Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 28.05.1955, Side 6

Frjáls þjóð - 28.05.1955, Side 6
6 FRJÁLS ÞJÓÐ Laugardaginn 28. maí 1955 JFulUioittituri rœhtuss : kjólbelti myndu stórbæta ræktunarskilyrðin ÁmssarÉ uppskera í skjóti Kmgirðiiiga VíSa um lönd, sem em miklu hlýrri og veðursælli en Island, er nú lagt hið mesta kapp á það að rækta skjólbelti, að margsannað er með bæði mörgum og umfangsmiklum tilraunum, að með góðum skjólbeltum má stórauka uppskerumagn flestra nytjajurta. Tvær af stórþjóðum heimsins, Rússar og Bandaríkjamenn, hafa þegar framkvæmt stórfellda skjólbeltarækt á óra- víðum svæðum, og því aðeins hafa þær ráðizt í þessar rniklu ræktunarframkvæmdir, að fullkomlega er sann- að, hversu mjög skjólbeltin bæta skilyrði til landbún- aðar. Eins og ljóst má vera, eru skjólbeltin þó mikilvægust, þar sem veðrátta er næðings söm og sumarhitinn á tak- mörkum þess, aS hann nægi tii lífsþroska jurtum þeim, er rækta á. Þar geta skjól- beltin algerlega riðið bagga- muninn um það, hvort rækt- unin er árviss og uppsker- J an viðunandi. Þetta mal er í því rtvjög mikilsvert fyrir íslendinga, er búa í vinda- sömu berangurslandi þar sem sumarhitinn er að jafnaði lágur. Skjól og hlýja. Skjólbeltin veita ekki aðeins skjól, heldur helzt hitinn miklu betur í skjóli en á berangri. Sérstaklega gætir þessa mik- jð móti sól, og hefur verið sannað með mælingum, að stundum getur hiti í skógar- skjóli verið tvöfalt meiri en á berangri. í öði-u lagjl nýtur jarðrakans miklu betur í skjól- inu, og víð hæga uppgufun helzt hitinn betur í moldinni en ella. Loks verða svo jurtir í skjóli fyrir ólíkt minni skakkaföllum en jurtir á ber- svæði, þar sem stormar slíta af þeim blöð og blaðhluta og skerða þannig öndunar- og meltingarfæri plantnanna og draga úr vexti þeirra. Á vetrum safnast líka meiri snjór i nánd við skjólbeltin en á bersvæði, og það skýlir jörð- inni og miðlar henni raka. Fjórðungsauki uppskerunnar. Meðal þeirra, sem gert hafa rækilegar tilraunir um nyt- semi skjólbeltanna, eru Danir. Á Jótlandi er talið, að upp- skeruauki af skjólbeltum sé oftast 20—30 af hundraði og mestur, þegar verst árar. Gras- og smárauppskera er talin auk- ast um 24% til jafnaðar, korn- uppskera 11—21%, rófnaupp- skera 30—35% og kartöfluupp- skera allt að 58%. í harðbýl- um héruðum hefur uppskeru- aukningin reynzt meiri en í góðviðrasömum sveitum. Skjólbelti á Islandi. Hér á landi hafa óvíða ver- ið gerð skjólbelti, en það er þó engum vafa undirorpið, hvaða gagn yrði að heim, bæði á túnum og garðlöndum, auk þess sem telja má víst, að korn- yrkja á skjólbeltalandi í sæmi- lega hlýjum héruðum yrði al- veg árviss. Jafnvel þótt landþröngt sé, borga skjólbeltin sig, því að uppskeran eykst meira en svar- ar því landi, er þarf undir þau. Sérstaklega myndi það auka uppskeru allra garðjurta og rótarávaxta, ef garðlöndunum væri búið skjól. Tómlæti aS hafast ekki aS. Við getum með margvísleg- um hætti gert land okkar betra og byggilegra. Margt, sem ætti að gera, er alviðurkennt, en eigi að síður ríkir um það tóm- læti og sinnuleysi. Ræktun skjólbelta er eitt af því, sem gera ber til þess að tryggja betri, fjölbreytt- ari og öruggari uppskcru af því landi, sem við ræktum. Það er kominn tími til þess, að hafizt sé handa á skipu- legan hátt uni ræktun skjól- belta í stórum stíl. Við þurf- um að vísu að bíða svo sem einn áratug eftir fullum ár- angri af þeim störfum, en það er ekki langur tími, þeg- ar þess er gætt, að við er- um að leggja í þann sjóð, cr mun skila okkur og niðjunt okkar ríkulegum vöxtum. -----•----- r A. förnunt rvgi — Framh. af 5. síðu. hvanngrænir á sumrin, njólinn eins og dularfullur frumskóg- ur i fjallahlíðum, en undir- gróðurinn arfi. Og skurðirnir miklu cru farnir að líkjast jarðföllum. Engin rök verða færð fyrir þvi, en mönnum finnst samt, að tímabil sjálfra byggingarframkvæmdanna sc enn nokkuð langt undan. Æskuíýðurinn fær ekki einu sinni að kljást við rúður i hálfgerðri bvggingu, eins og þegar sundhöllin og þjóðlcik- húsið voru i uppsiglingu forð- mn. Æskulýðshöllin þrjózkast nefnilcga við að koma niður á jörðina, ckki síður en Kjar- valshúsið, sem alþingi ætlaði að íáta i-íkið byggja licr cnd- u r fyrir löngu. Klængur. MUNIÐ ÁSKRIFENDA- SÖFNUN FRJÁLSRAR ÞJÓ3ÐAR. HEFJIZT STRAX HANDA. Oldin okkar I.—II. Hið merka og margeftirspurða rit, ÖLDíN OKKAR I.—II., samtíðar- saga í fréttaformi, prýdd mörg hundruð myndum, fæst nú aftur. Hér er þó aðeins um mjög takmarkaðan eintakaf jölda að ræða, og áður en varir verður þetta stórfróðlegá rit ófaahlegt aftur, eins og það hefur verið undanfarin ár. Ötdina okkar má ekki vanta í bókaskápinn á neinu íslenzku heimili IÐUNNARÚTGÁFAN / SkóIavbrSustíg 17. — S!mi 2923. Jón frá Pálmholti: Bliöur fer blærinn um hliðar, er birtir af vori. Flytur hann sunnan um sœinn suörœna hlýfu. Fagna því fjallgrös og mosar, er fannirnar bráðna, og lyngið á algrónum ásum angar að nýju. Sefur söngfugl i runni og sóley i túni, fífill og fjóla í brekku og fjalldrapi á heiðum, lömbin i lautum og hvammi og lyngið í holti, sefur og folald á fjalli og fiskur í lœkjum, og döggin grœtur í grasi og gigjan i hamri, því vindurinn ber út í vorið veikburða andvörp blóma, sem kremjast und köldum kúgarahœlum, og fugla, sem fallbysur drápu, á flugleiðum heimsins. En hlývindur suðrœnna sœva, sigra þú megir, svo trúin á landið og lífið lifi og blómgist. íslandið, eyjan mín dýra, anga þú fögur, og mlnntu nú svikula syni á söguna þína. Eftirhreytur frá Klakksvík Framh. af 8. síðu. Einn kvað: O feðranna andi ið varðveitti landið á fornum víggjum —; vend hatur til gleði; ger vónbrot til megi; gev Föroyingum Föroyar av nýggjum! Annar kvað: Her norður í víkini eingin vil teg siggja, slepp tær niður til örnaríki, har hinir fimmamir flýggja. Aðrir lögðu fram lið sitt á áþreifanlegri hátt. Talið er, að Klakksvíkingar hefðu komið sér upp 900—1000 manna vopnuðu liði til þess að taka á móti danska lögregluliðinu, ef það freistaði landgöngu í Klakksvík. Þeir fengu send högl og púður, riffla og byssur víðs vegar úr eyjunum, og sumt af þessu vissu þeir alls ekki hvað- an kom. Kynstrin öll voru bú- in til af handsprengjum, og var sagt í frönskum og hol- lenzkum blöðum, að það væri starfi barna í Klakksvík að ganga frá handsprengjum. Hafnarmynninu var lokað með gömlum skipum, og komu þar einkum að góðu haldi togarinn Barmur, sem einn landstjórnar- mannanna, Hákon Djurhuus, hafði fengið til Klakksvíkur, en orðið þar að viðlíka gagni og Höfðaborgin fyrir Skagstrend- inga og Dýrfirðingur fyrir Þingeyinga. Úti í þessum gömlu skipum var komið fyrir sprengiefni og lagðir í það raf- magnsþræðir úr landi, svo að hægt væri að sprengja þau þaðan í loft upp. En meðan Klakksvíkingar stóðu vörð með alvæpni lék lúðrasveit hressi- Ieg lög, svo að fólki leiddist síður biðin. Danska lögregluliðið, sem beið suður á Skálafirði í Parke- ston, smjörflutningaskipi frá Esbjerg, hafði, aúk venjulegs lögreglubúnaðar, 9 millimetra Húskvarna-skamirfbyssur, Otterup-vélbyssur, sem geta skotið 480 skotum á mínútu, Madsens-handsprengjur, riffla af mörgum gerðum, reyk- sprengjur, táragassprengjur, lögreglubíla og sporhunda. En sem betur fór, kom alcb'ei neitt af þessu til Klakksvík- ur. Nokkrir menn fóru hiiis vegar á land i Sólmundarfirði til að sækja vatn, en Færeying- ar brugðu við og tæmdu brunn- inn. Urðu lögreglumenn að standa vörð við hann, þar til aftur kom í hann vatn. FERÐARITVÉLIN fyrirUggjandi. Verð kr. 1490.00. IÍORGARFELL h.f. Klapparstíg 26, sími 1372. JWWWW^XV1.\WJWJV^WUWUV.V.V.".VAW.W.W1 | STAOA C yfirhjúkrunarkonu við Arnarholt á Kjalarnesi er laus til í <! umsóknar frá 1. okt. n.k. Laun samkvæmt launasam-5 ■! þykkt Reykjavíkurbæjar. 5 í > C Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 1. júlí n.k. .« BORGARL.EKNIR. f I 'V: :.f *.I'íiiíÁ'; t í i\ < k . I ».» h *<• II *j •

x

Frjáls þjóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.