Vikublaðið


Vikublaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 12

Vikublaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 12
Munið áskriftarsímann 17500 Ásmundur viðsemjandi Baiikamir hafa mannað samninganefnd sína upp á nýtt og vekur athygli að í nefhdina em komnir tveir nýir og nafhtogaðir einstak- lingar. Þetta em Asmundur Stefánssson fýrmm forseti Alþýðu- sambandsins, núverandi framkvæmdastjóri hjá Islandsbanka og Steingrímur Hermannsson fyrrum forsætisráðherra, núverandi Seðlabankastjóri. Samninganefnd bankanna er tíu manna apparat undir formennsku Björgvins Vilmundarsonar í Landsbanka. Eins og hjá öðrum atvinnu- rekendum er framundan ströng samningalota hjá samninganefhd bank- anna, en samningar umbjóðenda Sambands íslenskra bankamanna eru lausir tun áramótin. Samkvæmt heimildum Vikublaðsins fá nefhdarmenn í samninga- nefhdinni ágæta þóknun fyrir þessi tilteknu störf, hvort heldur sem samningaviðræður eru í gangi eða ekki. Þannig fá óbreyttir nefhdar- menn 50 þúsund krónur á mánuði en formaðurinn tvöfalda þá upphæð. Það kostar því bankana minnst 550 þúsund krónur á mánuði að halda samninganefndinni uppi eða rúmar sjö milljónir á ári (með þrettánda mánuðinum), burtséð frá því hvort samningar standa yfir eða ekki. Dularfullt símtal Friðrik Sophusson fjármálaráðherra hefur neyðst til að hverfa firá þeim yfirlýstu áformum sínum að skattleggja blað- og merkjasölu- böm. Verðut ekki annað skilið en að þessi skyndilega hugarfarsbreyting eigi rætur sínar að rekja til símtals sem Friðrik var kallaður til á miðjum fundi með DV-mönnum, þar sem hann var að réttlæta skatdagninguna. Friðrik fékk ffarn utandagskrárumræðu um málið á þinginu á mið- vikudag, fýrstur ráðherra til að biðja um slíka umræðu. Hann leitaðist þar við að koma skatttlagningunni á Olaf Ragnar Grímsson, en í tíð Ólafs var skattlagningin leidd í lög. Þeim lögum hefúr hins vegar aldrei verið framfýlgt fýrr en nú að Friðrik hugðist gera það. En eftir símtalið, sem að líkindum hefúr verið við Davíð Oddsson forsætisráðherra, hóf Friðrik að boða lagabreytingu um afnám ákvæða um skattlagninguna. Fiskvinnslufólk Að óbreyttu stefhir í að fiskvinnslufólk missi kauptryggingu sína um næstu áramót, en atvinnurekendur sögðu viðkomandi ákvæði kjarasamninga upp sl. sumar með sex mánaða fýrirvara. Gæti þá ríkt sama ástand og fýrr þar sem fiskvinnslufólk er kallað til vinnu eða sent heim að geðþótta atvinnurekenda. „Þetta ákvæði er búið að vera mörg ár í samningunum og við munum að sjálfsögðu leggja höfúðáherslu á að sambærilegt ákvæði komi aftur í samningana. Þetta snertir það fólk sem býr við mesta óöryggið á vinnu- markaðinum," segir Benedikt Davíðsson forseti ASI. Sigurður Ingvars- son formaður Alþýðusambands Austurlands og nefúdarmaður í atvinnu- málanefhd ASI segir að uppsögn þessa ákvæðis sýni að atvinnurekendur virðist ekki hafa mikinn áhuga á að byggja upp nýja atvinnustefhu, en öllu meiri áhuga á því að viðhalda garnla kerfinu. Vantraust Ólafúr Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins mun leggja fram vantrauststillögu á Guðmund Ama Stefánsson félags- málaráðherra í dag ef ráðherrann verður ekki sjálfviljugur búinn að segja af sér. Davíðs Oddsson forsætisráðherra hefur fengið umboð þingflokks Sjálfstæðisflokksins til að ganga frá Guðmundarmálum. Þetta þýðir að Davíð getur vikið Guðmundi úr ríkisstjóm en óvíst er hvort hann treysti sér til þess af ótta við að ríkisstjórnin tapi meirihluta sínum á þingi. Borgarmál Áður en reglulegur aðalfúndur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í Reykjavík hefst á laugardag verða á dagskrá umræður um borgar- mál. Málshefjendur verða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Guð- rún Ágústsdóttdr borgarfúlltrúi og Arthúr Morthens varaborgarfúlltrúi. Borgarmálaumræðan hefst á Hótel Lind á Rauðarárstíg kl. 10:15 á laugardag. Sjúkraliðar Allt stefhdi í verkfall sjúkraliða þegar Vikublaðið fór í prentun í gær. Ljóst var að fundað yrði hjá Ríkissáttasemjara allan gærdag og langt frameftir, en samkvæmt heimildum blaðsins var ekki sá sátta- tónn fýrir hendi að líklegt teldist að endar næðust saman fýrir mið- nætti áður en verkfallið átti að skella á. Verkfall sjúkraliða inun hafa vemleg áhrif á heilbrigðisstarfsemi og heíúr veríð gripið til ýmissa aðgerða til að draga úr þessum áhrifum, meðal annars hafa fjölmargir sjúkir, aldraðir og öryrkjar orðið að leita til ættmenna um athvarf. Er ljóst að þá geti skapast mjög alvarlegt ástand, þótt bráðaþjónustu verði sinnt. Sjúkraliðar hafa að undanförnu fengið beinar og óbeinar stuðningsyf- irlýsingar frá öðmm heilbrigðisstéttum. Nefna má að fundur sóknar- starísmanna í umönnunarstörfúm hefur skorað á sóknarfólk á sjúkrahús- um að sýna sjúkraliðum samhug með því að ganga ekki í störf þeirra. ASÍ: Stjórnvöld hafa brugðist Alþýðusambandið hefúr lagt fram ítarlega atvinnumála- steftiu til firamtíðar. Tals- menn ASI segja að stefha þessi hafi verið mótuð eftir marga fúndi á höfúðborgarsvæðinu og á lands- byggðinni þar sem auðséð er að stjómvöld ætluðu ekki að sýna frumkvæði við mótun atvinnu- stefnu. Þá telja ASI-menn að at- vinnurekendur hafi notað þjóðar- sáttartímabilið illa til að byggja undir atvinnulífið. „Það hefur miðað mjög hægt í þessum efhum. Það er okkar skoðun að stjórnvöld hafi brugðist að veru- legu leytd. Við leggjum nú ffam okk- ar atvinnustefhu og viljum um leið draga stjómvöld fram til sameigin- legra verka. Við teljum að okkar at- vinnustefiia eigi að leiða til fullrar at- vinnu fýrir alla og til góðra lífskjara. Við leitum eftir samstarfi og emm tilbúin til að gera samkomulag á margvíslegum vettvangi,11 segir Benedikt Davíðsson forseti ASI. Það kom hins vegar ffarn hjá Ara Skúla- syni ffamkvæmdastjóra ASI að fjár- lagaffumvarp ríkisstjórnarinnar bæri að óbreyttu með sér uppgjöf gagn- vart atvinnuleysinu. „Fjárlagahalli hér á landi er ákaflega lítill í fjölþjóð- legum samanburði og meira atriði að okkar mati að útrýma atvinnuleys- inu,“ segir Ari. Nánar verður greint ffá atvinnu- stefnunni síðar, en í stuttu máli byggir hún á því að hafha ffjáls- hyggju að bandarískri fýrirmynd en að leggja áherslu á að í tæknivæddu þjóðfélagi verði að hafa mannauð og þekkingu í öndvegi. Það sé grand- völlurinn að bættum kjömm. ASI-menn segja að vitaskuld eigi að hækka launin, en slíkt sé þó ekki takmark í sjálfú sér nema það leiði til bættra kjara. Aðspurður hvort hag- vaxtarstefna væri grundvallaratriði í stefúu ASÍ segir Benedikt að eins og staðan sé í dag verði að koma til auk- inn hagvöxtur til að bæta stöðuna í heild. „Það þarf um leið að jafna tekjuskiptinguna. Sjö þúsund manns em atvinnulausir og það þarf að bregðast við því. Stytting vinnutím- ans er markmið okkar og við teljum að hún skili jafhvel enn meiri afköst- um, eins og við höfum dæmi um ffá því í yfirvinnubanninu árið 1977,“ segir Benedikt. Mundu eftir smámyntinni - það margborgar sig. ^ Q Kort P-kort er þægilegur greiðslumáti - það gildir í alla miðamæla í Reykjavík og þú getur hlaðið það aftur og aftur... Hefurðu hugleitt hversu miklum tíma þú eyðir í að hringsóla um miðbæinn í leit að „rétta“ stæðinu? Og svo ertu alltaf að falla á tíma og fá gíróseðil undir rúðuþurrkuna. Þetta þarf ekki að vera svona. Flóknara er þetta ekki -faðu þér stæði BÍLASTÆÐAS JÓÐU R Bílastœöi fyrir alla Vissir þú að frá miðastæðum og bílahúsum er mest 3 mínútna gangur hvert sem er í miðbænum? Er ekki kominn tími til að nýta tímann og peningana betur? Bílahúsin eru þægilegasti kosturinn. Þau eru á eftirfarandi stöðum: Traðarkoti v/Hverfisgötu, Kolaportinu, Vitatorgi, Vesturgötu, Ráðhúsinu og Bergstöðum v/Bergstaðastræti.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.