Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 06.12.1958, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 06.12.1958, Blaðsíða 1
RIKISSTJÓRNIN OLTIN SESSI Míálgagn forheimskunarinnar: Meistarastykki Ólafs daudasynd andstæðinganna Oft má freistast til þess að álykta, að stjórnmálaskrif ís- Jenzkra blaða séu ætluð fíflum1 einum og fávitum. Eitt dæmi þess blasir nú við dag eftir dag' í forystugreinum og Reykjavík- urbréfum Morgunblaðsins. Þar er að staðaldri haldið uppi hörð-1 um ádeilum gegn ríkisstjórn þeirri, sem farið hefur með völd,1 fyrir þær sakir, að hún hafi tek-' ið stóiián og safnað miklum1 skuldum. | Vissulega er þetta satt, að skuldirnar eru ískyggilegar, en' Morgunblaðið heldur sýnilega, I að minni fólks sé sljótt í meiraj lagi. Fyrstu misserin eftir að stjórnin var mynduð, var það! nefnilega ein höfuðsakargift. Morgunblaðsins á hcndur henni, að hún gæti hvergi fengið lán, og bá hefði nú gegnt nokkuð öðru máli um Ólaf Tliors, því að honum hefðu staðið til boða eitthvað fjögur hundruð millj- ónir króna hjá Adenauer. Það, sem Morgunblaðið taldi foringja síns flokks mest til gild- is fyrir fáum misserum, er nú hin þyngsta sök hjá ráðuneyti Hermanns Jónassonar. Árni prófessor Pálsson hafði einu sinni orð á því, hve heimsk- andi væri að lesa Morgunblað- ið, og einhverjir__ tóku þá að kalla það málgagn forheimsk- unarinnar. Þetta virðist hvort tveggja vera enn í fullu gildi. Dauðadómurinn var í raun- inni kveðinn upp yfir ríkis- stjórninni, er Alþýðusambands- þing hafnaði kröfu Hermanns Jónassonar um það, að vísitölu- stigin tuttugu yrðu látin niður falla um eins mánaðar skeið, svo að ríkisstjórnin fengi ráð- rúm til nýrra tilfæringa. Þar var um að ræða úrslitakosti af hans hálfu, svo að þar lá engin leið til baka. Samþykkt sú, sem síðar var gerð á Alþýðusam- bandsþingi — plásturinn, sem svo var nefndur, — gat þar engu breytt, þótt hana ætti öðr- um þræði að túlka sem trausts- yfirlýsingu til stjórnarinnar, og það því fremur sem þar var gengið á snið við það, hvernig að skyldi farið í efnahagsmál- unum. Þóí síðustu daga. Ákveðið hafði verið, að Her- mann Jónasson legði fram lausn- IHIBRSBIIDIDBBHEIBiniRIIIIRIBIIRIIIIIKBRIIBIIIiailBIIBIIEIIBBiaKDBEailBaBBBIIIIBBiaiBBiaiBIBIBIHIII ■ B hér, hve illan enda... í Þsgar menn horfa nú upp á hin herfilegu endalok svo- nefndrar „vinstri stjórnar“ bandalaganna tveggja og líta yfir samfelldan feril svika og vesaldóms stjórnarinnar á rúmlega tveggja ára valda- tímabili, hlýtur að rifjast upp fyrir öllum landsmönn- um, hvaða orð voru höfð um bandalögin og stjórnar- myndun þeirra fyrir þrem- ur sumrum. Öllum eru minnisstæð lof— orð og fagurgali þeirra, sem að bandalögunum og ríkis- stjórn þeirra stóðu. Þar skorti ekki á, að digurbarka- lega væri talað og mikið færzt í fang, hvort sem litið er til utanríkis- eða innan- landsmála, enda talið öllu varða að ganga af Þjóðvarn-' arflokknum dauðum. Allur vandinn átti að vera sá að veita þessum aðiljum braut- argengi, og þá væri fram undan lausn herstöðvamáls- ins, „úttekt þjóðarbúsins“ og alger nýskipan efnahags- lífsins. En menn munu einnig minnast þess, að í kosninga- baráttunni heyrðist önnur rödd — og það rödd einlægra íhaldsandstæðinga — sem varaði menn við að taka fagurgala bandalaganna al- varlega. Sú rödd brýndi fyrir mönnum, að bandalags- flokkarnir væru þeim ann- mörkum háðir, að engar lík- ur væru til þess, að gott gæti af þeim hlotizt, og sagði fyrir um, hver endalok þau mundu fá. Þetta var rödd Þjóðvarn- arflolcks íslands og fram- bjóðenda hans. M.a. var af hálfu ílokksins komizt svo að orði fyrir kosningar 1956: „Með slíkum bandalögum verður aldrei fundin lausn á vanda sundraðra vinstri rnanna, enda eingöngu til þeirra stofnað til að fleyta pólitiskum skipbrotsmönn- um yfir holskeflur kosninga. Þjóðvarnarmenn lýsa yfir algerri ótrú á, að handalögin eigi sér nokkra framtíð, allra sízt þá að megna að sameina íslenzka vinstri menn til sigursællar andstöðu gegn íhaldinu." Þsssi orð og öll önnur viðvörunarorð þjóðvarnar- manna hafa nú verið réttlætt á svo áþreifanlegan hátt, að enginn mun lengur geta efazt um réttmæti þeirra. Og svo hörmulega hefur nú farið fyrir þeim flokkum og forystumönnum, sem ís- lenzkir íhaldsandstæðingar veittu stjórnarumboð í síð- ustu kosningum, að það tjón, sem þeir hafa unnið, verður semt að fullu bætt. Úr öllum áttum heyrist nú þegar tekið undir þá kröfu, að allir gömlu vinstri flokk- arnir verði nú — eftir mesta pólitískt skipbrot íslenzkrar sögu — lagðir niður — og við taki EKKI AÐEINS NÝ SAMTÖK, HELDUR LÍKA NÝIR MENN. Þjóðvarnarflokkur Islands og málgagn hans, FRJALS ÞJÓÐ, heita á alla íslenzka íhaldsandstæðinga að taka höndum saman við þjóð- varnarmenn um lausn þessa verkefnis. arbeiðni fyrir sig og ráðuneyti sitt á þriðjudag, en því var þá frestað að beiðni Lúðvíks Jós- efssonar, sem óskaði þess að leggja fram efnahagsmálatil- lögur af hálfu síns flokks, áður en sijjórnarsamstarfið yrði form- lega rofið. Ráðherrar Alþýðu- flokksins fóru þá fram á, að þeir mættu einnig afhenda sams kon- ar tillögur síns flokks, og var það gert á miðvikudagskvöldið. Á ráðherrafundi á miðviku- daginn var lítillega rætt um tillögur Alþýðubandalagsins, sem þá vildi ganga að því að fella niður vísitölustigin, að fullnægðum nokkrum skilyrð- um, en málefnalegar umræður snerust brátt í deilur, ásakan- ir og gagnásakanir. Bera Fram- sóknarmenn ráðherrum hinna flokkanna á brýn, að þeir vilji fórna hagsmunum alls landsins til þess að létta byrði Reykja- víkur, en þeir svara með því, að Framsóknarmenn vilji undan- þiggja bændastéttina fórnum. Sannleikurinn mun sá, að ótt- inn við ábyrgðina á óvinsælum' ráðstöfunum mun mestu valda' um það, að stjórnin féll. Svikin loíorð. Ríkisstjórnin var búin að sitja að völdum í nær hálft þriðja ár og hverfur af sviðinu með lélegt eftirmæli. Fyrirheit sín hefur hún öll svikið. Landið er enn herstöð, efnahagsmálin eru í enn verra öngþveiti en þegar hún tók við og togararnir fimmtán eru enn ókeyptir. •— Skúldir hafa meira en tvöfald- azt, og gjaldeyrishallinn er ó- skaplegur. Ljósu fjaðrirnar á hennar dökka væng eru þær, að sementsverksmiðjan hefur tek- ið til starfa og áleiðis hefur þokað um rafvirkjanir, að ó- gleymdri útfærslu fiskveiðilög- 2>==£> Hvai tekur vii: EystGinii og Bjami, Vilhjálinur Þór, Úlafur Thors og kommúnistar? LandiS er stjórnlaust. Hermann Jónasson hefur beðizt lausnar fyrir ráðuneyti sitt, og alger óvíssa er um það, hvað við tekur. Síðustu dagana hefur það legið í loftinu, að liðið væri að vertíðarlokum hjá þess- ari ríkisstjórn, enda hefur síðustu dagana verið beðið þess eins, að flokkarnir, sem að henni stóðu, fengju að fullnægja formsatriðum í viðskiptum sínum innbyrðis. Þetta ber að örfáum dögum eftir að hagfræðingurinn Jónas Haralz flutti þingi verkalýðssamtakanna þcnnan boðskap: „Við erum í þann veginn að fara fram af brúninni“. Sementsverk- smiðjan stöðvuð Eitt hundrað og fimmtíu starfsmönnum se.mentsverk- smiðjunnar á Akranesi hefur verið sagt upp, og mun ekki eiga að starfrækja hana næstu tvo mánuði. Ástæðan er sögð rafmagnsskortur. Allhart er það aðg’öngu, að stórvirlc atvinnutæki, sem kosta hundruð milljóna. skuli ekki starfrækt sjötta hluta ársins, þótt raímagn sé af skornum skammti, og sú spurning- Iilýtur að vakna, hvort þjóðfélag við islenzkar efnahagsástæður hefði ekki frekar átt að sætta sig við rafmagnsskömmtun til al- menningsnota um stundar- sakir en loka verksmiðjunni. Þjcð.n Iifir ekki á rafljósun- um og jólaskreytingunum, ef afkastamestu vcrksmiðjur hennar eru lokaðar langtim- um saman. Ráðberraniir undlrbúa fram- tíl síita Ráðherrarnir hafa þessa síð- ustu daga verið sem óðast að ákvarða framtíð sína. Gylfi Þ. Gíslason hefur sótt um for- stjórastarf hjá Tryggingarstofn- un ríkisins, og mun hann hafa verið skipaður í það embætti á síðásta ríkisráðsfundi. Guð- mundur í. Guðmundsson ætlar að taka við bankastjórastarfi af Emil Jónssyni, sem fer aftur í vitamálastjóraembættið. Her- mann ráðgerir að fara suður í lönd, en Eysteinn ætlar að taka bakpoka sinn og gaufa á fjöll, þegar dag fer að lengja. Biskupsmáíið Það þykir nú sennilegast, að biskupsfrumvarpið verði fellt í efri deild. Um það hafa verið mjög skiptar skoðanir á alþingi og menn lítt greinzt eftir flokk- um í því efni. Miðstjórnarfundur Þjóðvarnarflokks íslands er bcðaður sunnudaginn 7. þ.m. kl. 2 e.h. í Ingólfsstræti 8. Fundarefni: Stjórnmálaviðhorfið eftir fall ríkisstjórnarinnar. Komið stundvislega.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.