Vikublaðið


Vikublaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 4

Vikublaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 4
Viðhorf VIKUBLAÐIÐ 2. DESEMBER 1994 Forsetinn snýr aftur Artúr hefur orðið sögufrægastur Bretakonunga fyrr eða síðar. Um hann myndaðist goðsagnabálkur sem er að baki margra af merk- ustu bókmennta- afrekum Evrópu. En hluti af Artúrssögninni var að Artúr væri ekki dauður og hann myndi snúa aft- ur þegar neyðin yrði stærst í Bredandi og verða konungur Breta á "ý- ,- ,, ,.-* Islendingar eiga líka sinn þjóð- ardýrling. Það er Jón Sigurðsson. Hann var fyrsti stjórnmálamaður Is- landssögunnar sem náði mikilli al- mannahylli og var orðinn goðsögn þegar í lífi sínu. Hann varð tákn sjáíf- stæðrar þjóðar, samnefnari alls hins besta í fari hinnar íslensku þjóðar. Þegar lýðveldi var stofnað á íslandi var valinn til þess fæðingar- dagur hans og síðan þá hafa hann og lýðveldið verið eitt. Jón Sigurðsson og ísland hafa jjj^ runnið saman í helgri einingu 3fc verndarans og þess sem íj\,\* verndað er. A yfirborðinu veit þjóðin að Jón Sig- urðsson lést 7. des- ember 1879 og að hann mun aldrei snúa aftur. Undir niðri hefur hún aftur á móti aldrei sætt sig við það. Innst inni bærist sú von í brjóst- um hvers einasta ís- lendings að þegar ís- lenskt stjórnmálalíf verður hvað lágkúru- legast, þegar gengi ájólasmjöri. Þú færð 500 g stk. á og sparar 105 kr. á kíló Gerðu gott betra með jólasmjöri. krónunnar er hvað lægst og þorskur fer á útsölu á Bandaríkjamarkaði muni Jón Sigurðsson snúa aftur, rétt eins og De Gaulle og Churchill gerðu, taka málin í sínar hendur og gera Island að stórveldi á ný. Þetta viðurkennir þjóðin aldrei opinberlega en þessi von er eigi að síður drifkraftur hennar og brýst fram í gífurlegu dálæti á öllum sem bera hið goðumlíka nafn: Jón Sig- urðsson. Þannig var Jón Sigurðsson, bóndi á Gautlöndum, einna»fremstur í flokki þeirra sem tóku upp merki hins fallna foringja við lát hans. Þeg- ar lýðveldi var stofhað á Þingvöllum árið 1944 hlaut annar Jón Sigurðs- son, þá skrifstofustjóri alþingis, fimm atkvæði í forsetakjöri án þess að hafa gefið kost á sér. Frá því að flestir íslendingar muna efrir sér hafa miklar efhahagslegar þrengingar ýmist verið nýbúnar að herja á þjóðina, verið að því eða ver- ið á næsta leiti. Þá hefur borið á því að leitað er til manna sem heita Jón Sigurðsson um allsherjarlausn á þessum vanda. Fyrir nokkrum árum var Jón nokkur Sigurðsson ráðu- neytisstjóri og er nú forstjóri á Grundartanga. Öðru hvoru skrifar hann greinar um efhahagsmál í blöð og tímarit og skiptir þá engum tog- um að ýmsum þykir að hér sé kom- inn fram maður sem hafi ráð undir hverju rifi og réttast væri að fela honum yfirstjórn yfir fjármálum þjóðarinnar.' Fyrir nokkrum árum gerðist það svo að annar maður að nafhi Jón Sig- urðsson bauð sig fram til þings. Fór þá mikil fagnaðaralda um þjóðina. Flokkur Jóns jók verulega við sig fylgi og ýmsir stuðningsmenn ann- arra flokka hörmuðu það mjög að geta ekki greitt mönnum á öðrum listum atkvæði því að hér væri greinilega á ferð stjórnmálamaður sem væri hafinn yfir karp og undir- ferli stjórnmálanna. Réttast væri því að láta hann taka við stjórn landsins. En nú er sá Jón hættur í stjórnmál- um og enn hefur þjóðin ekki fundið hinn eina sanna Jón Sigurðsson end- urborinn. Eða hvað? Nú er kominn fram á sjónarsviðið stjornmálamaður sem boðar nýjar leiðir í stjórnmálum og er ekki að sökum að spyrja að landsmenn flykkjast undir merki hans. Og nú þykir mörgum víst að hér sé hinn eini rétti á ferð því að þessi stjórnmálamaður hefur sama háralit og þjóðhetjan sjálf, sómi ís- lands, sverð og skjöldur. Og þar að auki svarar hann kalli tímans og er kona því að þeirra er framtíðin í stjórnmálum. Og hinn nýi, kvenkyns Jón Sigurðsson ber kvenkynsmynd Jónsnafhsins og heitir Jóhanna og er Sigurðardóttir. Stjórnmálaspekingar hafa nefht ýmsar ástæður fyrir miklu fylgi vænt- anlegs framboðs Jóhönnu Sigurðar- dóttur. Engum sem skilur þjóðina þarf aftur á móti að koma þetta á ó- vart. Hún er söm við sig, bíður og vonar að hinn eilífi forseti snúi aftur. Nú er neyðin mest, nú er hjálpin næst. Armann Jakobsson Enn af oftúlkun Sveins Allans Eg þakka Einari Karli fyrir ábendinguna til mín í síðasta Vikublaði. Þar bendir hann mér á að ég hafi misskilið grundvall- aratriði í stjórnmálum, sem sé að ég eigi ekki að hlusta á túlkun frétta- manna heldur orð stjórnmálamanna. Ég varð að sjálfsögðu glaður þegar ég hafði lesið grein Einars Karls og mér skildiist að þetta væri allt mis- skilningur hjá mér og að Alþýðu- bandalagið ynni heilshugar að sam- vinnu og sameiningu vinstrafólks í íslenskum stjórnmálum. Því miður hefur það oft viljað brenna við að al- mennir félagar í Alþýðubandalaginu eigi erfitt með að skilja forystuna og kannski er þetta enn eitt dæmið. Það erbullandi vilji fyirr samvinnu íforystu flokksins en almennir félagsmenn skilja bara ekki dulmálið sem er notaS til að koma viljanum dframfieri. Við Einar Karl erum vonandi sammála um að það er kostur að lát- bragð og áherslur komi ekki fram í útprentuðu Ijósvakahandriti úr fréttatíma sjónvarps 7. nóv. sl. því ég er þeirrar skoðunar að jafnvel þótt talið hefði falhð út þá hefði ég skilið varaformanninn með sama hætti. En eins og við þekkjum er varaformað- urinn yfirleitt afdráttarlaus í skoðun- um og látbragði öllu. Það sem skiptir máli í grein Einars Karls er að þar tekur hann upp hanskann fyrir varafbrmanninn en það eru einmitt vinnubrögð sem hefur allt of lítið borið á í flokknum, þ.e.a.s. að forystan standi saman, og er vonandi upphaf nýs tímabils. Sturlungaöldin hefur ríkt alltof lengi og svikráð með mannvígum hafa étið upp alla þá orku og sköpunarkraft sem í flokknum býr. Kannski þess Sveinn Allan á myndinni góðu. vegna á fólk erfitt með að fylkja sér undir gunnfána Alþýðubandalagsins og leitar útgöngu og kannski þess vegna mælist fylgið í 10-12% en ekki 20-30%. Auðvitað þykrir mér leiðinlegt hafi ég misskilið varaformanninn og tel sjálfsagt að biðja hann afsökunar þegar ég sé árangur samstarfsvilja hans, því mér er dauðans alvara með því að segja að þangað til verð ég að treysta á eigin dómgreind. Vinum og fyrrum félögum í Alþýðubandalag- inu vil ég segja þetta: Sóley undraðist vininn sinn hye fast hann SVaf. (Úr Sóleyjarkvæði) Að lokum, mikið þætti mér vænt um ef þið gætuð birt myndina af mér sem kom með grein Einars Karls með þessu greinarkorni, þetta er svo ansans góð mynd. Sveinn AUan Morthens

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.