Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 25.04.1954, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 25.04.1954, Blaðsíða 3
Sunnudaginn 25. apríl 1954. FRJÁLS ÞJÓÐ 3 Breimiiiiiál Tí itiiin s Dagblaðið Tíminn hefur aldrei þessu vant sent þjóð- varnarmönnum tóninn að und- anförnu í tilefni af afstöðu þingmanna flokksins til frum- varpa um brunatryggingar, sem alþingi afgreiddi síðustu þing- dagana. Það er löngu þjóðfrægt orð- ið, að sannleiksást og heiðar- legur málflutningur er jafn sjaldgæft fyrirbæri í dálkum Tímans og uppsprettuvatn á Sahara, sérstaklega þegar þjóð- varnarmenn eiga í hlut. Hin nýju brennumál Tímans eru engin undantekning 1 þessu efni, og verður þeim ekki jafn- að við annað en það, sem einna frægast hefur orðið úr skrif- um Jónasar frá Hriflu, þ. e. svonefnt „brennumál Her- manns Jónassonar". En þó að H. J. svaraði aldrei hrennumálaskrifum J. J. og Þórarinn Tímaritstjóri sé ekki, samkvæmt öllum heilbrigðum náttúrulögmálum svaraverðari persóna en • Jónas Jónsson, skal þó, vegna þeirra, sem ekki hafa kynnt sér málavöxtu, gerð nokkur grein fyrir þessum mál- um, þar sem þau snerta bein- línis hag mjög margra manna. Frv. um brunatryggingar i Reykjavík. Það er þá upphaf þessa máls, að fjórtán bæjarfulltrúar í Reykjavík fóru þess á leit við þingmenn Reykjavíkur og þá þingmenn, er uppbótarsæti höfðu hlotið í Rvík, að þeir flyttu frumvarp á alþingi um að heimila Reykjavíkurbæ að taka í eigin hendur bruna- tryggingar húsa í bænum, þar sem bærinn gæti með því móti tekið hagkvæmasta tilboði um tryggingarnar og sparað sér mikinn innheimtukostnað, en tryggjendum fyrirhöfn. Urðu allir þingmennirnir, | sem til var leitað, við þessunv tilmælum, og stóðu því allir flokkar að frumvarpinu nema Framsóknarflokkurinn. En í bæjarstjórn hafði full- trúi þess flokks ekki mátt heyra annað nefnt en AF- HENDA Samvinnutryggingum brunatryggingarnar í Rvík, svo að S. X S. gæti nötað bruna- tryggingariðgjöldin til eflingar „heilbrigðum verzlunarhátt- um“. Frumvarpið um brunatrygg- íngar í Rvík var, þrátt fyrir andspyrnu bæjarfulltrúa Fram- sóknarflokksins, borið fram í neðri deild alþingis af Reykja- víkurþingmönnum allra flokka, sem sæti áttu í þeirri deild, eins og að framan greinir. Breytingatíllögur sósíalista. Við 2. umræðu frumvarpsins í neðri deild báru tveir þing- menn Sósíalistaflokksins fram breytingartillögur þess efnis, að öll bæjar- og sveitarfélög á landinu skyldu fá sama rétt og Rvík til að bjóða út bruna- tryggingar húsa. Til þess að ákveða afstöðu sína til þessara breytingartil- lagna urðu þingmenn Þjóð- varnarflokksins að vega og meta eftirfarandi staðreyndir: 1. Brunabótafélag íslands hafði áratugum saman haft einkarétt á brunatryggingum utan Reykjavíkur, skv. lögum frá alþingi. 2. Brunabótafélag íslands er ríkisfyrirtæki, og stefna flokks- ins er að hlynna að slíkum rekstri að öðru jöfnu. 3. Brunabótafélag íslands á 20 millj. kr. í sjóðum, en þeir sjóðir eru raunverulega eign þeirra, sem tryggja og tryggt hafa hjá félaginu. 4. Iðgjöld Brunabótafélags- ins hafa verið hærri en ið- gjöld í Reykjavík að undan- förnu. 5. Brunabótafélagið hefur sætt harðri gagnrýni vegna þess tillitsleysis, sem það sýnir viðskiptamönnum, en það er ein alvarlegasta og útbreidd- asta meinsemd, sem við íslend- ingar þekkjum í opinberum rekstri. 6. Það var augljós og ómót- mælt sanngirniskrafa, að öll bæjar- og sveitarfélög á land- inu búi við svipuð trygg- ingariðgjöld. 7. Engar aðrar breytingartil- lögur, né frv. um aðra tilhög- un þessara mála, lágu fyrir al- þingi á þessu stigi málsins. Að öllu þessu og fleiri atrið- um vandlega athuguðum á- kváðu þingmenn Þjóðvarnar- flokksins að fylgja tillögum Sósíalistaflokksins, og kom í ljós, að það réð úrslitum við atkvæðagreiðslu. Fór frum- varpið því þannig breytt til efri deildar. Efri deild breytir frumvarpinu aftur. Við 2. umræðu frumvarps- ins í efri deild er því aftur breytt í sitt upprunalega horf, þannig að það skuli eingöngu taka til brunatrygginga í Rvík. Samtímis því bera svo tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins í þeirri deild fram nýtt frumvarp um brunatryggingar utan Reykjavíkur, þar sem að efni til eru teknar upp breyt- ingartillögur sósíalista í neðri deild með þeim breytingum einum, að lögin skuli ekki koma til framkvæmda fyrr en 15. okt. 1955. Þessi breyting þýðir það eitt, að Brunabótafélaginu er gefinn kostur á að gera það, sem það hefur til þessa van- var lítill hvolpur. Hann var ætíð mjög kyrrlátur, en þennan dag var hann undarlega eirðar- laus. Hann virtist í illu skapi, hljóp fram og aftur og stóð þess á milli aftur í skut og gelti, líkt og hann vissi af ein- hverju óhugnanlegu, er elti bátinn. Þetta atferli hundsins vakti illar grunsemdir hjá skipverjum. Það var ekki að vita nema kafbátur elti þá. Um hádegisbilið hlustuðu skipsmenn á útvarpsfréttir frá Lundúnum. Meðan verið var að lesa fréttirnar, kom þýzk flugvél yfir bátinn. Hún flaug tvisvar yfir hann, en gerði ekkert af sér. En skipverjar fóru til vonar og vara með riffil og vélbyssu, sem þeir höfðu meðferðis, inn í stýris- húsið, er steypt haf ði verið utan um vegna árásarhættunnar á hafinu. Mennirnir voru hinir róleg- ustu, en hundurinn var alveg trylltur. Er flugvélin kom enn á ný yfir skipið, stökk hund- urinn fyrir borð. Skipverjar vildu freista þess að bjarga þessum dygga förunaut, sem hafði verið með í svo mörgum sjóferðum, og var því lagt á stýrið og snarvent. En í sömu andrá steypti flugvélin sér yfir skipið og lét fjórar sprengjur falla. Og nú hófst viðureign, þar sem annars vegar var göm- ul fiskislupp, en hins vegar nýtízku hernaðarflugvél. Flug- vélin var vel úr garði gerð og á henni menn, sem kunnu allar hernaðarlistir til hlítar. En Albert var gamall og hrörleg- ur, og Færeyingarnir á honum voru ekki neinir stríðsmenn. "ÍÞeir höfðu aldrei í herþjónustu verið o'g höfðu ekki annað vopn en riffilinn og vélbyssuna og eina litla rakettufallbyssu. En þeir voru vanir því frá sjó- mennskunni að nota athyglis- gáfu sína, seiglast við í hverri þraut og reyna að bjargast eins og bezt gekk. ★ llir voru á þilfari, er flug- vélin varpaði niður sprengjunum. Þeir forðuðu sér inn í stýrishúsið, er þeir sáu, að hverju fór, og þeir voru ekki fyrr komnir inn en fyrsta sprengjan sprakk undir skip- inu. í sömu andrá dundi vél- byssuskothríð á skipinu. Skipið lyftist úr sjó eins og stökkhveli. Allt nötraði og skalf, og sjórinn rauk eins og goshver. En ekkert bilaði. Eng- inn leki kom að gamla Albert, og vélin hélt áfram að ganga. Þegar flugvélin kom aftur, voru skipsmenn viðbúnir með riffil og vélbyssu. Er þeir skutu, þóttust þeir sjá, að kúlurnar lentu beint á skrokk flugvél- arinnar. En þær virtust ekki hrína á honum. Flugvélin kom beint aftan að þeim, og skipstjórinn veitti því athygli, að einhverju hegldi i kjölfar skipsins. Það kom nær og nær með miklum hraða, og þegar það bar yfir skdpið, reyndust þetta vera kúlur. Þá skildu Færeyingarnir, að skot- mennirnir á flugvélinni höfðu miðað á kjölfarið til þess að vera vissari með að hitta skipið, er þeir færu yfir það. Skot- hvellina heyrðu þeir ekki, því að ærið hátt lét í vél skipsins. Nú vissu þeir, hvernig Þjóð- verjarnir hugðust sækja að þeim og höguðu vörn sinni í samræmi við það. Djurhuus skipstjóri opnaði stýrishúshurð- ina og gaf gætur að flugvélinni, sterkur maður var settur við stýrið, og stýrimaðurinn tók sér stöðu við rakettufallbyss- una. Þegar flugvélin gerði nýja atrennu, hrópaði skipstjórinn, er hún var komin hæfilega nærri: „Stýrið í borðið!“ Skip- ið snarventi, og um leið kallaði hann til stýrimannsins: — „Skjóttu!“ Rakettan flaug upp rétt framan við flugvélina, og Þjóðverjunum virtist ekki verða um sel, því að flugvélin snarbeygði og hóf sig hærra á loft. — En um leið dundi hörð vélbyssuhríð yfir skipið, er nötraði allt, er kúlurnar sniðu reiðann og smugu gegnum skipsskrokkinn. Á þennan hátt gerði flugvél- in sex atrennur, en yfir skipið þorðu árásarmennirnir ekki vegna rakettanna. Þeir voguðu sér ekki heldur eins lágt og áður, og tvær sprengjur, er þeir köstuðu til viðbótar, lentu svo fjarri skipinu, að það sak- aði ekki. Mennirnir héldu sig inni í stýrishúsinu, en þegar flugvél- in virtist ætla að hverfa frá í bili, hætti skipstjórinn sér út á þilfarið til þess að gefa gætur að henni. En áður en hann varði, var hún aftur komin, rækt, að veita viðskiptamönn- um sínum þau kjör, sem þeir geta bezt fengið hjá öðrum, kjósa sér stjórn, sem skipuð sé fulltrúum frá þeim, sem hjá fé- laginu hafa vátryggt og eiga sjóði þess, og fá lögunum um Brunabótafélag íslands breytt þannig, að það megi taka að sér allar tryggingar, svo að það standi a.m.k. jafnt að vígi og önn- ur tryggingarfélög um sam- keppni, þegar brunatrygg- ingar utan Reykjavíkur verða gefnar frjálsar öllum. Framsóknarflokkurinn berst fyrir frv. Sjálfst.fl. Nú brá svo kynlega við, að Framsóknarflokkurinn tók upp hatramma baráttu fyrir þessu nýja frv. Sjálfstæðismanna. Skiluðu fulltrúar flokksins í allsherjarnefnd (Herm. Jónas- son og Páll Zóph.) með ofsa- hraða minnihlutanefndaráliti, þar sem þeir mæla eindregið með því, að frv. verði samþykkt með minni háttar breytingum. Fóru þeir um það mörgum hörðum orðum, að hér mundi vera um sýndarfrumvarp eitt að ræða, sem ætlað væri það hlutskipti að daga uppi á al- þingi. Meiri hluti nefndarinnar skil- aði svo áliti litlu síðar og mælti með samþykkt frv. með nokkr- um breytingum. Frumvarp þetta var því samþykkt í efri deild, þar sem allir mæltu með þvi, og sent neðri deild. Tvö frumvörp til neðri deildar. Samkvæmt framansögðu bár- ust nú neðri deild tvö frumvörp um brunatryggingar frá efri deild. Annað um brunatrygg- ingar í Reykjavík til einnar umræðu, samhljóða frumvarpi því, sem upphaflega var borið Framh. á 4. síðu. svo að hann komst ekki inn í tæka tíð. Hann þrýsti sér upp að stýrishúsinu að aftan og kúlurnar ruku allt í kringum hann. Skyndilega fann hann kitlandi snertingu ofan við ann- að hnéð. Kúlubrot hafði hrotið á hann og sært hann á læri, svo að hann gat með naumind- um dregizt inn, er flugvélin var farin hjá. En félagar hans gátu ekki gefið gaum að því að sinni, því að nauðsyn bar til að fylgjast með flugvélinni og hlaða fallbyssuna. Þegar flugvélin kom i níunda sinn, höfðu þeir látið síðasta skeytið, er þeir áttu, í fallbyssuna. Senn áttu þýzku flugmennirnir alls kostar við þá. Þá gátu þeir flogið beint yfir skipið og steypt sér niður að því varnarlausu. Allt fór sem áður, og síðasta rakettan flaug upp í loftið. ★ T^eir stara allir í vanmegnugri •*- og reiðiblandinni ógn á flugvélina. Hvað gerist nú? En hún flýgur lengra brott en áður, sýnist þeim. Jú, hún flýgur greinilega mun lengra burt. Hún flýgur beint í suður — og snýr ekki við aftur. Flugmennirnir hafa efalaust verið orðnir skotfæralausir líka. Og nú var mikil gleði á gamla Albert. Skipstjóranum virtust margir klukkutímar liðnir, frá því að árásin hófst, en er þeir gættu á klukkuna, sáu þeir, að það voru ekki nema þrír stundarfjórðungar. En þeir höfðu verið sem heil eilífð. Allir voru þeir á lífi. En Tilkynning nm bótagreiðslur almannatrjgg- inganna árið 1954. Yfirstandandi bótatímabil almannatrygginganna hófst 1. janúar s. 1. og stendur yfir til ársloka. Lífeyrisupphæðir þær, sem greiddar eru á fyrra helm- ingi ársins 1954 eru ákveðnar til bráðabirgða með hliðsjón af bótum síðasta árs og upplýsingum bótaþega. Sé um tekjur að ræða, sem áhrif geta haft til skerðingar á líí- eyri, verður skerðingin miðuð við tekjur ársins 1953 og endanlegur úrskurður um upphæð lífeyrisins 1954 felldur, þegar framtöl til skatta liggja fyrir. Þeir, sem nú njóta lögboðins ellilífeyris, örorkulífeyris, barnalífeyris, mæðralauna eða fjölskyldubóta þurfa ekki að þessu sinni, að sækja um framlengingu þessara bóta. Hins vegar ber öllum þeim, sem nú njóta bóta samkvæmt heimildarákvæðum almannatryggingalaganna, að sækja á ný um bætur þessar, vilji þeir áfram njóta þeirra. Hér er um að ræða örorkustyrki, ekkjulífeyri, maka- bætur, bætur til ekkla vegna barna, svo og lífeyrishækk- anir. Umsóknir um endurnýjun bóta þessara, skulu ritaðar á viðeigandi eyðublöð Tryggingastofnunarinnar, útfyiit rétt og greinilega eftir því, sem eyðublöðin segja fyrir um, og afhent umboðsmanni ekki síðar en fyrir 25. maí næstkomandi. Áríðandi er, að örorkustyrksþegar, sem misst hafa 50- - 75% starfsorku, sæki á tilsettum tíma, þar sem ella er með öllu óvíst, að hægt sé að taka umsóknirnar til greina, vegna þess að fjárhæð sú, er verja má í þessu skyni, er takmörkuð. Fæðingarvottorð og önnur tilskilin vottorð skulu fylgja umsóknum, hafi þau eigi verið lögð fram áður. Þeir um- sækjendur, sem gjaldskyldir eru til tryggingasjóðs, skuiu sanna með tryggingaskírteini sínu eða á annan hátt, að þeir hafi greitt iðgjöld sín skilvíslega. Vanskil varða skerðingu eða missi bótaréttar. Umsóknir um aðrar tegundir bóta, svo sem fæðingar- styrki, sjúradagpeninga og ekknabætur, svo og allar nýjar umsóknir um lífeyri, fjölskyldubætur eða mæðralaun verða afgreiddar af umboðsmönnum á venjulegan hátt, enda hafi umsækjandi skilvíslega greitt iðgjöld sín til trygginga- sjóðs. íslenzkar konur, sem gifzt hafa erlendum mönnum, eiga nú rétt til barnalífeyris frá Tryggingastofnunjnni, þótt þær hafi misst ísl. ríkisborgararétt, ef eiginmenn þeirra hafa fallið frá, yfirgefið þær eða skilið við þær, enda dvelji þær með börnin hér á landi og njóti ekxi lífeyris eða meðlags annars staðár frá. Norðurlandaþegnar, sem hér hafa búsettí, eru minntir á, að skv. milliríkjasamningum hafa danskir, finnskir, sænskir og norskir ríkisborgarar ellilífeyrisrétt með ti\- heyrandi barnalífeyrisrétti, hafi þeir haft hér samfellda 5 ára búsetu þegar bótanna er leitað. Þá hafa finnskir, sænskir og norskir ríkisborgarar fjölskyldubótarétt fyrir börn sín, séu þeir ásamt börnunum skráðir á manntai hér, enda hafi þeir ásamt börnunum haft hér 6 mánaða samfellda búsetu, áður en bótarétturinn kemur til greina. Fjölskyldubótaréttur þessi tekur ekki til danskra ríkis- borgara. íslenzkir ríkisborgarar eiga gagnkvæman rétt tii ellilífeyris og fjölskyldubóta í hinum Norðurlöndunum. Athygli er vakin á, að bætur úrskurðast frá 1. degi þess mánaðar, sem umsókn berst umboðsmanni, enda hafi réttur til bótanna þá verið fyrir hendi. Þeir, sem telja sig eiga bótarétt, dragi ekki að senda umsóknir sínar, þar sem bótaréttur getur fyrnzt að öðrum kosti. Reykjavík, 10. apríl 1954. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS. skipið var eins og rekald. ÖL stög voru sundurskotin og seglin svo tætt og brennd af éldkúlum, að ekki varð við þau gert. Stórbóman hafði fall- ið niður á björgunarbátinn og klofið hann að endilöngu. Þil- farið var gegnumborað af kúl- um og steypuveggirnir utan um stýrishúsið urnir af kúlum. Hundurinn tryggi hafði einn látið lífið. Þeir voru staddir 180 mílu- fjórðunga frá Mykinesi á Fær- eyjum. En þangað var yfir bannsvæði að fara. Þar höfðu Bretar lagt tundurduflum á víðu svæði. En skipstjórinn var særður og björgunarbátur- inn ónýtur, svo að þeim reið á að komast sem skjótast að landi. Þeir réðu ráðum sínum og ákváðu að hætta á sigl- ingu yfir bannsvæðið. Þó að þeir sigldu um duflsettan sjó, fylgdi þeim sú gæfa, að þeir náðu heilu og höldnu til Þórs- hafnar eftir tveggja sólar- hringa siglingu. Fótur skip- stjórans var orðinn ærið bólg- inn, er til hafnar kom. En kúlu- brotið var tekið úr lærinu sjúkrahúsi, og þrem vikum síðar steig hann aftur á skips- fjöl og hélt áfram siglingum landa á milli til stríðsloka. Norðanfari Blað þjóðvarnarmanna á > Norðurlandi. Kemur út einu > sinni í mánuði. Áskriftar- verð kr. 15.00 á ári. > Afgreiðsla FRJÁLSRAR! ÞJÓÐAR tekur á móti! áskrifendum. Sími 2923. wwywwwJwwvuvwww

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.