Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 09.01.1960, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 09.01.1960, Blaðsíða 1
¥M LANOSöunASAKíl 231483 OTO 9. árg. Laugardaginn 9. janúar 1960 1. tbl. ÍSLANOS '^l l)m fimmtíu fulltrOar a landsfundi Þjaðvarnarflokksíns Fundarstöri í prjfá daga Um fimmtíu fulltrúar munu sitja fjórða landsfund Þjóðvarnarflokksins nú um helgina, og eru sumir þeirra langt að komnir, meðal þeirra Alvarlegustu hliðar olíuhneykslisins: Gjaldeyríssvík sýnilega au&veld - álit landsins út á ú í stórhættu Qeösiíegt, a5 háttsettir embættismercn, sem málið keggur nærri, gegni embætti, á meian rannsókn fer fram nokkrir fulltrúar af Norður- landi, úr Eyjafirði og Þing- eyjarsýslu. Þeear blaðdð fór í prentun, var ákveðið, að fundur skyldi settur í Bind- indishöllinni að Fríkirkju- vegi 11 föstudaginn 8. janúar klukkan hálfníu. Ætlunin var að koma þá til nefnda flestum málum, sem til umræðu verða og láta nefndir starfa fyrri hluta laugardags. Síðdegisfundur á laugardag og lokafundur á sunnudag verða í Tjarnar- kaffi (Oddfellowhúsinu) uppi, og munu kosningar í trúnaðarstörf fyrir flokkinn fara fram á sunnudaginn. Æ*jóðráaið wnikta : Bílakaup til styrkfar atvinnuvegunum Fátt hefur nú um skeið venð jafnmikið rætt og syndafall samvinnuhreyfingarmnar í þjónustu hms er- lenda hernámsliðs. Þar hefur vondur félagsskapur búið henni tálgryfju, sem hina dyggu og óeigmgjörnu frumherja hennar fyrir nokkrum áratugum hefur ekki órað fyrir. Þegar slíkir atburðir gerast, hefur borið býsna langt afskeiðis frá þeim dyggðum, sem óneitan- lega voru öflugur þáttur í samvinnustarfinu í öndverðu. Enn hefur ekki verið birt nema lauslegt ágrip tveggja þátta þeirrar rannsóknar, sem fram hefur farið, enda málið að sögn hvergi nærri fullkannað. Eigi að síður eru á kreiki marg- víslegar sögur um eitt og annað sem á að hafa komið á daginn, en ekki verið gert heyrinkunn- ugt. En á því verða ekki reiður hentar, hvað satt er, ýkt eða logið af þvílíkum sögum. Þær geta auðveldlega myndazt, þeg- ar svo margumtalað mál er ann- ars vegar. Það eitt er ljóst, að mikil svik háfa verið höfð í frammi, hverjir eða hversu margir sem þar hafa átt hlut að máli, innlendir og útlendir. Það er og kunnugt, að gjaldeyris- eftirlit bankanna er harla bág- borið, og þáttur • þess hlýtur þeim mun fremur að vekja ótrú, að álit þess hefur oftar en einu sinni orðið fyrir skakkaföllum áður, nú á allra síðustu árum. búið að rækta með mönnum alls konar vélabrögð, svo að heiðarleg fyrirtæki missa jafn- vel af viðskiptum fyi'ir þær sakir, að þau vilja ekki ganga í dansinn. Það er því hætt við, að fleiri leynireikningar séu til en leynireikningar Olíufé- lagsins, þótt hann sé þar fyrir ekki betri eða afsakanlegri. Heiour Iandsins í hættu. Að því leyti er ævintýri Olíu- félagsins einnig óvenjulega háskalegt landinu, að við það hljóta að bendlast nöfn manna, sem fara með æðstu stjórn fjár- málanna, þar sem aðalbanka- Framh. á 8. síðu. Það hefur nú allmörg ár ver- ið helzta bjargræðið í þrenging- um atvinnulífsins að flytja inn bíla með háum tollum og borga síðan rekstrarstyrki atvinnu- veganna með þeim tollum. Jafn- smellið ráð hefur varla verið fundið upp í öðru landi. Þó eru á þessu nokkrir gall- ar. Eitt af því, sem þjáir landið, er gjaldeyrisskortur og halli á þjóðarbúskapnum. Bílarnir kosta aftur á móti gjaldeyri, og þó er hitt kannske enn alvar- legra, hve rekstur hins sístækk- andi bílaflota- íslendingá heimt- ar mikinn gjaldeyri til kaupa á benzíni, smurningsolíum, hjólbörðum og varahlutum. Og sá kostnaðarliður eykst hraðar en í hlutfalli við bílafjölgun- ina, því að árekstrar og skemmdir aukast meira en svo, þegar gotur flestar í höfuðborg landsins eru ofhláðnar bílaum- ferð. Annað, sem þjáir þjóðfélag- ið, er álögur svo þungar, að ekki fara sögur af öðru eins á þessum helmingi hnattarins, og dýrtíð, sem örðugt er að hemja. Og álögurnar spenna upp dýr- tíðina, og dýrtíðin heimtar meiri álögur. Bílamergðin heimtar aukin framlög til við- halds á götum og þjóðvegum — með öðrum orðum aukna skatta. Og til þess að góðborgararn- ir geti ekið niður í miðbæinn á bílum sínum, verður bæjar- félagið að sgálfsögðu með ein- hverjum ráðum að sjá þar fyr- ir bílastæðum. Stæði handa einum bíl kostar nokkra tugi þúsunda að sögn, og þá er ráð- ið að hækka útsvörin, svp að hægt sé að gera þessi bílastæði, og bílaeigendurnir geti notað ökutæki sín dag hvern, því að enginn þeirra tekur í mál að borga þá stæðisleigu, er geti staðið undir kostnaðinum. Hið mikla þjóðráð íslenzkra stjórnarherra hefur því sína Framh. á 7. síðu. Hvert rann niEEjénarfjórB" Morgunblaðið hefur skýrt frá því, að hafmeyjan í tjörninni, sem sprengd var í loft upp á nýársnótt, hafi kostað fjórðung milljónar að öllum kostnaði við hana reiknuðum. Mörgum blöskrar það verð, því að listamaðurinn, Nína Sæmundsson, . hefur varla f engið í sinn hlut nema brot af þessari fjárhæð, og mömium er forvitni á að vita, í hverju þessi kostnað- ur allur er fólginn. - FRJÁLS ÞJÓÐ leyfir sér að fara þess á leit, að for- ráðamenn bæjarins birti sundurliðaðan reikning um kostnaðinn við styttuna, svo að það sjáist svart á hvítu, hvert þessi f jórðungur millj- ónar hefur runnið. Óhugnanleg innsýn. Afbrot Olíufélagsins er al- varlegast fyrir samvinnuhreyf- inguna sjálfa og knýr hana væntanlega til þess að endur- skoða alla starfshætti hjá sér, svo að svipað gerist ekki aft- ur. Þessi hrina gæti orðið henni hreinsunareldur, ef þar verður af manndómi tekið á þessu mót- læti og sýktir vet\v miskunn- arlaust skornir burt. Fyrir þjóðfélagið er hitt al- varlegra, að það er sýnilega leikur einn í utanríkisviðskipt- um að hafa í frammi ýmsa klæki í gjaldeyrismálum og safna ólöglegum sjóðum er- lendis, ef samstarf er um það við þá, sem skipt er við í öðr- um löndum. Það er líka full- yrt af þeim mönnum, sem ger- kunnugir eru utanríkisviðskipt- um, að í sumum viðskiptalönd- um okkar sé að fyrra bragði boðin fram greiðasemi í þeim efnum af fjólda fyrirtækja, væntanlega í því skyni að laða niðja víkinganna norður hér til viðskipta. Það væri því ekki furðulegt, þótt ýmsum hefði orðið hált á svellinu, ekki sízt þar sem upp- bótakerfið hér innan lands er fttilXVlllK AflFEItÐ VI» AVEITU "¦ . ' " ¦ ' . 'j\ :¦.¦¦¦¦¦ ¦¦¦ Sis......s.....« Mannmergðin í hinum miklu l'ándum Asíu hefur fram á þennan dag búið við sult og eyru. Það er fyrst nú, að farið er aH vinna að því af kappi að ráða bót á bessu. En verkefnið er svo risavaxið og mannfjölgunin svo ör, að seint gengur að leysa vandann. Oll tækni er enn á lægsta stigi víða í þessum löndum. Hér sést, hvernig frumstæðir indverskir bændur fara að því að vökva land sitt. Þeir stinga holum trjából niður í vatnið og ganga síðan eftir honum, unz hann íporðreisist og dálítill vatnssopi rennur í gegnum hann upp á bakkann.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.