Vikublaðið


Vikublaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 3

Vikublaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 3
VIKUBLAÐIÐ 11. NOVEMBER 1994 3 tilraun til að vera gagnrýnið. Ástæð- an fyrir klúðrinu er líkiegast sú að síðustu misseri hefur helgarútgáfa DV sótt á mið glansblaða og út- litsteiknari blaðsins talið að á ferð- inni væri heimilislegt viðtal við ráð- herra nýsloppinn úr pólitískum hremmingum. Hvorugt var rétt. Heiöursmanna- samkomulag DV og Mogga DV er orðið morgunblað á mánu- dögum með nýjum samningi við prentsmiðju Morgunbiaðsins. Eig- endur DV, Hörður Einarsson og Sveinn R. Eyjólfsson, voru til- búnir að kaupa prentsmiðju ef ekki næðust hagstæðir samningar við prentsmiðju Morgunblaðsins. Samningurinn við DV þýðir í reynd að Morgunblaðið mun ekki fara í mánudagsútgáfu, eins og hug- myndir voru uppi um, gegn því að DV kaupi áfram prentun hjá Morg- unblaðinu. DV verður enn meiri bastarður en áður; morgunblað - einu sinni í viku, síðdegisblað fjórum sinnum í viku og léttmetisblað um helgar, en hvað gerir maður ekki til að halda samkeppninni í lágmarki og hagnaðinum í hámarki? X Búið er að rétta Hegel við og leið- rétta þar með Marx, ef einhver skyldi ekki hafa tekið eftir því. Nýjasta sönnun þess að marxlsk efnishyggja er víkjandi fyrir hegelísk- um ídealisma er að finna í heima- byggð þeirra félaga í Þýskalandi. Öflugir fjölmiðlar, til að mynda Der Spiegel og Suddeutsche Zeitung, hafa flutt inn frá Ameríku hugtak, kynslóð X, og fest það við þýska æsku. Douglas Coupland sló í gegn árið 1991 með bókinni Generation X en hún lýsti tilgangsleysi ungs fólks í Bandaríkjunum. (stuttan tíma varð kynslóð X merkimiði á há- skólakrökkum sem eru tutt- uguogeitthvað og finnst veröldin vit- laus. Núna eru menn að mestu hættir að tala um kynslóð X þar vestra og Coupland farinn að skrifa í New Republic um kjarnorkurusl og sitthvað fleira. Þjóðverjar aftur á móti eru að uppgötva hugtakið og finnst það passa ágætlega við þar- lent æskufólk sem þó glímir við aðr- ar sögulegar og félagslegar að- stæður en það bandaríska. En eins og Hegel myndi segja; fyrst hugtak- ið er til hlýtur að finnst raunheimur sem það á við. Og þýskir fjölmiðlar geta vitanlega fundið uppgjöf hjá ungum konun og körlum og þar með er hringnum lokað. Málið fær annan vinkil hjá veraldarvönu vinum okkar á Morgunpóstinum sem vilja líka búa til X-kynslóð á íslandi. í síð- ustu viku var þrælheilbrigður ungur maður sem vill „lifa heill" (og hefur líkamsrækt, sund og hestamennsku fyrir áhugamál) kenndur við kynslóð X. Davíb ýmist meb eba á móti gömlu fólki í síðasta mánuði fór Davíð Odds- son forsætisráðherra mikinn þegar hann varði Þorvald Garðar Kristjánsson fyrrum þingmann Sjálfstæðisflokksins en fyrir atbeina forsætisráðherra drýgir Þorvaldur líf- eyrir sinn með óskilgreindum sér- verkefnum á vegum ráðuneytisins. Það er opinbert leyndarmál að með fastri greiðslu úr ríkissjóði er Sjálf- stæðisflokkurinn að bæta Þorvaldi það upp að hann varð aldrei ráð- herra. Vikublaðið greindi frá þessum sértæku aðgerðum forsætisráð- herra en hann brást við með því að leggja áherslu á mikilvægt framlag gamals fólks og hversu sjálfsagt sé að nota starfskrafta þess. Annað var uppi á teningunum þegar sjálf- stæðismenn á Reykjanesi felldu for- seta Alþingis, Salóme Þorkels- dóttur, í prófkjöri um helgina. Þá fór Davíð að tala um að það sé bara hið besta mál að ungt fólk ryðji sér til rúms í flokknum. Við bendum at- vinnulausum ungliðum í Sjálfstæðis- flokknum á að knýja dyra í forsætis- ráðuneytinu og vita hvort ekki sé ástæða til að endurnýja Þorvald, svona í Ijósi nýrrar stefnu Davíðs gagnvart gömlu fólki. Ól sex böm, fór þá í skóla og síðan í pólitík Hallveig Ingimarsdóttir leikskólastjóri á Patreksfirði og Bíldudal er nýkjörinn formaður Alþýðubandalags Vestur-Barðastrandarsýslu en það var stofnað um miðj- an síðasta mánuð. Hún er sex bama móðir, fór í Fóstru- skólann þegar bömin vora uppkominn og sækist núna HaUveig Guðmundsdóttir: Vildi gera eitt- efirir öðra sætinu í forvali Alþýðubandalagsins á Vest- hvað jákvætt og gekk í Alþýðubandalagið. fjörðum fýrir þingkosningamar. - Eg vildi gera eitthvað jákvætt þegar ég fór að búa ein og ákvað í vor að ganga í Alþýðubandalagið. Ég hef alltaf verið vinstrisinnuð en aldrei látrið verða af því að koma til starfa fyrr en nú, segir Hallveig. Alþýðubandalag Vestur-Barðastrandarsýslu var stofnað í haust í kjölfar sameiningar sveitarfélaga á sunnan- verðum Vestfjörðum og um 40 manns gengu í félagið, þar af nokkrir sem ekki höfðu áður verið félagsbundnir flokknum. Með Hallveigu í stjóm vora kjörin Birna Benediktsdóttir ritari og Gústaf Gústafsson gjaldkeri. Hallveig er fædd og uppalin á Bíldudal og 22 ára var hún orðin fjögurra þarna móðir. Síðan bættust tvö við og Hallveig var heimavinnandi húsmóðir þangað til börnin stálpuðust. Vorið 1989 dreif hún sig í Fósturskólann og lauk nánii þaðan þrem árum síðar. Bömin eru flest flogin úr hreiðrinu og hafa haslað sér völl á ólíkum vettvangi. Eitt barna Hallveigar er Guðmundur Kr. Oddsson sem tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í síð- asta mánuði. - Eg held nú samt að við séum ekki langt frá hvort öðru í skoðunum, segir Hallveig. Á stofnfundi Alþýðubandalags Vestur-Barðastrandasýslu var lýst yfir stuðningi við Hallveigu í annað sætið á lista flokksins í Vestfjarðarkjördæmi. Forvalið stendur núna yfir og niðurstaða fæst í desember. - Ég verð búin að baka1 jólakökurnar áður en niðurstaðan úr forvalinu liggur fyrir, segir Hallveig. Jónas Engilbcrfsson í ræðustól, Steinþór IJaraldsson og Skúli Eggert Þórðarson við háborðið en Árni Þór Sigurðsson í forgrunni. Vandamálið við skatt- svik er almenningur Skattsvik tíðkast í skjóli al- mennings sem telur það ekki al- varlegt brot að stinga undan því sem keisaranum ber. Þetta kom fram í máli Skúla Eggerts Þórðar- sonar skattrannsóknarstjóra á fjölmennum fúndi sent Alþýðu- bandalagið í Reykjavík (ABR) hélt 3. nóvember undir yfirskrifrinni Skattar - skattsvik. Fundurinn var haldinn í veitinga- húsinu Litlu-Brekku við Bankastræti og var hann þriðji í fundarröð ABR sem hófst í haust með umræðu um sjávarútvegsmál. Framsögumenn á fundinum í síðustu viku voru auk Skúla Eggerts þeir Steinþór Har- aldsson lögfræðingur hjá ríkisskatt- stjóra ogCónas Engilbertsson stræt- isvagnabílstjóri og skattgreiðandi. Fundarstjóri var Sjöfh Ingólfsdóttir. Fundurinn var tvískiptur með því Framkvæmdastjóri Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, SASS, óskar aö ráöa framkvæmdastjóra frá 1. jan. 1995. Leitab er ab einstaklingi meb góba þekkingu og/eba reynslu af sveitarstjórnarmálum. Æskilegt er ab vibkomandi hafi reynslu af stjórnunarstörfum. Lögfræbi-, vibskiptafræbi- eba sambæri- leg menntun æskileg. Framkvæmdastjóri veitir forstöbu skrifstofu samtakanna og annast m.a. um fjármál, innheimtu, bókhald og áætlanagerb fyrir SASS og stofnanir tengdar samtökunum. Framkvæmdastjóri vinnur ab stefnumarkandi málum í sam- rábi vib stjórn samtakanna og hefur á hendi önnur þau störf sem stjórnin felur honum. Rábningarkjör mibast vib kjarasamninga opinberra starfs- manna. Rábningartími mibast vib kjörtímabil sveitarstjórna, meb venjulegum uppsagnarfresti. Skriflegum umsóknum meb upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skilab til skrifstofu SASS, Eyrarvegi 8, 800 Sel- fossi, fyrir 16. nóv. 1994. Nánari upplýsingar veita; Hjörtur Þórarinsson, framkvæmda- stjóri SASS, í síma 98-21088/98-21350 og Ólafía jakobsdóttir, formabur SASS, í síma 98-74840. að ABR tilnefndi þar aðal- og vara- menn sína í kjördæmisráð Alþýðu- bandalagsins, auk þess að brjóta til mergjar skattamálin. I framsögum málshefjenda og fyr- irspurnum komu fram athyglisverð atriði, til að mynda það að manni nokkrum hafði tekist að reka mat- vöruverslun í Reykjavík í heilt ár án þess að vera nokkursstaðar á skrá og borgaði þar af leiðandi enga skatta. Neðanjarðarkaupmaðurinn keypti inná lagerinn í Bónusverslunum. Þá var á það bent að skattsvikamál væru oft lengi að velkjast í dóntskerfinu hér á landi. Dæmi er um að dóms- stólarnir hafi tekið sér 11 ár að klára eitt mál. FELAGSMALARAÐUNEYTIÐ Húsaleigubætur 1995 Eftirtalin sveitarfélög hafa tilkynnt félagsmálaráðuneyt- inu þá ákvörðun sína að greiða húsaleigubætur á árinu 1995 skv. ákvæðum laga um húsaleigubætur nr. 100/1994. Aðaldælahreppur, Arnarneshreppur, Dalvíkur- bær, Eyrarbakki, Fellahreppur, Hafnarfjörður, Hofshreppur, Garðabær, Grindavík, Mosfellsbær, Neskaupstaður, Reyðarfjarðarhreppur, Reyk- holtsdalshreppur, Reykjavík, Sauðárkrókskaup- staður, Selfoss, Seltjarnarnes, Stokkseyri, Súðar- víkurhreppur, Sveinsstaðahreppur, Tálkna- fjarðarhreppur, Torfalækjarhreppur, Vopna- fjörður, Þingeyrarhreppur, Öxarfjarðarhreppur. Félagsmálaráðuneytið, 7. nóvember 1994.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.