Vikublaðið


Vikublaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 8

Vikublaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 8
8 VIKUBLAÐIÐ 22. DESEMBER 1994 Forval fellt á fundi kjör- dæmisráðs í Reykjavík Af fundinum í síðustu viku þar sem alþýðubandalagsmenn ræddu hvernig skyldi staðið að skiþan framboðslista flokksins í Reykjavík. S Afundi kjördæmisráðs Al- þýðubandalagsfélaganna í Reykjavík á fimmtudag var samþykkt að fela nefndinni að gera tillögu um skipan framboðs- lista flokksins fyrir þingkosning- amar í apríl. Samþykkt tillögunn- ar felur í sér að ekki verður haldið forval eða prófkjör í Reykjavík. Á fundinum, sem haldinn var á Hót- el Lind og setinn af aðal- og vara- mönnum kjördæmisráðs, var tek- ist á um hvaða leið ætti að fara við uppstillingu á framboðslista Al- þýðubandalagsins í Reykjavík. Haukur Már Haraldsson formað- ur kjördæmisráðs stýrði fundinum og hann gaf Áma Þór Sigurðssyni formanni kjörnefndar fyrstum orðið. Ami Þór kyrrnti tillögu nefhdarinnar sem gekk útá það að kjömefnd í sam- ráði við stjóm kjördæmisráðs vinni að uppstillingu og skili af sér í janúar á fundi kjördæmisráðs. Hann sagði Alþýðubandalagið verða að laga sig að breyttum aðstæðum og efna til samstarfs við aðra. Prófkjör geti ekki tryggt samstarf og hafi auk þess oftar en ekki skilið eftir sig sár í flokknum. Hugmyndin um að stálla þeim Svav- ari Gestssyni, Bryndísi Hlöðvers- dóttur, Ogmundi Jónassyni og Guð- rúnu Helgadóttur upp í fjögur efstu sætin hafi notið víðtæks stuðnings, sagði Ami Þór, en tók jafnframt af- stöðu gegn því hvemig Guðrún Helgadóttir stóð að kynningu máls- ins. Garðar Mýrdal formaður ABR tók næstur til máls og sagði að slysalega hefði tekist til í störfum kjömefndar, sérstaklega þó formannsins. Djúp- stæður ágreiningur væri kominn fram og hann Iagði tdl að tillaga kjör- nefndar yrði felld. Garðar fullyrti að það yrði ekki frágangssök hjá Ög- mundi Jónassyni þótt efnt yrði til prófkjörs. - Það er sérkennilegt bandalag sem er að myndast á milli þing- mannanna í Reykjavík. Allar hefð- bundnar fylkingar era að riðlast, sagði Garðar og spurði hvort búið væri að læsa uppstillingunni, hvort eitthvað svigrúm væri ef vilji Áma Þórs næði ffarn að ganga. Álfheiður Ingadóttir sagði það ekki ganga andskotalaust að endur- nýja á lista Alþýðubandalagsins og taldi það réttnefnt þingmanna- bandalag. Leitun væri að öðra eins klúðri. Alþýðubandalagsfélagið í Reykjavík væri að komast upp úr öldudal og rangt sé að prófkjör skilji eftir sár. Vísaði Álfheiður til reynsl- unnar í vor þegar forval réð niður- röðun í sæti Alþýðubandalagsins á Reykjavíkurlistanum. Hún sagði menn hrædda við prófkjör. - Mér sýnist sem Svavar Gestsson og Guðrún Helgadóttir gangi fyrir í því að klúðra máhnu. Það er komið aftan að mér og öðram þegar ljóst var að ekki átti að efna til prófkjörs. Það er póhtískt glapræði að knýja ffam handröðun, sagði Álfheiður. Svavar Gestsson sagðist sjá fyrir sér Alþýðubandalagið rísa, bæði í Reykjavík og Iandinu öllu, og hann hlakkaði til að fara í kosningabarátt- una. - Það er hægt að gera Alþýðu- bandalagið að sterkasta mótstöðuafli íhaldsins og við munum berjast gegn Jóhönnu Sigurðardóttur, bestu vin- konu Davíðs Oddssonar. Við skulum leggja áherslu á samstöðu en ekki haga okkur eins og klíkuforingjar, sagði Svavar og rifjaði upp erfiða kosningabaráttu í Reykjavík vorið 1990. Hagstjóm atvinnuleysisins hafi tekið völdin og við þær aðstæður sé hægt að safha liði. - Við eram vinir, félagar og sam- starfsmenn og ég segi við ykkur að ég hef engan áhuga á prófkjöri við þessar aðstæður. Það er ekki djúp- stæður klofhingur í okkar röðum. Við skulum treysta kjömefndinni fyrir þessu verkefhi og láta hana leggja ffam tillögu sína í næsta mán- uði. Og söfiium svo liði, sagði Svav- ar. Guðmundur Þ. Jónsson sagði það ekla styrkja flokkinn að valtað sé yfir félagsmenn og kvaðst aldrei hafa orðið fyrir eins miklum vonbrigðum. Allt ffá árinu 1970 hafi verið valið á lista í Reykjavík með prófkjöri. - Enginn hefúr farið jafn djöful- lega og ég út úr prófkjöri. Eg féll úr sæti borgarfúlltrúa í þrettánda sætið fyrir kosningamar 1982, sagði Guð- mundur Þ. Hann sagði steininn taka úr þegar þingflokkurinn ætlaði að endumýja sjálfan sig. Það fyrirkomulag hafi verið reynt í Sovét og ekki gefist vel. Guðmundur taldi það styrk fyrir Ögmund Jónasson að taka þátt í prófkjöri. - Menn eiga helst von á ffama í flokknum ef þeir standa utan hans. Ég skora á ykkur að fella tillögu kjör- nefndar, sagði Guðmundur Þ. Stefama Traustadóttir beindi máli sínu til Svavars Gestssonar og rifjaði upp orð sem sögð vora 1987 - Al- þýðubandalagið er mætt til leiks á ný - og sagði þau hafa verið öfugmæli rétt eins og orð Svavars núna. Stef- anía sagði eðlilegt að hala prófkjör og tmdir það tóku Soffi'a Sigurðar- dóttir, Sölvi Ólafsson, Þorvaldur Þorvaldsson, Sigurbjörg Gfsladóttir, Einar Valur Ingimundarson, Ingólf- ur Ingólfsson og Þórir Karl Jónas- son. Guðrún Sigurðardóttir sagði praktískara að hafa handröðun þótt prófkjör komi til greina. Hver svo sem niðurstaðan verður þurfúm við að sætta okkur við hana, sagði Guð- rún. - Eg mun sætta mig við prófkjör en ég vona að niðurstaðan verði önnur. Við gerðum okkar besta í kjömefnd, sagði Guðrún. Gísli Gunnarsson sagði markmið kjömefhdarinnar að búa til sigur- stranglegan lista. Prófkjör væri að- eins ein aðferð af mörgum. - I þessu tilfelli var erfitt að sam- ræma prófkjör og samfylkingu, sagði Gísli. Vignir Eyþórsson lýsti því yfir að hann sætti sig við hvora leiðina sem væri og taldi sundurþykkju ekki efla flokkinn. Ami Þór Sigurðsson fékk orðið til að leiðrétta Garðar Mýrdal og full- yrðingu hans um afstöðu Ögmundar Jónassonar. Ur sal ítrekaði Garðar fyrri ummæli. Arthúr Morthens sagði ómaklega vegið að formanni kjömefhdar. Nefndin hafi unnið með hag flokks- ins að leiðarljósi. - Flokkurinn hafur verið í vamar- stöðu um all langt skeið og þarf við- spymu. Ég er sannfærður um að til- laga kjömefndar skili flokknum bestu enda mun hún styrkja tengsl okkar við samtök launafólks. Ég skora á ykkur að styðja við baldð á kjömefiidinni, sagði Arthúr. Auður Sveinsdóttir sagði vont hvernig máltun væri komið. Röð ó- heppilegra atvika hafi leitt til þess að réttlætiskennd margra væri misboð- ið. Máhð snerist um það að' fólk vill fá að taka lýðræðislega ákvörðun um skipan forystusveitar flokksins. - Við ættum að gefa öllum jafnt tækifæri til að hafa áhrif. Ég er ósam- mála niðurstöðu kjömefhdar og vil að við höldum okkur við samþykkt frá síðasta fundi kjördæmisráðsins um að efht skuli til prófkjörs, sagði Auður. Þorsteinn Óskarsson taldi ástæðu- laust að láta að því liggja að Ög- mundur Jónasson væri tilbúinn í prófkjör, hann væri inná því að sam- komulag um framboðslista væri besta lausnin. Þorsteinn sagði að ekki væri verið að taka endanlega af- stöðu um prófkjör sem aðferð til að velja á lista, það fyrirkomulag gæti átt rétt á sér við aðrar aðstæður. Við höfum sóknarfæri, sagði Þorsteinn, þau mestu frá stofnun Alþýðubanda- lagsins. Stefanía Þorgrímsdóttir situr í kjömefnd og lét bóka fyrirvara við niðurstöðu nefndarinnar. Hún sté í pontu og sagði stéttarlegan ágrein- ing milli sín og nefhdarinnar hafa ráðið mestu um fyrirvarann. Svavar Gestsson tók síðastur til máls áður en gengið var til atkvæða- greiðslu. Hann bað menn að taka út fyrir sviga það sem Ögmundur Jón- asson kann eða kann ekld hafa sagt. Ögmundur væri fulltrúi óháðra afla. Svavar sagði að hægt væri að skapa þær aðstæður að flokkurinn gæti mætt til leiks á ný og minnsta klúðr- ið væri að samþykkja tillögu kjör- nefndar. - Ég skil vel að fólld líði eins og því sé stillt upp við vegg en ég bið menn að greina á milli efhisatriða og reiði, sagði Svavar. Haukur Már Haraldsson stjómaði atkvæðagreiðslu og þegar allir seðlar höfðu verið taldar varð niðurstaðan sú að tillaga kjömefhdar var sam- þykkt með 41 atkvæði gegn 22. Efrir atkvæðagreiðsluna vora stuttar umræður undir liðnum önnur mál og fundi var slitið kl. 11:45. Páll Vilhjálmsson VERÐUR ÞETTA UPPSTILLINGIN í REYKJAVÍK? Á fundi kjördæmisráðsins í Reykjavík í síðustu viku voru tveir af hverjum þremur fylgjandi því að fara uppstillingarleiðina og miða við þessa tillögu að uppröðun. Listinn er þó enn ófrágenginn.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.