Vikublaðið


Vikublaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 8

Vikublaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 8
Munið áskriftarsímann 17500 Ýmsar matvörur gætu horfið af markaði vegna EES-reglna Möguleiki er á því að ein- hverjar innfluttar matvörur frá löndum utan evrópska efha- hagssvæðisins, ekki síst firá Bandaríkjunum, hverfi af markaði á Islandi vegna gildistöku EES- reglna um merkingu og kynningu matvæla. Þetta kom ffam í um- ræðum á Alþingi nýlega þegar Sighvatur Björgvinsson viðskipta- ráðherra svaraði fyrirspumum Guðrúnar Helgadóttur og hún og aðrir þingmenn tjáðu sig um efn- ið. Ráðherra Ieitaðist við að gera lítið úr þessum möguleika, en aðrir höfðu af þessu meiri áhyggj- ur og má geta þess að heildsalan Islensk-Ameríska hefur eindregið mótmælt þeim viðsldptahindmn- um sem félagið telur að felist í EES-reglunum gagnvart vömm í Bandaríkjunum sem fluttar em inn til Islands. Viðskiptaráðherra svaraði fyrir- spumunum og sagði að mat um- hverfisráðuneytisins væri að mögu- leg áhrif vegna þessa á samkeppnis- stöðu og vömverð yrðu óveruleg. „Auðvitað er viðbúið að þessar regl- ur geti leitt til ákveðinna erfiðleika þegar þær koma til ffamkvæmda en innflytjendur ættu að geta fundið lausnir, t.d. með ummerkingu eða með límmiðamerkingum eins og þeir gerðu svo að dæmi sé tekið þeg- ar nauðsynlegt þótti að setja sérstak- ar viðvaranamerkingar á innflutt þvottaefni,“ sagði ráðherra. Guðrún sagði alveg ljóst að menn hefðu af þessu áhyggjur og kvaðst sammála Inga Birni um að þetta væri bara byrjunin. „Aðeins byrjunin á því að nú eiga meim efdr að lesa allar reglugerðim- ar sem þeir em búnir að samþykkja og uppgötva að þær geta valdið okk- ur stórskaða í fleiri tilvikum heldur en þær verða okkur að gagni,“ sagði Guðrún. Greiðsluþjónusta Guðrún Helgadóttir: „Víst er að neyt- endur mundu sakna fjölmargra vinsælla vörutegunda sem unnið hafa sér sess á íslandi... nægir þar t.d. að nefna ýmsar tegundir af ungbarnamat sem við konur könnumst harla vel við.“ Annars vegar spurði Guðrún um hvort reglugerð um merkingu, aug- lýsingu og kynningu matvæla á EES- svæðinu gildi einnig um vömr sem framleiddar em utan svæðisins þar sem aðrar reglur gilda. Hins vegar spurði Guðrún um hvort reglugerð EES um /merkingu næringargildis matvæla giltu um vörar sem era framleiddar utan svæðisins. Sighvat- ur upplýsti að svarið væri já í báðum tilvikum og spurði Guðrún um áhrif þessa á samkeppnisstöðu og vöra- verð. I umræðunum benti Guðrún á, að umtalsvert magn matvæla væri flutt inn til landsins frá löndum utan EES-svæðisins og í mörgum tdlfell- um væri Island eina eða næstum eina Iandið á EES-svæðinu sem flytti við- komandi vörar inn. „Það segir sig sjálft að lítið markaðssvæði eins og Island verður tæplega talinn svo góður viðskiptaaðili að framleiðend- ur leggi í verulegan aukakostnað fýr- ir það og víst er að varan yrði þá mun dýrari fyrir neytendur. Því verður ekki annað séð en að áðurnefnd reglugerð reynist nokkur viðskipta- hindran fyrir ríki utan svæðisins,“ sagði Guðrún. „Víst er að neytendur mundu sakna fjölmargra vinsælla * vörategunda sem unnið hafa sér sess á Islandi og hafa verið á betra verði í mörgum tilvikum en evrópskar vör- ur. Nægir þar t.d. að nefina ýmsar tegundir af ungbamamat sem við konur könnumst harla vel við.“ Sparisjóðurinn býður þér nú Greiðsluþjónustu, sem er þægileg og örugg leið í fjármálum þínum og heimilisins. Greiðsluþjónustan er fjölþætt þjónusta sem kemur lagi á fjármál ólíkra viðskiptavina sparisjóðsins. Greiðsluþjónustan sparar þér tíma og fyrirhöfn, skilvís greiðsla reikninga verður í takt við útgjöld sem hægt er að jafna yfir árið ef þess gerist þörf. Þessi þjónusta hentar þeim sem leiðist að standa í biðröðum um hver mánaðamót og láta reikninga ekki slá sig út af laginu. ií SPARISJÓÐIRNIR -Jyrifþig ogþína

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.