Vikublaðið


Vikublaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 2

Vikublaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 2
VIKUBLAÐIÐ 2. DESEMBER 1994 ^^^kuMaftii L A Ð S E M Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson, Friðrik Þór Guðmundsson og Ólafur Þórðarson Auglýsingasími: (9D-813200 - Fax: (9D-678461 Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (9D-17500 - Fax: 17599 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinnsla: fsafoldarprentsmiðja hf. Hugmyndafrumkvæði ASÍ og Alþýðubandalagsins Margir eru þeirrar skoðunar að veikasti hlekkurinn 'í íslensku þjóðlífi sé stefnumótun flokka, fyrirtækja, skóla, stofhana og sam- taka. Sem betur fer er nú að komast til áhrifa kynslóð sem hefur burði og vilja til þess að takast á við verkefni af þessu tagi. Við sjá- um það gerast í nokkrum stórum sjávarútvegsfyrirtækjum, innan veggja Háskóla Islands og á^ vegum samtaka atvinnulífsins, sér- staklega Alþýðusambands íslands. Stjórnmálaflokkar landsins eru í þessu samhengi sakaðir um að vera hugmyndalausar hags- munabræðslur. Alþýðubandalagið hefur rifið sig upp úr hug- myndadoða flokkanna á þessu kjörtímabili með því að leggja fram tillögu- og aðgerðasafn í Grænu bókinni undir samheitinu Utflutningsleiðin. AJþýðusamband íslands kynnir um þessar mundir framtíðarsýn í efhahags-, atvinnu- og kjaramálum sem hefur fengið yfirskrift- ina Atvinnustefna til nýrrar aldar. Hér er um að ræða merka stefhumótun. Þar er málflutningi frjálshyggjupostula og atvinnu- rekenda um að ósveigjanlegur vinnumarkaður, réttindi atvinnu- lausra og há laun séu orsök viðvarandi atvinnuleysis afdráttarlaust hafhað. Þeirri leið út úr vandanum að fjölga störfum með því að lækka laun niður fyrir framfærslumörk eins og gert hefur verið í Bandaríkjunum og reynt er að gera hérlendis er einnig vísað á bug. ASI vill gera grundvallarbreytingu á þeirri efhahagslegu þróunarstefnu sem hér hefur verið ráðandi. I stað þess að fram- leiða vöru sem býður upp á illa launuð störf og lágt verð á mörk- uðum verði lögð höfuðáhersla á að framleiða útflutningsvöru með mun hærra virðisaukastigi en tíðkast hefur. Og ASÍ bendir á hvaða aðferðir þarf að nota til þess að ná þessu markmiði og tryggja hér fulla atvinnu og góð lífskjör. I framtíðarsýn ASÍ er mildll samhljómur með þeirri greiningu sem gerð er í Útflutningsleið Alþýðubandalagsins og þeirri að- gerðaáætlun sem hún gerir ráð fyrir. ASÍ greinir stefnumarkandi svið sem leggja beri sérstaka áherslu á næstu árin og leit að sókn- armöguleikum á nýjum sviðum. Alþýðubandalagið talar um sóknarlínur í atvinnu- og útflutningsmálum sem stjórnvöld, hagsmunasamtök og stjórnendur úrfluöiingsfyrirtækja bindist samtökum um að fylgja ákveðið tímabil. Alþýðubandalagið hafði frumkvæði að því nú í haust að leggja til sjö milljarða króna tilfærslu til heimilanna til þess að koma í veg fyrir yfirvofandi gjaldþrot hjá þúsundum fjölskyldna. I þeim tillögum er meðal annars gert ráð fyrir Björgunarsjóði húsnæðis- mála sem rétta á hlut þeirra sem hafa farið illa út úr viðskiptum við hið opinbera húsbréfa- og húsnæðislánakerfi. Það er athygl- isvert að Kvennalistinn, Framsóknarflokkurinn og Þjóðvalri hafa nánast ekki gert annað á þingum sínum en að víkja til orðalagi á tillögum Alþýðubandalagsins um tilfærslur til heimilanna. I þessu sambandi er það ekki nema ánægjulegt að „ljósritunar- flokkarnir" í stjórnarandstöðu fari að góðu fordæmi Alþýðu- bandalagsins. Hitt er verra að tillögur þeirra eru í litlu samhengi við vel grundaða framtíðarsýn eða útfærðar hugmyndir um stjórnvaldsaðgerðir á næsta kjörtímabili. Tillögur Alþýðubandalagsins um tilfærslur til heimilanna eru hinsvegar í fullu samræmi við það stjórnarprógram sem fram kemur í Grænu bókinni og rúmast innan ramma skynsamlegrar hagstjórnar. Því til viðbótar var á síðasta miðstjórnarfundi lagt fram viðamikið hugmyndasafn um endurskipulagningu ríkisút- gjalda og opinberrar fjármálasýslu. Þannig er ekki tjaldað til einnar nætur í tillögusafni flokksins heldur er um að ræða mark- vissan undirbúning að því að stjórna þjóðfélaginu ef kjósendur veita til þess trúnað. I nútíma þjóðfélagi verður það æ mikilvægara hverjir ráða dag- skrá þjóðfélagsumræðunnar og hvaða viðfangsefhi og vandamál eru þar í forgrunni. Alþýðusamband Islands er að ná til sín hug- myndafrumkvæði með þeirri vinnu sem nú er verið að kynna. Það fellur í frjóan jarðveg sem meðal annars samtök atvinnuveg- anna, Háskóli íslands, og svo ólíkir aðilar sem Morgunblaðið og Alþýðubandalagið hafa verið að rækta, hver og einn með sínum hætti. Hér er verið að skrifa nýtt stjórnarprógram sem hafa mun áhrif á hvaða ríkisstjóm sem mynduð verður að kosningum loknum og vísar á stjórn sem starfað getur í nánum tengslum við Alþýðu- samband Islands og framsækin öfl í atvinnumálum í háskólum landsins og atvinnulífi. Pólitízkan Pólitískt lík í frambob Félagarnir Finnur Ingólfsson og Halldór Ásgrímsson, mennirnir sem stjórna Framsóknarflokknum, ætla að byggja upp flokkinn í höf- uðborginn til að vega upp á móti fyrirsjáanlegu tapi á landsbyggðinni. Frambjóðandinn sem valinn var til að trekkja í Reykjavík heitir Ólafur Örn Haraldsson og er fram- kvæmdastjóri. Eftir að Ólafi var tryggt annað sætið á lista Fram- sóknarflokksins í Reykjavík hefur komið í Ijós að hann er með hörð- ustu stuðningsmönnum Sjálfstæð- isflokksins. Öðruvísi er ekki hægt að skilja ítrekaðar tilraunir hans til að komast til metorða í Sjálfstæðis- flokknum. Pólitízkan greindi frá því fyrir viku að Ólafur ræddi við Þor- stein Pálsson sjávarútvegsráð- herra um framboð fyrir Sjálfstæðis- flokkinn á Suðurlandi. Morgunpóst- urinn fjallar á mánudag um tilraunir Ólafs til að verða aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra. Núna þurfa Finnur og Halldór að útskýra það fyrir höfuðborgarbú- um hvers vegna þeir ættu að kjósa sjálfstæðismann í framsóknargæru. Með því að snikka til nýjasta slag- orð Framsóknarflokksins er hægt að búa til hæfilega umgjörð um framboðið í Reykjavík: Frami í fyrir- rúmi. Sáttmálskenningin Vegir stjómmálanna eru órannsak- anlegir. Á stofnfundi Þjóðvaka á sunnudag flutti ávarp Ásta B. Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræð- ingur og formaður Þfoskahjálpar. Ásta sagði alla menn jafna og að á hverjum tíma væri í gildi sáttmáli meðal þegnanna. Þetta er bein til- vísun í sáttmálskenningu banda- ríska heimspekingsins John Rawls sem íslenskur starfsbróðir hans, Vil- hjálmur Árnason, hefur verið óþreytandi að kynna mörlandanum og sérstaklega hefur Vilhjálmur lesið fyrir heilbrigðisstéttirnar. Sáttmála- hugsun virðist komin í tízku því að Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins notaði hug- myndina á flokksþinginu um helg- ina. Halldór talaði um sáttmála milli kynslóðanna og yfirvofandi hættu sem steðjar að honum rétt eins og formaður Framsóknarflokksins væri að ávarpa uppreisnargjama hippa- æsku. Halldór ætti að kveikja á fatt- aranum. Sáttmálinn sem er í hættu er-á milli almennings og stjórnmála- manna. Ágúst núllabi Jonönnu út Morgunblaðið og baráttumenn fyrir veiðileyfagjaldi biðu spenntir eftir af- stöðu Jóhönnu Sigurðardóttur og Þjóðvaka til veiðileyfagjalds. í ræðu sinni á sunnudag talaði Jóhanna um nauðsyn þess að koma í veg fyrir að forræði auðlind- arinnar yrði á fárra manna höndum en hún kom sér ekki til þess að taka undir hugmyndir um að út- gerðin borgaði í sameiginlegan sjóð landsmanna fyrir hagnýtingu fiski- miðanna. Ágúst Einarsson, stuðningsmaður Jóhönnu og stór hluthafi í Granda hf., kom í pontu á eftir Jóhönnu og var fljótur að draga út þær litlu vígtennur sem hún sýndi sægreifunum. Ágúst sagði hóflegt . veiðigjald koma til greina enda rynni það til útgerðarinnar sjálfrar og yrði notað til uppbyggingar sjávarút- vegsins. Sem sagt gervigjald úr ein- um vasa útgerðarmanna til að setja beint í hinn. Villuráfandi analísa Morgun- blabsins í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins um helgina er miklu púðri eytt í til- vistarkreppu Alþýðubandalagsins sem ný stjórnmálasamtök Jó- hönnu Sigurðardóttur átti að afhjúpa. Á mánudag kemur skoð- anakönnun í DV sem sýnir að Jó- hanna myndi í kosningum hirða átta þingmenn af Sjálfstæðisflokknum og sjö af Alþýðuflokknum. Morgun- blaðið brást enda hart við og í leið- ara á þriðjudag krafsar blaðið í Jó- hönnu og stuðningsmenn hennar fyrir að vera fýlupúkalið. Ekki bein- línis sterkt hjá Mogga. Bullið er kór- ónað í dálki Víkverja á miðvikudag þar sem talað er um að „mikið rót sé komið á fylgi Alþýðubanda- lagsins." QWERTYgreining á Alþýbuflokknum Hystería einkennir aðstandendur Al- þýðuflokksins um þessar mundir og iáir þeim hver sem vill. í Alþýðublað- inu bregður fyrir gálgahúmor og tal- að er um að flokkurinn sé kominn niður í „pilsnerfylgi" og vísað til á- fengisstyrkleika þessa drykks sem liggur rétt yfir tveim prósentum. Pólitízkan mælir með hlutlægri af- stöðu og leggur til ferli-greiningu sem er strangvísindaleg athugun á félagsfyrirbrigðum. í stuttu máli byggir greiningin á því að ákvörðun tekin við tilteknar tæknilegar, félags- legar eða pólitískar aðstæður veldur valþröng sem leysist ekki upp þótt aðstæðurnar breytist. Þessi grein- ing er stundum nefnd QWERTY í höfuðið á bókstöfunum sex sem eru efst á lyklaborði talva. Bók- stafimir fengu upphaflega þessa staðsetningu á lyklaborði ritvéla til að draga úr innsláttarhraðanum því að lyklarnir festust saman ef tíðni innsláttar fór yfir ákveðin mörk. Þótt ritvélar séu komnar á öskuhaugn- ana og tölvur teknar við eru QWER- TY enn á sínum upprunalega stað á lyklaborðinu því að upphaflega á- kvörðunin orsakaði valþröng. Val- þröng Alþýðuflokksins myndaðist þegar Jón Baldvin Hannibalsson samdi um ríkisstjórn við Davíð Oddsson fyrir hálfu fjórða ári. Hlut- skipti Alþýðuflokksins varð þar með að búa til hægripólitík (félagi við Sjálfstæðisflokkinn. Vegna ríkis- stjórnarþáttöku var flokkurinn utan- garðs í gerjuninni á vinstri kanti stjórnmálanna. Það sést best á því að 30 prósent kjósenda lýsa yfir stuðningi við Þjóðvaka Jóhönnu Sigurðardóttur en stefnumái Þjóð- vaka eru kratísk útí gegn. Alþýðu- flokksins bíður hlutskipti ritvélarinn- ar.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.