Vikublaðið


Vikublaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 3

Vikublaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 3
VIKUBLAÐIÐ 16. DESEMBER 1994 3 Blekkingar í þágu Yfirlýsing ríkisstjómarinnar frá því um síðustu helgi, nánar tiltek- ið það samkontulag um „aðgerð- ir" sem stjómarflokkamir settu á blað með slíkum harmkvælum að við Iá stjómarslitum, er umbúðir utan um lítið sem ekki neitt. Fyrst og firemst em þetta blekkingar í mörgum bðum utan um það ein- falda innihald að Sjálfstæðisflokk- urinn gleypti kröfu Alþýðuflokks- ins um áfiramhaldandi álagningu hátekjuskatts og um lagasetningu skattlagningar íjármagnstekna. A móti fékk Sjálfstæðisflokkurinn kjarabætur til handa hátekju- og stóreignafólki sem fer langt með að gleypa hátekjuskattinn með húð og hári. Sjaldan hefur opin- berast með eins skýmm hætti hverra hagsmuna Sjálfstæðis- flokkurinn er að gæta. Augljósasta blekkingin í yfirlýs- ingu stjórnarflokkanna er sú skýring- arlausa ákvörðun að fella niður svo- kallaðan „ekknaskatt". Með fram- setningunni er gefið í skyn að ríkis- stjórnin hafi ákveðið að vera góður við tekjulágar ekkjur, en íjær sann- leikanum er vart hægt að komast. „Ekknaskattur“ aldrei lagður á tekjulágar ekkjur „Ekknaskattur“ er uppnefni Sjálf- stæðisflokksins á stóreignaskatti sem tekinn var upp af fyrri ríkisstjórn, í fjármálaráðherratíð Olafs Ragnars Grímssonar. Þetta er annað þrep í eignarskatti sem kveður á um að auk 1,2% eignarskatts er lagður 0,75% eignarskattsauki á nettóeignir yfir 10 milljónir króna á einstalding (20 milljónir á hjón). Eignarskattasauki þessi var þó tekjutengdur tdl að hlífa þeim sem eiga ntiklar eignir en hafa lágar tekjur. Og til að koma í veg fyr- ir að skatturinn bitnaði um of á þeim sem missa maka sína (og tvöfaldast þar með í eignum) var veittur fimm ára aðlögunartími. Með öðrum orð- urn var þetta sérstakur eignarskattur á þá sem hvoru tveggja áttu talsverð- ar skuldlausar eignir og höfðu all- nokkrar tekjur. Með öðrum orðum máttu einstak- lingar eiga 10 milljónir króna og hjón 20 milljónir króna áður en eignarskattsaukinn var lagður á. Tekjutengingin virkar þannig að ef einstaklingur er með undir einni milljón króna í tekjur á ári (83 þús- und á mánuði) þarf hann ekki að borga skattinn. Ef tekjurnar eru á bilinu ein til tvær milljónir á ári (83 til 167 þúsund á mánuði) skerðist skatturinn hlutfallslega. Þeir einir borga eignarskattsaukann að fullu sem hafa tekjur yfir sem svarar 167 þúsund krónum á niánuði. Hvorki fjármálaráðuneyti né embætti ríkis- skattstjóra gátu svarað til um hversu margar ekkjur eða ekklar lenda í því að greiða þennan eignarskattsauka. Hjá fjármálaráðuneytinu fékkst hins vegar upplýst að unt 5.200 einstak- lingar eiga nettóeignir upp á 10 milljónir króna eða meira. Aðeins 1.600 einstaklingar greiða þennan skatt að fúllu. Um 1.600 til viðbótar greiða skattdnn skertan, þ.e. lenda á tekjubilinu ein til tvær ntilljónir á ári. Og 2.000 manns greiða ekki þennan skatt; það er fólkið sem á stórar eign- ir en hcfnr lágar tekjur. Tekjulágar ekkjur í verðmiklum eignum eiu í þessum síðasttalda hóp og hafa aldrei greitt þennan skatt. Ekki má gleyma því að núverandi ríkisstjórn hefur lagt á þennan „ekknaskatt“ umyrða- laust síðustu þrjú árin og fær í ár tekjur af honum upp á um 120 millj- ónir króna. Meirihluti hátekjuskatts þurrkaður út hjá vel- stæðum Samkvæmt upplýsingum fjármála- ráðuneytisins greiða 3.600 einstak- lingar og 3.900 hjón hátekjuskatt í ár og fær ríkissjóður unt 350 ntilljónir króna vegna skattsins. Með breytt- um viðmiðunarmörkum tekna er reiknað með að skattur þessi lækki á næsta ári um 100 milljónir. Hér blas- ir því við að ríkisstjórnin hefur hvað hátekjuskattinn varðar séð ástæðu til að ívilna einstaklingum nteð 200 til 225 þúsund krónur á rnánuði og hjónum með 400 til 450 þúsund og hvað eignir varðar að ívilna fólki sem hvoru tveggja er nteð háar tekjur og miklar eignir. Rétt er að taka dæmi af eignar- skatti þessum og setja í samhengi við hátekjuskattinn. A) Einstaklingur nteð árstekjur upp á*3,6 milljónir króna (300.000 krónur á ntánuði) á að greiða há- tekjuskatt upp á 180 þúsund krónur. Ef þessi santi einstaklingur á nettó- eignir upp á 15 milljónir króna er honunt gert að greiða venjulegan 1,2% eignarskatt upp á aðrar 180 þúsund krónur, en að auki sérstakan 0,75% eignarskatt (,,ekknaskatt“) eða sem nemur 112.500 krónur. Með því að afnema þennan sérstaka eignarskatt er búið að þurrka út 62,5% af hátekjuskatti þessa einstak- lings. B) Einstaklingur, t.d. bankastjóri, með árstekjur upp á 9 milljónir króna (750 þúsund krónur á mánuði) á að greiða hátekjuskatt u|)p á 450.000 krónur. F.f hann á nettó- eignir upp á 25 milljónir króna greiðir hann að óbreyttu venjulegan eignarskatt upp á 300 þúsund krónur og sérstakan eignarskatt upp á 187.500 krónur. Með niðurfellingu „ekknaskattsins" er búið að fella nið- ur42% af hátekjuskattinum. C) I þriðja lagi má taka hjón með 6 milljón króna heimilistekjur, þannig að annar aðilinn er með rétt rúntlega fimm milljónir í árstekjur (420 þús- und á mánuði) en hinn aðilinn rneð rétt tæplega eina ntilljón (80 þúsund lcrónur á mánuði). Þau eiga nettó- eignir upp á samtals 30 milljónir, sem þau skipta á milli sín til helm- inga gagnvart skattinum, 15 milljón- ir á mann. Þau greiða hátekjuskatt upp á 250 þúsund krónur. Þau greiða venjulegan eignarskatt upp á 180 þúsund á mann eða 360 þúsund krónur samtals. Sérstaki eignarskatt- urinn verður 112.500 krónur hjá tekjuhærri einstaldinginum en eng- inn hjá þeim tekjulægri. Með afnámi „ekknaskattsins“ er nálægt helming- ur hátekjuskattsins þurrkaður út. Hækkun skattleysis- marka hefði hvort sem er komið Annað í „pakkanum“ eru sömu- leiðis að ntestu hreinar blekkingar. Boðað er „átak í vegamálum“ sem fyrir löngu er búið að ákvarða og Fyrirgefðu, Egill Fyrir nokkrum vikunt hóf í Viku- blaðinu göngu sína dálkur sem heitir Pólitízkan og samanstendur af stutt- um sjálfstæðum þáttum. I fyrsta efh- isatriðinu í fyrsta dálkinum skrifaði ég stutta útleggingu á grein sem Eg- ill Helgason blaðamaður hafði birt í Alýðublaðinu nokkrum dögum áður. I fáeinum línum bjó ég til tvöfalda myndlíkingu sem var hugsuð sem út- úrsnúningur og skens en var í raun annað og verra. Eg ætla ekki að rifja upp líkinguna tvöföldu, neina að því leyti að ég vil biðja Egil afsökunar á henni. Ég ætlaði að skimpa Egil en sett í raun fram ódrengilega ásökun. Eg hef eldcert annað mér til afbötun- ar en það að formið sem er á Póli- tízkunni er mér ekki tamt og þetta var fyrsta efnisatriðið sem ég skrifaði í dálkinn og hitt að mér hættir til að vera dómharðari en efni standa til. Því bið ég þig, Egill, um fyrirgefn- ingu á ómaklegum og ósanngjömum ásökunum sem ég ber fulla ábyrgð á. Traust Það er tilefni til að fjalla af yfirveg- un um áðurnefnda grein Egils enda virðist hægt að draga af henni nokkurn lærdóm af uni traust. Til upprifjunar: Egill skrifaði í Al- þýðublaðið að þó hann hefði í kosn- ingabaráttunni í Reykjavík í vor tek- ið að sér að sjá um útgáfu fyrir Reykjavíkurlistann hefði hann enga ástæðu til að treysta núverandi meirihluta borgarstjórnar Reykja- víkur. Egill segist bera ákveðinn hlý- hug til firamboðsins. „En hlýhugur er eitt og bjarLsýni annað - að niaður nefni ekki traust,“ skrifaði Egill. Ut frá þessum forsendum gagnrýndi hann frammistöðu Reykjavíkurlist- ans. Á yfirborðinu er allt með felldu. Höfundur virðist staðhæfa sjálfsagð- an hlut, að þótt einhver blaðamaður hafi um skeið starfað hjá samtökum er ekki þar með sagt að hann þurfi um aldur og ævi að styðja eða skrifa upp á málefni viðkomandi samtaka. En hér er ekki allt sem sýnist, Um það þarf ekki að deila að bláðamaður sem starfað hefur að kynningarmál- um fyrir Samtiik iðnaðarins, svo dæmi sé tekið, verður ekki krafinn um trúnað við hagsmuni iðnaðarins eftir að hann hættir á launaskrá sam- takanna. Málið horfir öðruvísi við ef blaðamaðurinn gefur af sjálfsdáðun út yfirlýsingu skömmu eftir að hann hættir störfúm að hann treysti elcki Samtökum iðnaðarins. Þá verður jiað sanngjöm krafa að hann gerir nánar grein fýrir jiessari afstöðu og útskýri hvers vegna hann hafi starfað fyrir aðila sem hann treysti eldci. Það er ekki boðlegt að koma sér undan umræðunni með því að segja að traust hafi aldrei verið á dagskrá, blaðamaðurinn hafi bara unnið starf sitt og þegið laun fyrir. Slík rök- semdafærsla kemur ekki heim og saman við yfirlýsingu um að blaða- maður treysti ekki samtökunum; hér verður ekki bæði sleppt og haldið. Það felst afturvirkni í yfirlýsingunni um vantraust og heilindi koma þar við sögu. Hafi orðið trúnaðarbrestur á milli blaðamanns og vinnuveitanda á meðan eða eftir að hann var í þjón- ustu samtakanna er lágmarkskurteisi að hann greini frá ástæðunum sein að baki liggja. Traust er ekki orð sem maður fleiprar með og allra síst blaðamenn sem ætlast til þess að eiga trúnað lesenda. Dæmið hér að ofan ér tilbúið en röksemdirnar eiga að breyttu breyt- anda við grein F.gils Helgasonar í Al- þýðublaðinu. Það er á þessum for- sendum sem eðlilegt hefði verið að gagnrýna hann. Illu heilli lét ég ekki verða af því heldur fór ég aðra og ó- sky'nsamlegri leið og sit uppi með skömmina. ríkra semja um við verkalýðshreyfinguna. Boðað er „samstarf við sveitarfélög um atvinnuskapandi aðgerðir“ sem þýðir einfaldlega að ríkisstjórnin er hætt við að svíkja gefið loforð við sveitarfélögin varðandi Atvinnuleys- istryggingasjóð. Boðað er frumvarp um „nýsköpun í atvinnulífi og mark- aðssókn“, sem óljóst er með öllu hvað muni innihalda eða hvort nokkurn tímann verður afgreitt. Settar eru á blað almennar yfirlýs- ingar um greiðsluvanda vegna hús- næðislána, lækkun húsnæðiskostnað- ar og aðhald í ríkisfjármálum, sem eru ekkert annað en kosningavíxlar. „Samstaða um skattlagningu fjár- magnstekna“ felur einfaldlega í sér að ríkisstjórnin ætlar að leggja fram frumvarp um efnið þannig að skatt- urinn á að koma 1996 - þegar núver- andi stjórn er fyrir löngu farin frá. Stjórnarflokkarnir munu vafalaust leggja frumvarpið fram og höfða til stjórnarandstöðunnar, sem breytir engu um það að innan Sjálfstæðis- flokksins eru menn sem munu berj- ast af aiefli gegn málinu. Um afnám tvísköttunar á lífeyrisgreiðslum er það að segja að þótt um réttmætt skref sé að ræða þá er aðferðin þvert á það sem samtök launafólks hafa lagt til. Einhvert mesta sjónarspilið felst síðan í vísvitandi blekkingu um hækkun skattleysismarka um tvö þúsund krónur. Settar eru tölur á blað sem em eingöngu framreikn- ingur á tölum sem áttu að koma hvort sem er vegna þess að grunn- upphæðir í skattkerfinu hafa fylgt launaþróun en ekki verðlagsþróun. Það er staðreynd að á tíma ríkis- stjórnarinnar hafa skattleysismörkin lækkað úr 65 þúsund að raungildi í 57 þúsund krónur. „Hækkunin“ nú í 59 þúsund átti að koma hvort sem er, nema ætlunin hafi í raun verið að svíkja það sem allir hefðu mátt ætla sem eðlilegan hlut. Staðreyndin er um leið sú að þessari „hækkun“ fylgja í raun engin viðbótarútgjöld fyrir ríkissjóð umfram forsendur fjárlagafrumvarps 1995. FÞG UTBOÐ F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboð- um í jarðvinnu vegna viðbyggingar Breiðholtsskóla. Helstu magntölur eru: Uppgröftur 3.000 m3 Fylling 700 m3 Girðing 145 m Verkinu á að vera lokjð 6. febrúar 1995. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík, gegn kr. 10.000.- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 28.desember 1994, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Húsbréf * Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 -17. útdráttur 1. flokki 1990 -14. útdráttur 2. flokki 1990 -13. útdráttur 2. flokki 1991 -11. útdráttur 3. flokki 1992 - 6. útdráttur 2. flokki 1993 - 2. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. febrúar 1995. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess verða númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í DV föstudaginn 9. desember. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. cSg húsnæðisstofnun ríkisins f I HÚSBRÉFADEILO • SUÐURIANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SÍMI 69 69 00 Páll Vilhjálmsson

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.