Vikublaðið


Vikublaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 5

Vikublaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 5
VIKUBLAÐIÐ 8. DESEMBER 1995 Eíkisstjórnin 5 Dulda skattahækkunin Milli áranna 1990 og 1994 hækkuðu svokallaðar sértekjur ríkisstofnana og -fyrirtækja um 1.600 milljónir króna, ekki síst vegna nýrra eða hækkaðra þjónustugjalda mennta- og heilbrigðisstofnana. Sértekjur grunnskólanna Qórfölduðust og sértekjur framhaldsskóla og heilsugæslustöðva tvöfölduð- ust. Álögurnar á fólkið í landinu jukust en fjármálaráðherra gat með bókhaldsbrellu sagst hafa lækkað tekjur ríkissjóðs. Vikublaðið afhjúpar brellu íjárinálaráðherra. Sértekjur ríkisins (fyrirtækja og stofnana í A-hluta) hafa hækkað verulega á nokkrum árum. Tölur úr ríkisreikningum 1990 og 1994 sýna lækkun á hefðbundnum tekjum ríkis- sjóðs (skatttekjum og fleiru) úr 113,7 milljörðum í 112,9 milljarða króna eða um 800 milljónir króna. Slíku heldur fjármálaráðherra eðlilega á lofti, en þá eru sértekjur ríkisstofhana og -fyrirtækja ekki inni í myndinni og þar með ekki ýmis þjónustugjökl. Það eru einmitt þjónustugjöldin sem hafa færst í vöxt hjá síðustu tveimur ríldsstjómum og þau flokkast ekki undir skattheimtu í bókhaldi ríkisins. Lækkun um 800 milljónir eða hækkun um 800 millj- ónir? Sértekjur eins og þjónustugjöld eru hverjum fjármálaráðherra inildl huggun því þær draga ekki bara úr þörfinni fyrir auknar skatttekjur, heldur draga úr útgjaldaþörfinni með því að notendur þjónustunnar borga fyrir hana beint úr eigin vasa í vax- andi mæli. Og þar með þarf ríkið að leggja ýmsum stofnunum til minni pening. Þótt ýmsar væntingar Friðriks Sophussonar og félaga um sértekjur ríldsstofnana og -fyrirtækja hafi ekki gengið eftir hafa sértekjur í heild þó farið úr 7,8 milljörðum árið 1990 í 10,7 milljarða árið 1994. Umreiknað til núvirðis eru þetta 9,3 milljarðar árið 1990 og í 10,9 milljarðar árið 1994. Það er raunhækkun um 1,6 milljarð króna eða 17,1%. Hækkunin stafar bæði af auknum álögum við sölu á vöru og þjónustu ríldsstofnana og -fyrirtækja og svo af því að ffam- lög ffá „utanaðkomandi" aðilum hafa auldst samfara niðurskurðastefnu stjómvalda. Þessi 1,6 milljarður króna er um leið tvöfalt hærri tala en áðumefhd 800 milljón króna lækkun hefðbund- inna tekna ríldssjóðs. Eitt þúsund krónur á hvert einasta grunnskólabarn Þegar sértekjumar em skoðaðar betur kemur vel í ljós hvar þær em að aukast. Þetta er ekki hvað síst að ger- ast í skólum landsins og heilsugæslu, en einnig með aukinni gjaldtöku vegna þjónusm stofnana á borð við Haffannsóknarstofhun, Flugmála- stjóm og Veðurstofu Islands. Hækkun sértekna innan mennta- málaráðuneytisins er upp á 506 millj- órúr króna frá 1990 til 1994. Sértekj- ur Háskóla Islands hækkuðu úr 634 milljónum í 832 milljónir króna eða um nær 200 milljónir króna. Sértekj- ur Kennaraháskólans þrefölduðust að raungildi. Sértekjur gmnnskóla landsins gott betur en þær fjórföld- uðust, hækkuðu úr 13 milljónum í 53,5 milljónir króna eða um rúmar 40 milljónir króna. Það er því dágóð upphæð sem foreldrar grunnskóla- bamanna hafa verið að tína upp úr vösum sínum og var greidd úr sam- eiginlegum sjóði landsmanna. Hækk- unin er í námunda við eitt þúsund krónur á hvert einasta grunnskóla- barn. Tvöföldun á sértekjum framhaldsskólanna Ekki tekur betra við hjá unga fólk- inu í ffamhaldsskólum landsins. Ef litið er til almennra ffamhaldsskóla (menntaskóla, verkmenntaskóla, fjöl- brautarskóla) hafa sértekjur hækkað úr 96 milljónum í 205 milljónir króna, um 109 milljónir eða um 113%. Þama hafa sértekjumar því meira en tvöfaldast. Svo dæmi séu tekin af einstökum skólum hafa sér- tekjur Fjölbrautarskólans í Breiðholti hækkað úr 27,1 milljónum í 50,2 milljónir króna eða um 85,2%. I Menntaskólanum við Hamrahh'ð hækkuðu sértekjumar úr 9,7 milljón- um í 19,9 milljónir eða um 105,1%. Og í Verkmenntaskólanum á Akur- eyri fóm sértekjumar úr 13 milljón- um í 22,1 milljónir og hækkuðu þvf um 70% að raungildi. Hækkun sértekna varð nokkm minni hjá sérhæfðum ffamhaldsskól- um landsins eða „aðeins“ 32 milljón- ir, sem er hækkun um tæplega 30%. Þó er þar að finna dæmi um miklar hækkarúr. Þanrúg hækkuðu sértekjur Iðnskólans í Reykjavík úr 34,9 millj- ónum í 57,3 milljónir króna eða um 64,2%. I nokkmm þessara skóla hafa sértekjumar hins vegar lækkað, svo sem í Fiskvinnsluskólanum og Leik- listarskólanum. Ruglingur á framsetningu sértekna Ríkisspítalanna Menningarstofnanir hafa einnig fengið það hlutverk að mkka betur notendur þjónustu sinnar, en kannsld engin þeirra eins rækilega og Þjóð- minjasafnið. Safnið var 1990 með sértekjur upp á 5,3 milljónir króna en 1994 vom þær komnar upp í 24,5 ilúlljónir og höfðu því hækkað um yfir 360% eða nær fjórfaldast. Erfitt er að átta sig á þróuninni innan heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytisins í heild vegna breyttrar framsetningar á sértekjum hjá Ríkis- spítölum. Samkvæmt ríkisreikningi 1990 vom sértekjur Ríkisspítala það árið 1.446 milljónir króna á núvirði, en í ríkisreikningi 1994 er talan kom- Venjuleg fjölskylda greiðir nú talsverðar fjárhæðir til skóla landsins, heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa fyrir þjónustu sem áður greiddist af skattfé. Hvar- vetna blasa við ný eða hækkuð þjónustugjöld og nú ertalað um innritunargjald á sjúkrahús landsins. Þess fyrír utan sér fólkið Friðrik og félögum fyrir æ meiri peningum með því að greiða toppverð fyrir vottorð og skráningar, að ekki sé talað um fjárnáms- og uppboðsbeiðnir. in niður í 831 milljónir króna og sýna gögnin því lækkun upp á 615 milljón- ir króna. Þetta endurspeglar hins vegar ekld raimvemleikann og stað- festi fjármálastjóri Ríldsspítalanna að vegna þess að ffamsetning hefði breyst væri ekld um sambærilegar tölur að ræða. Miðað við ffamsem- inguna í ríldsreikningi 1994 þá er rétt tala fyrir 1990 um 672 milljórúr króna á þáverandi verðlagi eða um 806 milljónir króna á núvirði. Þá er niðurstaðan 25 milljón króna hækk- un hjá Ríkisspítulum en ekki 615 milljón króna lækkun! Og um leið þýðir þetta að sértekjur allra stofnana innan heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytisins hafi ekld lækkað um rúm- lega 300 milljónir heldur hækkað um rúnúega 300 milljónir. 200 milljónir í nýjum þjón- ustugjöldum heilsugæslu- stöðva Þróunin hefur annars verið nokk- uð mismunandi hjá einstökum sjúkrahúsum landsins. Dæmi eru um lækkun á sértekjum, svo sem hjá sjúkrahúsunum á Akranesi, Blöndu- ósi, Neskaupstað, Egilsstöðum og Hvammstanga. Sums staðar er affur á móti um talsverða hækkun að ræða. Þannig hækkuðu sértekjur Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri um 49 milljónir eða 37%, St. Jósefespítalans í Hafnarfirði um 33 milljórúr eða 103% og Fjórðungssjúkrahússins á Isafirði um 15 milljónir eða 64%. Hins vegar vekur mestu athyglina hækkun á þessu sviði hjá heilsugæslu- kerfinu. Þar fóru sértekjumar úr 187,6 milljónum í 387,7 milljónir króna og er það hækkun um 200 milljónir eða 106,7%. Sértekjur heilsugæslukerfisins hafa þvf tvöfald- ast að raungildi. Þetta samsvarar því að greiðslur fjögurra manna fjöl- skyldu til heilsugæslustöðva hafi farið úr rúmlega 3.500 krónum í tæplega 6.000 krónur. Sem vitaskuld er ekk- ert annað en dulin skattahækkun með því að mlckað er um þjónustu sem áður var greidd niður af skattfé. Stökkbreytingar hjá ýms- um stofnunum Hér em nokkur dæmi um hækkun hjá heilsugæslustöðvum milli áramia 1990 og 1994 í krónum (og prósent- um): Reykjavík, alls: 53 m.kr. (1.020%) Borgames: 7 m.kr. (141%) ísafjörður: 5,5 m.kr. (230%) Blönduós: 4 m.kr. (117%) Dalvík: 6 m.kr. (308%) Egilsstaðir: 5 m.kr. (49%) Vestmannaeyjar: 7 m.kr. (256%) Selfoss: 7,3 m.kr. (256%) Kópavogur: 10 m.kr. (138%) Þetta em hækkanir sem snúa beint að fólldnu í landinu, en þess utan mætti fara með langt mál um auknar tekjur stofnana á borð við Hafrann- sóknarstofnunar, Landhelgisgæsl- unnar, Sldpulagsstjóra, Umferðar- ráðs og Flugmálastjómar. Það verður ekld gert hér, en þessar auknu álögur etu eins og hækkarúmar í mennta- og heilbrigðismálum ekkert annað en dulin skattahækkun. Fjárnámsbeiðnir, uppboðs- beiðnir og vottorð drjúgar tekjulindir Fyrir utan sértekjumar hefur ríkis- sjóður síðan „hagnast" vemlega á ýmsum óbeinum sköttum sem til samans hafa verið kallaðar „aukatekj- ur“ í ríkisreikningi. Milli áranna 1990 og 1994 hækkuðu aukatekjur ríkis- sjóðs úr 578 milljónum í 975 milljón- ir króna. Þetta er búbót upp á 397 núlljórúr króna eða hækkun um 70% að raungildi. Meðal svokallaðra aukatekna ríldssjóðs em innheimtu- gjald vegna uppboða, gjald vegna beiðni um fjámám og gjakl vegna beiðni um nauðungarsölu mest áber- andi ásamt gjöldum fyrir ýmiss konar skráningar, vottorð og leyfi. Og þarna, einsog með sértekjurnar, f\T- irhitta Friðrik og félagar alþýðu þessa lands. Friðrik Þór Guðmundsson Hækkun sértekna einstakra stofhana - milljónir króna. Allar tölur í töflunni og greininni hafa verið framreiknaðar til núvirðis (neysluverðsvísitala 174,3). Stofhanir 1990 1994 hækkun hlutfall Háskóli Islands 633,8 831,7 + 197,9 31,2% Tilraunastöð HÍ 47,3 70,8 + 23,5 49,7% Kennaraháskólinn 8,9 28,5 + 19,6 220,6% Grunnskólamir 12,8 53,5 + 40,7 318,0% Alm. ffamhaldsskólar 96,4 205,3 + 108,9 113,0% Sérh. ffamhaldsskólar 109,1 141,1 + 32,0 29,3% Þjóðminjasaffiið 5,3 24,5 + 19,2 362,5% Bændaskólarnir 97,3 122,4 + 25,1 25,8% Haffannsóknarstofnun 136,2 350,6 + 214,4 157,4% Landhelgisgæslan 43,8 68,0 + 24,2 55,3% Umferðarráð 10,1 61,9 + 51,8 513,0% Löggildingastofan 23,4 48,0 + 24,6 105,1% Skipulagsstjóri 83,6 112,4 + 28,8 34,5% Tryggingaeffirlitið 29,0 40,7 + 11,7 40,3% Heilsugæslukerfið 187,6 387,7 + 200,1 106,7% Fasteignamatið 66,6 97,0 + 39,4 45,6% Flugmálastjóm 622,8 1073,1 + 450,3 72,3% Veðurstofa Islands 37,2 110,2 + 73,0 196,2%

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.