Vikublaðið


Vikublaðið - 02.12.1994, Qupperneq 5

Vikublaðið - 02.12.1994, Qupperneq 5
s VTKUBLAÐIÐ 2. DESEMBER 1994 Stjórnmálin 5 Fólkið hennar ‘ígr J ~W • • Johonnu Sá rœðumaður á stofnfundi Þjóðvaka, hreyfingu fólksins, sem fékk áköfust viðbrögð fundargesta var Guðrún Árnadóttir, skrifstofustjóri Húsnœðis- nefndar Reykjavíkur. Fólk klappaði fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur, sem talaði fyrst, til að hylla hana en undirtektirnar sem Guðrún fékk voru svar við augnabliki sem henni tókst að skapa á tœplega sexhundruðmanna fundi á Hótel íslandi á sunnu- dag. Samspil Guðrúnar og áheyrenda er hluti ósögðu sögunnar um fólkið sem œtlar að gefa Jóhönnu atkvœði sitt. Hélt einhver að þessi kona vœri húin að syngja sitt síðasta í pólitík? Ljósm: ÓI.P. eir sem mættir voru nógu snemma á stofnfund Þjóðvaka til að ná sæti gátu notað tím- ann til að lesa fjórblöðung í A5 broti með merki hreyfingarinnar á forsíðu og hagnýtar upplýsingar á baksíðu. I opnunni eru pólitísku skilaboðin sem fundarboðendur vildu halda að fólld við stofhun Þjóðvaka. Fjórblöð- ungurinn er ládaus og það er inni- haldið líka. Orðalagið er almennt eins og sést á tvíþættri skilgreiningu á markmiðum Þjóðvaka: Að efla at- vinnulífið, varanlega velferð og jöfh- un lífskjara og vinna gegn spillingu, forréttindum og söfnun auðs og valds á fárra manna hendur. Allir flokkar, þar með talinn Sjálfstæðis- flokkurinn, geta skrifað upp á þetta. Jafiivel þegar yfirlýsingin er dregin saman í einni semingu, „byggt er á hugsjónum jafhaðarstefhunnar og nútímalegum, ffjálslyndum viðhorf- um,“ er ekki hægt að ímynda sér nokkurn íslenskan stjórnmálaflokk alfarið hafna þessari pólitík. Fyrsm skilaboð Þjóðvaka eru þá þessi: Við emm allt sem áttatíu dl níutíu prósent þjóðarinnar vilja að við séum. Utffá kosningapólitískum sjónar- miðum er skynsamlegt fyrir nýtt ffamboð að smða ekki neinn. Ett- hvað-fyrir-alla málefnaskrá er ekki hefðbundin taktík minnihlutahóps heldur stjómmálaafls sem vill tala fyrir hönd meirihluta þjóðarinnar. Áð þessu leyti er Þjóðvaki Jóhönnu skyldari Forza Italia Berlusconis en Bandalagi Jafhaðarmanna Vilmund- ar Gylfasonar sem gerði áhlaup á flokkakerfið fyrir rúmum áramg. Eins og margir muna talaði Vil- mundur öðmm þræði til einstak- lingsins, bað hann að líta í eigin barm og spyrja sjálfan sig samvisku- spurninga um skattsvik, kaup á smygluðu brennivín og neikvæða vexti, ásamt því, auðvitað, að Vil- mundur hamaðist á spillingu kerfis- ins. Jóhanna gerir enga kröfu til þess að almenningur taki nýja pólitíska sannfæringu, hún biður aðeins um smðning við sig. Á þessu tvennu er nokkur munur. Vilmundur var hreintrúarmaður en Jóhanna er skól- uð í hagnýtum stjórnmálum. Jó- hanna undirstrikaði þá praktísku pólitík sem hún aðhyllist með því að halda sér dl hlés þegar umræðan um spillta embættisfærslu Guðmundar Ama fyrrverandi félagsmálaráðherra geisaði. I gagnrýnu andrúmslofti myndi þetta atriði vera Jóhönnu til trafala enda ber það vimi urn tví- skinnung að tala fjálglega um sið- væðingu þegar það er óhætt en fela sig á þakvið afstöðuleysi um leið og spillingin verður áþreifanleg. En til- fellið er að Jóhanna er komin á stall sem gerir hana ónæma fýrir öllu öðru en stærstu ásökunuin. Og Jó- hanna verður ekki sökuð um neitt stórt. Hér kemur að þættí Guðrúnar Amadóttur sem hóf ávarp sitt með yfirlýsingu um að hún væri pólitískt viðundur. Hún sagði að fólk hefði Vinstristeinninn Ekld veit ég hvort Sýsifos í grísku goðsögunni um þráhyggjuna, reyndi að velta steini sínum á fjalls- brúnina með átaki ffá hægri eða vinstri. Aftur á móti er öruggt að steinninn komst aldrei á toppinn. Hann valt stöðugt niður á ný, án þess að lenda á hægri eða vinstri löppinni. Sýsi gat haldið áffam að velta óhalmr. Var steinniim of þungur fyrir garpinn? Kannski hefði hann komist á toppinn ef Sýsi hefði reynt að velta hæfilega litlu hlassi. Þó kann að vera að hann hafi aldrei haft áhuga á að ljúka áformi sínu heldur velt til þess eins að fá útrás fyrir sjúklega átaka- þörf sína. Líka er möguleiki að sam- kvæmt eðli sínu og lögun hafi steinn- inn ekki verið til þess gerður að tróna yfir öðmm. Ef Sýsi hefði verið íslenskur er nokkum veginn víst að hann hefði annað hvort verið hálfvitlaus ofur- hugi að bisa steini einn upp erfið- leikahjallann, þjóðinni til hagsbóta, eða stofnað nýjan veltiflokk til vinstri eftir hverja misheppnaða tilraun. Hann hetöi talið að félagshyggja feldist í því að vera stöðugt að velta kjósendum til ímyndaðs gagns án þess að læra af reynslunni, þegar mis- töldn vom ranghugmyndum hans sjálfs að kenna meðan hann horfði á hugsjón sína fara forgörðum og skellti skuldinni á aðra. Manni dettur í hug sýsifosarsósíal- ismi þegar fféttir berast um hug- sjónafólk sem klýfur sig úr gömlu vinstriflokkunum, svo hægt verði að mynda ný brot með hreinan skjöld. Um stund er reynt að velta þungu hlassi á tindinn í ljúfú nafni verka- lýðs, kvenna eða láglaunafólks, með kokhreysti uns liðið byrjar að rífá kjaft við samherja sína í miðri hlíð. Steininn rennur þá úr höndunum á eldhugunum og aftur í sama farið. En svo heppilega vill til að enginn rotast í þessum róttæku rassaköstum, því menn kunna fótum sínum forráð. Þegar á reynir em þeir engir bjarg- vættir heldur venjulegir heypokar. Það kemur í ljós með nýjum klofn- ingi og að hugsjónin og grettistakið voru það líka. Islenskir kjósendur em það trú- gjamir að furðu sætir, ef þess er gætt að við emm engir álfar út úr hól, heldur þjóð sem hefur aldrei þolað innlenda kúgun og einræði þótt stundum sé pukrast með lýðræðið eftir geðþótta þeirra sem geta breitt yfir ýmislegt sér í hag. Helsta ástæðan fyrir trúgimi okkar er sú alþýðlega skoðun, að ef einhver þenur sig óskaplega hljóti að vera gagn í honum og hann fari með rétt mál. Þegar reyndin er venjulega sú að þannig maður hefur engan tíma til að sýna hæfileika eða hvað hann hefur til brunns að bera á hagnýtan hátt. Orka hans fer í það að þenja sig í tíma og ótíma. Enginn getur talað látlaust og gert eitthvert gagn um leið. Almenningur veit þetta, en trú hans er byggð á öðm en eigin reynslu af þögn og iðjusemi. Sýsifosar „fél- agshyggju" samtímans geta því velt steintungu sinni endalaust með þeim afleiðingum að láglaunafólk, verka- menn eða konur fá klettinn jafnan á sig eftir kosningar og liggja í dái fram að næstu, í staðinn fyrir að ýta Sýsi- fosunum frá eða rota þá ineð eigin afli og steininum. misst tiltrú á stjórnmálaflokkunum. Stefnuskrár flokkanna væm allar eins, þeir lofuðu að hugsa fyrst og fremst um lítilmagnann en „þessi haleljúakór er falskur," sagði Guð- rún sem ekki var með skrifaða ræðu heldur studdist við punkta og talaði eins og andríkið bauð. Er Jóhanna þá ekki eins og allir aðrir, bara miðaldra kona? Nei, svaraði Guðrún, Jóhanna laðar til sín nýtt fólk, hún hefur traust allra. Þéttsetinn salurinn tók undir með Guðrúnu. Enn kröftugra varð lófatakið þeg- ar Guðrún sagði launin á íslandi svo skammarlega lág að jafnvel flótta- rnenn frá Kína, sem væra þó ýmsu vanir, fúlsi við þeim. Guðrún talaði beint til þjóðarinn- ar sem horfir forviða uppá það að •ríkisvald og atvinnurekendur snúa bökum saman í hetjulegri baráttu gegn því að sjúkraliðar fái fimm þús- und kall í kauphækkun ofaná sextíu- þúsund króna mánaðarkaup. Guðrún náði til þeirra sem mætm á stofnfund Þjóðvaka til að lýsa yfir vantrausti á kerfinu. Fólldð á Hótel Islandi á sunnudag var um margt líkt því sem sótti fundi Reykjavíkurlist- ans. Stærsti hópurinn var á fermgs- og fimmtugsaldri en það era menn og konur sem ekki hafa tapað hæfi- leikanum til að hneykslast án þess að láta ungæðingshátt hlaupa með sig í gönur. Fólk sem er einfaldlega þreytt á gömlu flokkunum og finnur til samkenndar með Jóhönnu vegna þess að hún hefur það orðspor að standa uppí hárinu á körlunum sem em dæmigerðir fulltrúar íyrir kerfið. Jóhanna þarf enga sérstaka stefnu- skrá, hún þarf bara að halda áfram að jagast fram að kosningum og fólk mun fylgja henrú. Málið er ekki flóknara en svo. Eftir kosningar, hinsvegar, er hætt við að Berlusconi-syndrómið verði Jóhönnu að fjörtjóni, sérstaklega ef Þjóðvaki kemst í ríldsstjórn. Forsæt- isráðherra Ítalíu stendur höllum fæti, í þessari viku ráðleggur Economist honum að segja af sér vegna fjár- málaflækju sem hann tók með sér inní ítalska stjórnarráðið. Jóhanna mun talca með sér þingmannaflækju, einstaklinga sem langflestir em steyptir í sama mót og þingmenn annarra flokka. Væntanlegir þing- menn Þjóðvaka era ekki andófc- menn hertir í sameiginlegri baráttu fyrir minnihlutahugmyndaffæði sem er í þann veginn að slá í gegn. Þeir hafa margir reynt fyrir sér í öðmin flokkum undir formerkjum áhuga- manna sem vilja verða atvinnumenn. Persónulegur memaður er ekki lík- legur undanfari kerfisbreytinga. Páll Vilhjálmsson Reglulegir fundir Borgarstjórnar Reykjavíkur eru haldnir í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar kl. 17:00. Fundirnir eru opnir almenningi og er þeim jafnframt útvarpað á AÐALSTÖÐINNI FM 90.9. Skrifstofa borgarsfjóra

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.