Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 06.12.1958, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 06.12.1958, Blaðsíða 3
ÞJóö AFGREIÐSLA: INGÓLFSSTRÆTI 8 SlMI 19985 PÓSTHÓLF 1419 cCauyarJtaairín. 6. JeS. / 958 Útgefandi: ÞjóGvarnarflokkur Islands. Ritstjóri: Jón Uelgason, sími 1-6169.. Framkvæmdarstjóri: ___Jón A. GuÖmunclsson. Áskriftargjald kr. 9.00 á mánuði, árgjald 1958 kr. 99.00. VerS i lausasölu kr. 3.00. Félagsprentsmiðjan h.f. Fólkið á brúninni TTHnahagsmálin hafa lengi j verið ískyggileg og sí- fellt stefnt í óheillaátt. Sér- hver „efnahagsaðgerð' hefur nú í tíð margra ríkisstjórna verið sem olía á eld. Þær hafa allar verið miðaðar við það eitt að skjóta á frest al- geru öngþveiti, og sá frestur hefur jafnan verið keyptur því verði að magna verðbólg- una. Alls konar úrræði, sem fundin hafa verið upp, hafa I jafnframt myndað jarðveg fyrir margs konar spillingu í I fjármálalegum efnum, enda i er uppskeran fyrir löngu | komin í Ijós. j' Meðan haldið er áfram á þessari braut,mun sífellt síga á ógæfuhlið fyrir okkur, og syndagjöldin verða þeim mun sársaukafyllri sem fjár- málaástandið er látið verða óskaplegra, áður en hafizt er handa um raunverulega , lækningu. ★ ónas Haralz hagfræðingur komst svo að orði á Al- þýðusambandsþingi, að við værum í þann veginn að fara fram af bi'úninni. Slíkt erú alvarleg orð af munni fræðimanns á sviði fjármála. Þar talaði ekki stjórnmála- maður, sem vildi sveigja aðra undir vilja sinn með því að lýsa ástandinu með sterkum orðum, heldur sé’rfróður mað- ur, sem hafði engra pólitískra hagsmuna að gæta. Þessi um- mæli ættu því að—vera til þess fallin, að menn staldri við og hugleiði, hvernig kom- ið er. Líklegt mætti virðast, að flestir vildu ..streitast. gegn algeru hruni og þjóðin í heild leggja nokkuð mik- ið á sig, ef takast mætti að koma í veg fyrir það. En því miður verður ekki séð, að mikill samtakavilji sé í því efni. Afram heldur gamla togstreitan um það, hver geti um stundarsakir hrifsað mest til sín úr þrotabúinu. Það endar varla vel, þegar ein- staklingar og stéttir berjast þannig á brúninni, án þess að hirða vitund um það, þótt allt sópist fram af. ★ argar þær ríkisstjórnir, sem setið hafa að völd- um á liðnum árum, hafa haft á bak við sig mikinn meirihluta og öruggt fylgi, svo að þær hefðu átt að geta gripið til róttækra ráðstaf- ana til þess að forða vand- ræðum. En engin ríkisstjórn hefur beitt þessari - aðstöðu sinni til nauðsynlegra á- kvarðana þjóðfélagi sínu til bjargar. Þær hafa allar látið reka á reiðanum, og þar eiga allir gömlu flokkarnir sam- eiginlega sök. Þar hefur einu gilt, hvort Sjálfstæðisflokk- urinn, Framsóknarflokkur- inn, Alþýðuflokkurinn eða sósíalistar hafa farið með völdin. Allar ríkisstjórnir síðustu ára hafa gert illt verra og fjármálaástandið hefur jafnan verið verra, er þær skiluðu af sér en þegar þær tóku við. Þetta er harður dómur, en mótmæli þeir því, að hann sé sannur, sem treysta sér til þess. BöBíar og dömarar egar konu ensks her- manns á Kýpur var ráð- inn bani í haust, lét enska herstjórnin fara fram fjölda- handtökur, sem framkvæmd- ar voru með svo miskunnar- lausum hætti, að nokkrir Grikkjanna létu lífið, .en mik- ill fjöldi manna hlaut slík meiðsli, að gera varð að sár- um þeirra í sjúkrahúsi. Meðal þeirra, sem létu líf- ið þennan eftirminnilega dag, var tólf ára gömul telpa, og lét herstjórnin enska fara fram réttarrannsókn á dauða hennar. Nú hefur hinn enski réttur kveðið upp þann úr- skurð, að sannað sé, að hún hafi dáið af skelfingu, en ósannað sé, hvað þeirri skelf- ingu hafi valdið. ★ essi niðurstaða rannsókn- arinnar hljómar vægast sagt hlálega, og hún er ekki þess eðlis, að hún veki traust á réttarfari og dómstólum Englendinga á Kýpur. Morð- ið á hermannskonunni var að vísu vont verk, en þó er skylt að geta þess, að engar sann- anir eru fyrir því, að nokkur ábyrgur aðili grískur hafi átt minnsta þátt í því. Handtök- ur þær og hroðalegar mis- þyrmingar á varnarlausu fólki, sem á eftir fylgdu, eru tvímælalaust enn grimmdar- fyllra verk, og hjá þeirri á- lyktun verður ekki komizt, að hermennirnir ensku, sem framkvæmdu handtökurnar, hafi komið glæpsamlega fram og beri fulla ábyrgð á dauða telpunnar, sem og mörgum öðrum óhæfuverk- um, er framin voru þann dag. Úrskurður réttarins, sem fjallaði um dauða stúlkunn- ar, verður vart öðru vísi skilinn en svo, að dómstóll- inn hafi lagt blessun sína yf- ir það grimmdarverk og önn- ur, sem þá voru framin, og Englendingar á Kýpur telji ekkert athugavert við það, þótt varnarlausu fólki sé misþyrmt og jafnvel börn drepin, ef það athæfi er framið af enskum hermönn- 3 NOVEMER-BOK AB . Islendinga §aga II. eftir dr. Jón Jóhanhesson 0/y - r- -•■ '"{ * v f ■’ t *4t * -í ■ ’ 38 Þegar dr. Jón Jóhannesson pró- fessor lézt, var nýlega komið út á ve.gum AB fyrra bindi af ís- lendinga sögu hans. En honum hafði eigi unnizt tími til að ganga frá síðara bindi sögunnar. Aftur á móti lá svo mikið eftir hann af fyrirlestrum og ritgerðum um tímabilið 1264—1550, að félags- stjórnin ákvað að gefa þau rit hans út. Ritið er með sama sniði og fyrra bindið. Munu allir þeir, sem vita hve frábær fræðimaður prófessor Jón var fagna því, að ritsmíðar hans um þetta tímabil hafa verið gefnar út í heild. í bindinu eru fyirlestrar þeir, sem prófessor Jón Jóhannesson flutti við háskólann um sögu konungsvalds og alþingis, kirkjusögu, verzlunar- og hagsögu þesga tímabils. Énnfremur sex ritgerðir um sérstök efni. — Bókin er yfir 400 bls. að stærð. M ■ ■ >/ ALMENNA BOKAFELAGIÐ. fSSSSSSSSisíii ■§ o •••s/EeaEstiKr tðttay > >Vro ooYöY jgMwy jZ Þér hvílizt! Sparið tíma, erfiði og öðlizt óteljandi gleðistimdir með því að nota símann. Það er mikil anægja folgin 1 þvi, að geta hvenær sem er gripið símann, rabbað við vini og skyld- menni hvort heldur það er nær eða fjær, handan götunnar- eða á yztu nesjum um áhuga og dægur- mál. Það veitir yður hvíld og til- breytingu í önnum dagsins. Síminn er eitt mesta menningartæki nú- tímans. Verksvið hans eru ótelj- andi. Síminn er ómissandi! Jólin nálgast með öllu sínu amstri og erfiði jafnframt gleði og hamingjustundum. Jóla- innkaupin fara í hönd, þá er síminn hinn rétti tenariliður milh yðar og okkar. tUUnUldL

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.