Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 30.01.1960, Side 1

Frjáls þjóð - 30.01.1960, Side 1
lliliiiLlí -i«M !j í> HHil IHi lli Hill. ”á,,n|'lf, illis1 Jim |||| ~ -t if,!« iniijniiií jggj !, jií _i 1 i « !L = ",! 9. árg. Laugardáginn 30. janúar 1960 4. tbl. Eru ólöglegar gjaldeyrisinnstæður ís- lendinga erlendis einn milljarður? Sú saga er sögð, að könnun hafi farið fram á því í vetur, hvað Islendingar eigi niik- ið fé í erlendum bönkum. Það fylgir með, að 1000 millj- ónir eða einn milljarður króna hafi komið í leitirnar Gengisfelling, auknar krfllur ríkis og bæja, meiri niburgreiilslur Ljósu fjaörirnar á vængnum: Afnám útflutningsuppbóta að mestu leyti, hækkun á elliiaunum og fjölskyldubótum og persónufrádrætti við ákvörðun tekjuskatts í þeim löndum, sem við höf- um mest skipti við. Þetta rifjar upp, að slík könnun mun hafa farið fram einu sinni áður. Það var í lok velgengnistímabilsins upp úr stríðinu, þ/jgar til þurrðar voru gengnar allar hinar löglegu innstæður, sem landsmenn áttu erlendis. Var það, sem þá hafði verið skot- ið undan og falið erlendis, sagt kringum 600 milljónir króna. En því er nú búið að skjcta undan mun meiri inn- stæðum í erlendum gjaldeyri, ef sönn er sú saga, sem flýg- ur um þetta. Það virðist fullt tilefni til þess, að frá því væri skýrt opinberlega, hvort einhver könnun af þessu tagi hafi verið gerð, og þá hvað í Ijós hefur komið. Siíkt á ekki að þurfa að berast í launmæl- um mann frá manni, ef það hefur við rök að styðjast. Hmar margumræddu hallænsráðstafanir ríkis- stjórnarmnar voru til. umræðu á flokksstjórnarfundi Alþýðuflokksms um síðustu helgi. Gylfi Þ. Gíslason reifaði málið og skýrði allrækilega frá fyrirætlunum og hugmyndum ríkisstjórnannnar, og að loknum umræð- um voru atkvæði greidd um ályktun, er gekk í sömu átt og inntak ræðu ráðherrans. Hinar fyrirhuguðu ráð- stafanir voru samþykktar eins og ráðherrann setti þær fram með atkvæðum allra flokksstjórnarmanna, nema Eggerts Þorsteinsonar, Jóns Sigurðssonar og Jóliönnu EgJ ilsdóttur, sem sátu hjá, og. Aka Jakobssonar og Óskará Hallgrímssonar, sem ekki létu sjá sig á fundinum. Eins og sjá má, er það aðallega fólk tengt verkalýðsfélögun- um, sem ekki vildi taka á- byrgð á hinum fyrirhuguðu ráðstöfunum með atkvæði sínu. Jnnflutningsgjald áfram. Ráðstafanir þær, sem, Gylfi boðaði samflokksmönnum sín- um, eru í meginatriðum þær, að gengið skyldi fellt, að því er helzt skildist svo, að Banda- ríkjadollarinn kostaði 38 krón- ur íslenzkar, en þó virtist það ekki að fullu ákvarðað. Nú síð- ustu misseri hefur gengi í raun- inni verið mai'gfalt, en með| 55% yfirfærslugjaldi hefurj dollarinn kostað 25 krónur. Yf-| irfæfslugjaldið skyldi falla nið- ur við gengisfellingu og út- flutningssjóður hætta störfum, en innflutningsgjald, sem runn- ið hefur í útflutningssjóð, verð- ur innheimt áfram, þó svo, að hundraðstala þess lækkar, þótt ólíklegt sé, að það lækki í krónu- tölu, þar eð það leggst á miklu hærri upphæð en áður eftir gengisfellinguna. I Kvewtsti órwwiw' fwOO hw\ Kaupmenn eru nú sem óð- ast að reikna vöruverðið á nýja genginu, og hefur blað- ið sannspurt, að innfluttir kvenskór, sem kostuðu 400 krénur í smásölu, kosti eftir gengisbreytinguna 600 krón- ur, og þá miðað við, að bæði heildsölu- og smásöluálagn- ing verði óbreytt að krónu- tölu. Skórnir hækka því um 50%. NiðurPireiðsIur og toilur. Verðuppbætur á útfluttar vörur, aðrar en þær, sem hinn nýi sjóður stendur undir, eiga að falla niður, en verðuppbæt- ur eða niðurgreiðslur innan lands eiga að standa. Mun jafn- vel til umræðu að auka niður- greiðslur á landbúnaðarafurð- um, og verð á kaffi, sykri, hveiti og haframjöli á einnig að halda niðri með ríkisframlögum. Tollar allir eiga að standa óbreyttir, en það hefur sjálf- krafa í för með sér geysilega hækkun þeirra í krónutölu, en söluskatti á að breyta þannig, að nú á að greiða 3% af smásölu og allri þjónustu. Þessi söluskattur er talið, að muni gefa af sér 280 milljón- ir króna á ári, og á hluti hans að renna til bæjarfélaga. Til skýringar má geta þess, að fyrir nokkrum misserum var söluskattur á smásölu felldur niður á þeirri forsendu, að hann væri í eðli sínu óinnheimtan- Frh. á 2. síðu. Svipþungir og gustillir verðbréfaeigendur Fyrir nokkrum mánuðum var boðið út ríkisskuldalán til nokkurra ára með miklum gyll- ingum, enda gekk sala þeirra tiltölulega greiðlega. Af þessum skuldabréfum áttu að greiðást 5—7% vextir, og skyldi nafn- verð þeirra bundið við raf- magnsverð í landinu. Nú eru þeir, sem létu til leið- ast að kaupa bréfin, býsna reið- ir. Þeir vöknuðu við vondan draum, þegar það vitnaðist, að nú á að hækka útlánsvexti upp í 11 eða iafnvel 12%. Þeir telja sig hafa verið ginnta eins og þursa og gera því jafnvel skóna, að stfórnarvöldin hafi verið bú- in að ráða ráðum sínum um vaxtahækkunina, áður en skuldabréfin voru boðin út. Engan dóm skal blaðið leggja á það, hvort svo hafi verið, en vorkunnarmál er mönnunum, þótt þeir uni illa sínum hlut, þegar svo er komið, að þeir fá ekki einu sinni venjulega inn- lánsvexti af þessum skulda- bréfum, er þeir eru nýbúnir að binda í fjármuni sína svo árum skiptir. Ekki bætir það úr skák, þótt þessir menn séu minntir á það, að skuldabréfin þeirra séu verðtryggð í hlutfalli við raf- magnsverð í landinu. Þeir eiga nefnilega auðvelt með að í- mynda sér, að rafmagnsverðinu verði bara haldið niðri með pen- ingum, sem ríkið sækir i þeirra vasa. 1464 milljónir 1464 milljónir króna ætl- ar ríkið að innlieimta og koma í lóg á þessu ári. Því er að minnsta kosti gert ráð fyrir í hinu nýja fjárlaga- frumvarpi. Áætlunin liljóðar upp á það, að hver fimm manna fjöl- skylda leggi rúmlega fjöru- tíu þúsund krónur í púkkið að mcðaltali. Þar við bætast svo fjár- kröfur sveitarfélaga. Nýr skattur og nýr sjóður. Jafnframt á að taka upp nýj- an skatt, 5% útflutningsskatt, sem renna skal í sérstakan sjóð, er ríkisstjórnin hafi til frjálsra umráða, til nýrra verðuppbóta á útflutningi, þar sem henni þurfa þykir. Er líklegt, að þetta fé muni nema allt að eitt hundr- að milljónum króna á ári, því að útflutningurinn getur hæg- lega orðið nálega tveir millj- arðar króna, þegar gengisfell- ingin ^r komin til framkvæmda. Þörf á rannsókn á fjárreíð- um glerverksmiðjunnar Það er nú komið á daginn, að forstjói'i Cúdóglei's hefur di'eg- ið sér þar stórfé, að sögn nær eina milljón króna. Þessi sami maður var annar tveggja for- stjóra glerverksmiðjunnar góðu, en afdrif hennar urðu hin öm- urlegustu. Aftur á móti voru forstjórarnir þess umkomnir að stofna jafnharðan ný fyrirtæki. Virðist nú ekki úr vegi, að raruisakað . væri rækilega, hvernig til hennar vár stofnað og rekstri hennar. háttað. Naustið er fyrir löngu orðið með þekktustu og vinsælustu veitingahúsum, — bekkt bæði imianlauds og utan. Þó num engin þjónusta hússins hafa náð jafu ahnennum vinsældum, sem þorramaturinn og í tilefni þorrakomunnar bauð Halldór Gröndal forstöðumaður í Nausti, blaðainönnum til hádegisverðar nú með þorrakomunni. Þarna var á borðum alíslenzkur matur að öllu leyti, kjörréttir hinir mestu. Er ekki að efa að marga mun fýsa að snæða hina. gómsætu Éétti nú um þorrann. Að gamalli venju er maturinr. borinn fram í trogum og sýnir myndin hina girnilegu rétti á borðum í Natisti.

x

Frjáls þjóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.