Vikublaðið


Vikublaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 3

Vikublaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 3
VTKUBLAÐIÐ 2. DESEMBER 1994 3 Myndabrengl I opnu síðasta blaðs þar sem voru myndir frá æviferli Lúðvíks Jósepssonar heitins stóðust mynd og myndatexti ekki á í einu tdlviki. Birt var mynd af Lúðvík ásamt þeim Guðmundi Jónssyni í Ell- ingsen og Alfreð Guðnasyni for- manni Arvakurs á Eskifirði og sagt að þar væri komið þríeykið fræga úr Neskaupstað. Meðfylgj- andi mynd er hinsvegar sú sem átti að birtast af þrístiminu sem líka er kallað svo; Jóhannesi Stef- ánssyni, Bjarna Þórðarsyni og Lúðvík. Biðst blaðið velvirðingar á myndabrengluninni. Þjóðvaki og Vikivaki jóðvaki. Naínið verkar gamal- dags og afturvísandi þó að það sé myndað eins og aflvald og Ijósvaki. Hvort það vísar frekar til 19. aldarinnar eða þriðja og fjórða ára- tugarins er ekki gott að segja. Ræða leiðtogans á kynningarfundi hljóm- aði í eyrum eins og gömul upptaka af eintóna æsingaræðu frá íjórða ára- tugnum. Andrúmið mirmti á krepp- una. Kreppu í efnahagslífinu og í fjár- hag heimilanna. Og kreppu flokka- kerfisins. Einn fundarmanna, sem ekki verðpr sakaður um velvilja í garð Þjóðvaka, sagði á hinn bóginn að samkoman hefði minnt sig á upphaf Keflavíkurgöngu. Þýðingarvandamál Erlendir sendimenn á íslandi hafa lent í vandræðum með að þýða nafn- ið á sínar þjóðtungur. Annaðhvort lenda þeir í orðum sem á þeirra tungu minna á kreppukomma eða þá fríkirkjulegar vakningarhreyfingar. I vandræðum þeirra hef ég bent á að nafnið kunni að vera myndað af AFLVAKA eða VIÐ SKIPTAVAKA og þessvegna eigi að þýða þetta með orðum sem minna á verðbréfamiðl- ara eða fjárfestingarfyrirtæki, t.d. National Incentive uppá enskuna. Niðurstaðan skilst mér að hafi í flest- um tilfellum verið að nota orð sem minna á Hvítasunnusöfnuði og heilagsandahopp, t.d. Folkváckelsen á sænsku. Kannski hinir erlendu sendimenn hafi einhversstaðar heyrt uppnefnið Heilögjóhanna. Mikil hreyfing í Vikivaka I Sundhöll Reykjavíkur hefur ver- ið stofhuð stjómmálahreyfing að undirlagi foringjans, Benedikts Ant- onssonar. Hún ber nafnið VIKI- VAKI. Inngöngusldlyrðið er að menn og konur kunni vikivaka eða hafi að minnsta kosti séð hann dans- aðan. Námskeið verða haldin fyrir áhugafólk um inngöngu. Vikivaki er ekld mikil hreyfing hvað fjölda sner- tir, en það er mikil hreyfing í vild- vaka. Vikivakakurmáttan er talin nauðsynleg vegna þess að flokkurinn ætlar að smeygja sér á milli allra hinna flokkanna og til þess þarf að kunna spor og sveiflu. Merki hreyfin- garinnar er sauðskinnsskór á grænum grunni. Það er tákn um upphaf nýrrar þjóðlegrar nýiðnaðarstefriu. Leiðinlegt eða skemmti- legt? Kannsld er þessi brandari þjóðleg tjáning á þeirri tilfinningu sem Helgi Hjörvar kom í orð á einum stað: „Við þurfum ekki fleiri flokka til þess að sameina jafhaðarmenn.“ Helgi segir líka að kynningarfundur Þjóðvaka hafi verið einhver leiðinlegasti fund- ur sem hann hafi setið. Mörður Amason skýtur hinsvegar upp höfði í hverjum fjölmiðlinum á fætur öðram og segir að þetta hafi verið jjassilegur og skemmtilegur fundur. Ég hef tek- ið inark á þessum mönnum og talið þá smekkmenn í pólitík. Hvorum á ég nú að trúa? En þegar Mörður segir „og mér leist vel á það sem kom ffam af stefhumálum"“, þá hætti ég að trúa. Stefhuplaggið, sem dreiff var á fund- inum, er Tabula Rasa, autt blað. Hvað em ffasar eins og „Breytt sldp- an skattamála11 og „Þátttaka í samfé- lagi þjóðanna á jafnréttisgrundvelli“, annað en autt blað? 1 raun var stefhumótun og sam- takamyndun enn slegið á ffest ffam yfir áramót, þar til aðrir flokkar hafa stillt upp og séð verður hvað til fellur. Ræða Jóhönnu var ekki annað en umsnúningur af landsfundarályktun síðasta flokksþings Alþýðuflokksins. En auðvitað snýst þetta ekki um stefhu heldur trú kjósenda á Jóhönnu og pólitíska flensu í hópi flokksverka- manna. Þjóðvaki er ekki lausnin. Hann er eitt sjúkdómseinkennið enn. Ekki lækningin. Veljum íslenskt á afmælisári íslenskt - já takk! Seðlabanki íslands Kalkoftisvegi 1 150 Reykjavík Póstur og sími við Austurvöll 121 Reykjavík G Ben Edda hf Nýbýlavegi 30 200 Kópavogur Verkakvennafélagið Framtíðin Strandgötull 220 Hafnarfjörður Verkamannafélagið Hlíf Reykjavíkurvegi 64 220 Hafharfjörður Einskip h f Pósthússtræti 2 101 Reykjavík Sparisjóðurinn í Keflavík Tjarnargötu 12 230Keflavík Vélaverkstæði J Hinrikssonar Súðarvogi 4 104Reykjavík Hitaveita Reykjavíkur Grensásvegi 1 108 Reykjavík Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Kringlunni 7 103 Reykjavík c LANDSVIRKJUN HÁALHITISBRAUT 68 ZAA 7AA 103 REYKJAVÍK OUU / UU Félag íslenskra hljómlistarmanna Rauðagerði 27 108 Reykjavík Reykj avíkurborg Ráðhúsinu 101 Reykjavík Iðnlánasjóður Ármúla 13a 108 Reykjavík A Karlsson hf Brautarholti 28 105 Reykjavík Dagsbrún, verkamannafélag Lindargötu 9 101 Reykjavík Kexverksmiðjan Frón hf Skúlagötu 28 101 Reykjavík Nói-Siríus hf, Hesthálsi 2-4 110 Reykjavík Vatnsveita Reykjavíkur Breiðhöfða 13 llOReykjavík Verkamannasamband íslands Lindargötu 9 101 Reykjavík Kennarasamband íslands Laufásvegi 81 101 Reykjavík Ellingsen Grandagarði 2 101 Reykjavík Félag bókagerðarmanna Hverfisgötu 21 101 Reykjavík Kaupfélag Árnesinga Austurvegi 3-5 800 Selfoss Kaupfélag Héraðsbúa ICaupvangi 6 700 Egilsstaðir Flughótel Keflavík Hafhargötu 57 230 Keflavík Kópavogskaupstaður Fannborg 2 200 Kópavogur Verkalýðsfélag Vopnafjarðar Lónabraut 4 690 Vopnafjörður Verkalýðsfélag Fljótdalshéraðs Miðvangi 2-4 700 Egilsstaðir Verkalýðsfélagið Vaka Suðurgötu 10 580 Siglufjörður S eltj arnarneskaupstaður Austurströnd 2 170 Seltjarnarnes Verslunarmannafélag Hafharfjarðar Lækjargötu 34b 220 Hafnarfjörður GLERSKÁLINN

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.