sigurður G. Tómasson dag- skrárstjóri Rásar 2 hefur fundið mann til að sjá um útvarpspistla í stað llluga Jökulssonar sem var rekinn í síðasta mánuði. Heiðar Jónsson snyrtir sest í sæti llluga. Brandaravibtal vib félagsmála- rábherra DV birti viðtal við Guðmund Árna Stefánsson félagsmálaráðherra um helgina. Umgjörðin var úr erlendum sáþuóperublöðum þar sem lagt er uþpúr væmnum lífs- reynslusögum. Inná milli þess sem Guðmundurl?omst upp með hefð- bundin undanbrögð og talaði til sín samúð með orðasamböndum eins og „brjáluð umræða" og að börnin „heyra nafn mitt og lögreglu í sömu andránni". Var spurningum skotið inn í textann, sumpart gagnrýnum, en þeim var ekki fylgt eftir. Með spurningum og svörum var slegið upp fallegum litmyndum af Guð- mundi sjálfum og Guðmundi í faðmi fjölskyldunnar. Útkoman er sæta- brauðsútlit á fréttaviðtali sem gerir

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.