Vikublaðið


Vikublaðið - 25.11.1994, Qupperneq 1

Vikublaðið - 25.11.1994, Qupperneq 1
Aumingja atviimu- leysingjarnir Hvað segir það okkur um viðhorf til atvinnulausra að ekki er hægt að halda Mið- stöðinni gangandi? Bls. 5 Við kveðjum Lúðvík Á mánudag verður einn helsti forystumaður íslenskra vinstri- manna borinn til grafar. Mið birtum kveðju Alþýðubanda- lagsins og nokkrar svipmyndir úr lífi hans. Opna Oftúlkun Sveins Allans 'Einar Karl Haraldsson segir Svein Allan oftúlka orð Stein- grítns J. Sigfússonar og birtir endurrit af umræddri sjón- varpsffétt til sönnunar. Bls. 8 46. tbl. 3. árg. 25. nóvember 1994 Ritstjóm og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Sérframboð eða samfylking? Jóhanna stofnar flokk á sunnudag. Svarar engu um samfylkingu. Umboðslausir stuðningsmenn fara offari. „Hjónarúmið í Alþýðuflokknum er brunnið.“ Birting heldur að sér höndum. Asunnudag verður stofhaður nýr stjómmálaflokkur Jó- hönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi varaformanns Al- Jjýðuflokksins, og stuðnings- manna hennar. Jóhanna hefur engu svarað óskum Alþýðubanda- lagsins um viðræður um samfylk- ingu og túninn er að renna út. Stuðningsmenn Jóhönnu segja að enginn hafi hafit umboð til að bjóða einstaklingum úr öðrum flokkum sæti á firamboðslista og neita því að Jóhanna ætli að safha liði til að yfirtaka Alþýðuflokkinn. Nýtt stjórnmálaafl sem Jóhanna Sigurðardóttir leiðir heldur opinn kynningarfund á sunnudag á Hótel Islandi. - Nokkrir lykilmenn verða kynnt- ir og drög að stefnuskrá verða lögð fram, segir Olína Þorvarðardóttir sem er í innsta kjarna stuðnings- mannahóps Jóhönnu. Viðræður á milli Jóhönnu og for- ystumanna Alþýðubandalagsins síð- ustu vikur hafa ekki leitt til þess að skilyrði hafa skapast fyrir samfylk- ingu félagshyggjufólks enda hefur Jóhanna færst undan því að ræða mögulegar útfærslur á samvinnu. Ölína kveðst ekki líta svo á að sam- fylking sé úr sögunni. - Við verðum að stofha stjórn- málasamtök áður en við tökum þátt í samvinnu. Eða héldu menn virkilega að Jóhanna ædaði að ganga í Al- þýðubandalagið? spyr Ólína. Eftir að fréttir bárust af því að stuðningsmenn Jóhönnu bæm ví- umar í einstaka alþýðubandalags- menn nteð loforðum um sæti á fram- boðslista blossaði upp andúð á þeint vinnubrögðum. Foiystumenn Al- þýðubandalagsins og Jóhanna hafa skipst á skotum í fjölmiðlum af þessu tilefhi. Þótt vitað sé að nafngreindir stuðningsmenn Jóhönnu hafi gert al- þýðubandalagsfólki tilboð þvertekur Ölína fyrir að það hafi verið gert í umboði Jóhönnu. Hlutirnir gangi einfaldlega ekki þannig fyrir sig að Jóhanna skuldbindi sig gagnvart fólki með því að lofa sætum á frarn- boðslista. Þeir sem hafa bundið vonir við sameiginlegt framboð félagshyggju- fólks í anda Reykjavíkurlistans em orðnir óþreyjufullir enda em flokk- amir óðum að ganga ffá ffamboðs- listum og lítdð svignim til að ræða samfylkingu eftir það. Alþýðubanda- lagsfélagið Birting hefur frá stofhun reynt að vinna samfylkingu brautar- gengi. Björn Guðbrandur Jónsson varaformaður Birtingar segir enn tíma til stefhu og að hlutirnir muni skýrast eftir sunnudagsfund Jóhönnu og stuðningsmanna hennar. - Birting hefur ekki gert aðra sam- þykkt en þá sem gerð var í október þar sem hvatt var til samfylkingar jafhaðarmanna, enda hafa menn ekld haft mikinn tíma til að sinna þessu síðustu dagana. Við emm ekki at- vinnuinenn í pólitík, segir Björn Guðbrandur og telur að Birting muni boða til fundar um málið í næstu viku. Hann segir að eftir að Jóhanna verði búin að stofna stjórn- málasamtök sé hægt að krefja hana svara um það hvaða málefhi hún ætli að setja á oddinn og með hverjum hún vilji starfa. Sumir þeirra sem fylgjast með stjómmálum telja að markmið Jó- hönnu sé að safna liði til að ná völd- um í Alþýðuflokknum sem er í sár- um en hún féll fyrir Jóni Baldvin Hannibalssyni í sumar í formanns- slag. Olína Þorvarðardóttir, sem sagði skilið við Alþýðuflokkinn fyrir skömmu, segir það óhugsandi. - Hjónarúmið í Alþýðuflokknum er brunnið, segir Ólína. Á sunnudagsfundi Jóhönnu og stuðningsmanna hennar verður boð- að til landsfundar í janúar og má líta svo á að það séu jafnframt þau tíma- mörk sem em fyrir samfylkingu fé- lagshyggjufólks. Landflótti þrefaldast Það sem af er þessu ári hafa ríflega 600 fleiri Islending- ar tekið sig upp af landinu heldur en þeir sem hafa flutt hingað til lands. Samkvæmt upp- lýsinguin Hagstofunnar höfðu 2.227 flust til landsins á fyrstu tíu mánuðum ársins en 3.213 burt af landinu. Eru þetta mikil umskipti frá árinu í fyrra en þá voru þeir sem fluttu burt 203 fleiri en þeir sem fluttu til landsins. Landflótt- inn hefúr því þrefaldast bara það sem af er árinu. Hermann Þráinsson hjá Hagstof- unni segir að straumurinn frá land- inu liggi aðallega til Norðurland- anna, einkum Noregs og Danmerk- ur, en til Iandsins frá Iöndum utan Norðurlanda. 1 hans gögnum er ekki í fljótu bragði hægt að sjá hvaða þjóðfélagshópar skera sig úr. Það verður hinsvegar Elín Er- lingsson hjá norska sendiráðinu í Reykjavík greinilega vör við. - Já, það er aðallega ungt fólk á milli tvítugs og þrítugs sem leitar hingað í sendiráðið til að afla sér upplýsinga vegna flutnings til Nor- egs. Og þetta er að iniklu leyti fólk með börn og eru einstæðar mæður fjölmennar í þeim hópi. Fólk er að leita að betra lífi, sumpart þjónustu en Iíka beinlínis' atvinnu, segir hún. Árið 1991 var hreyfingin á fólki til og frá landinu hagstæð um 1007 manns. Þá fluttu 3989 til landsins en 2982 frá því. Á fyrsta heila ári ríkis- stjómar Davíðs Oddssonar, 1992, snerist dæmið við, því þá fluttu 2959 til landsins en 3213 fi‘á því. Fækkun- in af Jiessum völdurn var því 254 það árið. 1993 nam fækkunin 203 eins og áður sagði, eða 2698 til landsins og 2901 ffá því. Um síðustu mánaða- mót höfðu 609 farið umffam þá sem komu hingað. Iðja og upphaf Alþýðubandalagsins Iðja, félag verksmiðjufólks, var rekin úr Alþýðusambandinu árið 1952 á hæpnum forsend- um. Alþýðuflokkurinn hafði á þessum tíma meirihluta í ASI en flokksmenn Sósíalistaflokksins voru með undirtökin í Iðju. Tveim árum síðar var félagið aftur tekið inn í ASI og tekur þátt í samfylkingu Hannibals Valdi- marssonar og sósíalista sem var forsenda þess að Alþýðubandalag- ið var stofhað árið 1956. Þetta kemur ffam f nýrri bók, Bjarma nýrrar tíðar, saga Iðju, félags verksmiðjufólks í 60 ár eftir Ingólf V. Gíslason. Fyrstu áratugimir í sögu Iðju end- urspegla togstreitu vinstrimanna í verkalýðshreyfingunni. Róttækir sós- íalistar og hægfara sósíaldemókratar tókust á um forræðið í verkalýðs- Ingólfur V. Gíslason: Kom á óvart að vinstrimenn gátu unnið saman að verkalýðsmálum í hatrömmum átökum milli sósíalista og sósíaldemókrata á fjórða áratugnum. hreyfingunni og gerðu livor um sig tilkall til þess vera hinir einu og sönnu fulltrúar verkafólks í stjórn- málabaráttunni. Þrátt fyrir illvíg átök innbyrðis gátu vinstrimenn tekið höndum saman þegar inikið var í húfi. Þannig gátu þeir Björn Bjarnason nýkjörinn bæjarfulltrúi Kömmúnistaflokksins og Jón „klofhingur" Sigurðsson er- indreki Alþýðuflokksins sameinast um það haustið 1934 að stofna Iðju. Björn og Jón voru svarnir pólitísldr andstæðingar. Kommúnistaflokkur- inn aðhylltist einangrunarhyggju á þessum árum og uppnefindi alþýðu- flokksmenn „sósíalfasista.“ Jón fékk viðumefhi sitt vegna starfans sem hann hafði með höndum fyrir Al- þýðuflokkinn og AlJiýðusambandið, sem var sama stofnunin, að ferðast urn landið og stofna kloíningsfélög í bæjum þar sem kommúnistar réðu verkalýðsfélöguin. Kjör verksmiðju- fólks voru hörmuleg á fjórða ára- tugnum og Björn kommi og Jón klofningur settu hag verkafólks ofar pólitísku dægurþrasi er þeir lögðust á eitt við stofnun Iðju. Áður höfðu ungar konur reynt að stofna vinnu- staðafélög í verksmiðjum en at- vinnurekendur bmgðust ókvæða við og ráku verkakonurnar úr starfi. - I ljósi stjórnmálaástandsins kom það mér á óvart að kommúnistar og alþýðuflokksmenn gátu unnið sarnan á þessum tíma, segir Ingólfur. Ingólfúr V. Gíslason hefur unnið að sögu Iðju í hálft þriðja ár en hann hefur áður skrifað um félagslegan uppmna fyrstu íslensku atvinnurek- enduma og samtök þeirra 1894- 1934. Kröftug kyn- geta gamalla manna Goðsögnin um getuleysi gamalla karla á ekki við rök að styðjast. Islenskur læknir í Svíþjóð hefur sýnt firammá það að karlmenn þurfi ekki að óttast Elli kerlingu. Kynlíf skiptir eldri karlmenn núklu máli og könnun á sænskum karlmönnum sýnir að fjórir af hverjum fimm körlum á milli sjö- tugs og áttræðs hafa getu til sam- fara. Islenskur læknir, Ásgeir Helgason, og samstarfsmaður hans í Svíjijóð gerðuu könnun- ina. Greint er frá henni í dag- blaðinu Dagens Nyheter á mið- vikudag. Þótt gamlir menn bæði vilja og geta hefúr ekki nema helmingur þeirra samfarir oftar en einu sinni á mánuði. Annar hver karlmaður hefur óskir um tíðari samferir en eiga í erfiðleikum með að finna jafn áhugasama maka.

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.