Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 06.02.1960, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 06.02.1960, Blaðsíða 1
9. árg. Laugardaginn 6. febrúar 1960 5. tbl. a Fjöldi stúdenta hlýtur að gefast upp við nám erlendis Við því má búast, að margir stúdenta þeirra, sem nú eru við nám erlendis, verði að hverfa frá því og halda heirn innan tíðar sökum þess, hve náms- og dvalarkostnaðurinn eykst gífurlega við gengisfellinguna. A námsmannagjaldeyri hefur t*i't s tt tt tírötlti tt r) hruíet tt íttt t»tt tt itttjs: Strangan sparnað hjá ríki og bæjarfélögum DeiSa um iífeyris- sjdð verzíunar- manna Talsverð ókyrrð mun nú vera í kringum lífeyrissjóð verzlunarmanna, sem stofnað- ur var fyrir nokkrum árum. Vilji verzlunarmanna er sá, að lífeyrissjóðurinn verði. notaður til útlána handa félagsmönnum, gegn tryggingu í fasteignum, á svipaðan hátt og lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna. Hins vegar mun núverandi sjóðstjórn, sem skipuð er fulltrúum beggja, at- vinnurekenda og vinnuþega, hafa haft þann hátt á að kaupa skuldabréf með afföilum af að- ilum, sem eru félaginu óvið- komandi. Um þetta hafa risið deilur, því að með þessum hætti yrði sjóðurinn verzlunarmönn- um aðeins til hagsbóta sem eft- irlaunasjóður, en gæti auk þess orðið þeim til mikils léttis við húsbyggingar og húsakaup, ef það fé, sem i hann safnast, væri notað til fasteignalána handa þeim. Hið margboðaða frumvarp ríkisstjórnarinnar er nú komið fram á alþingi, og er þar með staðíest allt það, sem áður hefur verið sagt um fyrirætlanir hennar. Frásögn FRJÁLSRAR ÞJÖÐAR af þeim hefur reynzt rétt í öllum atnðum. Ennfremur er boðað, að ríkis- stjórnin hyggist taka að láni í útlöndum einn milljarð króna til kaupa á neyzluvörum, og hlýtur menn að setja hþóða við þann boðskap. Það var fyrirfram vitað, að ráðstafanirnar myndu mjög þrengja að fólki og engum dylst, að svo hlýtur að verða almennt séð, þótt reynt sé að gera sem minnst úr því í grein- argerð þeirri, sem frumvarp- inu fylgir. Hitt mun skyni- bornum mönnum einnig ljóst, að ekki er hægt að koma við neinni lækningu á efnahags- meinsemdum okkar, án þess að hún snerti nokkurn mann. Það, sem deilt verður um, er, hversu réttlátlega komi niður þær fórnir, sem krafizt er, og hversu líklegt sé, að þær komi að haldi. Auk hinnar nýju skuldasöfn unar, sem yfir vofir, hljóta menn að reka augun í það, að hvergi sjást þess nein merki, að leitast eigi við að koma á sparnaði og bættum vinnu- Stjórn Cudoglers lýsir al- ranga fregn um fjárdrátt í síðasta tölublaði FRJLSR-j AR ÞJÓÐAR var í tveimur greinum að því vikið, að fjár-j dráttur hefði átt sér stað hjá Cudogleri og fyrrverandi for- stjóri þar hafður fyrir sökum.J Þetta var á því byggt, að eitt af | dagblöðum bar?jarins hafði hinn 28. janúar . sagt þessar fréttir^ og tilgreint nafn þess, sem sök- um var borinn, og fjárhæðina, sem átti að hafa misfarizt. Var af hálfu þessa blaðs litið svo á, að slík frétt gæti ekki birzt, án þess að óyggjandi heimildir væru fyrir sanngildi hennar, og þess var ekki gætt að grennsl- ast betur fyrir um það. Stjórn Cudoglers hefur hins vegar borið þetta algerlega til baka í hlutaðeigandi dagblaði, og er yfirlýsing hennar svo- látandi: ,,í tilefni af frétt í blaði yðar í gær varðandi fyrirtæki okkar, Cudogler h.f., leyfum við undir- ritaðir stjórnarmer.n fyrirtæk- isins okkur að taka fram, að frétt þessi er alröng. Treystum við því, að þér leiðréttið þetta á áberandi stað í heiðruðu biaði yðar á morgun. Það eina rétta er, að Ingvar S. Ingvarsson sagði upp starfi sínu hjá fyrirtæki okkar þann 1. desember síðastliðinn. Stjórn Cudoglers h.f. Þorvaldur Þorsteinsson. Jóhann Pálsson. Eiríkur Bjarnason.“ FRJÁLS ÞJÓÐ harmar, að hún skyldi í grandaleysi henda þetta á lofti, án þess að leita frekari staðfestingar á fréttinni, svo þungar sakargiftir, sem um var að ræða, og færir fram af sakanir sínar við þann, sem það bitnaði þyngst á, jafnframt því sem yfirlýsing stjórnar fyr- irtækisins er tekin hér upp til birtingar. brögðum hjá ríki og bæjarfélög- um. Þeim er sýnilega ætlað að taka til sín meira fé en áður, án þess að nokkra endurskoðun eigi að gera á starfsháttum og meðferð fjármuna. Það virðist hvergi eiga að nema af bitlingi, hvað þá fella neitt slíkt niður. Það á hvergi að fækka um emb- ætti eða leitast við að komast af með færri starfsmenn. Það á ekki að létta af neinu sendi- herraembætti, enda þótt við höfum tvo sendiherra í París og þrjá á Norðurlöndum. Það á yfirleitt hvérgi að hrófla við neinu af því, sem tildrað hefur Frh. á 2. síðu. verið greitt aðeins 30% álag, en við gengisbreytinguna verð- ur hann að greiðast sama verði og annar gjaldeyrir. Styrkir til námsmanna er- lendis eru að vísu hækkaðir úr tveimur milljónum króna í 3,625 þúsund krónur í fjárlögum þessa árs, með öðrum orðum um rúmlega 50%, en gengis- fellingin veldur miklu meiri hækkun á dvalarkostnaði en því nemur. Til dæmis má geta þess, að hingað til hefur ársfjói'ðungs- yfirfærsla til námsmanna í Noregi verið greidd með 6500 krónum íslenzkum, en eftir gengisbreytinguna þarf 11 500 krónur íslenzkar til þess að standa undir sömu yfirfærslu. Hin hækkuðu framlög til náms- manna erlendis vega þetta hvergi nærri upp, riema ætlun- in sé að fækka styrkjunum til mikilla muna. Á hinn bóginn mun fjárhagur margra náms- manna, sem ekki eiga að efna- fólk, er getur lagt þeim fé, mefr þeim ætti, að þeim er ofraun að bæta á sig þungum byrðum. Afleiðingin getur vart orðið önnur en sú, að talsverður hóp—> ur hlýtur að hverfa frá námi, þótt sárt sé, einkum fyrir þá, sem komnir e.ru alllangt áleiðis. Sagan segir: Beinagrind úr manni í hitaveitugeymi Skrifstofustjóri hitaveitunnar segir: Þetta er rangt Furðuleg og óhugnanleg saga fer — hinn mikli hiti sjái fyr- flýgur um Reykjavíkurbæ. Það gengur staflaust, að fyrir nokkru hafi beinagrind af manni fundizt niðri í einurn hitaveitugeyminum á Öskju- hlíð, þegar hann var tæmdur vegna hreinsunar. Húsmæður, sem hafa haft þann sið að renna hitaveitu- vatni í þottinn, þegar þær ætla að fara að sjóða, eða á ketilin’n, þegar þær ætla að hella á könn- una, hafa fyllzt hryllingi við þær hugsanir, sem saga þessi hefur vakið. Fólk gerir að vísu ráð fyrir ,að ósaknæmt sé í s,jálfu sér, hvað sem í geymana l\lilljón dollara lygi ir því. En þekkilegt er það ekki tilhugsunar, jafnvel þótt um annað væri að gera en manns— lík. Þessi saga hefur verið á kreiki um mánaðartíma, og síð- ustu viku virðist hún hafa magnazt mjög. Foráðamenn hitaveitunnar eða bæjarins hafa samt sem áður hvorki bor- ið hana til baka né staðfest hana ótilkvaddir. FRJÁLS ÞJÓÐ átti því, í fjarveru hitaveitustjóra, tal við skrifstofustjóra hitaveitunnar og spurði hann, hvort þetta væri satt. Skrifstofustjórinn svaraði stutt og laggott: — Nei. Þetta er rangt. — En þið hljótið þó að vita um þessa sögu? — Já. Við heyrðum hana fyrst fyrir rúmum mánuði. Það er ekki orðinn stundlegur frið- ur fyrir upphringingum og fyr- irspurnum. En ég vil fullvissa yður um, að þetta hefði ekki getað gerzt. Á hverjum hita- veitugeymi er aðeins einn hleri, og hann er boltaður aft- ur. Þessa hlera er ekki hægt að opna, nema kæla geymana fyrst. Væru þeir opnaðir án þess, myndi sjóðandi vatnið gubbast upp úr gevmunum og dembast yfir þann, sem það gerði. Hann myndi soðna utan geymanna. í Washington var reist risastórt líkneski til minningar um bandaríska hernienn í síðustu heimsstyrjöld. Bak við það er saga um liið mesta svindl. — Sjá grein á 5. síðu. Frsmboðslisti úr ísafofd Stjórnarkosning stenduj?* nú fyrir d.vrum hjá Hinu ís—- lenzka prentarafélagi. Tveir pólitískir listar verða að sjálfsögðu bornir fram að venju, en auk þcss er hafin. söfnun meðmælenda að sér- lista, sem prentarar í Isa— foldarprentsmiðju standa

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.