Frjáls þjóð - 14.12.1957, Qupperneq 10
10
FRJÁLS ÞJÓÐ
JÓLIN 1957
Tvœr hvítklæddar verur gengu frá bænum að lilöðunni.
SHERWOOD ÁNDERSON:
Bændurnir, sem koma til
bæjarins okkar að verzla, eru
hluti af bæjarlífinu. Laugar-
dagur er aðaldagur vikunnar.
Oft sækja unglingarnir gagn.
fræðaskólann í bænum.
Þannig er það um Hatch
Hutchenson. Kotið hans er um
þrjár mílur frá bænum, og
þótt það sé lítið, vita allir,
að það er ein bezt setna jörðin
í sveitinni. Hatch gamli er
lítill maður vexti og hnýttur.
Bærinn hans stendur við Mal-
grafarveginn, og það er fullt
af óræktarkotum á þeitn slóð-
um.
Bærinn hans Hatch sker sig
úr. Litla timburhúsið er alltaf
vel málað, trén í' aldingarðin-
um hans eru hvítkölkuð upp
á miðja stofna, hlöðunni og
skemmunni er haldið við, og
akrarnir hans eru alltaf snotr-
ir að sjá.
Hatch er nálægt sjötugu.
Hann varð fremur seint sjálf-
stæður bóndi. Faðir hans, sem
átti jörðina, var í þrælastríð-
inu og kom heirn illa særður,
svo að liann var lítt vinnu-
fær, þótt hann lifði lengi eftir
lok stríðsins. Hatch var einka-
sonur og var kyrr heima við
bústjórnina, unz faðir hans dó.
Þá, þegar hann fór að náigast
fimmtugt, kvæntist hann fer-
tugri kennslukonu, og þau
eignuðust einn son. Kennslu-
konan var lítil vexti eins og
Hatch. Eftir að þau giftust,
tóku þau bæði mikilli tryggð
við jörðina. Sveitalífið virtist-
sniðið handa þeim, rétt eins
og föt, sem fara vel. Ég hef
tekið eftir einu með hjón,
sem búa við gott lijónaband.
Þau verða æ líkari hvort öðru.
Þau verða jafnvel lík í sjón.
Einkasonur þeirra, Will
Hutchenson, var lítill, en
furðu sterkbyggður drengur.
Hann sótti gagnfræðaskólann
í bænum og varð bezti íþrótta-
maðurinn í bæjarliðinu. Hann
var skýrleiksnáungi og athug-
ull, ávallt glaður og reifur og
í miklu uppáhaldi hjá okkur
öllum.
Eitt var það, að hann fór
snemma að gera skemmtilegar
smáteikningar. Það var list-
gáfa. Hann teiknaði fiska og
svín og kýr' og þær líktust
fólki, sem maður þekkti. Ég
vissi aldrei fyrr, að fólk gæti
verið svo líkt kúm og hross-
um og svínum og fiskum..
Þegar Will var búinn í gagn.
fræðaskólanum í bænum, fór
hann til Chicago, þar sem móð-
ir hans átti frænku búandi, og
innritaðist í Listaskólann þar.
Annar ungur piltur úr bæn-
um okkar var einnig í Chicago.
Hann ’ fór þangað reyndar
tveim árum á undan Will.
Hann hét Hal Weiman og var
stúdent við Háskólann í Chi-
cago. Eftir ' að hann útskrif-
aðist, kom hann heim og varð
skólastjóri gagnfræðaskólans
okkar.
Hal og Will Hutchenson
höfðu ekki verið nánir vinir
áður, því að Hal var nokkr-
um árum eldri, en í Chicago
kynntust þeir betur, fóru sam-
an í leikhús og ræddust oft
við langstundum saman, eftir
því sem Hal sagði mér síðar.
Ég hef það líka eftir Hal,
að í Chicago, eins og fyrrum
hér heima, hafi Will strax orð-
ið vinsæll. Hann var laglegur,
svo að stúlkunum í Listaskól-
anum leizt vel á hann, og lát-
leysi hans í framkomu vann
honum vinsældir með öllum
piltunum.
Hal sagði mér, að Will hefði
verið boðið eitthvað út næst-
um á hverju kvöldi, og hann
fór strax að selja ýmsar teikn-
ingar eftir sig og vinna sér
inn peninga. Teikningarnar
voru notaðar í auglýsingar, og
honum var vel borgað.
Hann fór jafnvel að senda
peninga heim. Eftir að Hal
kom hingað aftur, fór- hann
nefnilega talsvert oft út í kot-
ið að heimsækja foreldra Wills.
Hann gekk þangað eða ók síð-
degis eða á sumarkvöldum og
sat hjá þeim. Samræðurnai
snerust alltaf um Will.
Hal sagði, að það hefði feng-
ið á sig, hve mjög foreldr-
arnir treystu á son sinn, hve
mikið jiau töluðu um hann og
dreymdi um framtíð hans. Þau
höfðu aldrei blandað mjög
geði við bæjarfólkið og jafnvel
ekki við nágranna sína. Þau
voru ein af þeim, sem vinna
öllum stundum, frá því
snemma morguns, þar til seint
á kvöldin, og þegar bjart var
af tungli, sagði Hal, og ganda
konan var búin að sjá um
kvöldmatinn, fóru þau oft út á
akrana aftur að vinna.
Þegar hér var komið, var
Hatch gamli kominn fast að
sjötugu, og konan hans mun
llafa, verið tíu árum yngri. Hal
sagði, að þau hefðu alltaf hætt
vinnu, þegar hann kom í kotið
til þeirra, og komið og sctzt hjá
sér. Ef til vill voru þau að
vinna saman úti á akri, en
þegar þau sáu hann á veg-
inurn, komu þau hlaupandi.
Þatt höfðu fengið bréf frá Will.
Hann skrifaði í hverri viku.
Gamla konan kom hlaup-
andi á eftir föðúrnum. „Við
erum búin að fá annað bréf,
Weyman," htópaði Hatch, og
konan lians stóð' á öndinni af
mæði og sagði alveg það sama,
„Weyman, við erum búin að
fá bréf.“
Bréfið var sótt undir eins og
Jesið upphátt. Hal sagði, að
bréfin hefðu alltaf verið un-
aðsleg. Will skreytti þau með
litlum teikningum. Það voru
skopmyndir af fólki, sem hann
hafði séð eða verið með,
straumar af bifreiðum á breið-
götii í Chicago, lögregluþjónn
á gatnamótum, ungar skrif.
stofustúlkur að hraða sér lil
vinnu. Hvorugt gömlu' hjón-
anna hafði nokkru sinni komið
til borgarinnar, og þau voru
forvitin og áköf. Þau vildu
láta útskýra teikningarnar, og
Hal sagði, að þau hefðu verið
eins og tvö börn, viljað heyra
um hvert smáatriði, sem Hal
mundi úr lífi sonar þeirra í
stórborginni. Hann var alltaf
að hvetja þau að koma þang-
að í heimsókn, og þetta gátu
þau talað um tímunum saman.
„Auðvitað," sagði Hatch,
„auðvitað getum við ekki far-
ið.“
„Hvernig ættum við að geta
það?“ sagði hann. Hann hafði
búið þarna í kotinu, síðan
hann var drengur. Þegar hann
var uppkominn, var faðir hans
örkumla, og því hafði Hatch
orðið að stjórna búinu. Sveita-
búskapur krefst mikillar elju,
ef hann er rétt stundaður. Það
þarf sífellt að berjast við
óræktina. Og það þarf að
sinna skepnunum. „Hver ætti
að mjólka kýrnar okkar?“ sagði
Hatch. Hugsunin um, að ein-
hver annar en hann eða kona
hans snerti við kúnum þeirra,
virtist valda honum sársauka.
Meðan hann væri á lífi, vildi
hann ekki, að neinn annar
plægði akrana hans, hirti um
kornið, eða liti eftir hlöðunni.
Hugur hans til kotsins var
þannig. l>að var ekki hægt að
útskýra það, sagði Hal. Hann
virtist skilja gömlu hjónin.
Það var vornótt eina eftir
miðnætti, að Ilal kom til mín
og sagði mér tíðindin. í bæn.
um okkar er nætursímavarzla
á járnbrautarstöðinni, og Hal
fékk skeyti. Það var í raun-
inni stílað til Hatch Hutchen-
son, en símavörðurinn færði
Hal það. Will Hutchenson var
látinn, hafði farizt í slysi. Það
kom síðar á daginn, að hann
hafði verið í gleðskap með
nokkrum öðrum ttngum mönn.
um, og það kann að hafa verið
drukkið eitthvað. Nema bíll-
inn lenti í árekstri og Will
Hutchenson beið bana. S'íma-
vörðurinn vildi, að Hal færi og
kærni boðum til Hatch og
konu hans, og Hal vildi, að
ég kæmi með sér.
Ég bauðst til að aka honum
í bílnum mínum, en Hal sagði
nei. „Við skulum Iabba,“ sagði
liann. Ég sá, að hann vildi
teygja tímann, svo að við löbb-
uðum. Það var snemma vors,
og ég man hvert andartak þess-
arar hljóðu göngu, lítil blöðin
að byrja að gægjast fram á
trjánum, smálæki, sem við fór-
um yfir, hvernig vatnið virtist
lifandi í' tunglsskininu. Við
drolluðum og drolluðum án
þess að segja orð og hefðum
helzt kosið að snúa við.
Loks vorum við komnir, og
Hal gekk að framdyrunum á
bænum, en ég beið úti á veg-
inurn. Ég heyrði hund gelta
einhvers staðar í fjarska. Ég
heyrði barn gráta á einhverjum
öðrum bæ. Ég held, að Hal
hljóti að hafa staðið fyrir
framan dyrnar í tíu mfnútur,
áður en hann barði.
Svo kvaddi hann dyra, og
hljóðið af hnúum hans á hurð-
inni virtist ógnarlegt. Það var.
eins og hleypt væri af byssu.
Hatch gamli kom til dyra, og
ég lieyrði Hal segja honum
tíðindin. Ég veit, hvernig það
var. Alla leiðina hafði Hal
verið að reyna að finna orð
til að segja gömlu hjónunum
þetta á einhvern varfærinn
hátt, en þegar til kastanna
kom, gat hann það ekki. Hann
ruddi því út úr sér viðstöðu-
iaust, beint frarnan í Hatch
garnla.
Það var allt og sumt. Hatch
garnli sagði ekki orð. Dyrnar
cpnuðust, þarna stóð hann i
tunglsskininu, klæddur hvítum,
síðum, skrýtnum náttserk. Hal
sagði honum tíðindin, og dyrn-
ar lokuðust aftur með skclli,
og Hal stóð eftir einn.
Hann stóð þarna nokkra
stund og kom svo aftur út á
veginn til mín. „Jæja,“ sagði
hann, og ég sagði „Jæja.“ Við
stóðum á veginum, horfðum í
kringum okkur og hlustuðum.
Ekkcrt hljóð beyrðist frá hús-
inu.
Og svo stóðum við þarna
hljóðir . . . það voru kannski
tíu mínútur, eða kannski var
það hálftími . . . við hlustuð-
um og störðum, vissum ekki
hvað við áttum að gera . . . við
gátum ekki farið burt . .. „Ég
býst við, að þau séu að reyna
að fá sig til að trúa því',“
hvíslaði Hal að mér. Ég skildi,
hvað hann átti við. Gömlu
hjónin hljóta að hafa hugsað
urn Will son sinn einungis lif-
andi lífs, aldrei dottið dauðinn
í hug.
Við stóðum og störðum óg
hlustuðum, og þá allt í einu,
Frmnh. á hls. 20.