Vikublaðið


Vikublaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 4

Vikublaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 4
4 Viðhorf VIKUBLAÐIÐ 11. NOVEMBER 1994 Að ráða dagskránni Meginleiðin til að hafa áhrif á samfélagsþróunina er sjaldnast sú að komast í valdastóla, heldur að ráða því hvað er á dagskrá samfélagsumræðunnar. Vinstri hreyfing hefur nú vindinn í bakið í fyrsta sinn í hálfan annan ára- tug, en hún hefur enn sem komið er enga öfluga málefnaskrá að beita fyr- ir þennan meðbyr. Vinstri öfl hafa ekki haft öflugt hugmyndafræðilegt frumkvæði síðan á dögum 68-hreyfingarinnar forð- um. 68-hreyfingin gerbreytti hvers- dagslegu mannlífi, menningu og við- horfum, en náði aldrei að móta stjómmálalífið, hvað þá stjórnmála- steftiu. A síðasta aldarfjórðungi hafa þó orðið annars konar undur og stór- merki í stjómmálunum, þar sem þrjú fyrirferðarmestu afbrigði alræðis- sinnaðrar hugmyndafræði hafa öll beðið skipbrot. Sovétkommúnism- inn missti nær allan áhrifamátt í ágúst 1968, þótt hann væri ekki bor- inn til grafar fyrr en tuttugu ámm síðar. Brestirnir í hefðbundnum kratisma hafa smám saman komið upp á yfirborðið á síðasdiðnum 20 árum, eftir að hann hætti að geta tryggt áffamhaldandi hagvöxt og fulla atvinnu. Við þetta hrun á vinstri vængnum lifnaði frjálshyggjan við um stund, en er nú að leggjast til hvíldar með ríkisstjórnum þeirra Reagans og Thatchers. Vesturlönd lifa enn á eins konar sorgarskeiði eftir þessar pólitísku meginstefhur, sem mótuðu stjórn- málaátök síðustu áratuga, og nýr tími er enn ekki genginn í garð. Helstu sorgarviðbrögðin hafa verið af tvennum toga og off fara þau sam- an. Annars vegar hafa menn lýst því yfir að hugmyndaffæði sé liðin tmdir lok. Það hefur reyndar oft komið í ljós, til dæmis á árunum um 1960, að slíkar dánartilkynningar eru stórlega orðum ýktar, en það aftrar ekld póst- módemískum menningarrýnum og tæknikrötum að gefa út enn eitt dán- arvottorðið á öll hugmyndakerfi. Hins vegar hefur talsmönnum gjaldþrota hugmyndakerfa orðið talsvert ágengt að koma eigin gjald- þroti yfir á aðra. í Austur-Evrópu tóku valdaklíkurnar upp mark- aðsffasa í staðinn fyrir gömlu Ienínistatuggurnar og slógu form- lega eign sinni á það sem þeir höfðu áður stjórnað í nafni fólksins. For- ráðamönnum kapítalískra ríkja hefur tekist að láta vandamál fyrrverandi einræðisríkja slcyggja á vaxandi vanda kapítalismans. Þeir hafa meira að segja komist upp með að spyrða allar róttækar hugmyndir við leníníska al- ræðishyggju, í því skyni að jarða þær allar í einni fjöldagröf undir legsteini Leníns og Stalíns. Með slíkum afbökunum er nýtt hugmyndalegt alræðisafl nú að myndast undir merkjum uppgjörs við alræðisöfl hugmyndanna. Þetta er hugmyndakerfi teknókratískrar markaðshyggju, sem er orðin sam- eiginleg forsenda allra stjómmálaafla og þrengir svigrúm fyrir pólitískan grundvallarágreining. Teknókratísk markaðshyggja er ffjálshyggja í nýrri mynd. Herskáar kennisemingar nýffjálshyggjunnar em ekki lengur viðeigandi, og þeirra þarf tæpast með, því að tæknihyggj- an starfar fyrir sömu inarkmið: Að opna „markaðnum“ leið út í öll skot samfélagsins og gera öll tengsl milli manna að fjármagnstengslum, þann- ig að gæfa manna ráðist af því hvort fjármagnið vinnur fyrir þá eða gegn þeim. Sú hætta er fyrir hendi að komin- únismi og kratismi taki sósíalismann með sér í gröfina. Frjálshyggjan deyr hins vegar ekki með neinni hug- myndaffæði, því að hún hefur tekið sér bólfesm í efnahagslögmálum og tæknilegri skynsemi. Samfélagsátök em ekki úr sögunni, en þau verða á milli teknókratískrar skynseini og ýmiss konar sérhagsmuna. Pólitíkin hættir að vera vettvangur átaka um meginstefnur, en verður að hundaslagsmálum bófaflokka um það að komast að kjötkötlunum. Gestur Guðmundsson erfiðara að sameina hagvöxt og jöfh- uð, í öðra lagi verða endimörk hag- vaxtar sýnilegri á æ fleiri sviðum og í þriðja lagi verður æ fleiram ljóst að hagvöxtur er hæpinn mælikvarði á auðlegð og vellíðun. Hagspekingar kapítalismans boða nú hver um annan þveran að því að- eins verði hægt að tryggja hagvöxt á næstu árarn að menn sætti sig við stórfellt atvinnuleysi og aukinn mun á lífskjöram og lífstækifæram. Þjóð- félagsrannsakendur sem horfa lengra fram á við benda að vísu á að slílcur hagvöxtur muni ganga enn nær auð- lindum jarðar og kalla enn ffekari lífskjaraskerðingu yfir almenning. Þeirn sem horfa fram á veginn er Ijóst að í stað þess að tengja saman hagvöxt og bætt lífskjör allra verða umbótasinnar 21. aldar að tengja saman sjálfbæra þróun og réttlátari dreifingu vinnu og lífsgæða. Sú auðvelda leið er ekki lengur fær að bæta kjör allra í gegnum hagvöxt. Samfélagsátök næstu ára munu snú- ast um það, hvort „efhahagsbati“ verði tryggður með því að auka kjaramun. Hægri öflin leitast nú við að vinna betur stæða launþega til fylgis við skerðingar á launum og fé- lagslegri aðstoð láglaunahópanna, og vinstri mönnum hefur enn sem komið er gengið illa að móta trú- verðugan valkost. Verkefni vinstri manna nú er að móta aðrar leiðir en hagvöxt til að bæta kjör og Iífstækifæri hinna lakar settu. Hinjr betur settu verða jafn- ffamt að samþykkja jöfhun lífskjara og sjá hana eigin augurn. Þetta þýðir m.a. að breyta verður hugmyndalegu andrúmslofti í samfélaginu. Hin blinda trú á hagvöxt verður að víkja fyrir skilningi á því að forsendur ffamfara felast í jöfnun lífskjara, sjálfbærri þróun og margs konar um- bótum á lífsskilyrðum, sem engan vegin verða metnar á mælikvarða hagvaxtar, kaupmáttar og þess hátt- ar. Nú er til þess lag í íslenskum stjórnmálum. Þrátt fyrir eindæma slappa stjórnarandstöðu er auðsær vilji meðal almennings til þess að fá skýran valkost við frjálshyggju nú- verandi ríkisstjórnar. Með brott- hvarfi Jóhönnu Sigurðardóttur úr Alþýðuflokknum hafa skapast stór- bætt skilyrði þess að sameina jafnað- armenn í einu öflugu ffamboði. Best væri að tengja slíka sameiningu við opna og víðtæka umræðu um þá nýju jafnaðarstefnu sem þarf. Þá gætum við vinstri menn í einu vetfangi náð því málefhalega ffumkvæði í samfé- laginu sem tíðarandinn gefur okkur færi á. Höfúndur er félagsffæðingur. Á íslandi vora kommarnir aldrei annað en stofukommar. Draumar um betra líf tóku sér bólfestu í kommúnískum ffösum, en þegar kommamir fengust við praktísk verkefni, beittu þeir kratískum lausnum. Alþýðuflokkskratar höfðu annars konar kratískar lausnir á tak- teinum, og reyndar smitaði kratism- inn aðra flokka rækilega. Kratísk öfl hafa lengi verið sundruð á Islandi, en samanlögð viðleitni þeirra hefur sett sterkt svipmót á íslenska þjóðfélagið. Kjarninn í hefðbundnum kratisma er að samtvinna tvennt: Annars veg- ar að ýta undir þann höfuðkost kap- ítalismans að auka ffainleiðni - að auka í'senn auðlegð og draga úr þörf á vinnu. Hins vegar að hamla gegn þeirri geigvænlegu misskiptingu sem felst í eðli kapítalismans. I nýsköpun- arstjóm og vinstri stjómum fyrri og síðari unnu sósíalistar og allaball- akratar að því að efla verðmætasköp- un í íslenskum sjávarútvegi, en Ál- þýðuflokkskratar hafa haft forgöngu um að liðka fyrir hagvexti með því að afriema viðskiptahöft. Báðir hafa reynt að beina sem stærstum hluta verðmætaaukningarinnar ofan í vasa launafólks og í velferðarkerfið. Það er því enginn eðlismunur á þessum flokkum þótt hart hafi verið deilt um Ieiðir. Hvorki Alþýðuflokkur né Alþýðu- bandalag hefur enn sem komið er tekið á þeirri staðreynd að hefð- bundin kratastefna er nú komin að endimörkum. I fyrsta lagi verður æ Gjafmildi ýtninnar Si i tundum verða menn ffá fá- . mennum þjóðum svo ffægir er- lendis að þeir láta heimaland sitt njóta þess með sérstökum hætti. Þeir reyna að fylla þjóðina sektarkennd fyrir að hafa látið aðra vera á undan henni að uppgötva snilldina. Þannig sanna þeir rétt einu sinni að enginn er spámaður í sínu heimalandi. Svo era aðrir sem fylla tónleikahús eða sýningarsali eða bókabúðir og senda skeyti til mömmu og menntamála- ráðherra og segja: Gerði stormandi lukku, vann alþjóðasigur, sendið pen- inga! Þetta er skemmtilegasta plattið og endurtekur sig stöðugt, því sannleik- urinn er flókinn en lygin einföld og höfðar til trúgiminnar. Þriðja tegund af ffægum mönnum frá smáþjóð er listmálarinn sem stundar ýma gjafrnildi á eftirsótt verk sín. Þannig menn láta sem þeir vilji ekki reisa sér risastóran minnisvarða í heimsborginni miðri, þótt þess gefist auðvitað kostur, heldur í ástkæra fjós- inu í túninu heima. Þótt þeir geri fátt annað en það að vera alltaf að selja söfnum og auðmönnum úti í hinum stóra heimi, þá eiga þeir svo inörg þúsund málverk aflögu að þau gætu sprengt utan af sér öll kúabú breytt í söfn. Guðbergur Bergsson Reglan er yfirleitt sú í henni veröld að það tekur stóran anda óratíma að finna skilning. Hann verður þess vegna að sætta sig við þau forlög sem honum eru sköpuð. Það er til einskis að reyna að flýta fyrir skilningi með töffabrögðum. Sé það gert lendir allt í handaskolum. I staðinn fyrir skiln- ing kemur ffam á sviðið einhvers konar hverfúlleiki í líki skolphugsun- ar sem menn velta sér upp úr þangað til hellt er úr fötunni í ræsið og guði þakkað fyrir að loksins sé hún tóm. Á íslandi eru ekki til mörg mynd- listasöfh. Þau fáu sem til era hafa verið kennd við menn. Við eigum Kjarvalsstaði, Gerðarsafn og Saffi Einar Jónssonar osffv.. Aðrir lista- rnenn verða að sýna undir þeirra þaki og það er hvorki heilbrigt né lýsir núklum skilningi hjá þeim sem stjórna málefnum sýningarsala og safna. Sum þessara húsa eru þó ffem- ur dauð grafhýsi útúrboraháttar en söfn. Og fáir heimsækja þau þess vegna. Söfnin hafa grafið list mann- anna í stað þess að halda nafni þeirra á loffi innan um önnur verk félaga þeirra. I útlöndum era söfn einstakra ffægra málara. Sumir stofha þau í lif- anda lífi og standa fyrir kostnaði við reksmrinn með glöðu geði, enda ekki bara ffægir heldur flugríkir. Dæmi um þetta era Miro og Tapies á Spáni. Ef Islending langar að eiga listasafh og sé hann heimsffægur, þá ber hon- um að reisa það líkt og önnur stór- menni gera, en ekki reyna að plata sveitamanninn með sýndargjöf, láta hann reisa yfir hana safn og bera kostnaðinn. Nú er svo komið að þeir sveitamenn era varla til sem opna lengur fjós sín fyrir listum. Hvað gerist þá? Upp rísa fjósakonur og viðhalda glópskunni, þegar auðvelt hcfði verið á ögursmnd í stríði kynjanna og átökunum um borgarstjórn að halda þeim gjafmilda og verkum hans niðri í geymslukjallara og taka upp þegar hentar að húsdraugurinn hangi líka á veggjum, því bæði lifandi og dauð málverk eru til í sögu myndlistarinn-

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.