Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 09.01.1960, Blaðsíða 7

Frjáls þjóð - 09.01.1960, Blaðsíða 7
FRJALS ÞJDÐ — <=Cau-^arda^inn 9. janáai’ Í960 fcaddíi LtíthdA Styttumál Wilveru hafmeyjarinnar í Reykjavíkurtjörn lauk, þeg- ar síðustu tónar nýárssálmsins voru þagnaðir. Hún var þægi- ]ega á stall sett, svo að auðvelt var að koma fyrir sprengiefni innan í henni, og himnafaðirinn lét frysta hæfilega, svo að sá þyrfti ekki að vökna í fæturna, sem verkið vann og í tundur- þræðinum kveikti. Og svo sprakk hún í loft upp með braki og brestum. Annars virtist þessi hafmey alltaf hafa átt eymdarævi. Hún var þunn á vangann, greyið, svo að ekki sé sagt mögur, og ósköp vandræðaleg þarna úti í tjörn- inni. Kannske hefur þetta allt verið af vorkunnsemi gert við hana. Eftir hinar sögulegu endalykt- ir hafmeyjarinnar hafa svo góð- ir borgarar farið að ráðslaga um það að afgreiða fleiri styttur í bænum með svipuðum hætti eða það hermir blað forsætisráðherr- ans upp á þá. Því var hins vegar haldið leyndu, eins og mikils- verðu atriði í spennandi getraun, hvar næst yrði helzt borið niður. Hér getur því verið í uppsigl- ingu nýtt sport fyrir sportmenn af því tagi, sem af mikilli iðni hafa skotið sundur umferðar- merki við þjóðvegina og gert auða húsinu á Kolviðarhóli heim- sóknir. Þetta nýja sport sparar þeim mikla fyrirhöfn og lángar ferðir út úr bænum, en veitir væntanlega sömu fullnægju. En þ^r að auki fá svo bæjarbúar nærtækara og notadrýgra um- ræðuefni og vakna á nýjum morgni eftir stórhátíðir við þægi- lega eftirvæntingu og spurn: Hvaða stytta var sprengd í nótt? Þó er svo um þetta sem annað fleira, að böggull fylgir skamm- rifi. Deilur um styttur hafa lengi verið eitt af því, sem góðborgar- ar hafa sér til dægrastyttingar, en með því að styttur eru fáar í bænum, þyrfti ek'ki oft né lengi að sprengja til þess að ræna þessa menn hugðarefni sínu. Aðrir eru þeir, sem slá sig til riddara á þvi að beita sér fyrir einni og einni styttu. Þeirra dýrð yrði líka skammvinn á sprengi- öldinni, því að hún myndi rjúka út í veður og vind með púður- reyknum. Kitlandi eftirvæntinguna, sem fylgir þessu nýju framtaki (sem væntanlega er einstaklingsfram- tak), verður þvi að borga með missi annarrar ánægju. Það er svo löngum í heimi hér, að hvað vegur annað upp. Og ljúkum vér hér styttumál- um. -— Austurbæingur. Sveinatunguhúsið f 46. tbl. Frjálsar þjóðar, er * grein um byggðasafn í Görð- um á Akranesi og aðsetur þess nefnt gamla prestseturshúsið þar, „elzta steinsteypuhúsið" á íslandi. Þetta tel ég rangt og skírskota til Iðnsögu íslands. Þar er sagt frá byggingu þessa húss og aðferðum við hana, og finnst mér líklegt, að rétt sé þar frá sagt. Aðferðin var sú, að smíðuð voru steinamót, 40—50 stykki, og blágrýti síðan malað 71 og hræft sáman Við kalklím, lit- ið eitt af sementi og dálítið af sandi og síðan steyptir steinar í fyrrgreindum steinamótum. Hús- ið var svo hlaðið úr þessum steinum. Húsið er því ekki stein- steypuhús heldur kalksteypuhús og þar að auki hlaðið. Þess er og getið, að prestur hafi orðið öreigi af þessum framkvæmd- um, þrátt fyrir styrki, enda var húsið lengi í smíðum, eða frá 1876—’'81. En steinsmiður sá, er fyrir þessu verki stóð, Sigurður Hans- son, varð samt sem áður fyrstur til að byggja steinsteypuhús á Islandi. Er það í Sveinatungu í Norðurárdal og var byggt 1895. Mætti halda því meira á lofti, og er hlutur bóndans í Sveina- tungu, Jóhanns Eyjólfssonar, sizt minni en smiðsins. Sérstak- lega langar mig að minna á, að þeir félagar fundu upp steypu- mót, sem síðan eru kölluð vopnavald, nú þegar Genfar- ráðstefnan nálgast. Þótt Morgunblaðið láti í það skína, að það sé af umhyggju fyrir íslendingum, að Norður- Ameríkuríkin vilja nú knýja fram samninga, þá er það fjarri réttu lagi. Nú hefur frá öndverðu verið litið svo á af íslendingum, að þeir hafi ekkert ólögmætt að- hafzt, er þeir færðu út fisk- veiðilögsöguna. Hún rekist ekki á við nein alþjóðalög eða regl- ur og sé algert innanríkismál íslendinga. Þess vegna hefur „SVeinatungumót", bg taka að sumu leyti fram öllum færanleg- um mótum, sem notuð hafa ver- ið hér á landi, að undanskildum þeim allra nýjustu að sjálfsögðu. Þeir komust af með lágmarks- magn af timbri, og mótaborðin voru hvergi negld, heldur skorð- uð með fleygum og lágu laus, er fleygarnir voru teknir burt. Engir vírar eða teinar voru í gegnum steypuna. Veggjaþykkt var 26 sm og blöndunarhlut- föll 1:2:3, og er þetta ekki langt frá því, sem nú tíðkast. Til dæmis um erfiðleikana við bygginguna má geta þess, að tveir menn voru allt sumarið að mylja grjót, því aðeins mulningur var notað- ur í steypuna. Þrír menn voru allt sumarið að flytja byggingar- efnið, höfðu 20 reiðingshesta í hverri ferð og fóru þrjár ferðir á viku. Höskuldur Þorsteinsson múrari. verið marglýst yfir því, að um fiskveiðilögsöguna verði ekki samið við erlend ríki, en farið að alþjóðasamþykktum, svo fremi sem þær reynist raun- hæfar og hljóti viðurkenningu annarra þijóða, sem svipaðra hagsmuna eiga að gæta og ís- lendingar. Það skýtur því nokkuð skökku við, er aðalblað ríkis- stjórnarinnar birtir fregnir um leynilegar ráðagerðir Banda- ríkjamanna og Kanadamanna um það að kúga íslendinga í snatri til þess að hverfa frá ein- dreginni stefnu sinni í lífsnauð- synjamáli þjóðarinnar og láta þá semja við Breta. Slíkri fregn hefði þurft að fylgja vísbend- ing um það frá blaðinu, að þess konar samningagerð geti ekki samrýmzt hagsmunum og stefnu íslendinga, en úr því að því var ekki að fagna, þá hlýt- ur það að vekja tortryggni, ef blaðið sér ekki ástæðu til þess að taka af skarið í forystugrein mjög fljótlega. Nógur er undanslátturinn við erlendan yfirgang, þótt ekki verði á síðustu stundu hvikað frá þeirri stefnu í landhelgis- málinu, sem er á góðum vegi að færa okkur fullnaðarsigur í því máli. Atlantshafsbandalag- ið er orðið þjóðarréttindum okkar nógu dýrt, þótt landhelg- in verði ekki líka lögð sem fórn á stall þess. Búhnykkurinn með bíEana — Frh. af 1. síðu. annmarka, þótt ekki sé að jafn- aði svo mjög gert orð á þeim. Og ekki bólar enn á því, að stjórnarvöldin gerist afhuga þessu ráði. IBWfc-"- - --- -___________j Frimíirkjasafnarar yarist áskrifendur að tímaritinu ‘Trímerfei ÁskriftarQjatd kr. 65,oo fyrlr 6 tbl. FRÍMERKI, Pósthólf 1 264, Raykjavík Nú þarf að hjálpa Bretum Frh. af 8. síðu. ! Happdrætti Háikóla Islands Endumýgun til 1. flohhs er hnfin. -)< 55,000 hliitainidar — -)< 13,750 vmningai' -)< fjórði hver miöi hlytui* -)< vinning a5 meöaltali Á árinu greiðum við í vinninga: 18,480,000 krónur, eða 70% aí veltunni, sem er hærra vinningshlutfall en nokkurt annað happdrætti greiðir hérlendis. Viðbótarmiðarnir seljast mjög ört, svo þeir, sem höfðu hugsað sér að kaupa raðir, ættu að tryggja sér miða í tíma. UMBOÐSMENN í REYKJAVÍK: Arndís Þorvaldsdóttir, Vesturgötu 10, sími 19030. Elís Jónsson, Kirkjuteig 5, sími 34970. Frímann Frímannsson, Hafnarhúsinu, sími 13557. Guðrún Ólafsdóttir, Bankastræti 11, sími 13359. Helgi Sivertsen, Vesturveri, sími 13582. Jón St. Arnórsson, Bankastræti 11, sími 13359. Verzlunin Mánafoss, Dalbraut 1. Þórey Bjarnadóttir, Laugaveg 66, sími 17884. , ! • UMBOÐSMENN í KÓPAVOGI: Ólafur Jóhannsson, Vallargerði 13, sími 17832. Verzlunin Miðstöð, Digranesvegi 2, sími 10480. UMBOÐSMENN I HAFNARFIRÐI: Valdimar Long, Strandgötu 39, sími 50288. Verzlun Þorvaldar Bjarnasonar, Strandgötu 41, sími 50310. -)< Síiiöliö ad eigáii veliiiegim. -j< Aðstoðið við að bvggja ríir ' * æðstu meitiitastofBiiit fijóðarhinur. Veti fniíaHHa BRÚARLAND: Kaupfélag Kjalarnesþings. Vinsamlegast endurnýið sem fyrst til að forðast biðraðir seinustu dagana. HAPPDRÆTTI HÁSK0LA ÍSLANDS.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.