Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 06.12.1958, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 06.12.1958, Blaðsíða 8
s cJLauqardaqinn 6. dei. 1958 — FRJ ALS Þ J ?£> ¦ » r Hvernig á að ráða bót á manneklur.ni á flsklflotanum? Eisum við aö taka upp skylduvinnu tveginn? Hugmynd Jóhannesar CíuBmundssonar og Gulmniidar Hagafói Nú er mánuður, unz vetrarvertíð á að heíjast, cg enn veit enginn, hvar cg hvernig á að fá 1000—2000 manns, sem vantar á hskiílotann og í hskiðjuverm. Mikill meirihluti þjcðarinnar er r.S slitna úr iengslum við þao atvinnulíf, sem afkoma þjcðannnar og menn- ingarlíf byggist á, cg þar er ekki fynrsjáanleg nein breyLng til bóta, hvorki í bráS'né lengd, nema s.'our sé. Tækiíærissíefna, heraiang, land- sala Hannes Pálsson frá Undir- felii lýsir þjóðmálaþróuiiinni í landinu síðustu misserin með svofelldum orðum í grein í Timanum á miðviku- daginn: „En andi verðbólguspekúl- antanna hafði sýkt þjóðina á fimmtán ára verðbólgu- tírna. Á þessu tímabili höfðu hinar fornu dyggðir — nýtni, sparsemi og ábyrgðartilfinn- ing liðið mikið skipbrot. Of margir þegnar þjóðfélagsins höfðu vitandi og óvitandi til- einkað sér þá lesti, sem óum- flýjanlega fylgja verðbólgii og tsekifærissinnuðum lifnað- arháttum, samhliða her- mangi og Iandsölu." SkufifdÍsk kvikmynd Skaftfellingafélagið hefur að undanförnu látið vinna að kvikmynd úr Skaftafellssýslum, og hefur Ósvald Knudsen tekið hana. Verður -hún sýnd al- amenningi nú á sunnudaginn. Færeyingar hafa undaníarin ár bjargað íslenzkum útvegi, en það hefur að sjálfsögðu kostað ærnar gjaldeyrisfórnir. Eftir ..bjargráðin" í fyrravor eru litlar líkur til þess, að hingað fáist nema fáir Færeyingar á vertíð, og tveimur íslenzkum sendi- mönnum, sem verið hafa í mannaleit í Færeyjum, rriun ekki hafa orðið mikið ágengt. Auk þess er það í alla staði óhag- kvæmt og getur ekki orðið til frambúðar að reka útgerðina með útlendingum, sem hingað koma aðeins um stundarsakir, þegar þeir búa við' Iéleg atvinnu- skilyrði heima fyrir. Nýjar hugmyndir. Stjórnmálamennirnir fara dult með það, hvað þeir hyggjast íyrir í þessu efni, en ýmsir hafa brotið heilann um það, hvað til ráða sé. FRJÁLSRI ÞJÓÐ er kunnugt um tvo menn, sem hvor í sínu lagi hafa hreyft nýstár- legri hugmynd .— Jóhannes kennara Guðmundsson á Húsa- vík, er skrifaði grein um málið í Alþýðublaðið í sumar, og Guð- mund Gíslason Hagalín rithöf- und, sem rætt hefur um það við ýmsa menn. LITIÐ FRETTABLAÐ Laugardaginn í 7. viku vetrar. Skuid &ff r&i&iu-r Eimskipafélagið "hefur fengið nýtt skip, Selfoss, sem Jcostar fimmtíu millj- Fyrir tímann Mörgum þótti það ærið bráðlæti, að byrjað var að setja upp jólaskreytingar í Reykjavík, áður en nóvembermánuður var liðinn. Fyrir nokkrum árum. var ekki hafizt handa um Slikar skreytingar fyrr en um miðjan desembermánuð. 3&intnB«»ícíi Einhver hreyíing mun vera uppi um það að fá minkaeldi leyft í landinu á nýj- an leik. Standa að |>vi menn, sem hyggj- ast græða auð fjár á t>eim atvinnuvegi, enda þótt fáir, sem áður hðfðu minkabú, efnuðust á þeim til neinna muna. ónir króna, og Morg- unblaðið segir, að kaupverðið sé allt fengið að láni. Við komu skipsins hing- að var boð haldið tvo daga í röð. Fyrri daginn munu boðs- gestir hafa verið um hálft annað hundrað, en hinn síðari sextiu. Þessar veizlur hefðu betur átt við, þegar búið verður að borga skipin, því að þá verður sönnum sigri að fagna. Eins og fara hlaut Það þótti skjótráð- ið og vafasamt, er strokumaðurinn Jó- hann Víglundsson var látinn laus i haust — vegna þess hve bald- inn hann var. Nú er og komið á daginn, sem JíkJegt var, að þetta gat ekki geíið góða raun. Hann het- ur brotið af sér á ný og er kominn í faiit,- elsi. Skor eg vftskipti Skókaupmenn munu hafa borið fram kær- ur yfir því, að mikið af skófatnaði væri keypt í búðum er- lendis og flutt til landsins með flugvél- um. Þykir þeim eink- um kveftskór seljast furðu treglega. Þessi kæra mun hafa orðið þess valdandi, að toll- þjónar tóku fyrir nokkru fáein pör af skóm af flugfreyjum og létu þær gjalda áttatíu krónur í toll. Að líkindum hafa þessir skór þó verið keyptir fyrir gjald- eyri, sem áður var búið að .borga af ærna skatta til ríkis- ins. GERIZT ASKRIFENDUR! SÍMl 1-99-85. Hugmynd þessara manna er skylduvinna ungra pilta við út- gerðina ákveðinn tíma. Þar sem afkoma og tilvera þjóðarinnar er undir þvi kom- in, að fiskveiðarnar séu stund- aðar svo sem föng eru á, væri óverjandi tómlæti að skella skolleyrum, við nýjum hug- myndum til bóta á þessu sviði. Þess vegna hefur blaðið snúið sér til Guðmundar Hagalín og leitað eftir því við hann, að hann gerði í fáum orðum grein fyrir þessari hugmynd. Skylduvinna gegn fullu kaupi. Guðmundur svaraði á þá leið, að hér væri engin herskylda eins og tíðkaðist hjá öðrum þjóðum, þar sem ungir menn yrðu end- urgjaldslaust að kalla, að verja 1—2 árum af ævi sinni við þjálf- un í vopnaburði. Það gæti því varla kallazt ósanngjarnt, þótt þess yrði krafizt hér í þjóðar- nauðsyn, að ungir menn gegndu störfum yið útgerðina svo sem tvær vertíðir gegn fullu kaupi. Við framkvæmd slíkrar skyldu- vinnu væri þó margs að gæta, og hefðu nefndir verið skipaðar af minna tilefni. Eðlilegt væri, að þeir, sem við landbúnað ynnu, teldust hafia goldið Torfalögin og væru und- anþegnir þessari skyldu, og þeir, sem langskólanám stunduðu, yrðu að eiga þess kost að inna skylduvinnu sína af höndum að sumrinu, til dæmis við síldveið- ar. Sumir væru og svo óhraustir á sjó, að þeir yrðu í staðinn að fá að vinna við aðgerð i land- inu, og á enn fleiri atriði yrði að líta, til dæmis hvernig að skyldi farið um iðnnema. Vinnukapp og tengsl við lífæð þjóðíélagsins. Guðmundur sagðist ekki ein- ungis telja kosti slikrar skyldu- vinnu í því fólgna, að með þess- um hætti væri útgerðinni tryggð- ur nauðsynlegur mannafli, held- ur væri sjósókn og aðgerð í landi störf, sem yfirleitf væru stunduð af kappi og atorku, svo að þau ættu að hamla gegn ó- nytjungshætti og kenna mönn- um að beita sér. Loks kæmust ungir menn með þessum hætti í tengsl við lífræn störf og lærðu að skoða aðalatvinnuveg þjóðarinnar og þá stétt, sem hann ber uppi, með öðrum aug- um en þeim, sem. rennt er yfir skrifborð eða búðarborð. Ælvöruffl&ttur Siilumesiin" deyja Þá er nú komið að því, að Framsóknarflokkurinn leggi endanlega upp laupana og dragi sig með öllu út úr islenzkri póli- tík. Hann hefur nú fullreynt það, að vandamál þjóðarinnar yerða ekki leyst í samvinnu við Sjálf- stæðisflokkurinn, og þá er ekki heldur lengur blöðum um það að fletta, að ekki leysir hann þau i samvinnu við svonefnda „verkalýðsflokka". Ekki þýðir heldur fyrir flokk- inn að horfa til þess, að hann fíti einn að glíma við lausn mál- anna, því að þjóðin er að sjálf- sögðu með öllu ófáanleg til að veita honum fylgi til þess. Bíður flokksforingjanna þvi auðsjáanlega ekkert annað en leggjast á lárber sín. m Jk skal að ósi stesnma Orðheppinn Islendingur, sem búsettur er erlendis, en staddur hér á landi um þessar mundir, ræddi um efnahagsástand þjóð- arinnar. Kvað hann viðbrögð stjórnmálamannanna og reynd- ar landsmanna í heild líkust því sem þeir hefðu bitið sig í spakmælið: „Á skal að ósi stemma". En hins vegar hefðu IWkJWVWW^TwT^. | þeir ekki gætt þess, að orðið ós [ hefði tekið merkingarbreytingu, , frá því er málshátturinn varð I til, og táknaði nú árós, en hefði áður merkt upptök ár. Fyrir því væru nú allir önnum kafnir við að stífla árósimi. Brauðkröfur í Tívolá Þjóðviljinn hefur undanfarið I birt hvað eftir annað mynd af nokkrum hópi uhglinga .og barna framan við leiksviðið i | Tívolí i Vatnsmýrinni, þar sem þau horfa á trúðleika. Undir myndinni stendur þessi smekk- I lega klausa: „Þessi mynd er af ( alþýðufólki, sem hefur samein- azt á fundi til baráttu fyrir bætt- I um kjörum og betra þjóðskips:- lagi." „Að loknuni fundi lammafli hópurinn sig með rauða fánann heim að.húsi Jóhanns Bogesens og hrópaði ' niður með barna- morðingjann og Kláus Hansen. Aðrir heimtuðu brauð handa, börnum sínum, jafnvel tólf ára gamlar telpur stóðu undir silki- tjölduðum gluggum kaupmanns- ins, bláar af heift og gráti nær og hrópuðu: — Við viljum hafa brauð handa börnunum okkar." (Halldór K. Laxness: Fuglinn í fjörunni, 178. bls.). VarBiUfýli SÍGUBBiBi Ég tel mér nauðsynlegt að láta þess getið, að ég var ekki stadd- ur hér á landi, er síðasta tölu- þlað FRJÁLSRAR ÞJÓÐAR kom út, og hafði hvorki grun né vitneskju um þau ummæli, er þar voru höfð um mig. Mér þótti óþægilegt að lesa skjall um mig í því blaði, sem ég er ritstjóri að, og vil slá þennan varnagla til þess að firra mig álasi, sem ég hef ekki unnið til. Allir höf- um við sjálfsagt einhverja bresti, en sjálfshól hef ég ekki tamið mér á opinberum vett- vangi. Jón Helgason. ¦nKapf^nr^.' ««^=: *>~;, Þegar hér var komið samtal- inu, rofnaði símasambandið við Silfurtún í þriðja eða fjórða sinn, enda hafði Guðmundur þá lýst fyrir blaðinu aðalinntaki þessarar hugmyndar um skyldu- vinnu ungra manna á sjónum. GrundvöIIur umræðna. FRJÁLS ÞJÓD reiíar þetta mál, nú þegar við blasir, að fjöldi báta komist ekki á miðin á vetrarvertíðinni sökum mann- eklu, í því skyni, að um það eða önnur úrræði, sem menn kynnu að luma á, geti hafizt umræður, og þeir, sem þar vilja leggja orð í belg, með eða móti, segi sitt álit. Blaðið hefur og reynt að koma þessari hugmynd á fram- færi með þeim hætti, að ekki þurfi að blandast pólitiskar erj- ur saman við slíkar umræður. Vonar það og, að önnur blöð vilji ræða málið, svo mjög sem afkoma þjóðarinnar veltur á því, að einhver viðhlítandi nið- urstaða finnist. Hafín endurútgáf a Feriabdkar Þor- Bókaverzlun Snæbviarnar Jónssonar hefur hafið að gefa út Ferðabók Þorvalds Thorodd- sens, sem kom út í frumútgáfu á árunum 1913—1914 og lengi hefur verið harla torfengið rit og dýrt, enda var upplagið ekki stórt. Telja fróðir menn, að af þeirri útgáfu muni ekki til nema um 300 heil eintök á landi hér. Jón Eyþórsson veðurfræðing- ur býr hina nýju útgáfu undir prentun af alúð og nákvæmni, og er fyrsta bindið, nær 400 blaðsíður, komið út. Hefst það á formála Jóns um bókina og höfundinn, og á undan hverjum meginkafla eru skýringar um ferðalög Þorvalds, ritaðar af Jóni. Alls munu bíndin eiga að verða fjogur eins og í hinni fyrri útgáfu. Æ sk rifendm r9 uíhuaið! Jólablað FRJÁLSRAR ÞJÖDAR er nú í prentun og verður sent skilvísum kaupendum. Munið að svara innheimtubréíunum um hæl og tryggja ykkur að fá blaðið sent framvegis — með nýjustu tíðinduni af íslenzkum stjórnmálum, en þar má búast við, að tíðindasamt verði á næst- unni.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.