Vikublaðið


Vikublaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 7

Vikublaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 7
VIKUBLAÐIÐ 2. DESEMBER 1994 StjórnmAlin 7 Stál í stál fyrir vestan Einar Pálsson: „íhaldið var að hræra í Ólafi og það fréttist af ein- hvers konar krísufundi Ólafs með lykilmönnum íhaldsins fyrir sunnan". Mynd: ÓI.Þ. Mikil pólitísk harka er ríkj- andi í Vesturbyggð, hinu nýja sveitarfélagi á sunnan- verðum Vestfjörðum. Efdr kosning- arnar í vor mynduðu Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur og F-listd óháðra meirihluta, en F-listinn er að stofni til listi Alþýðubandalags. Sá rneiri- hluti sprakk skyndilega og óvænt þegar Olafur Amfjörð, bæjarstjóri og oddviti krata, hljóp í fangið á Sjálf- stæðisflokknum og kom jafnvel sín- um eigin mömium í opna skjöldu. Síðan hefur ríkt hálfgerð borgara- styrjöld í hinu nýja sveitarfélagi. „Eg efast um að hin pólitíska harka sé víða meiri. Það er stál í stál, þar sem vinstri öflin og þau hægri takast á eins og þegar mest gekk á í gamla daga. Það fór verulega í taugamar á ílialdinu að við værum að komast á legg hér. Það lagði allt kapp á að kæfa okkur í fæð- ingu,“ segir Einar Pálsson bæjarfull- trúi F-listans. Urslit kosninganna í vor vom mik- ill sigur fyrir F-listann og svo Sjálf- stæðisflokkinn, en svæðið hefur lengi verið sterkt vígi íhalds og krata. Reyndar má geta þess að alþýðu- bandalagsfélag var stofnað í V- Barðastrandarsýslu í haust og varð umsvifalaust næst stærsta félag flokksins í kjördæminu. Eftir kosn- ingarnar ræddi F-hstinn bæði við Sjálfstæðisflokkinn og hina flokkana og það varð úr að hann fór í samstarf við Alþýðuflokkinn og Framsókn. Peningamál á Patró og kommi í sparisjóðnum „Skæmhemaður íhaldsins hófst strax en samt gekk vel. Hér hafði ríkt alvarlegt ástand í atvinnumálum, en í tíð okkar meirihluta tókst að minnka atvinnuleysið um helming og það án þess að það kostaði sveit- arfélagið krónu. Sem er nokkuð gott því menn höfðu brennt sig illa á því að leggja fram milljónir frá sveitarfélögunum í fyrirtækin. Við lögðum áherslu á að ívilna smá- fyrirtækjum og öðmm sem vildu leggja í ný- sköpun og við réðum markaðsfræðing til að markaðssetja smáfyrir- tækin, sem reyndist brautryðjendastarf og slálaði mjög góðum ár- angri. Til að vernda bæj- arfélagið fyrir frekari á- föllum í kvótamálum tókuni við upp þá stefnu að neita að skrifa upp á kvótatilfærslu úr bæjárfé- laginu nema heima- mönnum hafi fýrst verið boðinn kvótinn til kaups eða leigu. Þetta er vam- arbarátta upp á líf eða dauða.“ En undir niðri kraum- aði vegna viðskilnaðar Olafs Am- fjörðs frá því hann var sveitarstjóri á Patreksfirði. „Þegar leið á haustið fór að hitna undir honum vegna skoðun- ar á ársreikningum hreppsins á síð- asta kjörtímabili. Ihaldið var að hræra í Ólafi og það fréttist af einhvers kon- ar krísufúndi Ólafs með lykilmönn- um íhaldsins fyrir sunnan. Þegar Ö- lafúr fór suður gerðist það, með vit- und Ólafs, að Einar Guðmundsson á Seftjöm var kjörinn í sljórn Eyrar- sparisjóðs. Með öðrum orðum var al- þýðubandalagsmaður kominn í stjóm þessa heilaga vígis íhaldsins í fyrsta skiptið í 65 ára sögu sjóðsins. í- haldið hafði haft í hótunum og þótti þessi þróun skelfileg. Sprengjur sprungu sem leiddi til þess að Ólafur hljóp í faðm íhaldsins. Kosningin í sparisjóðsstjómina fór fram 20. októ- ber og enn þann daginn í dag hefúr Einar Guðmundsson ekki verið boð- aður á stjómarfund. Tilefúi fundar- halda em þó ærin, elcki síst gjaldþrot Þórslax, stærsta viðskiptavinar spari- sjóðsins. Menn komu frá bankaeftir- liti Seðlabankans vegna málsins, en samt er Einar ekld boðaður á fúnd. Tengdasonur aðaleiganda Þórslax var áður í stjóminni og kannski hefur hann óvart fengið fúndarboð. Þegar kjósa átti í stjóm sparisjóðsins vildi í- haldið að tengdasonurinn sæti áfram í stjóminni, en við neituð- um því alfarið og töldum hann vanhæfan. Ihaldið vildi líka að sýslumaður- inn yrði kjörinn í stjóm- ina en við töldum að maður í slíku embætti ætti ekkert erindi þangað. Þeir kusu sýslumanninn jafii- vel þótt dómsmálaráðu- neytið hefði í reynd bann- að það.“ Sver sig í ætt við landsstjórnina Þegar Ólafúr rauf meirihlutann bar hann því við að stöðugur óftið- ur hafi verið ríkjandi. Samflokksmenn hans könnuðust ekld við neitt í þá veruna frekar en Einar. „Eg fullyrði.að ekkert hafi verið í gangi sem rétdætti slit fýrri meirihluta. Tal Ólafs um stöðugan ófrið er út í hött. Eg held að á- stæðan fýrir ákvörðun Ó- lafs hafi verið sú að hann taldi sig ömggari með íhaldinu eftir að skýrsla skoðunannanna kæmi fram. Skýrslan sýnir mjög vafasama meðferð fjármuna Patrekshrepps. Þar blandast saman persónuleg mál hans og mál hreppssjóðs á þann hátt að orkar mjög tvímælis. Að öðm leyti get ég á þessari stundu ekki tjáð mig um efni skýrslunnar. Þessa fjármála- stjóm gagnrýndi íhaldið harðlega á sínum tíma. Nú virðist það ætla að vemda Ólaf og gildir einu þótt hann sé rúinn öllu trausti bæjarbúa. Gísli Ólafsson, oddviti íhaldsins, heldur utan um þetta ásamt Ólafi sjálfum, en óbreyttir bæjarfulltrúar meirihlutans þegja þunnu hljóði. Sukk og svínarí virðist fýlgja Alþýðuflokknum, hvar á landinu sem er.“ Hvað sem þessu líður hlýmr það að skipta bæjarbúa mestu hvort þeir verði áþreifanlega varir við það í stefnu og starfi bæjarfélagsins að meirihlutinn hafi breyst. „Það er stór munur á fýrri og núverandi meiri- hluta. Eg nefridi áðan átak fýrri meirihluta í atvinnumálum og á- hersla var lögð á samfélagsþjónust- una. Hann vildi dreifa þjónustunni og var byrjað á tónlistarskólanum, leikskólanum og heimaþjónustu aldr- aðra. Við vildum ekki neyða íbúana til að koma í miðjukjama svæðisins eftír öllu. Við tókum líka upp þá stefnu að bremsa af nýframkvæmdir vegna stöðu bæjarsjóðs, en leggja á- herslu á lögbundna þjónustu og að klára þær framkvæmdir sem hafúar voru. Þá vil ég nefúa að Barða- strandahreppur hafði greitt hlut for- eldra í skólatannlækningum bama og fýrri meirihlutí stefúdi að því að þetta yrði teldð upp f hinu nýja sveitarfé- lagi. Nýi ineirihlurinn tók hins vegar strax upp aðra stefúu. Byrjaði á hug- myndum um nýtt íþróttahús á Bíldu- dal. Eg óttast að slíkar áherslur verði til þess að þeir sem minna mega sín verði undir. Þetta er sama munstrið og hjá sömu flokkum í iandsstjóm- inni, þar sem launamunur eykst sífellt og allt er gert fýrir fýrirtældn á sama tíma og skuldastaða heimilanna er þannig að fjöldi heimila er á barmi gjaldþrots. Það er umhugsunarefni að fýrirtækjum er gjarnan boðið upp á greiðslustöðvun og skuldbreytingar þegar þau komast í vandræði, en heimilin em sett á hausinn nteð öllu sem því getur fýlgt, hjónaskilnaði, sjálfsvígum og öðm efrir því. Þetta er Ijótasti bletturinn á núverandi ríkis- stjórn. Og hún er fjTÍnnynd nýs meirihluta í bæjarstjórn Vestur- byggðar,“ segir Einar Pálsson. Alþýöubandalagið í Kópavogi Alþýðubandalagið í Kópavogi hefur ákveðið að standa fyrir jólamenningarvöku í Þinghól Hamraborg 11,2. desember kl. 20:30 Alþýðubandalagsmenn og gestir! Nú hefjum við jólaundirbúninginn með því að dreypa á jólaglögg, bergja á menningunni og eiga saman skemmtilega kvöldstund í upphafi jólanna. Þekktir rithöfundar lesa úr verkum sínum og tónlistar- flutningur verður framandi. Alþýðubandalagsfólk og stuðningsmenn eru hvattir til að líta inn. Stjórnin Hjartagátan Setjið rétta stafi í reitina neðan við krossgátuna. Þeir mynda þá nafn á karlmannsnafú. Lausnarorð krossgátunnar í síðasta blaði er Völuspá. n i z (■ r r <0 to y v H $ JO £ lo | 1 1 A= 1 = Á= 2 = B = 3 = D = 4 = Ð = 5 = E = 6 = É= 7 = F = 8 = G= 9 = H = 10 = 1= 11 = í= 12 = J= 13 = K= 14 = L = 15 = M = 16 = N = 17 = 0= 18 = Ó= 19 = P= 20 = R = 21 = S= 22 = T = 23 = U= 24 = Ú= 25 = V= 26 = X= 27 = Y= 28 = Ý = 29 = Þ = 30 = Æ = 31 = fA^ ¥ l ¥— 7 Z— Jg l<i 10 Zl (o )Q y T~~ w~~ 7 ZT~ 2 ? J<? i‘3 n 2J> 3 2 ¥ n 17— 7JT~ 5— W~~ 2L u )°i Tl }(o 2.(o ¥ 5 2 wr~ VT~ 10 ¥ Z(p ‘U. jf V J H '23. 20 Tö~ ]°T ¥ w~ 77— IS V )°i 22. T~ U Jý TC~ kJ T~ rvJ y fhÁ u ?- Cj oi b )0 'JCl n ta Z 22 L * T ir )7 2— 7 7Jt> ‘i+ o T 23 w~ 2* 60 ¥ (0 7 Trí 3~ 27 31 25 10 T 23 ii ¥ )0 TZ— W~ s? h Z3 7 )L> )? 2 ¥ 2) )7 y 23 7F~ ■xw 10 S 1L> ¥ 2 Z(o 22. IO ¥ W~ lio 22 V ¥ ‘61 T 'X. Í3 ZL 7 ¥ 2 23 3 ¥ (0 J9 a Jb 17 72 ZL> 3 7 2L> 7- Ö= 32 =

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.