Vikublaðið


Vikublaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 6

Vikublaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 6
6 VIKUBLAÐIÐ 8. DESEMBER 1995 Flestír hafa gaman af að setja sam- an lista. En hver setur saman lista yfir þær hundrað bækur sem helst hafa mótað umræðu og hugsun á vestur- löndum frá lokum seinni heimstyrj- aldarinnar? Skýringar er þörf. Arið 1986 kom sundurleitur hópur rithöfunda og fræðimanna saman í því augnamiði að aðstoða sjálfstæða austur-evrópska rithöfunda og útgef- endur, hvort sem þeir sátu heima eða í útlegð. I forsvari fyrir hópinn var Dahrendorf lávarður, skólameistari St Anthony College í Oxford. Aðrir í hópnum voru franski sagnfræðingur- inn Francois Furet, Raymond Geor- is, formaður Menningarsjóðs Evrópu í Amsterdam, Laurens van Krevelen frá hollenska útgáíúfyrirtækinu Meu- lenhoff, sænski rithöfundurinn Per Wástberg sem var á þeim tíma for- maður alþjóðasamataka rithöfunda, PEN, Jane Kramer sem var blaða- maður New Yorker í Evrópu, og rit- höfundurinn og dálkahöfundurinn Timothy Garton Ash. Lagt var upp með að stuðningur sem hópurinn veitti skyldi vera tvíþættur, annars vegar að tryggja útgáfu bóka á upp- runalegu tungumáli og hins vegar að hvetja til frekari þýðinga. Það var einn af útgangspunktum þeirra sem að þessu frumkvæði stóðu, (sem síðar varð þekkt undir nafninu Mið- og austurevrópska útgáfuverk- efhið - the Central and East Europe- an Publishing Project - CEEPP) að landfræðileg og stjómmálaleg skipt- ing Evrópu eftír Jámtjaldinu svokall- aða heíði ekki aðeins hindrað eðlilegt flæði fólks á milli svæða, heldur og bóka og hugmynda. Markmið hóps- ins var, svo vitnað sé til orða Da- hrendorfs lávarð að skapa nokkurs konar „Evrópubandalag hugarins” sem tæki tíl allrar álfunnar. Eftir 1989 var CEEPP í stakk búið að auka umsvif sín og stóð fyrir vinnuhópum og starfsþjálfun fyrir þá sem unnu að útgáfúmálum, en aðal- markmið hópsins var eftír sem áður að ýta undir útgáfú bóka og tímarita, sem talin vom ómaksins virði. Á fúndum útgáfústjómar var valið úr þeim bókum sem útgefendur höfðu lagt fr am og vora gæði og mik- ilvægi bókanna höfð að leiðarljósi. Það þurfri hins vegar engan að undra þó á meðal höfunda eins og Orwells, Poppers og Arendts hafi flotið ein- staka furðufúglar og eins að skrýtnar útstrikanir hafi átt sér stað. Starfs- hópurinn var lagður af árið 1994, en þá var tekin sú ákvörðun að útbúa neðangreindan lista. Vinna undan- genginna ára við val á úrvalsbókum varð mönnum að leiðarljósi og hug- ljómun við að útbúa listann yfir „100 leiðandi bækumar“, þó menn væri meðvitaðir um að slíkur listí réðist að hluta tíl af tilviljunum og duttlungum þeirra sjálfra. Upphaflegur listi var settur saman af þeim R. Cassen, Dahrendorf, Garton Ash, Michael Ignatieff, Leszek Kolakowsky og Bryan Magee. Hann var síðan endurskoð- aður, efrir langar umræður á síðasta fundi samtakanna. Skáldverk vora aðeins sett á Iistann ef þau voru talin hafa haft víðtæk áhrif. Bókatitlum er raðað saman eftír áratugum og miðað við fyrsta útgáfudag verkanna. Ensk heití bókanna birtast hér fyrst og síð- an upphafleg heití. Bókum er raðað efrir stafrófsröð innan áratuganna. Nokkrar Ieiðandi bækur, sem gefnar vora út fyrir seinni heimstyrj- öld en höfðu aðallega áhrif að henni loldnni, vora teknar til hliðar. Þeirra á meðal voru: Karl Bartli: Credo Marc Bloch: Feudal Society (La Société féudale) Martin Buber: I and thou (Ich und Du) Norbert Elias: The Civilising Process (Uber den Prozess der Zi- vilation) Sigmund Freud: Civilization and Its Discontents (Das Unbehage in der Kultur) Élie Halévy: The Era of Tyrannies: Essays on socialism and war (L'Ére des tyrannies: Émdes sur le socialisme et la guerre) Martin Heidegger: Being and Time (Sein und Zeit) Johan Huizinga: The Waning of the Aliddle Ages (Herfsttijd der Middeleeuwen) Aldous Huxley: Brave New World Franz Kafka: The Castle (Das Schloss) John Maynard Keynes: The General Theory of Employment, Interest and Money John Maynard Keynes: The Economic Consequences of the Peace Lewis Namier: The Stracture of Politics at the Accession of Geor- gem José Ortega y Gasset: The Revolt of the Masses (La Rebelión de las masas) Karl Popper: The Logic of Sci- entific Discovery (Logik der Forschung) Ludvig Wittgenstein: Tractatus Iogico-philosophicus (Logisch- Pbilosophische Abhandlung) Endanlegur listi: Bækurfrá fimmta áratugnum 1. Simone de Beauvoir: The Second Sex (Le Deuxiéme Sexe) 2. Marc Bloch: The Historian's Craft (Apologie pour l'historie, ou, Métier d'historien) 3. Femard Braudel: The Mediterrainean and the Mediterrainean World in the Age of Philip n (La Mé- diterranée et le monde mé- diterranéen á l'époque de Phil- ippe II) 4. James Bumham: The Manager- ial Revolution 5. Albert Camus: The Myth of Sisyphus (Le Mythe de Sisyphe) 6. Albert Camus: The Outsider (L'Etranger) 7. R.G: Collingwood: The Idea of History 8. Eric Fromm: The Fear of Freedom (Die Furcht vor der Freiheit) 9. Max Horkheimer and Theodor W. Adomo: Dialectic of En- lightenment (Dialectik der Aufklárung) 10. Karljaspers: The Perennial Scope of Philosophy (Der Phiíosphische Glaube) 11. Arthur Koestler: Darkness at Noon 12. André Malraux: Man's Fate (La Condition humaine) 13. Franz Neumann: Behemoth: The structure and practice of National Socialism 14. Georg Orwell: Animal Fann 15. Georg Orwell: Nineteen Eighty-four 16. Karl Polanyi: The GreatTrans- formation 17. Karl Popper: The Open Society and its Enemies 18. Paul Samuelson: Economics: An Introductory analysis 19. Jeán-Paul Sartre: Existentialism and Humanism (L'Existentialisme est un humanisme) 20. Joseph Schumpeter: Capitalism, Socialism and Democracy 21. Martin Wright: Power Politics Bækur frá sjötta áratugnum 22. Hannah Arendt: The Origins of Totalitarianism 23. Raymond Aron: The Opium of the Intellectuals (L'Opium des intellecuels) 24. Kenneth Arrow: Social Choice and Individual Values 25. Roland Barthes: Mythologies 26. Winston Churchill: The Second World War 27. Norman Cohn: The Pursuát of the Millenium 28. Milovan Djilas: The New Class: An analysis of the Communist system 29. Mircea Eliade: Images and Symbols (Images et symboles) 30. Erik Erikson: Young Man Luther: A smdy in psycoana- lyses and history) 31. Éucien Febvre: The Straggle for History (Combat pour l’his- torie) 32. John Kenneth Gailbraith: The Affiuent Society 33. Ervin Goffrnan: The Presenta- tion of Self in Everyday Life 34. Arthur Koestler and Richard Crossman (eds.): The God That Failed: Six Studies in Commtmism 35. Primo Levi: If This Is a Man (Se questo é un uomo) 36. Claude Lévi-Strauss: A World on the Wane (Tristes tropiques) 37. Czeslaw Milosz: The Captive Mind (Zniewolony umysl) 38. Boris Pastemak: Doctor Zhi- vago 39. David Riesman: The Lonely Crowd 40. Herbert Simon: Models of Man, Social and Rational 41. C.P. Snow: The Two Cultures and the Scientific Revolution 42. Leo Strauss: Natural Right and History 43. J.L. Talmon: The Origins of Totalitarian Democracy 44. AJ.P.Taylor: The Straggle for Mastery in Europe 45. Arnold Toynbee: AStudyof History 46. Karl Wittfogel: Oriental Despotism: A comparative stu- dy of total power 47. Ludwig Wittgenstein: Philosophical Investigations (Philosophische Untersuchungen) Jóhanna Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Amnesty International Vantar allt sem snýr að konum Það fyrsta sem verkur eftirtekt er að á listann vantar allt sem snýr að konum. Það era kannski verk eftir fjórar til fimm konur á listanum. Það vantar t.d. verk á borð við bækur Betty Friedan, sem höfðu gífúrleg áhrif á alla umræðu og hrundu af stað kvennahreyfingunni. Það er hið fyrsta. I öðra lagi er ég ósátt við bókavalið, það má segja að ákveðnir höfundar sómi sér vel á svona lista, en ég er ekki viss um að þær bækur eftír þá sem lenda inn á listanum séu endilega þeirra áhrifamestu bækur. Ég hefði t.d. haldið að The Imbearable Lightness of Being eftír Milan Kundera hafi haft meiri áhrif en sú bók eftír hann sem er á listanum. Sama má t.d. segja um bók Levi Strauss, Structural Anthropology sem var gífurléga mildð lesin bók og hafði mun meiri áhrif í félagsvísindum cn sú bók sem valin er eftir hann þama. Þama er bók um Gandhi eftir Erik Erikson, sem ég hef aldrei heyrt minnst á, en ekki bók hans um Sjálfsímynd, Identity. Piaget vantar, þó hann hafi verið meira lesinn en flestir aðrir á tímabili og lagt grunninn að uppeldisfræði. I þriðja lagi vantar suður-amerískar bókmenntir sem höfðu núkil áhrif í Evrópu 1975-80, sérstaklega í tengslum við bók Andre Gunther Frank, Dependancy Theory. Þá er sláandi að það vantar allar þýskar bækur, t.d. allan Frankfúrter-skól- ann og Ernst Bloch. En skýringin á því kann að vera sú að þýskar bækur hafi verið aðgengilegri fyrir Austur-Evrópu og því ekki komist á listann til að byrja með. En fyrst og fremst era þetta bækur ritaðar á ensku, frá Bretlandi og Banda- ríkjunum. Þorgeir Þorgeirson Bókabéusar ráða Mu - sem betur fer Þegar ég renndi augunum yfir Hundraðbóka- listann kannaðist ég ekki við nöfii margra höfunda. Hins vegar kom mér í hug það sem Þórbergur Þórðarson gjaman sagði þegar fólk hafði orð á því að hann væri áhrifamesti höfundur samtímans á Is- landi. Þá sagði Þórbergur: - Bækur hafa engin áhrif! Þetta er áræðanlega rétt hjá Þórbergi. Þeir sem eyða tíma sínum í það að lesa bækur hafa ekld mikil áhrif á veröldina, ekki einu sinni á menningu verald- arinnar. Veröldin fer sínu fram eftir flóknari leiðum en svo, að bókabéusar ráði þar neinu. Sem betur fer. Stjómmálamenn ekld heldur, hversu ólæsir sem þeir eru. En það era til bæði höfúndar og stjómmálamenn, sem átta sig strax á því hvert veröldin er að fara og verða fyrstir til að fylgja straumnum. Oðrum fer þá að finnast þetta fólk hafa áhrif á stefnumörkun heimsins. Sumir þessara „forvígismanna“ era jafnvel svo hégómlegir að þeir fara að trúa þessu sjálfir. Vissulega eru þeir fáu, sem ég kannast við á Hundraðmannalistanum í hópi öndvegis sporgöngumanna (og kvenna) veraleikans. Væri það móðgun við þessa „hugsuði" að kalla þau bara heppnustu rithöf- unda tímabilsins?

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.