Vikublaðið


Vikublaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 3

Vikublaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 3
I VIKUBLAÐIÐ 22. DESEMBER 1994 3 Græn smiðja sunnlenskra kvenna Eitt elsta hús í Hveragerði gekk í endurnýjun lífdaga liðið vor þegar nokkrar sunnlenskar konur opnuðu Grœnu smiðjuna við Breiðumörk 26 þar sem Mjólkurbú Ölfusinga byggði árið 1929. Græna smiðjan er allt í senn báð, verkstæði, vettvangur mennta og menningar þar sem boðið er upp á margskyns nám- skeið og ekki síst er smiðjan félags- miðstöð skapandi kvenna. Þóra Þórarinsdóttir og Eva Þor- valdsdóttir bera ábyrgð á upphafinu. Þær eiga hugmyndina að fyrirtækinu og fengu aðrar konur í lið með sér til að standsetja jarðhæðina í gamla mjólkurbúinu sem einnig hefur þjónað hlutverki ullarþvottastöðvar og trésmíðaverkstæðis. í þrjá og hálfan mánuð unnu konumar að endurbótum húsnæðisins og luku verldnu í maí. Omældar vinnustund- ir fóm í það að koma Grænu smiðj- unni á laggimar og allt unnið í sjálf- boðavinnu. Virðing fyrir plöntum og skyn- samleg nýting náttúrunnar em ein- kunnarorð Grænu smiðjunnar og þessa hugsun er hvarvetna að finna í starfi kvennanna. Kvöldið sem blaðamann og ljósmyndara Viku- blaðsins bar að garði bundu sumar konur jólavendi úr korn- og línstrá- Fínar sunnlenskar frúr með hatta frá smiðjukonunni Helgu Sigríði. Myndir: ÓI.Þ. Starfsamar konur í Grænu Smiðjunni: Ragnheiður Jónasdóttir, Helena Guttormsdóttir, Sigurbjörg Ólafsdóttir, Sigríður Gests- dóttir, Kolbrún Valvesdóttir, Helga Sigríður Sveinsdóttir og Kristín Ellen Bjarnadóttir. Á myndina vantar Evu Þorvaldsdóttur, Þóru Þórarinsdóttur og Hólmfríði Skaftadóttur. um á meðan aðrar settu saman og skreyttu jólatré að gömlum sið. Þá var aðkomumönnum boðið upp á blóðbergs- og myntute sem braggað var úr sunnlenskum laufum. - Þetta em áberandi ráðríkar kon- ur, sem segja sína meiningu hreint út, segir okkur ein konan aðspurð. En hvað ef karlmaður vildi fá inn- göngu í félagsskapinn? - Þá yrði boðað til fúndar um mál- ið, segir Sigríður Helga Sveinsdóttir. - Og tillagan líklega felld, botnar Ragnheiður Jónasdóttir. Aðrar konur samsinna og segjast vilja vera í fríi frá karlmönnum þótt sumar segi að afstaða þeirra myndi ráðast af því hvemig karlmaðurinn væri sem sæktd um. Eini starfsmaður Grænu smiðj- unnar er Helena Guttormsdóttir sem nýkomin er í Hveragerði frá Akranesi en smiðjukonumar em all- ar frá Hveragerði og nágrenni. Hel- ena segir starfið enn vera í mómn en fyrsta kastið verði lögð áhersla á að kynna starfsemina. - Við höfum markað okkur sér- stöðu með tilliti til þess að við gemm strangar gæðakröfúr til þeirra muna sem við bjóðum til sölu. Sumir á- þekkir staðir hafa þróast útí það að vera flóamarkaðir. Það mun ekld gerast hjá okkur. En, bætir Helena við, góðir hlutdr gerast hægt. Fyrir utan að selja handverksmuni, bæði til skrauts og nytja, er nám- skeiðahald snar þátmr í starfseminni. Meðal þeirra námskeiða sem boðið er upp á er pappírsgerð, blóma- skreytdngar, landgræðsla, þömnga- nytjar, körfugerð úr viðartágum og námskeið um íslenskar tejurtdr. Konunar hafa fengið opinbera styrki en mest þurfa þær að treysta á sig sjálfar, hér eftir sem hingað tdl. Og af smttum kynnum að dæma er engin ástæða til annars en að æda það Græna smiðjan festi ræmr í byggðinni fyrir neðan Kambana. Meiðyrðalögin notuð til Qárplógsstarfsemi að er grundvallaratriði að menn geti tjáð sig án þess að eiga það á hættu að verða fyrir stórkosdegum fjár- hagslegum skakkaföllum og því er nauðsynlegt að setja ný lög um tjáningarfirelsið. Sérstaklega með hliðsjón af því að vissir menn - ég sleppi nöfhum til að forðast meið- yrðamál - eru að misnota gildandi lög til fj árplógsstarfsemi. Það er skelfilegt að horfa upp á hvemig þessir vissu menn elta uppi allt sem um þá er sagt með meiðyrða- mál í huga. Slík vinnubrögð setja mönnum pólitískar skorður, segir Svavar Gestsson. Svavar er fyrsti flumingsmaður þingsálykmnartillögu um endur- skoðun laga um tjáningarfrelsi, em meðflutningsmenn er Ingi Bjöm Al- bertsson, Sjálfstæðisflokki, Jón Helgason, Framsóknarflokki, Krist- inn H. Gunnarsson, Alþýðubanda- lagi \og Kristín Einarsdóttir, Kvennalista. Enginn úr Alþýðu- flokknum er með. Svavar bendir á að með frumvarpi um breytingar á stjórnskipunarlög- um sé verið að breyta ákvæðum stjómarskrárinnar um prentfrelsi mjög í frjálsræðisátt og því blasi við að fylgja þeim breytingum eftir með almennum lögum um tjáningarfrelsi. „Það er óskaplegt hvemig hin úrelta meiðyrðalöggjöf hefúr verið misnot- uð á umliðnum áram, með einhvers konar hápunkt í málaferlunum vegna Varins Lands. Það er nóg komið af þessu og með tillögunni er því beint að ríkisstjórrúnni að hraða endurskoðun meiðyrðalöggjafarinn- ar í hegningarlögum, þannig að á- kveðnar tillögur liggi fyrir næsta haust.“ Á síðustu þingum hafa verið flutt mál er kveða á um að fella brott úr hegningarlögum 108. grein þeirra sem kveður á um sérstaka vernd fyr- ir opinbera starfsmenn. Kristinn H. Gunnarsson hefur flutt þetta mál á- samt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur. Þau töldu að Hæstiréttur hefði túlkað þessi lagaákvæði of rúmt. Mannréttindadómstóll Evrópu hef- ur og kveðið upp þann úrskurð að þessir dómar Hæstaréttar séu í raun brot á mannréttindasátmiála Evrópu sem Island er aðili að. Kveikjan að þingmáli Kristins og Ingibjargar var ekki síst mál Þorgeirs Þorgeirssonar og Halls Magnússonar. I greinar- gerð með tillögu Svavars kemur fram að dómsmálaráðherra hafi haft þessi mál til athugunar en ekki talið ástæðu til að breyta gildandi lagaá- kvæðum. Salome Salome hugsar á skipulegan hátt og ber mál sitt fram með svipuðum hætti. Hún er jafnan þokkalega klædd og mátulega snyrt. Þegar hún fer á mannamót gengur hún með glettnislegan hatt á höfðinu, ef hún kernur því við. Þá brosir hún líka í stíl við hann. Andlitið á henni er dregið ákveðnum dráttum, yfirbragðið virðulegt og ber vott um vissa sorg sem aginn heldur í skefjum. Hreyfingar hennar era útmældar, og það hendir sjaldan að hún fari úr jafnvægi, þótt áhyggjusvip kunni að bregða fyrir. Þetta er alþingiskonan Salorne Þorkelsdóttir. Hún er sögð vera afar borgaraleg og ekki sérlega aðsópsmikil í stjóm- málum, af því hún virðir fremur flokk sinn en kyn. Þeir sem dirfast að sjá í fari hennar eitthvað annað en íhaldið uppmálað era útskúfaðir fyrirffam úr ríki ffamsæknúmar. En vinstrimenn gæm lært ýmislegt af Salome Þorkelsdóttur, t.d. það að vera ekki stöðugt með upphlaup sem enda á gönuhlaupi. Um daginn var hún í prófkjöri og komst ekki þangað sem hún ætlaði sér. Einhver tók sætið af henni. Við það þykknaði í henni. Einu sinni eða tvisvar var hún með yfirlýsingar sem bára vott um viss sárindi. Þetta gekk svo langt að hún brá sér yfir á væng kynsins og varði sig með því að hún væri misvirt kona. Einnig fór hún að tala um aldur og gefa í skyn að fólk sem væri komið á þann vissa mætti litluin skilningi, því væri jafnvel útskúfað og látið sitja heima. „Hún hefur víst stofumar til að sitja í,“ sögðu hinir réttlátu og bættu því við að samt öfunduðu þeir hana ekki. Nú kemur að affeki Salome og því sem er til eftirbreytni: Hún fór ekki í það mikla fylu að hún stofnaði stjóm- málaflokk kringum gremju sína. Inn- an skamms hafði hún náð jafnvægi og hélt áffam að starfa á Alþingi með gleraugun á nefinu eins og ekkert væri. Engum hefði dottið í hug að hún hefði nússt stjóm á skapsmunum sínum eða konúð ffam sem „einstak- lingur en ekki partur í flokksvélimú“. Þetta hef ég heyrt afskaplega vinstrisinnaðan rnann segja, en mig langar að spyrja: Er róttækt að rífa vélar sundur? Já, eflaust, svara ég sjálfúm mér. Vélar era til þess að áhugasanúr menn rannsaki þær, tæti þær sundur lið fyr- ir lið til að athuga hvemig þær era gerðar. En það verður að setja þær saman á ný. Sundurtætt vél hefúr aldrei verið manrú til gagns og því síður þjóðfélagi. Þaimig vélar lágu áður eins og hráviði út um sveitir og í þorpum með það í huga að hægt yrði að nota einhvem tímann eitthvað úr þeiin sem varahluti. Það gerðist þó sjaldan. Hirðuleysið ríkti. I samfélagi þar sem vinstrivélar liggja sem hráviði út urn allt eða í skötulíki og flokksvél Sjálfstæðis- flokksins ein er gangfær, hættir kjósendum til að leggja traust sitt á hana. Hins vegar dreynúr jafnvel ryðgaða varahluti að komast í hana, ef eitthvað skyldi nú bila. Færri kom- ast en vildu. Er rétt af vinstrivélunum að vera stöðugt með brak og bresti út í loftið, því þær vita undir niðri að borgara- legu vélinrú hennar Salome Þorkelsdóttur verður alltaf að treysta á sínurn stað?

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.