Vikublaðið


Vikublaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 5

Vikublaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 5
VIKUBLADIÐ 25. NOVEMBER 1994 amfélagið 5 Aumingja atvinnuleysinginn - atvinnuleysinginn er aumingi Um mánaðarmótín verður Miðstöð fólks í atvinnuleit í Reykjavík lok- að. Tvær ástæður eru gefnar upp fyrir því að Miðstöðinni sé lokað, ann- arsvegar að endar ná ekki saman fjárhagslega og hinsvegar að ekki hef- ur tekist að ná tíl atvinnulausra. Lokunin staðfestir ráðleysi samfélags- ins gagnvart atvinnuleysingjum. Og þegar ekkert er unnið í málefhum atvinnulausra festast þeir í vítahring: Atvinnuleysingjum er vorkennt, en það viðhorf er oftar en ekki framhliðin á þeirri skoðun að í raun sé aðstaða atvinnuleysingjans honum sjálfum að kenna. Fullfrískur ein- staklingur sem verður fyrir því áfalli að missa vinnuna þarf ekki á lítíls- virðandi samúð að halda. Leiðin tíl að aðstoða atvinnulausa er að gera þeim kleift að halda sjálfsvirðingunni. í Breiðholti er Miðstöðin fjarri alfaraleið og það er táknrænt að vettvangi atvinnu- lausra er troðið niður í úthverfi borgarinnar. Atvinnulausir eiga að láta lítið fyrir sér fara. Miðstöð fólks í atvinnuleit - eða Miðstöð atvinnulausra eins og hún er iðulega kölluð - hefúr verið starffækt í rúm tvö ár. Kirkjan hafði forgöngu um að Miðstöðin var opnuð en öflug verka- lýðsfélög komu fljótlega inn í mynd- ina. Fyrst um sinn var starfsemin í Iðn- aðarmannafélagshúsinu við Tjörn- ina. Lítil vinna virðist hafa verið lögð í það að móta starfsemina áður en af stað var farið og þess vegna þróaðist Miðstöðin fljótlega yfir í það að vera kaffistofa sem opin var gestum og gangandi. Stöku fúndir með að- fengnum fyrirlesurum og upplýs- ingamiðlun um bótarétt og þess háttar voru það eina sem aðgreindi Miðstöðina frá venjulegu kaffihúsi, fyrir utan - auðvitað - ókeypis kaffi. Fyrir rúmum tveim árum trúðu margir að atvinnuleysið myndi fljót- lega hverfa og sumpart skiljanlegt að tilraunir til að bregðast við því sem viðvarandi þjóðfélagsfyrirbrigði væru fálmkenndar. A bakvið fálmið mátti greina viðhorf sem enn eru ríkjandi gagnvart atvinnulausum enda hefur lítið verið gert til að breyta því. Staðsetning Miðstöðvarinnar í miðbænum varð til þess að atvinnu- lausir áttu auðvelt með að komast þangað og aðeins steinsnar frá þing- húsinu var Miðstöðin þörf áminning til þeirra sem fara með almannavald- ið í íslensku þjóðfélagi. Á móti kom að nokkurt ónæði var af fólki sem átti ekkert erindi í Miðstöðina. Það varð til þess að starfsemin var flutt upp í Breiðholtskirkju. Eðlileg staðseming væri í nálægð við þá staði sem at- vinnulausir sækja, við Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar þar sem fólk kemur í lögbundna skráningu, í ná- grenni verkalýðsfélaga sem borga út atvinnuleysisbætur eða í grennd við stofiiun eins og Menningar- og fræðslusamband alþýðu sem sinnir námskeiðahaldi fyrir atvinnulausa. í Breiðholti er Miðstöðin fjarri alfara- leið og það er táknrænt að vettvangi atvinnulausra er troðið niður í út- hverfi borgarinnar. Atvinnulausir eiga að láta lítið fyrir sér fara. Sá hugsunarháttur varð áberandi strax í upphafi að atvinnulausum væri vorkunn. Auglýst dagskrá Mið- stöðvarinnar í desember í fyrra var þannig að 13. desember var fræðslu- fundur með stjórnmálamanni um málefiú atvinnulausra. Viku síðar var fúndur um „jólahald í skugga at- vinnuleysis“ með sóknarpresti. Þriðja í jólum var boðið upp á „jóla- kaffi fýrir atvinnulausra og aðstand- endur og vini.“ í þessari dagskrá skín í gegn velvild og samúð. En jafn- framt er rækilega undirstrikað að at- vinnulausir eru ölmusufólk. Það er ekki rétt því að fyrir nokkrum árurn voru teknar pólitískar ákvarðanir um það að fórna atvinnu nokkurra þús- unda Islendinga til að ná öðrum efnahagsleguin markmiðum en því að viðhalda fullri atvinnu. En í stað þess að líta á atvinnuleysi sem þjóð- félagslegt vandamál er rík tílhneig- ing að horfa á einstaklingana sem vandamál. Og hremmingar atvinnu- lausra hefjast um leið og þeir komast í kynni við kerfið. Einstaklingurinn er númer Atvinnulausir þekkja hvernig það brýtur einstaklinginn niður þegar komið er fram við hann eins og ölm- usuþega. Fyrir hálfu öðru ári lýsti Eyjólfúr Guðjónsson, atvinnulaus VR-maður, því í Vikublaðinu hvern- ig honum kom Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar fyrir sjónir. Hann sagði heimsóknina hafa verið eymdarlegustu upplifun sína og að sér hafi liðið eins og hundi. Til- gangsleysi þess að koma einu sinni í viku á Vinnumiðlunina tíl að láta stimpla sig var himinhrópandi og upplýsingar voru - af skornum skammti. „Það er mikið áfall að verða at- vinnulaús og atvinnuleysið er niður- drepandi. Það er klippt á fólk fjár- hagslega og félagslega og það er al- gjörlega skipulagslaust,“ sagði Eyjólfur í viðtali við Vikublaðið vor- ið 1993 og gagnrýndi hvernig opin- bera kerfið kemur ffam við atvinnu- lausa. Atvinnulausir eiga rétt á bóturn og ef þeim er boðin vinna og afþakka hana falla þeir af bótaskrá. Þegar at- vinnurekendur leita eftír starfs- mönnum hjá Vinnumiðlun Reykja- víkurborgar tíðkaðist það að þeir sem lengst höfðu verið á skrá var fyrst boðin vinna án tillits tíl þess hvort viðkomandi hefði reynslu og getu tíl að inna starfið af hendi. Ekk- ert tillit var tekið til þess að miðaldra maður sent hafði alla sína starfsævi unnið á skrifstofu hafði enga burði til að stunda verkamannavinnu. I ljósi framkominnar gagnrýni hefúr Vinnumiðlun Reykjavíkur- borgar reynt að bregðast við auknu og varanlegu atvinnuleysi með því að bæta þjónustuna og gera hana mann- eskjulegri. Ráðgjöf hefúr verið efld, skráning tölvuvædd og upplýsinga- miðlun gerð markvissari. Ef marka má orð Oddrúnar Kristjánsdóttur framkvæmdastjóra Vinnumiðlunar- innar í síðasta tölublaði félagstíðinda Dagsbrúnar er ekki Iengur unt það að ræða að atvinnulausum séu boðin störf sem alls ekki eiga við. „Það er okkar markmið að samræma óskir umsækjenda og vinnuveitenda. Það er ekki verið að leika sér að því að bjóða störf, einungis til að fella fólk af bótum,“ er haft eftir framkvæmda- stjóranum. Oddrún segir það markmið Vinnumiðlunarinnar „að líta á hvern einstakling, en ekki hóp atvinnu- lausra sem einhverja manntegund, þar sem allir eru eins.“ Það er engin ástæða til að efast um einlægni Odd- rúnar en framkvæmdastjórinn verð- ur ekki betri en kerfið sem hann vinnur í. Meðal þeirra nýjunga sem. Vinnumiðlunin hefur tekið upp er að atvinnulausir fá númer þegar þeir koma til að fá þjónustu og þeir eru kallaðir upp sem númer á rafrænum skiltum sem standa við hvert af- greiðsluborð. Allt ber þetta skil- virkni vitni og er eftiröpun á af- greiðslustöðum banka og annarra fyrirtækja og stofnana sem kljást við biðraðir. Skilaboðin sem atvinnu- lausum eru send fara ekki á milli mála: Þú ert númer en ekki einstak- lingur og þig ætlum við að afgreiða hratt og hagkvæmt. Það er óvið- kunnanlegt að fá slíka afgreiðlu í banka en maður Iætur sig hafa það. Á vinnumiðlun fyrir atvinnulausa er þessi afgreiðsluháttur miklu verri en óviðkunnanlegur. Atvinnuleysi er pólitík Það eru takmörk fyrir því hvaða kröfúr hægt er að gera til opinbera kerfisins. Þrátt fyrir allt er um stjóm- sýsluna að ræða og til að ná því markmiði að vera óhlutdræg hlýtur hún að vera ópersónuleg að nokkm leyti - þótt oft rnegi fyrr rota en dauðrota. Stjómsýslan fer með frarn- kvæmdavaldið og getur eðli málsins samkvæmt ekki sett sig upp á móti kjörnum fúlltrúum almennings í sveitarstjórnum og á Alþingi. Öðm mál gegnir um framtak eins og Miðstöð fyrir fólk í atvinnuleit. Skyldur þeirra aðila sem standa að Miðstöðinni, þjóðkirkjunnar og verkalýðsfélaganna, em fyrst og fremst við almenning en ekki við stjórnvöld. Þess vegna er hægt að gera þá kröfú til þessara aðila að þeir líti atvinnuleysið öðmm augum en opinbera kerfið og komi til liðs við atvinnulausa með öðmm hætti en kerfið. Atvinnuleysið er ekki náttúrulög- mál og það stafar heldur ekki af efna- hagslegum lögmálum. Það er afleið- ing af pólitískum ákvörðunuin þar sem marknúðið um fúlla atvinnu var raðað neðar á forgangsröðina en markmiðinu um efúahagslegan stöð- ugleika. Þetta er hinn sanni veruleiki at- vinnuleysisins. Hnípnir menn og konur með númer í biðröð hjá Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar er aðeins eitt birtingarform þessa vem- leika. Hjalti Þórisson, sem tók við for- stöðu Miðstöðvar fólks í atvinnuleit nokkmrn mánuðum áður en ákveðið var að leggja hana niður, kynntist at- vinnuleysinu áþreifanlega þegar hann sjálfur missti vinnuna. Hann segir þá reynslu ólíka allri annarri. - Fólk sem ekki hefur reynt at- vinnuleysið á sjálfu sér skilur ekki hvaða áhrif það hefur á einstakling- inn að missa vinnuna, segir Hjalti. Þegar umræðan um haustkosning- ar stóð sem hæst skrifaði Iijalti grein í Morgunblaðið þar sent hann brýndi fyrir stjómmálaflokkunum að þeir skulduðu atvinnulausum stefnu. Hann hvatti til pólitískrar samstöðu um málefiti atvdnnulausra. „Ekki er hægt að una því að atvinnuleysisvof- an sé sett á vetur heilt kjörtímabil í viðbót. Hinir atvinnulausu hafa ekki efni á þeim stríðskosmaði,“ skrifaði Hjalti. Þetta virtist ágætisbyrjun á starfi sem þjónaði þeim tilgangi að vera vettvangur umræðu um hlutskipti at- vinnulausra. Áfellisdómur Til að halda reisn sinni þarf at- vinnuleysinginn von og til að Iáta ekki bugast þarf hann að fá tækifæri til að vinna úr reynslu sinni. Þetta em augljós sannindi en það liggur í augum uppi að opinbera kerfið getur eklti nema í takmörkuðum mæli skapað þær aðstæður sem atvinnu- lausir menn og konur eiga kröfu á. Miðstöð fólks í atvinnuleit hefði getað orðið slíkur vettvangur og hugur Hjalta Þórissonar stóð til þess. Persónuleg reynsla hans af atvinnu- leysi sannfærði hann urn að það þyrfti að vera broddur í starfinu. Hann vildi víkja af þeirri stefnu smæ- lingjasamúðar sem mörkuð var í upphafi. Það gekk ekki eftir að búinn yrði til vettvangur fyrir atvinnulausa og í október ákvað stjómin að Mið- stöðinni skyldi lokað þann 1. desem- ber. Vikublaðið sagði frá lokuninni fyrir hálfum mánuði og hafði eftir Gísla Jónassyni stjórnarformanni að Miðstöðinni væri lokað vegna fjár- skorts. Annar stjómannaður, Leifur Guðjónsson, sagði að lokunin væri tilkominn vegna þess að stjómin hygðist endurskipuleggja starfið þar sem ekki hefði nægilega vel tekist að ná til atvinnulausra. Þriðji stjórnar- maðurinn, Gunnar Páll Pálsson, staðfestir í samtali við blaðamann að það hafi spilað inn í ákvörðun stjórn- arinnar að „hugur stjórnarinnar og forstöðumannsins hafi ekki verið hinn sami.“ Á endanum skiptir það ekki máli hvaða einstaklingar bera ábyrgð á því að Miðstöð fólks í atvinnuleit er lok- að. Áfellisdómurinn er yfir samfélag- inu sem búum í. Páll Vilhjálmsson tækniskóli t íslands auglýsir eftir umsóknum um starf kynningarfulltrúa Um er að ræða 50% starf og miðast upphaf ráðningar við 1. janúar 1995. Meginþættir starfsins eru að standa fyrir kynningar- starfi skólans út á við, ritstýra kynningar- og upplýs- ingaefni, sjá um tengsl við fjölmiðla, tengsl við önnur skólastig og annað sem tengist kynningu og upplýs- ingamiðlun skólans, innan lands og utan. Kynningarfulltrúinn starfar í umboði rektors og í nánu samstarfi við deildir skólans. Við leitum að einstaklingi sem sýnir frumkvæði, á auð- velt með að starfa með öðrum og á auðvelt með að tjá sig munnlega og skriflega. Umsækjendur þurfa að hafa fullt vald á íslensku, tala og skrifa a.m.k. eitt Norðurlandamál og ensku, auk þess sem kunnátta í þýsku eða frönsku er æskileg. Laun eru samkvæmt samningi Félags tækniskólakenn- ara við fjármálaráðherra. Umsóknarfrestur er til og með 2. desember nk. Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður. Rektor.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.