Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 06.12.1958, Blaðsíða 5

Frjáls þjóð - 06.12.1958, Blaðsíða 5
FÁST HJÁ DLLUM BDKSÚLUM Kirkjuhvoli. — Sími 14235. li«íkabsíj^cÍtÆsíksimsiai” — cJ!au^ardaginn 6. deá. 1958 VesturbeÓBsferi á vegum LoftEeiða: sburður um sienamga i. 47. gata liggur þvert um Man- hattaneyju í.nágrenni við sum- ar mestu byggingar New York- borgar. Þar sést aðeins upp í heiðan himin, líkt og neðan úr djúpum gljúfrum, og endalaus straumur fólks og farartækja flæðir þar um frá því árla morg- uns og langt fram á nætur. Við þessa götu, í sjálfu hjarta hinn- ar miklu heimsborgar, á ís- lenzkt fyrirtæki miklar skrif- stofur á götuhæð. Þar er aðset- ur Loftleiða. Flugfélagið, sem fáeinir flugmenn, er komu heim að loknu námi fyrir eitthvað fjórtán árum, stofnuðu af bjart- sýni og trú á flugið og framtíð- ina, hefur komizt til þess þroska, að það etur nú kappi við stórfyrirtæki Vesturheims með miklum árangri, og á sér auk þess einnig útibú víða í stór- borgum Evrópu. TJti á alþjóðaflugvellinum við New York, Idlewild, hefui félagið svo aðrar skrifstofur, hlutfallslega jafnmyndarlegar! og þær, sem inni í borginni eru. Það eru samtals um fjörutíuj manns í þjónustu Loftleiða í New York, og árlegar tekjur fé- lagsins þar eru um þrjár millj- ónir dollara. Það eru því ekki neinar smáræðistekjur, sem Loftleiðir bera úr býtum vestan hafs, enda hefur félagið unnið þann frækilega sigur* í sam- keppninni við önnur flugfélög, að athygli hefur vakið, hve far- | þegarými flugvéla þess nýtist vel. Það er með öðrum orðum eftirsótt að ferðast með flugvél- um þess, enda býður það lág fargjöld. En samt sem áður þarf nokkuð til þess, að flugfé- lag í slíku kotríki sem ísland er afli sér þess trausts og við- urkenningar, er Loftleiðir hafa öðlazt. Sá sigur vinnst áreiðan- lega hvorki fyrirhafnarlaust né á svipstundu. En hann Qr dæmi þess, hvað hægt er að gera, ef vel er unnið og keppt undan- sláttarlaust að settu marki. fyrirtæki og sjá sér farborða í fjármálalegum efnum. En þau kynni, sem við höfðum af starf- semi Loftleiða, voru vissulega lóð á þá vogarskálina, að ekki sé öll íslenzk starfsemi dæmd til þess að fara í handaskolum og lenda í ógöngum. Við eigum því Loftleiðum ekki einungis að þakka skemmtilega ferð, heldur og það, sem þyngra veg- ur — endurnæringu þeirrar trú- ar og vonar, að þrátt fyrir allt sé það ekki örlagadómur, að ís- lendingum sé fyrirmunað að stýra sínum málum með far- sæld. í framhaldi af þessu ætti ekki að vera goðgá að víkja að nauð- syn þess, að fyrirtæki eins og Loftleiðir fái að þróast og starfa sjálfstætt í framtíðinni, án þess að steinn sé lagður í götu þess eða þvingunum beitt til þess að þrýsta þvi inn í samsteypu, sem það kærir sig ekki um. Það hef- ur séð fótum sínum forráð og vaxið og dafnað til þessa dags og skilað þjóðarbúinu miklum gjaldeyri, og meðan svo fer fram, samir ekki annað en það fái að ganga sína götu án óeðli- legrar íhlutunar. III. í þessari ferð okkar svipuð- umst við einnig nokkuð um í New York, eftir því sem tími vannst til, en um það verður ekki fjölyrt, enda eru íslending- ar orðnir slíkir heimsborgarar, að frásagnir af skyndiheim- sókn til þeirrar borgar er þeim ekki fengur né nýnæmi. Hins má geta, að við hittum fulltrúa íslendinga á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, Thor Thors, Pétur Thorsteinsson og Þórarin Þórarinsson, yfirmenrt útibús Sambands íslenzkra sam» vinnufélaga í New York, Bjarna Magnússon og Lúðvík Jónsson, Guðrúnu Miller, formann ís* lendingafélags í Néw York og Hannes Kjartansson aðalræðis- mann. Við brugðum okkur einnig |suður í Washington í boði 't Bandaríkjastjórnar við leiðsögrt Peters Hellers, blaðafulltrúa Bandaríkjastjórnar hér, og skoöuðum þar Hvíta húsið, serm athyglisverðast er sökum þess, hve látlaust það er, þinghúsið, minnismerki ýmissa forseta og fleiri staði. Washington er fög- ur borg með tiltölulega lágum byggingum, breiðum strætum, og miklum skrúðgörðum og eins ólík New York og hugsazt get« ur. Yfirleitt var ferðin öll hin. ánægjulegasta, og bar þann I skugga einan á, að einn þeirra manna, sem hana átti að fara, Jón Bjarnason, fréttaritstjóri Framh. á 7. síðu Ný efni — Ný ssiið Fyrir fáum dögum vorum við allmargir íslenzkir blaðamenn á ferð í New York við ágæta leiðsögn Sigurðar Magnússonar,1 fulltrúa Loftleiða. í þeirri ferð áttum við þess kost að kynnast. starfsemi Loftleiða vestan hafs' og hafa tal af yfirmönnum fé- lagsins þar, Nicholas Craig, ^ framkvæmdastjóra þess í New York, og Bolla Gunnarssyni, | sem er stöðvarstjóri þess á Idlewild-flugvellinum. Yfir íslendinga hefur nú gengið tímabil, sem ekki er til þess fallið að glæða trúna á getu þeirra og hæfni til þess að reka Blaðamenn, ásamt nokkrum starfsmönnum Loftleiða, í bækistöðvum félagsins í New York. ’ eSiiv TIÍ0IS EIGYlltDAlIL © er fegursta bókin á jókmarkaðnum ® Látið ekki bækur Æskunnar Adda í menntaskóla (Jenna og Hreiðar) .... kr. 22.00 Adda trúlofast (Jenna og Hreiðar) ......... — 25,00 Börnin við ströndina (Sig. Gunnarss. þýddi) — 20,00 Bjarnarkló (Sig. Gunnarsson þýddi) ........ — 32,00 Eókin okkar. (Hannes J. Magnúss.) ......... — 24,00 Dóra sér og sigrar (Ragnlieiður Jónsdóttir) — 35.00 Dóra í dag (Rágnheiður Jónsdóttir) ........ ■— 35,00 Dagur frækni (Sig. Gunnarsson þýddi) ______ — 40,00 Elsa og Óli (Sig. Gunnarsson þýddi) ....... — 48,00 Eiríkur og Malla (Sig. Gunnarsson þýddi) .. — 23,00 Ennþá gerast ævintýri (Óskar Aðalsteinn) .. — 35.00 Grant skipstjóri (Hannes J. Magnúss. þýddi) — 33,00 Grænlandsför mín (Þorv. Sæmundsson) .... — 19.00 Góðir gestir (Margrét Jónsdóttir) ..... — 27,00 Geira glókollur (Margrét Jónsdóttir) ...... — 45,00 í Glaðheimum (Ragnheiður Jónsdóttir) .... — 32,C0 Glaðheimakvöld (Ragnheiður Jónsdóttir) . . — 55,00 Hörður á Grund (Skúli Þorsteinsson) ....... — 35,00 Kappar úr íslendinga sögum (Marinó Stefánsson) ................... — 23,00 Karen (M. Jónsdóttir þýddi) ............... — 36,00 Kisubörnin kátu (Guðjón Guðjónsson þýddi) — 25,00 Litli bróðir (Sig. Gunnarsson þýddi) .... ■— 18,00 Kibba kiðlingur (Hörður Gunnarss. þýddi) .. — 16,00 vanta í bókaskáp bamanna Kalla -fer í vist (Guðjón Guöjónsson þýddi) — 13,50 Maggi verður að manni (S. Gunnarss. þýddi) — 20,00 Nilli Hólmgeirsson (Marinó Stefánss. þýddi) — 23,00 Oft er kátt í koti (Margrét Jónsdóttir) .... —■ 17,00 Skátaför til Alaska (Eirikur Sigurðss. þýddi) — 20,00 Stellu-bækurnar (Sig. Gunnarsson þýddi) . . — 30,00 Snorri (Jenna og Hreiðar) .................. — 32,00 Steini í Ásdal (Jón Björnsson) ............. — 45,00 Snjallir snáðar (Jenna og Hreiðar) ......... — 45,00 Todda kveður ísland (Margrét Jónsdóttir) . . — 25,00 Todda í tveim löndum (Margrét Jónsdóttir) — 25,00 Tveggja daga ævintýri (G. M. Magnússon). —25,00 Uppi á öræíum (Jóh. Friðlaugsson) .......... — 30,00 Útilegubörnin í Fannadal (Guðm. G. Hagalin) — 30,00 Vala (Ragnheiður Jónsdóttir) ............... — 20,00 Vala og Dóra (Ragnheiður Jónsdóttir) ....... — 38,00 Vormenn íslands (Óskar Aðalsteinn) ......... — 46,00 Örkin hans Nóa (Guðjón Guðjónss. þýddi) . . — 32,00 N.B.: — Klippið þessa auglýsingu úr blaðinu og hafið hana við höndina, þegar þjð gerið innkaupin á jóla- bókum uvglinganna núna fyrir jólin. — Hér eru marg- ar eldri bœkur, með mikiu lcegra verði en nýju bœk- urnar. — Hafið það einnig í huga.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.