Vikublaðið


Vikublaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 12

Vikublaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 12
Munið áskriftarsímann mmmmmmmmmmmmmmmmau 17500 Auður stefnir á 2. sætið Auður Sveinsdóttir formað- ur Landvemdar stefhir á 2. sætið á Iista Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík fyrir þingkosn- ingamar í vor. Auður hefur um árabil starfað að umhverfismálum og er núna vara- þingmaður. Þingmenn Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík, Svavar Gestsson og Guðrún Helgadóttir, sem skipar annað sætið, stefna bæði að endurkjöri. Ekki hefur endanlega verið ákveðið hvemig gengið verður frá lista Alþýðubandalagsins í Reykjavík, en mestar líkur em á að haldið verði opið prófkjör. Auður segist ekld sjá annað fyrir sér en að Alþýðubandalagið muni bjóða fram í Reykjavík og að ekkert verði úr samfylkingu félagshyggju- fólks fyrir þessar kosningar. - Þegar Jóhanna Sigurðardóttir er búin að stofha stjórnmálasamtök hefur fyrsta skrefið verið stígið í átt til sameiningar vinstrimanna. En ég sé ekki fyrir mér að það takist fyrir þessar kosningar enda óljóst hverjar málefnaáherslur Jóhönnu verða. Við þurfúm að gefa okkur góðan tíma, segir Auður. Hildur Jónsdóttir ritstjóri Viku- blaðsins hefur verið orðuð við annað sætið á lista Alþýðubandalagsins í Reykjavík. - Eg er alvarlega að hugsa um að stefna á eitt af efstu sætunum en á eftir að gera það endanlega upp við mig hvað ég geri, segir Hildur. Auður Sveinsdóttir stefnir á 2. sæt- ið á lista Alþýðubandalagsins í Reykjavík enda gerir hún ekki ráð fyrir að samfylk- ing félagshyggjufólks nái fram að ganga fyrir þingkosningamar í vor. Hildur Hermóðsdóttir, barnabókaráðunautur Máls og menningar, afhendir Gró Einarsdóttur bókina Ormagull á út- gáfudegi, en hún tók við bókinni fyrir hönd móður sinnar Steinunnar Jóhannesdóttir. Við hlið hennar standa höf- undarnir Kristín Steinsdóttir og Bergljöt Hreinsdótti, en bakatil Eiríkur Brynjólfsson og Gunnhildur Hrólfsdóttir. Ljósm. Ót. Þórð. Sögur tíl að lesa saman Sögur eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson, Amheiði Borg og Steinunni Amþrúði Bjömsdóttur unnu til verðlauna í smásagnasamkeppni í tilefhi af ári fjölskyldunnar og 50 ára afrnæli lýðveldisins. Verðlaunin sem menntamálaráðu- neytið Iagði til voru afhent. sl. þriðju- dag á Kjarvalsstöðum og þann dag kom einnig út hjá Máli og mennirigu bókin Ormagull sem hefúr að geyma 14 sögur, bæði eftír kunna höfunda og aðra sem er nýir á ritvellinum. Bókin heitir efrir sögu Aðalsteins As- bergs. Þátttakendur í samkeppninni, sem efht var til af Bamabókaráðinu, Is- landsdeild Ibby, höfðu frjálsar hend- ur uin efnisval að öðru leyti en því að til þess var ætlast að sögurnar sh'rskotuðu tíl eða tengdust með ein- hverjum hætti íslenskum þjóðsögum og ævintýrum. Sögumar miðast einnig við að börn og fullorðnir geti notið sagnanna saman. Með sam- keppninni vildi Bamabókaráðið ýta undir samningu og lestur á nýjurn bókmenntum með rætur í lífi og menningararfleifð þjóðarinnar sem næðu jafnt til ungra sem aldinna. I dómnefnd sátu Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, Hildur Hermóðsdóttir og Hjörtur Pálsson. Sögur í bókinni eiga eftirtaldir höfundar auki þeirra þriggja sem áður em nefhdir: Berg- ljót Hreinsdóttir, Eiríkur Brynjólfs- son, Eysteinn Bjömsson, Gesmr Hansson, Guðjón Sveinsson, Gunn- hildur Hrólfsdóttir, Kristín Steins- dóttir, Jón Dan, Iðunn Steinsdóttir, Signý Sigtryggsdóttir og Steinunn Jóhannesdóttir. Nöfn sagnanna benda inn í þjóð- sagna- og ævintýraheiminn, svo sem Ævintýrið um Gæfu, Smið og dæt- umar þrjár, Skessan, Sjö á Iandi, sjö í sjó, Bardaginn við Lakalufsu og Margt býr í berginu. Kristinn efstur á Vestljörðum ~T7~ristinn H. Gurtnarsson al- .lAþingismaður fékk flest at- kvæði í fyrri umferð forvals Al- þýðubandalagsins á Vestfjörðum en alls hlutu 65 einstaklingar til- nefriingu. A eftir Kristni komu Bryndís G. Friðgeirsdóttir á Isafirði, Lilja Rafney Magnúsdóttir á Suðureyri, Smári Haraldsson á Isafirði, Einar Pálsson Vesturbyggð og Hallveig Ingimarsdóttir Vesturbyggð. Fyrri umferð forvalsins þjónar þeim tilgangi að gefa flokksfélög- um kost á að tilnefna sex manns til þátttöku í síðari umferð. Sex efstu, gefi þeir kost á sér til síðari umferð- ar, er raðað niður í sæti en stjórn kjördæmisráðs getur bætt við þremur einstaklingum til þátttöku í síðari umferð forvalsins. Búist er við að niðurstöður for- valsins liggi fyrir í desember. í miimingu Fróða Laugardaginn 26. nóvember kl. 14:00 verður skemmti- dagskrá í Þjóðleikhúsinu í minningu Fróða Finnssonar, til- einkuð öllum krabbbameinssjúk- um bömum. Það em listamenn og starfsfólk Þjóðleikhússins á- samt vinum og velunnurum Fróða sem standa að dagskránni en allur ágóði rennur til Styrktarfélags krabbameinssjúkra bama. Fróði er einn þeirra mörgu barna og unglinga sem hafa þurft að berjast lengi við banvænan sjúkdóm og lúta í lægra haldi. Saga hans er dæmisaga uin baráttuþrek og lífsvilja. Fróði lést 30. september síðastliðinn á tutt- ugusta aldursári en hann var einka- barn Eddu Þórarinsdóttur leikkonu og formanns Félags íslenskra leikara og Finns Torfa Stefánssonar tón- skálds. Að dagskránni koma fjölmargir listamenn; Kristján Jóhannsson, Elín Osk Oskarsdóttir, Ingvar E. Sig- urðsson, Sigurð- ur Sigurjónsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Olafi'a Hrönn Jónsdóttir, Hjálmar Hjálm- arsson, Egill O- lafsson, Orn Amason, Róbert Arnfinnsson, hljómsveitin Ný dönsk dansarar úr Listdansskóla Þjóðleikhússins og margir fleiri. Persónur úr „Gaura- gangi“ eftir Olaf Hauk Síinonarson korna ffarn milli atriða, ásamt Hilmi Snæ Guðnasyni leikara sem er fúll- trúi Fróða og stiklar á stóra í sögu hans. Dagskráin er öllum opin meðan húsrúrn leyfir. Miðasala er í Þjóð- leikhúsinu. Miðaverð er kr. 1.000, - og rennur ágóði til Styrktarfélags krabbameinssjúkra bama. Guðmundur Lár- usson til liðs við Alþýðubandalagið Guðmundur Lámsson bóndi í Stekkum í Flóa og formaður Landssainbands kúabænda hefúr gengið til liðs við Alþýðubanda- lagið en hann hefur áður starfað með Framsóknarflokknum. Guðmundur mun skipa þriðja sæt- ið á lista flokksins á Suðurlandi fyrir þingkosningarnar í'vor. Tvö efstu sætin á lista Alþýðu- bandalagsins á Suðurlandi skipa þau Margrét Frímannsdóttir alþingis- maður og Ragnar Óskarsson kennari í Vestmannaeviuin. Tröllvaxinn vinningur framundan! Þrefaldur fyrsti vinningur á laugardag. I.íuuIslcikuriim <ikkar!

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.