Vikublaðið


Vikublaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 11

Vikublaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 11
VIKUBLAÐIÐ 25. NÓVEMBER 1994 Viðhorf 11 IÞegar allar aðrar hugsjónir fölnuðu varð F.vrópuhugsjónin haldreipi margra, enda þeim kostum búin að vera bæði einföld og rúmgóð. Hún rúmar ril dæmis útópíuna um friðsama Evrópu án landamæra og annarra hindrana á viðskiptum, flutningum og samskiptum. Hún rúmar líka þá sögu- legu nauðhyggju, að 'Evrópulestin' sé farin af stað og vei sé þeim sem missa af henni. í þriðja lagi er hægt að sjá þessa hugsjón í raunsæju ljósi: Eru til aðrar betri leiðir til að koma böndum á urn- hverfismál, þjóðernisdeilur og öll ó- leystu vandamálin í Austur-Evrópu? Áhangendur Evrópuhugsjónarinnar eru flesrir fúsir ril að viðurkenna það að Evrópusamruninn leysi engan veginn öll vandamál, heldur skapi hann jafnvel ný. En alþjóðavæðing atvinnulífs og samskipta og uppstokkun pólitískra kerfa leiða stöðugt yfir okkur ný vandamál, segja þeir, og geta Evrópu- búar fúndið traustari vettvang en Evr- •ópusambandið tíl að takast á við þau? ’ Rökin gegn þessari hugsjón eru mörg, en þau benda hins vegar í marg- ar átrir. Sum eru afturhverf, önnur andkapítalísk, sum hníga að varðveislu þjóðríkja, en öðrum er beint gegn evr- ópskri sérgæsku. Andstaðan gegn Evr- ópusambandinu byggir að sönnu á sterkum grunni andúðar gegn valda- samþjöppun, skriffæði og auknu svig- rúmi fjölþjóðahringja, en henni fýlgir engin sterk framtíðarsýn og virðist því dæmd tíl að tapa. Einn af þeiin valkostum, sem hefúr verið teflt fram gegn Evrópusainruna, er norræn samvinna. Andstæðingar Evrópusainruna hafa bent á það að furðumikill árangur hefúr náðst í að opna landamæri milli Norðurlanda og samræma reglur og þjóðfélagsstofnan- ir, án þess að skapa hafi þurft yfirþjóð- legt vald, heldur hafi samvinnan byggst á samkomulagi. Vinnubrögðin séu lýð- ræðisleg, hafi sterka grasrótarvídd og menn valri ekki yfir minnihluta. Þetta er að mestu leyti rétt og satt, og það væri góð hugmynd að láta Norðurlandabúa taka embættis- og stjórnmálamenn Evrópusambandsins á námskeið í lýðræðislegum vinnu- brögðum. En það er engan veginn hægt að tefla norrænni samvinnu ffam sem valkostí við Evrópusambandið. Það nægir að benda á tvennt eða þren- nt: Að Norðurlönd geta aldrei orðið efúahagssvæði í jafn víðtækum inæli og Evrópa, þar sem viðskiptí Norður- landa hljóta að beinast í miklu ríkari mæli út fyrir svæðið. Og að ekki verður sýnt ffam á að aukin norræn samvinna leysi þau vandamál sem nú steðja að Norðurlöndum, hvað þá ef sjónar- homið er víkkað tíl hinna aðsteðjandi vandamála í Evrópu. Á hinn bóginn er full ástæða til þess að taka norræna samvinnu til gagn- gerrar endurskoðunar út ff á því sjónar- miði hvernig hægt er að halda bestu eiginleikum hennar til haga við breytt- ar aðstæður og hvernig hægt er að nota hana ril að efla sjálfsákvörðunarrétt al- mennings á tímum Evrópusammna og alþjóðavæðingar. Meðal ffændþjóða okkar er vaxandi þrýstíngur á að umbreyta norrænni samvinnu í eins konar svæðissamvinnu innan Evrópusambandsins. Hún felist annars vegar í samráði norrænna stjórnmálamanna um málflutning í Bruxelles og Strasbourg, og hins vegar í stuðningi við menningarstarfsemi sem efli samkennd meðal norrænna þjóða. Umbreytíngaferli í þessa átt er þegar hafið, án þess þó að um það hafi verið tekin skýr lýðræðisleg ákvörðun, og er það efni í umhugsun um a.m.k. tvö atriði: I fyrsta lagi hvort norræn santvinna sé eins lýðræðisleg og af’er látíð, og í öðríi lagi hvort til sé íslensk stefna eða bara umræða um þessar breytingar. Það er oft haft á orði að Islendingar „fái í sinn hlut“ meira en við leggjum ffam tíl norrænnar samvinnu. Með þessu er átt við að kostnaðurinn vegna þátttöku Islands sé meiri en það eina prósent sem við leggjum ffam. Á flest- um norrænum fundum eigum við líka fleiri fulltrúa en hin löndin, sé miðað við höfðatölu. En sé miðað við áhrif ís- lendinga á norræna samvinnu leyfi ég mér að efast um að þau séu í samræmi við höfðatölu. Við höfum yfirleitt látið okkur nægja að vera þiggjendur og málflutningur Islendinga á norrænum vettvangi rúmast allt of off í eftírfar- andi þreinur spurningum: „Hvað þýðir þetta fyrir ísland?“ „Hversu mildð fær Island í sinn hlut?“ og „Nár kommer konjakken?" Á næstu árum verður ísland, og kannski Noregur, að vissu leyti viðskila við hin Norðurlöndin. Mikilvægi þessa samstarfc tíl að rjúfa einangrun okkar vcrður jafnvel enn meira en fyrr, en jafnframt vex sérstaða okkar í samstarf- inu. Við getum því ekki í sama mæli og fyrr sætt okkur við að vera meðreiðar- sveinar í samstarfi sem einkum er mót- að af Svíum og Dönum, heldur verð- um við að reyna að móta samstarfið. Til að ná þessu markmiði dugar engan veginn að stjórnmálainenn á borð við fulltrúa Islands í Norður- landaráði marki skýrari stefnu og fylgi henni eftír. Stjórnmálamenn sjá nefni- lega bara um lítínn hluta af norrænu samstarfi, og vandinn er ekki síst sá að sá mikli fjöldi íslenskra þátttakenda í því hefúr engan samráðsvettvang og veit oftast ekki hver af öðrum. Það veitti ekki af því að halda ráðstefnu með þessum hópi ril að ræða ffamtíð norræns samstarfs í breyttum heimi. Fæsrir gera sér grein fyrir þvf hversu víðtæk áhrif norræn samvinna hefur haft á íslenskt samfélag. Stjómmála- menn okkar hafa fæstir talað um hin Norðurlöndin sein fyrirmyndir, en þegar nienn skoða mótun samfélagsins á síðustu áratugum kemur víðast hvar í ljós að rækilega hefur verið tekið ntið af norrænum samfélögum. Til dænús er það yfirleitt svo við lagasemingu að embættísmenn og nefndir sem undir- búa hana hafa norræn lög um sama efni tíl hliðsjónar. Á síðustu áratugum hefur velferðar- kerfi okkar vaxið gífurlega og náð næsmm því sama stigi og á hinurn Norðurlöndunum. Að vísu kostar það enn töluvert minna, en sá munur skýrist að mesm af því að hér á landi eru enn sem komið er færri atvinnu- lausir, aldraðir og óvinnufærir. Það er athyglisvert að þessi vöxmr hefur eklci bara orðið á tímum félagshyggju- stjórna, heldur líka ffjálshyggjustjóma. Sannleikurinn er nefnilega sá að aðeins að litlu ieyti hefúr verið tekin pólitísk ákvörðun um þessa uppbyggingu vel- ferðarkerfisins. Menn hafa tekið um það ákvörðun að byggja hér upp sams konar þjónustu og á hinum Norður- löndunum og síðan hefúr það smám saman komið í ljós hvað hún hefúr kostað. Eitt fyrsta og jafnframt fræg- asta dæmið um þetta ákvarðanaferli er þegar kratar kröfðust þess við upphaf Nýsköpunar að byggt yrði upp al- mannatryggingakerfi 'eins og rnenn hafi hugsað sér það best í heiminum,’ og var gengist við þeirri kröfu. Þjóðarsáttin senr hér tókstloks 1990 eftír rnargar atrennur er vitaskuld ætt- uð ffá Norðurlöndum, enda gegna samtök launþega og atvinnurekenda hvergi annars staðar í heiminum jafn veigamiklu hlutverki. Hugarfarsáhrifin frá Norðurlöndum hafa verið víðtæk. Langflest félagasam- tök í landinu hafa einhver norræn sam- sldpti, og þá leið konra margvísleg á- hrif. Mikill meirihlutí þeirra Islend- inga, sem hafa stundað nám og unnið erlendis en snúið síðan heinr, hafa einmitt dvalist á Norðurlöndum. Vita- skuld koma líka sterk áhrif úr fleiri átt- um, einkunr frá Bandaríkjunum og Vesmr-Evrópu, og gieymum því ekki að mörg þau áhrif sem menn verða fýr- ir á Norðurlöndum eru að verulegu leyti uppmnnin utan þeirra. Andstætt t.d. stórveldunum hafa Norðurlönd lengi verið opin fyrir áhrifum víða að. Þess em eflaust dæmi að norrænt sam- starf hverfist utan um menningarlega sameign ffá 19. öld eða fýrr, en oftar snýst [iað um að fóta sig í alþjóðlegum nútímanum. Island verður ekki aðili að Evrópu- sambandinu á næsm misserutn og að- ildaramræðan má ekki skyggja á nær- tækari verkefni. Þar ber hæst ffamhald EES samningsins og ffamtíð norrænn- ar samvinnu. Ein meginleið okkar út í heim verður enn um sinn um Norður- lönd, og samfélag okkar og menrúng er skyldara ffændþjóðum okkar en öðr- um. Þess vegna er norræn samvinna jafúvel mikilvægari nú fýrir okkur en nokkru sinni fyrr, en jafúffamt er auk- in þörf á því að við beitum okkur tíl að móta hana. Höfundur er félagsfræðingur. Útboð Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í byggingu brúar á Hlíðaberg yfir Stekkjarhraun í Hafnarfirði. Helstu magntölur eru: Mót 250 m2, bendistál 12 tonn, steypa 100 m3, stálvirki 12 tonn. Gögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings, Strandgötu 6, Hafnarfirði, gegn 15.000 kr. skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 29. 11. nk. kl. 11.00 að viðstöddum'þeim bjóðendum sem þess óska. Bæjarverkfræðingurinn í Hafnarfirði. FLOKKSSTARFIÐ Adalfundur Alþýðubandalagsfélags Keflavíkur og Njarðvíkur verð- ur haldinn í Ásbergi, Hafnargötu 26, Keflavík, mánu- daginn 28. nóvember 1994 kl. 20:30. DAGSKRÁ: 1. Formaður setur fund 2. Kosnir starfsmenn fundarins' 3. Inntaka nýrra félaga 4. Formaður flytur skýrslu stjórnar 5. Formaður hússtjórnar flytur skýrslu hússtjórnar 6. Gjaldkeri félagsins kynnir reikninga félagsins 7. Gjaldkeri hússtjórnar kynnir reikninga Ásbergs 8. Umræða og afgreiðsla reikninga 9. Kosningar formaður stjórn varamenn í stjórn skoðunarmenn reikninga 3 menn í hússtjórn fulltrúar í kjördæmisráð varafulltrúi í kjördæmisráð fulltrúi félagsins í stjórn kjördæmisráðs varafulltrúi í stjórn kjördæmisráðs fulltrúi í uppstillinganefnd 10. Ákvörðun félagsgjalds 11. Sigríður Jóhannesdóttir, varaþingmaður Alþýðu- bandalagsins í Reykjaneskjördæmi, ræðir um stjórnmálaviðhorfið. Félagar fjölmennið á fundinn Stjórnin ® EIGNARHALDSFÉLAGIÐ QBRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS Heiðurslaun Bnjnabótafélags Islands ehf. 1995 Stjóm Eignarhaldsfélags Brunabótafélags ís- lands veitir einstaklingum heiðurslaun sam- kvæmt reglum, sem settar vom árið 1982, í því skyni að gefa þeim kost á að sinna sér- stökum verkefnum til hags og heilla fyrir ís- lenskt samfélag, hvort sem er á sviði lista, vísinda, menningar, íþrótta eða atvinnulífs. Reglumar, sem gilda um heiðurslaun og veitingu þeirra fást á skrifstofu BÍ að Ár- múla 3 í Reykjavík. Þeir, sem óska að koma til greina við veit- ingu heiðurslauna árið 1995 þurfa að skila umsóknum til stjórnar félagsins fyrir 10. desember 1994. Eignarhaldsfélagið ✓ Brunabótafélag Islands.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.