Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 30.01.1960, Blaðsíða 7

Frjáls þjóð - 30.01.1960, Blaðsíða 7
F R J Á L S Þ JÖ € — rJ^iuiaarJaoM áuparaatfinn 30. funúur 1960' Ur vúðri verötd — Framh. af 3. síðu. þeir heíðu þar þvi hlutverki að gegna að halda þeim i skefjum. Hernaður eða liðsinni? f Asíu og Afríku virðast hinar * hvítu þjóðir nú hafa aðeins einu hlutverki að gegna. Það væri að veita þjóðum þar aðstoð til þess að koma þjóðfélögum sínum í sæmilegt horf, bæði hvað varðar menntun og tækni, enda eiga þær þar margar garnlar syndir að afplána. En í þessum álfum geta hvitir menn ekki öllu lengur komið fram sem sendi- boðar einhverra yfirþjóða, nema út úr flói syndabikarnum, heldur aðeins sem liðsmenn, leiðbein- endur og fyrirgreiðslumenn að því marki, sem þegið verður. Vart mun nú nokkur maöiu' svo blindur, að hann sjái ekki, að farsælla hefði verið, að Frakkar og Englendingar hefðu lánað Egyptum það fé til Asvan- stíflunnar, er þeir lögðu í kostn- að við herför sína. Á sama hátt mun ljóst verða, áður en langir timar líða, að herkostnaðinum i Alsir hefði verið betur varið til að hefja Serki þar úr eymd og niðurlægingu heldur en til þess að drepa þá og hrekja. Enn kann líka að koma sú stund. að upp renni fyrir Englendingum. að sterlingspundin, sem talin voru á borðið til þess að hneppa ara- grúa Kenýumanna í fangabúðir og halda j)eim þar árum saman, hefðu borið betri ávexti, ef þeim hefði verið varið til þess að renna stoðum undir sómasamlegt þjóð- félag svartra manna á þeim slóð- um. Því að framtíðaryfirráð Englendinga i Kenýu rnunu hin blóðugu sterlingspund ekki tryggja. Það er nefnilega einföld stað- reynd, að þakklætishugur er betri inneign en þær glóðir elds, sem nýlenduveldin gömlu eru enn svo fíkin í að safna að höfði sér í löndum, er þau hljóta þó mjög fljótlega að sleppa tangar- haldi á. Biilvun landnámsins. ÚTSVÖR 1959 Hinn 1. febrúar er alira síðasfi gjaðddagi álagðra útsvara til bæjarsjóðs Reykjavíkur 1959. Þann dag ber að greiöa að fullu útsvör fastra starfsmanna, setn kaupgreiðendur eiga að skila. Atvinnurékendur og aðrir kaupgreiðendur, sem ber skylda til að halda eftir af kaupi starfsmanna til útsvarsgreiðslu, eru alvarlega minntir á að gera strax iokaskil til bæjar- gjaldkera. Utsvör, sem þá verða í vanskilum, verður að krefja með lögtaki hjá kaupgreiðendum sjálfum sem þeirra eigin skufld og verður iögtakinu fylgt eftir án tafar. Borgarritarinn. Læknisbiistaðurinn verður sæðingarstöð í|rlagarikari skyssa en allt ann- að, er þó kannske það land nám, sem nýlenduþjóðirnar hafa stofnað til í löndum annarra þjóða. f löndum, þar sem svo er ástatt, eru árekstrarnir harðast- ir og átökin miskunnarlausust. Með þvi marki er brennd barátt- an í Alsír, Kenýu, Ródesíu og Suður-Afriku. 1 þessum löndum eru þó ekki til nema tvær þolan- legar leiðir, þegar til iengdar læt- ur. Annað tveggja verða hinir hvítu menn þar að sætta sig /við að líta á hið biakka og frum- stæðara fólk sem jafningja sína, unna þeim sama réttar í öllu og sjálfum sér og umbera brek þeirra og þroskaskort með þolin- mæði — eða að víkja að öðrum kosti úr þessum löndum. En það væru kannske ekki örðugri þjóð- flutningar en áttu sér stað ann- ars staðar. f Suður-Afriku er þó vafalaust allt um seinan um friðsamlega sambúð, sökum þeirrar grimmd- arstjórnar, sem þar hefur ríkt, þar hefur v'erið sáð til þess hat- urs, sem vart slokknar í náinni framtíð. En sé horft fram á leið. er aðstaða h\ ítra manna þar efa- lítið voníaus. Kúgun hins svarta meiri hluta þar hlýtur að hafa í íör með sér e’ndalausar óeirðir, og þegar hin svarta Afrika hef- ur annars öll hlotið frelsi og sjálfstæði, mun taka að krauma 1, svo að um munar. Og þegar eldurinn hefur eitt sinn kviknað, mun hann fljótt breiðast út og fáu verða vægt. Örlög húsa eru stundum einkennileg. Stjórnarráðshúsið var upphaflega byggt sem tugt- hús, og þar voru fangar bæði felldir úr hor og barðir í hel. Seinna varð þetta hús embætt- isbústaður stiftamtmanns og nefnist kóngsgarður. Þegar hin æðsta stjórn fluttist inn í land- ið varð það skrifstofubygging landstjórnarinnar. Annað hús, sem færri þekkja og stendur úti á landshorni fjarri meginbyggðum, hefur nú nýlega borið á góma sökum þess, hve til breytilegra afnota það er tekið. Þetta er læknisbú- staðurinn í Trékyllisvík á Ströndum. Þar hefur enginn læknir búið Engin þjóð heims situr á eld- gíg í jafnægilegri merkingu sem hinir hvítu Suður-Afríkumenn, og engin þjóð vinnur jafnkapp- samlega að því að kalla yfir niðja sína eins óumflýjanlega bölvun og tortímingu. U fSfþægindin og' í fimmtán ár. Samt sem áður hefur það verið notað í viðlög- um, líklega þó helzt á seinni ár- um, eftir að sýnt var orðið, að það myndi ekki framar verða griðastaður neins embættis- manns, er vekti yfir lífi og heilsu manna norður þar. Til þess hefur nefnilega verið grip- ið við hundahreisun í hreppn- um. En nú hefur komið til tals að hefja það að nýju til virðu- legra hlutskiptis og gera það að sæðingarstöð fyrir Árneshrepp. Má þó segja, að saga þessa gamla læknisbústaðar sé að því leyti órofin, að öll afnot af hon- um eru frá upphafi helguð vís- indunum. Úfsþrótttu’inn. f festrænar þjóðir hafa sina ” tækni og sinar atómsprengj- ur. Þær hafa sín siðuðu þjóðfé- lög og sín lifsþægindi. En rétt- lætishugsjónir þein’a eru brengl- aðar, þegar þarf að hugsa út fyrir landsteinana og viljá ganga algerlega úr skorðum, þegar í hlut eiga þjóðír með öðru litar- fari. Andlegur þroski hefur ekki aukizt til jafns við treknifram- farirnar. Dollarinn og stei’lings- pundið verða oft þyngri á met- unum en góðu hófi gegnir, þegar til ákvarðana kemur. Það er eins og hjartað slái i veskinu. í ofanálag er svo tvísýnt, að lífsþægindin vestrænu séu þreki og lífsorku jafnholl og sandauðn- ir, frumskógar og sléttur Afríku eða efli iðni og eljusemiáborðvið þröngbýlið .í Asíu, sem auk þess mun af sjálfu sér sprengja af sér hnminn á sínum tima og heimta meira olnbogarými. Bifreiðasalan BÍLLINN Varðarhúsinu seatti Þar sem flesíir eru bíSarnir, bar er úrvalið mest. Oft góðir greiðslu- skilmálar. Auglýsið í Frjálsri m Sími 3 é 2 0 0 Thermobloc lofthitunarkathir Honeyweil stillitæki Sun-Ray olíubrennarar Geyser miðstöðvarkatlar Spiral- hitadunkar K Þensluker n lr.f Laugaveg 176 Tiififllalii-Í in i — Frh. af 4. s. Þannig fylgdi peningafölsun- in íma alla ævi, og nokkru eftir lát hans, eða um 1830, varð málarekstur út af spesíu einni, sem Magnúsi lögmanni Steph- ensen á Leirá fannst gi’unsam- leg og komin var frá Þórði beyki Þóroddssyni á Reykhól- um, föður Jóns Thoroddsen, sýslumanns. Vildu menn sverja, að spesían væri komin frá manni, er mikil skipti hafði við Tindala-íma. En þar sem hann var fyrir löngu dauður, höfð- ust menn ekki frekar að 1 því máli. Sagt er, að ími færist á skipi, er hvalur grandaði. Var hann þá að likindum hálfáttræður. Hann átti son, er Þorsteinn hét. Var hann í öllu líkur föður sín- um, en átti börn með ýmsum kon.um. Ekki mun það hafa verið rannsakað, hvaða núlif- andi snillingar eru afkomend- ur Tindala-íma. Síðan ég kynntist þessum þætti sagnfræðinganna um Tin- daia-íma, helur mér oft fundizt þessi ógæfusami snillingur þjóð- arinnar vera eins konar tákn um iðnað hennar. Hann hefur verið olnbogabarn þjóðfélagsins eins og ími, sakaður af mörg-! um um að vera öðrum atvinnu- vegum til byrði og eins konar sníkjudýr, sem tæki til sín silf- ur þjóðarinnar, en gæfi tin í staðinn. Svona var það, er Skúli fógeti gerði hina stórfelldu til- raun til iðnaðar á íslandi eftir miðja 18. öld, og svona hefur það ætíð verið síðan, er stofn- setja skyldi nýtt iðnfyrirtæki. Þau, sem komizt hafa á legg', hafa verið ' elt og ofsótt af nokkrum hluta þjóðarinnar og valdhafa hennar — eins og Imi á Ströndum. Síðustu árin hafa mörg iðn- fyrirtæki staðizt þrengingarnar, bjargað sér á handahlaupum, stokkið fyrir bjorg upp á líf og dauða eða þreytt vonlítið sund -til að riá : athvarfi annarlegra afla — eins og ími gerði, er hann synti fram f franska hvalfangarann. Oft hafa iðn- fyrirtæki bjargazt fyrir atbeina; og góðvild einstakra manna, en þrátt fyrir ofsóknir þjóðarand- ans. Alveg eins og ími gerði hjá Halldóri presti í Árnesi og Oddi lögmanni. Minnist ég þá sérstaklega eins valdsmanns síðustu ára, er braut í bága við flesta aðra valdsmenn þjóðar- innar í garð iðnaðarins. Það var Try^gvi Þórhallsson. Hann studdi meðal annars mjög ís- lenzku vikurnar, sem haldnar voru hér fyrir einum tug ára. Ef sagnaritarar kynna sér einhvern tíma sög'u iðnaðarins í heild eða einstakra iðnfyrir— tækja, munu þeir rekast á mörg undraverð fyrirbrigði í líkingu við sögurnar um íma: Ótrúlega leikni, þrautseigju, áræði, ást á íslenzkum málstað og óbilandi trú á lífið og stai’fið í landinu. En eins og ími hefur iðnaður- inn gert sín glappaskot. E. t.v. hefur hann gert sér íeik með silfrið og tinið, og svo þegar valdhafarnir gerðu málið að þrumandi alvöru, tekið þann kostinn að flýja í fátækt sinni og með því gefið tortryggninni og rægitungunum byr. Hann. hefur í stað þess að taka upp eðlilega baráttu og standa strax fyrir máli sínu farið að vissu leyti huldu höfði og treyst á velvild einstakra manna, tækn- ina og nauðsyn þjóðarinnar fyr- ir iðnaðarvarning. En iðnaðurinn mun sigra eins og Tindala-ími. Hann muii verða vel metinn búandi i þjóð- félaginu og jafnvel reka hyali á fjorur eins og ími, sem verða munu landslýðnum til bjai'gar. En ef myntfölsunárgrunurinn — tin fyrir silfur — á ekki að fylgja honum um alla framtið — eins og íma, verða iþpaðar- menn sjálfir að hef.jasj liaoda um að útrýma þeirri toriryggj^ valdhafanna og þess hluta þjóðarinnar, sem elur hána.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.