Vikublaðið


Vikublaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 8

Vikublaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 8
I /TCAMEMBlttuL C%/ti/m 'JUcuj&mörmum, star/Jo/ki oy öótHim laml.smötm medt/)ö/t/ifyrm mmstarfcty oim á átHtiu | HVITUR KASTALI 1 Hvítmygluostur. Á Fáum erlendum^ i ostum líkur. Skemmtileg blanda áf Blue Cheese s og Camembert. Sérstakt en milt bragð. | Nýstárlegt útlit. Spennandi ostur. MJOLKURBU kemur að þessu sinni út sem fylgirit Wcublaðsins og er því dreift á hvert heimili í S uðurlandskjördœm L „Ég hygg að um margt sé ég afar heppinn alþingismaður. Að minnsta kosti hef ég afar gott fólk á bak við mig sem heldur mér vel við efinið. Og þetta sama fólk er tilbúið í mikla baráttu fyrir þann málstað sem við sameinumst um. OIl erum við sammála um grund- vallarmarkmiðin, eins og þau að tiyggja íbúvun þessa lands viðun- andi kjör. Lífskjarajöfhun verður kosningamál Alþýðubandalags- ins.“ Þetta sagði Margrét Frímanns- dóttir alþingsmaður í samtali sem Jötunn átti við hana í síðustu viku. Það er baráttuhugur í okkar mann- eskju. Fyrst og síðast er henni þó efst í huga fólkið í kjördæminu - og á landinu öllu - sem kosið hefur hana til starfa á Alþingi. Og hún sækist efrir endurkjöri að vori - til að vinna að betra þjóðfélagi. Að því markmiði kveðst Margrét vinna óháð flokkslínum að nokkru leyti: „... enda er mitt viðhorf að á Alþingi eigi fólk ekki að vinna efrir flokkslínum, held- ur eftír hagsmunum heildarinnar. Hverjum þingmanni ber þó að eiga þetta við sfna samvisku. En allir verða að hafa samráð við fólkið sem kýs þá til þessara starfa," eins og hún orðar það. Síðustu daga fyrir jól er töm hjá alþingsmönnum vegna afgreiðslu fjárlaga og annara lagafrínnvarpa er þeim fylgja. Þessa afgreiðslu segir Margrét vera með seinni skipum nú, en vitaskuld verði verkefninu lokið fyrir jólaleyfi. „Fjárlögin verða lík- lega afgreidd með 6,5 milljarða kr. halla eins og ffumvarpið gerír ráð fyrir. Hann verður verulega meiri - og við skulum ekki gleyma að þessi ríkisstjóm á Islandsmet í hallarekstri ríkissjóðs á einu kjörtímabili.“ Jafnframt bærir Margrét við að í gegnum fjárlögin sé veitt fjármagní tíl ýmissa góðra og þarfra verka í héraðinu. Þar megi nefría byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar í Laugar- ásí, fjármunum sé veitt tíl að standa víð samninga vegna byggingu síðari áfanga Fjölbrautaskóla Suðurlands og hafharbóta í Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum. Þá fara fjánnunir til uppgjörs vegna bygginga dvalar- heimilis aldraðra á Kirkjubæjar- klaustri og á Hellu. Til Vestmanna- eyja er jafhframt veitt íjármunum vegna samninga um smíði lóðsbátar, en það er sameiginlegt verkeíhi ríkis og bæjar. Skipalyftan í Eyjum srníðar bátinn og segir Margrét að góð sam- staða hafi verið um þetta mál. Ekki síst lofar hún ffamgöngu bæjarfull- trúa Vestmannaeyjalistans, þeirra - rœtt við Margréti Frímanns- dóttur Iþingsmann Ragnars Óskarssonar og Guðmundar Þ.B. Olafssonar. Segir hana hafa skipt miklu máli. Smíði lóðsbátsins kostar 107 milljónir og tryggir skipa- lyffunm verkefni næsm misser- in. „Um fjárlagaffumvarpið sjálff get ég sagt að forgangsröð verkefna þar er um margt ósanngjöm. Við sjá- um t.d. ekki að í fjárlögunum sé nægileg miklu varið til að bæta kjör þeirra þúsunda heimila sem búa við fátækt og langvarandi atvinnuleysi. Utspil ríkistjómarinnar um síðusm helgi er þó í áttina og á efrir að koma mörgum vel og liðka fyrir kjara- samningum,“ segir Margrét Frí- mannsdóttir. „Mikilvægast er þó að ná inn ein- hverju af þeim 10 til 15 milljörðum sem fljóta í neðanjarðarhagkerfinu. Það er ósanngjamt í meira lagi að stór hópur einstaklinga og fyrirtækja greiði ekki sitt til samfélagsins; svíki undan skattí með öðram orðum. Og það er eklri sanngjamt að krefjast eins og alls, s.s. skóla og heilbrigðis- þjónusm, gagnvart þeim er greiða allt sitt. Þetta virkar líka þannig að síður gefast möguleikar tíl skatta- lækkana. Allir viðurkenna að skattleysis- mörk þurfa að vera hærri og per- sónuafslátmr meirí. Það væra góðar kjarabæmr en jafhffamt því þurfa lægstu laun almennt að hækka, enda em þau undir skattleysismörkum. Fyrir því era forsendur vegna betri stöðu í þjóðarbúinu og stöðugleika sem launafólkið hefur skapað. Ef all- ir skiluðu sinu til samfélagsins væri líklega svigrúm til skattalækkana Annars get ég bætt því hér við að aldreí hafa jafh mörg erindi boríst til mín ffá fólki vítt og breítt úr kjör- dæmínu, þar sem það lýsir bágri stöðu sinni. Hún er víða afar slæm. Ekkert er ofsagt þar um í þeirrí um- ræðu sem hefur átt sér stað um skuldsetningu heimilanna. Fyrir þetta fólk, sem illa stendur, ætlar Al- þýðubandalagið svo sannarlega að berjast í komandi alþingiskosningum og fylgja þeirri barártu efrir.“ Um framboð Jóhönnu Sigurðar- dóttur, Þjóðvakann, segir Margrét Frímannsdóttír að gott sé að hún vakni nú af Þymirósarsvefni. Atti sig á því hver staða fólksins í landinu sé. Affur á móti verði Jóhanna að viður- kenna að hún var fyrir fáeinum miss- eram stuðningsmaður og tillögu- maður þess að tíl dæmis persónuaf- sláttur var skertur. Og fleira sem skerði kjör láglaunafólks verði Jó- hanna jafnframt að axla ábyrgð á. Enginn sé stikkfrí efrir að hafa átt sæti í ríkisstjóm sl. sjö ár „Nei, ég get ekki sagt að ég óttist framboð Jóhönnu Sigurðardóttur. Það er ánægjulegt ef þeim er verst standa bætast nýir liðsmenn. Ég hef þó enn ekki séð eða heyrt hvað Þjóð- vakinn hefur ffam að færa. Jóhanna sagði eftír að hún tapaði í formanns- kjöri í Alþýðuflokknum sl. sumar að sinn tími kæmi. Ég hefði þó ffekar kosið að hún færi fram með því markmiði að tími þeirra er verst standa væri kominn. Alþýðubanda- lagið berst fyrir fóllrið í landinu og nái það brautargengi kemur tt'mi fólksins í landinu. En svo er víst að við náum ekki ffam meira réttlæti á Islandi með fleiri stjómmálaflokk- um. Það er ffáleitt." CAMEMBERT Framleiddur eftir gömlum uppskriftum meS a&ferðum þar sem handverk ostameistarans, tilfinning og kunnátta nýtur sin. Frábært bragð. RJOMAOSTUR 400 gr Rjómaostur til matargerðar. Uppistaðan í osta- köl ;um og tertum. Fæst einnig með mörgum mismunandi bragðefnum í 110 gr öskjum. Hentar þá vel sem viðbit, sem ídýfa með snakki eða í sósur og súpur. FLOAMANNA Mjólkurbúð opin kl. 9.00-18.00 og laugard. kl. 10.00-13.00. Austurvegi 65, 800 Selfoss. Sími 98 21600.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.