Vikublaðið


Vikublaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 9
VIKUBLAÐIÐ 16. DESEMBER 1994 Norðuriöndin 9 Svavar Gestsson: Sannfærður um að nor- rænt samstarf lifi lengur en Evrópusambandið Svavar Gestsson alþing- ismaður er fonnaður Nor- ræna menningarsjóðsins. Hann sat þing Norður- landaráðs í Tromso á dög- unum. Svavar segist ekki hafa mjög miklar áhyggjur af framtíð norræns sam- starfs. „Eg er sannfærður um að norrænt samstarf lifi lengur en Evrópusam- bandið. í ESB eru svo mörg ólík ríki. Það verður þrýst á unt að önnur ríld komist inn í það, þ.e.a.s. Austur-Evrópa og Mið- Evrópa. Það verðitr óá- nægja með það annars staðar í heiminum að Evrópusambandið loki sig af og menn munu krefjast þess að múramir kringum það verði brotnir nið- ur.“ Hann hefur ekki trú á að það verði til mjög lengi í þeirri mynd sem ætlunin er að hafa það núna. Hann gerir fastlega ráð fyrir að Evrópusambandið verði endurskipulagt áður en langt urn h'ður og er sannfærður um að norrænt samstarf lifi það evr- ópska. „Það er hins vegar alveg ljóst að þetta verður svolítið vesen - en samt minna vesen en menn halda“ segir Svavar. Vond samviska kemur menningunni til góða lenskra króna af mörkum til hennar, auk þess sem Norræni menningarsjóðurinn styrkir nokkur verk- efni. Borið saman við að Listahátíð í Reykjavík síð- astliðið surnar hafði 30 milljónir úr að spila má sjá að hér er um að ræða verulegt viðbótarframlag til íslensks listalífs. Það er því ljóst að Norræni menningarsjóðurinn er orðinn mjög öflugur og léttir norrænum lista- og fræðimönnum róðurinn, sem aimars er oft ærið þungur. Skúlptúr - tónlist - fiskveiðisaga En hvers konar starfsemi styrkir Norræni menn- ingarsjóðtuiim? Hér verða nefitd þrjú verkefhi sem fengu styrk á síðasta fundi sjóðsins í september á Frá Nordisk þessu ári: Einn liður í norrænu listahátíðinni sem áður var nefnd er norræn skúlptúrsýning sem Listasafn Sigurjóns Olafs- sonar og Hafnarborg standa fyrir í sameiningu. Þar verða sýnd verk nokkurra fremstu myndhöggvara Norðurlanda og ber sýn- ingin heitið „Fráprímitívisma tilpóstmódemisma“. Seinna verður sýningin sett upp á öðrum Norðurlöndum. Caput-hópurinn, hópur ungs íslensks tónlistarfólks sem flytur sígilda nútímatónlist, er nýkominn heim úr þriggja vikna hljóm- leikaferð um Norðurlönd og Italíu. Hópurinn var styrktur til ferðarinnar af sjóðnum og flutti verk eftir ung norræn tónskáld. Hópurinn hélt tónleika í höfuðborgum Norðurlandanna, Mílanó og Róm. Fjögurra manna hópur sagnffæðinga frá íslandi, Færeyjum, Noregi og Danmörku fékk styrk til undirbúnings ritunar fisk- veiðisögu Norður-Atlantshafs ffá fimmtándu öld og ffain á okk- ar daga. íslendingurinn í hópnurn er Jón Þ. Þór og segir hann þetta umtalsverðan styrk, sem geri þeim kleift að halda undir- búningsfund og málþing þar sem þekking á inálinu verður borin saman áður en hafist verður handa um að skrifa bókina. Forum nú í sumar il áhrif á jaffiréttisbaráttuna hér á landi. Oft sé gott að geta vísað til þess sem gert hefúr verið á Norðurlöndunum sem fordæmi um það sem mætti gera hér. „Miklu minna fjármagni er veitt til þessa málaflokks hér en annars staðar” segir Elsa, „en þrátt fyrir lítið fé hefur ýmislegt áunnist þó svo að vinnan sé síður samþætt öðrum þáttum samfélagsins hér en annars staðar.” Af stórum verkefnum sein ísland hefur tekið þátt í má nefna Jafilaunaverk- efnið, Konur og menn á Norðurlötidum og önnur tengiliðaverkefni ásarnt Nordisk forum í Osló 1988 og í Ábo 1994. Elsa á von á að þátttaka íslendinga aukist á næstu árum og er ekki hrædd við að innganga Svía og Finna í Evrópusambandið dragi úr samstarfinu. Að hennar mati er norrænt samstarf það sérstakt og á sér svo ríka hefð í hugum okkar að því verður ekki varpað fyrir róða í einu vetfangi. Evrópusamstarf er hins vegar meira samstarfsnet og upplýsingaþjónusta en ekki „aðgerðar- pólitískt” eins og Elsa vill kalla það. „Ef til vill er það óskhyggja en mér finnst að við ættum að líta björtum augum til ffamtíðar- innar.” segir Elsa. Formaður Norræna menningarsjóðsins hefur þetta að segja um aukna áherslu á menningarsamstarfið: „Menn ræða mikið um að samstarfið breytist og allir séu að fara til Brussel og það er alveg rétt. Af þeim ástæðum vilja menn gjarnan leggja aðeins meira í menninguna en annars hefði verið gert. Þannig að segja má að hin vonda samviska yfir því að vera að fara til Brussel komi menningunni að vissu leyti til góða.“ Norræni menningarsjóðurinn hafði í mörg ár um 15 milljón- ir danskra króna til ráðstöfunar árlega, í hitteðfyrra var bætt við fimm milljónum og nú á þessu ári einni enn. Þetta gerir 21 millj- ón eða um 220 milljónir fslenskra króna í menningarmálin. Til samanburðar má nefna að íslensku listasjóðimir allir hafa til út- hlutunar samtals um 100 milljónir. Norræni menningarsjóður- inn fær um 1000 umsóknir á ári. Að sögn Svavars eru umsókn- irnar yfirleitt svo góðar að réttlætanlegt væri að styrkja hátt í helminginn af þeim. Sjóðurinn styrkir árlega um 300 verkefni. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að a.m.k. þrjú Norðurlönd taki þátt í verkefninu, síðan kemur það í hlut faglegra umsagnar- nefhda að meta gæði umsóknarinnar. Ábatasamt samstarf íslendingar fá væna sneið af kökunni miðað við ffamlag, sem er miðað við höfðatölu. „Sem dæmi má nefna að á fyrsta fundi ársins komu í hlut Islendinga 6 milljónir íslenskra króna af þeim 50 milljónum sem samtals voru veittar þá.“ Til samanburðar má geta þess að á fjárhagsáætlun menntamálaráðuneytisins hljóðar liðuriim „kynning á íslenskri menrnngu erlendis" upp á tíu millj- ónir íslenskra króna árlega. „Miðað við það að við borgum ekki nema u.þ.b. 1 % af kostnaðinum við norrænt samstarf er ekki hægt að hugsa sér ábatasamara fjölþjóðlegt samstarf fyrir okkur Islendinga“ segir Svavar Gestsson. í tengslum við Norðurlandaráðsþingið sem ffam fer hér á landi um mánaðamótin febrúar-inars næstkomandi verður hald- in listahátíð. Norræna ráðherranefhdin leggur 41 milljón ís- Elsa Þorkelsdóttir: Lítum björtum augum til framtíðar Auk menningarmálanna eru jafhréttismálin sá málaflokkur sem ákveðið hefur verið að sitji í fyrirrúmi í norrænu samstarfi. Mikið starf hefur verið unnið á smttum tíma í jafhréttis- málum á Norðurlöndum. Norrænt samstarf á sviði jafnréttismála hófst árið 1974 og er því 20 ára um þessar mundir. Fyrstu íslensku jafh- réttislögin eru ffá árinu 1976 og formleg þátttaka Islend- inga í norrænu jafnréttissam- starfi hófst ineð skipun Svövu Jakobsdóttur sem fyrsta fúlltrúa íslendinga í norræna jafhréttisnefhd árið 1981. Starfsemin á íslandi hefur aukist jafht og þétt síð- an að sögn Elsu Þorkelsdótt- ur ffamkvæmdastjóra skrif- stofu jafnréttismála. Islend- ingar taka þátt í mörgum norrænum verkefnum en eðli málsins sainkvæmt ekki öllum. Fyrsta stóra norræna jafnréttisverkefnið sem íslendingar tóku þátt í var verkefhið „Brjómm múrana” 1985-86. Elsa segir mik- ið hafa breyst með því og að víst sé að norrænt samstarf hafi mik- Norræn kvenna- og jafn- réttisrannsóknastofa Um þessar mundir vinnur jafhréttisnefhdin að gerð tillagna um Norræna kvenna- og jafhréttisrannsóknastofu. Hugmyndir eru uppi um að setja slíka stofimn á laggimar í tengslum við há- skóla á Norðurlöndum og hefur þegar verið ákveðið að stofnun- in, ef hún verður að veruleika, muni flytjast á milli landa á þriggja ára ffesti. Trúlega verður fyrsti staðurinn Osló en þó hefur Kaupmannahöfn einnig komið sterklega til greina. Endanleg á- kvörðun um stofhunina verður tekin á þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík á næsta ári. Stofnuninni er ætlað að vera ffæðslu- og samhæfingarstofhun á sviði kvenna- og jafhréttisrannsókna. Nefnd sú sem unnið hefur að undirbúningi stofitunar Nor- rænu kvenna- og jafhréttisrannsóknastofunnar auglýsti í háskól- um á Norðurlöndum eftir stöðum sem vildu taka þetta að sér. Viðbrögð voru mjög góð en Háskóli íslands sótti ekki um. Jafnrétti - líka fyrir karla Sjálfstæð nefhd sem fjallar um málefni karla starfar innan jafhréttisráðs og heitir hún einfaldlega karla- nefhdin. Sigurður Svavarsson er fonnað- ur nefhdarinnar og segir hann þessa nefnd vera afsprengi annarr- ar karlanefhdar sem félagsmálaráðherra skipaði í október 1991. Nefitdin byggi á reynslu ffá Norðurlöndum sein standi okkur þó nokkuð ffamar í þessum málum. Nefnir Sigurður þar sérstaklega Danmörku og Svíjijóð sem eru langt komin í sam- hjálparstarfi eins og karlaathvörfum og símaþjónustu. Nú er í undirbúningi karlaráðstefna í Stokkhólmi 27. og 28. apríl 1995 og er reiknað með a.m.k. 800 körlurn á hana. Akve.ð- in hafa verið höfuðþemu fyrir ráðstefhuna: Karlímyndin ífjölmiðl- um, Hvernig móuist karlmennskan í skólum, vinnu og fjölskyldu, Sögulegar staðreyndir um karla og tölfrieðikgar staðreyndir um karla. . Einnig verða settar upp myndíistar- og íeiksýningar í tengslum við ráðstefnuna. Undirbúningur ráðstefiiunnar er nýhafinn en á- kveðið er að Norræna ráðherranefhdin leggi til 500 þúsund danskar krónur eða rúmar 5 milljónir íslenskra króna í undir- búning og framkvæmd. Ráðstefnan hefur ekki fengið nafn enn- þá en Sigurður segir að hún verði ekki kölluð „Nordisk forum” eins og kvennaráðstefnumar. íslenska karlanefndin vinnur að undirbúningi hópþátttöku héðan og vonast til að 30 - 40 karlar taki þátt í ráðstefhunni þó að íslenskt fjármagn hafi enn ekki fengist til styrktar þátttakend- unt. Að lokum segist Sigurður vera svo upptekinn af norrænu sam- starfi að hann geti ekki ímyndað sér ffamtíðina án þess. Norðurlandaráðsþing verður eins og fyrr segir haldið í Reykjavík dagana 28. febrúar til 2. mars og er undirbúningur þess þegar hafinn. Höfundar eru nemar í hagnýtri fjöhniðlun við HI Punktar um Norrœna menningarsjóðinn - Sjóðurinn var stofnaður árið 1966. - Markmið sjóðsins er að efla menningarlega samvinnu á milli Norðurlanda og að styrkja mismunandi samstarfsverkefni. - Sjóðurinn styrkir norrœn verkefni á sviði menningar, rannsókna og mennt- unar. Sem dœmi má nefna listsýningar, gestaheimsóknir leikhúsa og hljómsveita, fornleifarannsóknir og gagnkvœmar íþróttaheimsóknir fatl- aðra ungmenna. - Sjóðurinn styrkir einnig verkefni setn miða að því að kynna norrœna menningu á alþjóðavettvangi. - Skilyrði styrkveitingar er að a.m.k. þrjú Norðurlönd taki þátt í verkefninu. - Félög, samtök, stofnanir og einstaklingar geta sótt um styrk. - Sjóðurinn hefur nú til ráðstöfunar 21 milljón danskra króna eða um 220 milljónir íslenskra króna á ári og er úthlutað úr honum ársfjórðungslega. - Árlega berast sjóðnum um 1000 umsóknir, þar af hljóta um 300 úrlciusn. - Framlög landanna til sjóðsins miðast við höfðatölu, þannig greiða íslend- ingar u.þ.b. 1% af kostnaðinum. - Framkvœmdastjóri Norrœna menningarsjóðsins er Bjarni Daníelsson og formaður er Svavar Gestsson.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.