Vikublaðið


Vikublaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 6

Vikublaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 6
6 Viðtalið VIKUBLAÐIÐ 22. DESEMBER 1994 Áfrœgum blaðamannafundi í kringlu Alþingis- hússins fyrir hálfum mánuði skellti Guðrún Helgadóttir þingmaður fram hugmynd að framboðslista Alþýðubandalagsins sem koma flatt upp á marga. Hugmynd Guðrún- ar var að Svavar Gestsson þingmaður yrði áfram ífyrsta sæti í Reykjavík, hún sjálf fœrðist niður í það fjórða, Ögmund- ur Jónasson formaður BSRB settist í bar- áttusœtið og Bryndís Hlöðversdóttir lög- frœðingur ASÍ skipaði annað sætið. Fyrstu viðbrögð við útspili Guðrúnar voru undrun en eft- ir að fólk hafði jafnað sig á tíð- indunum tók það ólíka afstöðu til hugmyndarinnar. Ein spum var þó mörgum sameiginleg: Hver er Bryn- dís og hvemig stóð á því að hún er orðuð við 2. sætið á lista Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík? Fyrst um atvikaröð síðustu daga og vikur. - Kjömefnd Alþýðubandalagsins kom að máli við mig einni viku áður en Guðrún Helgadóttir boðaði til blaðamannafundarins og spurði hvort ég gæti hugsað mér að setjast í annað sætið í þessari uppstillingu ef hún yrði samþykkt. Eg tók mér frest til að hugsa málið enda kom erindi kjömefhdar mér á óvart. Eg er mjög ánægð í starfi hjá Alþýðusambandinu og hafði ekki hugsað mér að breyta til á næsturmi. Eftir mikla umhugsun og eftir að ég hafði ráðfært mig við vini og samstarfsmenn breyttist af- staða mín til málsins og ég greindi kjömefhd frá því að ég hefði jákvæða afstöðu til hugmyndarinnar, en þó að því tdlskildu að um hana næðist þokkaleg sátt og að listinn hefði breiða skírskotun, segir Bryndís. Hún telur alltof snemmt að tala um ffambjóðandann Bryndísi Hlöðversdóttur enda ekkert afráðið í þeim efnum. - Það hefur verið fallið frá próf- kjöri en ekki verið gengið frá því í kjördæmisráði hver uppstillingin endanlega verður. Það verður gert í janúar og þá fyrst ræðst það hvort ég skipi sæti á listanum eða ekld. Eg lít samt sem áður á það sem ótvíræðan stuðning við okkur fjögur sem nefnd vom við kynningu á uppstillingar- hugmyndinni að tveir af hverjum þrem kjördæmisráðsfulltrúum vom tilbúnir að falla frá prófkjöri fyrir uppstillingu sem væri á þessum nót- um, segir Bryndís. Bryndís Hlöðversdóttir: Innan Alþýðubanda- lagsins hefur farið fram spennandi endurmat á ýmsum stefnumiðum flokksins í Ijósi breyttr- ar heimsmyndar og þróunar í íslensku sam- félagi. Þar er tekið á öllum þeim meginlínum sem nútíma stjórnmála- flokkur þarf að gera greinfyrir vilji hann vera raunhœfur val- kostur. Hver Þess vegna kom ég til starfa í flokkn- um af fullum krafti síðastliðinn vetur þegar ég tók þátt í stofhun Framsýn- ar. Félagið er meðal annars stofriað í þeim tilgangi að vinna að samfylk- ingu félagshyggjufólks en það tel ég vera eitt verðugasta verkefhi and- stæðinga frjálshyggjunnar, segir Bryndís. Hún segir það sjónarmið njóta æ meira fylgis í verkalýðshreyfingunni að nauðsynlegt sé að treysta tengslin á milli samtaka launafólks og stjóm- málaflokkanna. En hvers vegna valdi Bryndís Alþýðubandalagið sem starfsvettvang? Alþýðubandalagið eini jafnaðarmannaflokkurinn - Launafólk gerir kröfu til að njóta afraksturs þeirra fórna sem það hefur fært á undanförnum ámm til að skapa stöðugleika og halda verð- bólgu niðri. Alþýðubandalagið er réttur vettvangur til að vinna að þessum markmiðum. Enginn annar flokkur hefur hagsmuni launafólks jafhmikið í fyrirrúmi. I raun og vem er Alþýðubandalagið eini eiginlegi jafhaðarmamiaflokkurinn í dag, Þjóðvald Jóhönnu á eftir að sanna sig. Kratamir em komnir óhugnan- lega langt frá uppruna sínum, en Al- þýðusambandið og Alþýðuflokkur- inn vom jú eitt og hið sama í árdaga flokksins, segir Bryndís og heldur á- fram. - Innan Alþýðubandalagsins hefur farið fram spennandi endurmat á ýmsum stefhumiðum flokksins í ljósi breyttrar heimsmyndar og þróunar í íslensku samfélagi. Þar er tekið á öll- um þeim meginlínum sem nútíma stjómmálaflokkur þarf að gera grein fyrir vilji hann vera raunhæfur val- kostur. Við erum á leið inn í 21. öld- ina og þurfum að standa okkur í sí- fellt harðari alþjóðlegri samkeppni. I Grænu bókinni má finna markmið flokksins á öllum sviðum samfélags- ins. Kjörorðin atvinna, jöfnuður, sið- bót fela í sér kröfur um úrbætur í at- vinnumálum þjóðarinnar, kröfuna um kjarajöfhun, endumýjun stjóm- kerfis og kröfú um víðtækar úrbætur á velferðarkerfinu svo sem á skóla- kerfi, í húsnæðismálum og í málefn- um fadaðra. - Eg hef rnikla trú á gengi G-hst- ans, verði hann á þeim nótum sem talað hefur verið um, það er að list- ann skipi bæði flokksfólk og óflokks- bundið félagshyggjufólk. Slíkur listi hefur víðtæka skírskotun. Sveitin heillar Bryndís er fædd á Selfossi árið 1960 og ólst upp að Ey II í Vestur- Landeyjum til tíu ára aldurs þegar hún flutti í Kópavoginn með foreldr- um sínum og átta systkinum. Ekki sleit hún þó öll tengsl við sveitina því á sumrin dvaldi Bryndís iðulega í Syðri Rauðamel í Kolbeinsstaða- hreppi í Hnappadal. - Mér þyldr einstaklega vænt um þann stað og hef unnið að því ásamt tveim bræðrum mínum að gera bæ- inn upp og við höfum hann á leigu sem sumarhús. Bryndís þurfti svolítinn tíma til að átta sig á því hvað hún ætlaði að verða þegar hún yrði stór. Eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá Flens- borg í Hafnarfirði fór hún í Háskól- ann og gutlaði við lögfræði og sagn- fræði í einn vetur. Þaðan lá leiðin á vinnumarkaðinn þar sem hún vann aðallega skrifstofustörf. Hún fór að búa og flutti til Reykjavíkur og hefur búið þar meira og minna síðastliðin 13 ár. Þegar hún var orðin 27 ára dreif hún sig í lögfræðinám, lauk því árið 1992 og hóf störf hjá Alþýðu- sambandinu eftir stutta viðveru í dómsmálaráðuneytinu. - Mér fannst starfið hjá ASI tæki- færi sem ég gat ekki hafnað. Eg er mjög ánægð í vinnunni, starfið er krefjandi og kallar á stöðuga endur- Verkalýðshreyfingin og flokkurinn Bryndís gekk í Alþýðubandalagið í Reykjavík (ABR) fyrir fimm árum og fyrstu kynni hennar af flokksstarfinu voru ekld upplífgandi. Flokkurinn gekk klofinn til borgarstjómarkosn- inganna 1990 þar sem flokksfélagið Birting smddi ffamboð Nýs vett- vangs en ABR G-fistann. - Eg man eftir því að hafa farið á fúnd um framboðsmál A-flokkanna og ég hreinlega sldldi ekki tunræð- una, rifjar hún upp, mér sýndist bæði félögin í Reykjavík, ABR og Birting, vera ákafleg upptekin af deilum sem komu mér ekki við. Smjörþefúrinn af pólitísku starfi í Alþýðubandalaginu gerði Bryndísi ekki fráhverfa stjómmálum en hún hélt sig heldur til hlés næstu misser- in. Eftir að hún tók við starfi lög- fræðings ASÍ haustið 1992 hefúr póhtískur áhugi hennar aukist. -'Eg áttaði mig á því að það er í gegnum stjómmál sem hlutimir ger- ast, þannig er hægt að hafa áhrif. menntun, segir Bryndís. Lögfræðingur ASl starfar að margvíslegum málum. Hann er ráð- gjafi stéttarfélaga innan ASÍ, bæði hvað varðar réttindamál launafólks og skipulagsmál hreyfingarinnar. Þá fylgir starfinu seta í nefndum og ráð- um á vettvangi sambandsins, til að mynda í Alþjóða vinnumálastofn- unni (ILO) og í samráðsnefndum systrasamtakanna á Norðurlöndum. Atvinnuleysi og réttindi launafólks - Bregaðst þarf við atvinnuleysinu með tvíþættum hætti, að áhti Bryn- dísar. Annarsvegar með vamarbar- átm sem fælist í því að tryggja þeim mannsæmandi kjör sem em atvinnu- lausir og hinsvegar sóknaráætlun sem miði að því að búa til ný störf. Þótt sjávarútvegurinn verði áffarn mikilvægasta atvinnugreinin þarf að auka starfsþjálfun og efla menntun og hæfhi fólks til að það geti bætt stöðu sína á vinnumarkaðnum. Annar mikilvægur málaflokkur í augum Bryndísar er réttindamál og starfsskilyrði launafólks. Islenskt launafólk býr við miklu síðra starfs- öryggi en þekkist meðal nágranna- þjóða. Atvinnurekandi getur sagt starfsfólki upp án þess að tilgreina nokkra ástæðu og bæði gömul og ný dæmi era til um herfilega misnotkun atvinnurekenda á uppsagnarákvæð- um. íslensk verkalýðshreyfing hefur átt í vök að verjast á síðustu áram og lát- ið er að því liggja að hún stundi mannréttindabrot með því að þvinga fólk til aðildar að verkalýðsfélögum. - Þessar ofsóknir hafa að miklu leyti farið ffarn á síðum Morgun- blaðsins í nafni félagaffelsis og byggja á þeim misskilningi að skipu- lag og starfshættir verkalýðsfélag- anna samrýmist ekki mannréttinda- sáttmálum sem ísland á aðild að. Fyrir þá sem gagnrýna núverandi fyrirkomulag er þetta spuming um hráa hagsmuni sem reynt er að klæða ffelsishugsjónum, segir Bryndís, og bendir á að allir njóti kjarasamninga sem verkalýðshreyfingin gerir og því sé eðlilegt að greitt sé fyrir þá. Framtíð heimilanna - Fram til ársins 1979 vora pen- ingar nánast gefins í þjóðfélaginu. Heil kynslóð kom sér þaki yfir höf- uðið og lét verðbólguna greiða niður lánin. í dag sýpur ungt fólk seiðið af óábyrgri vaxtapólitík síðustu ára- tuga. Unga fólkið borgar námslánin upp í topp og það getur ekki keypt sér húsnæði nema að eiga töluverða fjár- muni. Til að bæta gráu ofaná svart hefur ríkisstjóm Davíðs Oddssonar aukið skattbyrði launa. Afleiðingin er sú að bamafjölskyldur berjast í bökkum. Þeir sem eru í pólitík þurfa að taka á þessari þróun, segir Éryn- dís. Hún gefúr ekki mikið fyrir það að sækja efnahagsbatann til ESB. Eftir ríkjaráðstefnuna 1996 megi ef til vill skoða málið betur en sérstaða okkar í sjávarútvegi er slík að ekki sé tíma- bært að huga að aðild að ESB. Þegar talið berst að fiskveiðistefh- tmni ræðir Bryndís réttlæti. - Sameign okkar allra á ekki að vera á hendi fárra einstaklinga eins og er í dag. Kaup og sala einstakra útgerða með aflaheimildir sem þær fengu gefins í upphafi stangast alger- lega á við réttlætishugmyndir al- mennings. Viðtalið er orðið pólitískt í meira lagi og það stóð ekki til. Bryndís seg- ir að verði af því að hún fari í ffam- boð og nái kjöri muni hún vinna að sömu markmiðum og nú - bara á öðram vinnustað. En þau mál öll skýrast ekki fyrr en á næsta ári. Páll Vilhjálmsson MMBia

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.