Vikublaðið


Vikublaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 1

Vikublaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 1
Einar í Vesturbyggð I Það er ekki við lida krafca að etia í mörgum lidum sveitar- félögum þar sem peninga- valdið, atvinnurekendavald- ið, bæjarvaldið og íhaldið er oft í ókræsilegri kös. Bls. 7 Jóhanna, Jón forseti og Vikivaki Hún setur svip á blaðið, hún Jóhanna. Við lýsum fundinum á Hótel íslandi, tengjum hana sjálfum Jóni forseta pg dansinum Vikivaki. BIs. 3-4-5 ViRDANÞ M V I T Aukablað í dag! I tilefni fullveldisdagsins tókum við höndum saman við Verð- andi, samtök ungs alþýðu- bandalagsfólks og óflokks- bundinna og gefum út sérblað sem dreift er til allra 17-21 árs. 47. tbl. 3. árg. 2. desember 1994 Ritstjórn og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Einkavæðingin fær falleinkunn Hreinn Loftsson og félagar fá þungar ákúrur fyrir framkyæmd einkavæðingarstefn- unnnar; flumbrugangur, stefnuleysi, árangursleysi. Mál íslenskrar endurtryggingar al- varlegt. Virðingarleysi gagnvart hagsmunum skattgreiðenda. Ríkisendurskoðun hefur sent frá sér skýrslu um störf framkvæmdanefndar ríkisstjórnarinnar um einkavæð- ingu og sölu ríldseigna 1991 til 1994. Ríkisendurskoðun gagn- rýnir fjölmargt sem framkvæmda- nefndin hefur gert á yfirstandandi kjörtímabili, en starfinu hefur Hreinn Loftsson stýrt fyrir hönd Davíðs Oddssonar. Almennt gagnrýnir Ríkisendur- skoðun að einkavæðingarstefnan hafi einkennst af því að menn hafi flýtt sér um of, að markmið hafi verið ó- ljós og að Iidar heimtur hafi orðið. Einkavæðingin hefur ekki skilað helmingnum af því sem stefnt var að. Sérstaka athygli vekur sala nefnd- arinnar á tæplega 40% hlut ríkisins í íslenskri endurtryggingu til nokk- urra tryggingafélaga og telur Ríkis- Lilja forstjóri SVR Stjórn Strætisvagna Reykjavíkur hefur einróma samþykkt að mælast til þess að borgarstjórn ráði Lilju Ólafsdóttur sem forstjóra SVR. Lilja er nú aðstoðarforstjóri Skýrr og verður hún fyrsta konan til að stýra SVR í 65 ára sögu fyrir- tækisins; endurskoðun að flumbrugangurinn hafi kostað ríkissjóð allt að 144 millj- ónum króna. Hreinn Loftsson og ríkisendurskoðandi rífast nú opin- berlega um hvernig staðið var að söl- unni á hlut ríkisins í tryggingafyrir- tækdnu og verður ekki önnur ályktun dregin en að annað hvort ljúgi Hreinn Loftsson eða Sigurður Þórð- arson ríkisendurskoðandi. Sigurður segir meðal annars að sölusamnings um hlut ríldsins hafi ekki verið getið við umræður á Alþingi um breytingu á fyrirtækinu í hlutafélag á sínum tíma og að hvergi hafi komið fram nokkuð um söluna í gögnum þeim er bárust viðkomandi þingnefhd. Hreinn ber þvert á móti að sölunnar hafi verið getið á þingi. Hann segir um útsöluverðið á eignarhlutnum að ekki hafi boðist betra verð fyrir hlut- inn. Ríkisendurskoðandi bendir á að einmitt undir slíkum kringumstæð- um hefði átt að fresta sölunni. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er á- fellisdómur yfir einkavæðingarstefhu ríkisstjórnarinnar, eins og hún hefur verið framkvæmd. Augljóst er að slælegur árangur við öflun ríkissjóðs- tekna vegna sölu á fyrirtækjum og eignarhlutum ríkisins hefur leitt framkvæmdanefndina á braut vinnu- bragða sem einkennast af örvænt- ingu og lítilli virðingu fyrir hags- munum skattgreiðenda. Sjúkraliðar vilja réttlátari skiptingu Það hafa ýmsir hópar verið að fá duglegar launahækk- anir að undanfornu, ekM síst ýmsir hátekjuhópar. Við vilj- um ekki aukinn launamun og biðjum um sömu samúð og sama skilning og þessir hópar hafa fengið. Kakan sem er tíl skiptanna er sameiginleg og henni verður að skipta réttládega. Það hefur ekki verið gert, segir Kristín Á. Guð- mundsdóttír formaður Sjúkra- liðafélags Islands. Allt stóð fast í samningaviðræðum sjúkraliða og samninganefhdar ríkis- ins þegar Vikublaðið fór í prentun í gær. Samninganefhd ríkisins hafði boðið sjúkraliðum 4% launahækkun, en samninganeíhd sjúkraliða hafnaði því boði alfarið sem ófullkomnu og í gær var beðið eftir viðbrögðum rík- isins. Sjúkraliðar hafa sérstaklega gagnrýnt hversu ríkið hefur sýnt ýmsum hátekjuhópum miklu meiri skilning og samúð en lágtekjuhóp- um. Þá er fordæmi samnings fjár- málaráðherra við hjúkrunarfræðinga daginn fyrir borgarstjórnarkosning- arnar þungt á metunum, en sjúkra- liðar segja launamuninn milli þessara stétta vera orðinn um 50%, en var áður liðlega 20%. Til að laga þetta misræmi þarf allt að 25% launa- hækkun. „I hvaða formi þessi leið- rétting verður er síðan samkomu- lagsatriði," segir Kristín. Hrafnhildur Steingrímsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir í næturmyrkrinu við verk- fallsvörslu við hjúkrunarbirgðastöðina á Funahálsi. Mynd: ói.þ. Útför Lúðvíks Jósepssonar fyrrverandi formanns Alþýðubanda- lagsins var gerð á mánudag frá Dómkirkjunni að viðstöddu fjöl- menni. Á myndinni sjást lfkmenn hans, þeir Ólafur Ragnar Gríms- son formaður Alþýðubandalagsins, Svavar Gestsson fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins, Ragnar Arnalds fyrrverandi for- maður Alþýðubandalagsins, Helgi Seljan fyrrverandi alþingismað- ur fýrir Austurlandskjördæmi, Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri Neskaupstaðar, Smári Geirsson forsetí bæjarstjórnar Neskaup- staðar, Kjartan Gunnarsson formaður bankaráðs Landsbankans og Björgvin Vilmundarson bankasrióri Landsbankans. Mynd: Ól.Þ. Kratar saka Stöð 2 umfölsiin Forystumenn Alþýðuflokksins eru ævareiðir út í fréttastofu Stöðvar 2 vegna fréttar Ólafs Friðrikssonar sl. þriðjudag þar sem sagði að háværar raddir væru uppi innan flokksins um að Jón Baldvin Hannibalsson ættí vegna mikilla persónulegra óvinsælda að draga sig í hlé sem formaður flokksins. Var vitnað í ónafh- greindan þingmann um þetta og sagt að líklega myndi Sighvatur Björgvinsson taka við. Daginn eftir birti DV frétt þar sem haft var eftir Guðmundi Arna Stef- ánssyni varaformanni flokksins að ekkert í þessum dúr sé á döfinni. Samkvæmt heimildarmönnum Viku- blaðsins hefur þingflokkur Alþýðu- flokksins brugðist hart við frétta- flutningi Stöðvar 2 og íhugar að gefa út skriflega yfirlýsingu um að enginn þingmaður flokksins hafi rætt við stöðina í þessum dúr og því sé um fréttafölsun að ræða. Þetta breytir í engu þeirri stað- reynd að í skoðanakönnunum DV kemur fram að Jón Baldvin Hanni- balsson er lang óvinsælasti stjórn- málamaður landsins um þessar mundir. Krefst svara um sérverkefni Kristín Astgeirsdóttir þing- kona Kvennalistans hefur endurflutt fyrirspurn sína um sér- verkefni fyrir Srjórnarráð íslands með nánari skilgreiningu á því við hvað átt er með hugtakinu „sér- verkefhi". Aður hafði forsætís- ráðuneytíð vísað fyrirspurn Krist- ínar frá og borið því við að skil- greiningin á hugtakinu væri óljós. Það mun hafa verið Guðmundur Arnason skrifstofustjóri forsætis- ráðuneytisins sem vísaði fyrirspurn Kristínar frá fyrir nokkru síðan, en fbrseti Alþingis lét hins vegar fyrir- spyrjandann ekkert vita um þá af- greiðslu. Þegar Kristín fregnaði af þessari flóttalegu afgreiðslu ákvað hún að endurflytja fyrirspurnina. Að þessu sinni fylgir með nánari sldl- greining í greinargerð, en þar kemur fram að með sérverkefnum sé fyrst og fremst átt við rannsóknir, úttekt- ir, kannanir, skýrslugerð, undirbún- ing ráðstefna, undirbúning hátíðar- halda, undirbúning heimsókna er- lendra gesta, smíði frumvarpa og önnur verkefhi sem kalla á sérþekk- ingu eða sérstakan undirbúning og sérfræðingar eða starfsmenn ráðu- neyta eru ráðnir til að vinna og sér- staklega er greitt fyrir. Hér er ekki átt við verkefni sem stofnanir eða nefhdir annast vegna verklegra fram- kvæmda eða árleg störf utan dyra. Vikublaðið hefur greint ítarlega frá sérverkefhum á vegum einstakra ráðherra og má nefha í því sambandi verkefhi sem falin hafa verið Þor- valdi Garðari Kristjánssyni, Júlíusi Hafstein og náfrændum Halldórs Blöndal.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.