Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 25.04.1954, Side 4

Frjáls þjóð - 25.04.1954, Side 4
4 FRJÁLS ÞJÖÐ Sunnudaginn 25. apríl 1954. Brennumál Tímans Framh. af 3. síðu. fram í deildinni og þingmenn Þjóðvarnarflokksins voru m. a. flutningsmenn að. Hitt um brunatryggingar utan Reykja- víkur, samkv. framansögðu. Frumvarpið um brunatrygg- ingar UTAN Reykjavíkur var fyrst tekið á dagskrá í neðri- deild og samþykkt við 1. og 2. umræðu ÓBREYTT eins og það kom frá efri deild. Var þá sýni- legt, að því frumvarpi VAR TRYGGÐUR FRAMGANGUR Á ÞINGINU, og ofsi Framsókn- armanna út af því, að hér væri um sýndarfrumvarp eitt að ræða orðinn markleysa. (Enda fór 3ja umræða um frumvarpið fram sama dag og 2. umræða, og var það þá af- greitt sem lög frá alþingi.) Á þessu stigi málsins gat af- staða þingmanna Þjóðvarnar- flokksins, samkvæmt þeim málsatvikum og rökum, sem að framan greinir (sbr. sérstaklega töluliði 1—3 og það sem segir um frv. um brunatryggingar utan Reykjavíkur) ekki orðið nema ein og aðeins ein, þ. e. að tryggja framgang beggja frum- varpanna eins og þau þá lágu fyrir neðri deild. Gerðu þeir svofellda grein fyrir þeirri afstöðu, að þeir teldu óeðlilegt að stefna frv. um brunatryggingar í Rvík í hættu með því að breyta því enn á síðustu dögum þingsins og senda það efri deild, þegar vitað væri, að hún mundi fella þær breyt- ingar öðru sinni, og teldu ástæðulaust að breyta frv. um brunatryggingar í Rvík þannig, að bað gilti fyr- ir allt landið, þegar fyrir lægi annað frumvarp um brunatryggingar utan Rvík- ur og vitað væri, að þvi væri TRYGGÐUR FRAMGANG- UR. Auk bess teldu þeir sanngjarnt, að, gef- Nýtt hkitverk íslenzkar kvikmyndir eru að vonum ekki fyrirferðarmiklar, hvorki að fjölda né gæðum, enda er íslenzk kvikmyndagerð á algeru byrjunarstigi. Ekkert væri auðveldara en fylla nokkra dálka með gagn- rýni á mynd Óskars Gíslasonar, „Nýtt hlutverk“, sem gerð er eftir skáldsögu Vilhálms S. Vilhjálmssonar. Hins vegar væri slíkt ekki réttlátt, þar eð aðstæður allar hafa verið svo erfiðar, að ekki er sanngjarnt að krefjast sama árangurs að sinni og af erlendum kvik- myndatökumönnum. Hins vegar geta íslenzkir kvikmyndatöku- menn ekki skákað í þessu skjóli til langframa. En þótt gallarnir á mynd- inni séu á flestum sviðum auð- fundnir, skilur hún samt tals- vert eftir hjá áhorfendum. Við sjáum í henni lífsbaráttu fólks- ins eins og hún var fyrir stríð. Seiglan og sjálfsbjargarhvötin hjá Jóni gamla Steinssyni er gamalt, íslenzkt aðalsmerki. Alúð tengdadótturinnar og um- hyggja sonarins fyrir fölskyld- unni þekktist líka vel í litlum húsum við Grettisgötuna á þeim árum, og gerir það vonandi enn. Kaffikannan og kerlinga- slúðrið er á sínum stað, og karlarnir, sem tala um landsins gagn og nauðsynjar á Arnar- hóli, eru sjálfum sér líkir. Krummi. inn væri eins árs frestur til að undirbúa og ganga frá lögum Brunabóta- félagsins og öðrum sökum í sambandi við brunatrygging- ar utan Rvíkur, sem hefðu verið bundnár með lögum áratugum saman hjá einu ríkisfyrirtæki. Því skal einnig lýst yfir, að þjóðvarnarmenn hafa enga löngun til að leggja niður eina ríkisfyrirtækið, sem annast tryggingar hér á landi. Miklu fremur vildu þeir efla það sem mest þeir mættu, þó því aðeins, að það veitti í hvívetna beztu fáanlegu þjónustu. Þetta er þá allur „snarsnún- ingur“ þingmanna Þjóðvarnar- flokksins í þessum málum, sem Tíminn og Þjóðviljasmánin hafa verið að býsnast út af að undanförnu, af þeim eiginleg- um velvilja í garð þjóðvarnar- manna. Það er svo á hinn bóginn rétt í skrifum þessara blaða, að þingmenn Þjóðvarnarflokksins tryggðu framgang beggja þess- ara laga um brunatryggingar, sem samþykkt voru á síðasta þingi. Það væri svo efni í heila grein og hana langa, að Framsóknar- menn börðust fyrir því opin- berlega og feimnislaust, að sjálft alþingi skipaði þessum málum og setti lög með einka- hagsmuni eins fyrirtækis fyrir augum. Sú „hugsjón“ þeirra náði ekki fram að ganga, og verður að skilja skrif þeirra í ljósi þeirrar vitneskju. B. S. Úr víðri veröld Framh. af 2. síðu. Sem betur fór fékk Dulles ekki vilja sínum framgengt að öllu leyti, cn vann þó halfan sigur. Meðal annars hafði Bandarikja- stjórn i hótunum við Frakka að svipta þá allri fjárhagsaðstoð frá Bandaríkjunum, ef þeir beygðu sig ekki. Slíkar hótanir við bandamenn eru þó harla tvíeggjaðar, og illa mun franska þjóðin sætta sig við ]>að að selja sjálfsákvörðun- arrétt sinn fyrir fémútu, og mun svo fleirum fara. En valdamenn í Bandaríkjunum virðast illa skyggnir á það, að sá, sem fjár- þurfi er, eigi sér sæmdartilfinn- ingu, sem sé fjármunum dýrmæt- ari. Vetnissprengja og valdahroki. nefnt er þó það, sem hvort tveggja i senn hefur vakið mesta andúð i garð Bandarikja- stjórnar í fjölmörgum löndum, er verið liafa á bandi vesturveld- anna, og aukið tortryggni komm- únistaríkjanna meira en flest annað. Það eru vetnissprengjutif- raunirnar á Kyrrahafi, er haldið er stöðugt áfram, þrátt fyrir liá- værustu mótmæli og ófyrirsjáan- legan liáska, er af þeim getur stafað. Skip liafa farizt, tugir manna beðið óbætanlegt heilsu- tjón, óravíð hafsvæði eitrazt og grunur um röskun á hafstraum- um, sem geta breytt, með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum, lífsskil- yrðum í mörgum þjóðlöndum og truflað aldagamalt jafnvægi í veðurfari. En slikt virðist Bandarikja- stjórn telja sig hafa efni á að meta að engu. Líftjón og heilsu- brest á að bæta með dollurum, og siðan er hinum geigvænlegu tortímingartilraunum haldið á- fram. Og markmiðið er ógnun og ögrun við andstæðinginn, keppi- nautinn um heimsyfirráðin — einmitt nú, áður en Genfarfund- urinn hefst. 'JVWUVWJWVWUVUWWWVWVWVWgVUWrtJ'WWVWWWW' Tllkynning frá skattstofu Reykjavíkur Vegna þeirra breytinga á skattalögunum, sem Alþingi hefur nú samþykkt, og gilda eiga við. skattálagningu á þessu ári, er framteljendum hér með bent á að kynna sér þessi nýju ákvæði. Skattalögin í heild, ásamt leiðbein- ingum um framkvæmd hinna nýju ákvæða, hafa nú verið sérprentuð og fást gögn þessi á skattstofunni. Nokkrar þeirra auknu frádráttarheimilda, sem lögin ákveða, eru þess eðlis að frekari upplýsinga er þörf en í framtali greinir. Er hér á eftir getið þessara nýmæla og þeim tilmælum beint til allra þeirra, er telja sig eiga rétt til skattlækkunar samkvæmt þeim, að láta skattstofunni í té nauðsynlegar upplýsingar eftir því sem bent er á um hvert einstakt atriði. 1. Skattfrelsi sparifjár. Samkvæmt 7. grein d-lið og 22. grein laganna er viss hluti af innstæðum í bönkum, sparisjóðum og innláns- deildum félaga, og vextir af sömu innstæðum, undanþegið framtalsskyldu og tekju- og eignaskatti. Skattfreisið gild;r um allar innstæður þeirra skattgreiðenda, sem ekkert skulda hinn 31. desember ár hvert, eða sé um skuldir að ræða, er skattfrjáls sá hluti heildarinnstæðu, sem er um- fram heildarskuldir. í þessu sambandi skal þó draga frá heildarskuldum fasteignaveðlán sem tekin hafa verið til 10 ára eða lengri tíma og sannanlega verið tekin til kaupa eða endurbóta á fasteignum skattgreiðandans. Allir þeir, sem telja sig eiga að njóta skattfrelsis af sparifé samkvæmt ofanskráðu, en hafa talið fram skuldir, og einhver hluti skuldanna er lán gegn veði í fasteignum til lengri tíma en 10 ára, verða að gera grein fyrir eftir- farandi varðandi hvert einstakt fasteignaveðlán. Á hvaða fasteign hvílir lánið? Hvenær var lánið tekið og til hve langs tíma? Hverjar voru eftirstöðvar lánsins hinn 31. desember 1953? Tilgreina skal sérstaklega áfallna vexti frá síðasta gjalddaga til ársloka. Vegna kaupa, byggingar eða endurbóta á hvaða fasteign var lánið tekið? a. b. c. d. 2. Húsaleigufrádráttur. í 10. grein, m-lið eru eftirfarandi ákvæði um húsaleigu- frádrátt: „Nú færir leigutaki í íbúðarhúsnæði sönnur á að hann borgi hærri húsaleigu en því nemur, sem afnot hús- næðisins mundu talin til tekna, ef það væri sjálfsibúð, og er honum þá heimilt að telja hálfan muninn til frá- dráttar tekjum, áður en skattur er á þær lagður. Frá- dráttarheimild þessi gildir þó ekki fyrir einhleypa, og húsaleigufrádrátturinn má ekki nema meiru en kr. 600.00 á ári á hvern mann, sem framteljandi hefur bæði á framfæri og í heimili“. Þeim leigutökum sem eiga kunna rétt á leigufrádrætti samkvæmt ofangreindu. en hafa ekki gert fulla grein fyri húsaleigugreiðslum sínum, eða stærð leiguhúsnæðis, eins og krafizt var í skattframtali, er hér með gefinn kostur á að bæta úr þeirri vanrækslu. 3. Iðgjöld a£ lífsábyrgðum. Hámark frádráttarbærra iðgjalda hefur verið hækkað í kr. 2.000.00. 4. Iðgjöld af ólögboðnum lífeyristryggingum. í. 10 grein d-lið er heimilað að draga frá tekjum til skatts iðgjöld af ólögboðinni lífeyristryggingu, er nemi alh að 10% af launum eða hreinum tekjum, þó ekki meiru en kr. 7.000.00 á ári. Þeir, sem á s.l. ári hafa greitt slík iðgjöld, verða að gera grein fyrir fjárhæð iðgjaldsins og hjá hvaða sjóði eða stofnun lífeyristryggingin er keypt. Öllum eftirlauna- og lífeyrissjóðum og öðrum stofnun- um, er slíkar tryggingar annast, er bent á að kynna sér þau skilyrði, sem sett eru í d-lið 10. greinar laganna og uppfylla verður til þess að iðgjaldagreiðslur til þeirra megi draga frá tekjum. 5. Ferðakostnaður. Samkvæmt 10. grein, staflið i, mega þeir skattgreið- endur, sem fara langferðir vegna atvinnu sinnar, draga frá ferðakostnað eftir mati skattyfirvalda. Það telst því aðeins langferð að ferðakostnaður milli heim- ilis og atvinnustaðar nema a. m. k. kr. 250.— fram og til baka, enda sé miðað við venjuleg og óhjákvæmileg útgjöld. Auk fargjalds má taka tillit til fæðis- og gistingarkostnaðar. Frádráttur þessi hjá hverjum gjaldenda kemur að jafnaði aðeins til greina vegna einnar slíkrar langferðar á ári hverju. Hver sá, sem telur sig eiga rétt til frádráttar samkvæmt þessum lið, verður að gera nákvæma grein fyrir ferðakostn- aði sínum. 6. Hlíföarfatakostnaður fiskimanna. í 10. grein h-lið er heimilað að veita fiskimönnum frá- drátt vegna sérstaks hlífðarfatakostnaðar. Af skipverjum á togurum njóta þessa frádráttar: há- setar, bátsmaður og 2. stýrimaður og nemur frádrátturinn kr. 300.00 fyrir hvern mánuð, sem skipverji er lögskráður. Á öðrum fiskiskipum njóta allir skipverjar frádráttar- ins, kr. 200.00 fyrir hvern mánuð, sem skipverji er slysa- tryggður í skiprúmi. Þeir, sem frádráttarins eiga að njóta, leggi fram vottorð um, hve lengi þeir hafi verið í skiprúmi, annað hvort frá lögskráningaryfirvaldi eða hlutaðeigandi útgerð. 7. Frádráttur vegna stofnunar heimilis. í 10. grein k-lið er ákveðinn sérstakur frádráttur þeim til handa, sem gifzt hafa á skattárínu. Þar sem skattstofan hefur í höndum aðeins takmarkaðar upplýsingar um hjóna- vígslur, er nauðsynlegt, að í framtölum hlutaðeiganda séu fullnægjandi upplýsingar þetta varðandi. 8. Frádráttur vegna keyptrar heimilisaðstoðar. Samkvæmt 10. grein j-lið, skal með vissum takmörkun- um, veita frádrátt vegna keyptrar heimilisaðstoðar: 1. Ef gift kona, sem er samvistum við mann sinn, vinn- ur fyrir skattskyldum tekjum og kaupir í staðinn heimilisaðstoð. 2. Ef einstæð móðir, sem framfærir börn sín eða aðra ómaga á heimili sínu kaupir heimilisaðstoð vegna öfl- unar skattskyldra tekna. 3. Ef ekklar og ógiftir menn, sem hafa börn eða ómaga á framfæri á heimili sínu kaupa heimilisaðstoð þess vegna. Keypt heimilisaðstoð telst í þessu sambandi laun og hlunnindi ráðskonu eða vinflukonu og greiðslur fyrir börn á dagheimilum. 9. Söluhagnaður. Vakin er athygli á hinum breyttu ákvæðum í 7. grein e-lið um skattskyldu söluhagnaðar af fasteignum. Þá er og atvinnurekendum bent á að kynna sér hinar nýju reglur í sömu lagagrein um skattlagningu á fyrning- um af seldu lausafé, enn fremur fyrirmæli í framannefnd- um leiðbeiningum varðandi þessi efni. Af ákvæðum þessum leiðir m. a. að öll skattskyld fyrirtæki verða nú og fram- vegis að láta nákvæmar fyrningarskýrslur fylgja ársreikn- ingum sínum. Þeir, sem telja sig eiga rétt til skattlækkunar samkvæmt einhverju framangreindra atriða, verða að hafa komið nauð- synlegum upplýsingum þar að lútandi til skattstofunnar, skriflega eða munnlega, — ekki í síma, — í síðasta lagi fimmtudaginn 22. þ. m. Þeir, sem senda upplýsingar bréflega, tilgreini fullt nafn, fæðingardag og heimilisfang nú og á fyrra ári. Shattstjórinn i Hcykgarih Ritgerðir mínar Undir titlinum „Til vor komi þitt ríki“ fást í bókaverzlun- um hér í bænum og ýmsum verzlunum úti um land. Verð kr. 8.00. Ef einhver ágóði verður af útgáfu þessari, með áföllnum tilkostnaði, þá rennur hann sem stofnfé í félags- heimilasjóð hinna nýstofnuðu Menningarsamtaka Héraðs- búa. Guðrún Pálsdóttir. Karlmannaföt, mikið og gott úrval. Meðal annars FERMINGARFÖT. Föt eftir máli með stuttum fyrirvara — FRAKKAR, SPORTJAKKAR, STAKAR BUXUR. Úrvalið mest, verðið bezt una Lf Laugavegi 20.

x

Frjáls þjóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.