Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 06.02.1960, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 06.02.1960, Blaðsíða 3
Þjóö AFGREIÐSLA: INGÖLFSSTRÆTI 8 SlMI 19985 PÖSTHÓLF 1419 oLauqarda auqaraaqmn 6. febrúar 1960 Ctgefandi: ÞjóOvarnarflokkur Islanás. Ritstjóri: 76n Helgason, sími 1-6169. Framkvæmdarstjóri: Jón A. GuSmundsson. Askriftargjald kr. 9.00 á mánuSi, ársjcld 1959 kr. 108.00. V«5 t lausasölu kr. 3.00. Félctgsprentsmiðjan h.f. Raunasaga íslendinga T-*að er undarlegt til þess að •"¦ hugsa, nú á þessum tím- um, að í. allri f átækt sinni tókst Islendingum að halda jöfnu verðgildi íslenzku krónunnar fram að síðustu heimsstyrjöld, svo að hún gaf lítið eftir mynt annarra Norðurlanda, og sjá efna- hagsmálum sínum sómasam- lega borgið, enda þótt jafn- framt væri verið að reisa allt frá grunni í landinu- En þeg- ar auður flæddi yfir landið og allt hefði átt að vera létt-r ara og auðveldara, tók stein- inn svo úr, að við stöndum á barmi gjaldþrots og upp- gjafar, eftir að hafa verið að meira og minna leyti fæddir og klæddir með gjöfum og lánum útlendra þjóða um alllangt árabil. Þegar við hefðum átt að geta komizt úr kreppunni og snúið flestu til góðs hags, gerðust þau raunalegu tíð- indi, að við misstum allt úr reipunum og tókum að lifa á bónbjörgum, jafnhliða því, að við bárumst meira á en hinar ríkustu þjóðir og færð- umst í aukana um allar kröf- ur til meiri launa fyrir minni vinnu, jafnt fyrir hönd stétta sem einstaklinga. "I^essi hörmungarsaga okk- ¦"- ar íslendinga er þeim mun slysalegri, að á þessum sömu árum og við vorum að steypa öllu í vandræði hjá okkur, sk.riðu aðrar þjóðir út úr rústunum í sínum lönd- um, reistu allt frá grunni og komu sínum hag á traustan grundvöll á fáum árum. Þetta gátu jafnvel þær þjóð- ir, sem ekki lágu aðeins máttvana í blóðugum valn- um eftir hinn ægilegasta hildarleik og höfðu misst milljónir manna á bezta vinnualdri, heldur urðu einnig að sjá farborða ara- grúa fatlaðra manna og bæklaðra, taka við milljón- um flóttafólks og kosta út- lenda hersetu í landi, svo sem Þjóðveujar gerðu. Hversu aumt og lítilmannlegt er ekki hlutskipti okkar, þegar það er borið saman við því- lík átök, sem aðrar þjóðir hafa gert til viðreisnar við hin örðugustu skilyrði, sem hægt er að hugsa sér. Það er vægt að orði komizt, að við íslendingar megum skamm- ast okkar. • Ahinn bóginn er þess svo ekki að dyljast, að þetta á sjálfsagt sínar orsakir. Fyrst og fremst er því um að kenna, að við kunnum ekki að lifa við velgengni. Við er- um nýsloppnir úr örbirgð við erlendá stjórn, og þegar okk- ur berst. snögglega mikið íé upp í hendur, kunnum við ekki með það að fara, hvorki sem þjóð né einstaklingar, og rökrétt afleiðing þess er, að jafnskjótt snarast um hjá okkur. Við höfum ekki enn öðlazt þroska til þess að fá í hendur efni, en fara eigi að síður skynsamlega að ráði okkar. Við kunnum að lifa í fátækt og höfðum manndóm til þess að lifa í henni með það stefnumið að sækja fram á við. En við höfðum ekki þá staðfestu, að við þyldum að fá mikil efni snögglega upp í hendurnar. Þess vegna snerist peningamoksturinn á stríðsárum upp í þá þjóðar- ógæfu, sem lengi hefur vof- að yfir og er okkur minnis- samari þessa daga en endra- nær. Syndagjöldunum hefur lengi verið skotið á frest, en undan þeim kom- umst við ekki. En grátlegt er, hve foraðið, sem við erum sokknir í, hefur lítið megnað að vitka menn. Annars vegar er því haldið fram þessa daga, að allt sé í lagi og engin þörf að breyta neitt til. Hins vegar eru svo þeir, sem segja, að nú sé komið að reikningsskilum, ekki betur vaknaðir til veru- leikans en svo, að þeir ætla ekki einu sinni að stöðva fjármokstur ríkis og sveitar- félaga, heldur gera þær kröf- ur af hálfu þessara aðila, að þeir geti eytt meira fé en nokkru sinni áður. Þeir virð- ast ekki aðeins blindir á það, að svo þungt gerist fyrir fæti, að ekki veitir af, að hvar- vetna séu teknir upp nýir hættir, heldur loka þeir einn- ig augunum fyrir því, að for- dæmið um meðferð f jármuna hjá ríki, ríkisstofnunum og sveitarfélögum hlýtur að hafa úrslitaþýðinngu. Ef austurinn heldur þar áfram, verður torvelt að hamla gegn óbilgirni annars staðar. Það er þó sker, sem íslenzkir stjórnmálamenn og forystu- menn í efnahagsmálum eru oft búnir að steyta á hin síð- ari ár, svo að tornæmi er í meira lagi, að þeir skuli ekki skilja mikilvægi þessa atrið- is. • Ef núverandi stjórnar- flokkar ætla að gera það, sem þeir segjast vilja gera með hallærisráðstöfun- um sínum, þá er frumskil- yrðið, að þeir taki allri með- ferð opínberra fjármuna tak og komi á ekki minni sparn- aði og aðhaldi þar en al- menningur neyðist til að sætta sig við, þegar ráðstaf- anirnar eru komnar í fram- kvæmd. Án þéss er ekki ahn- MÉÐ Kenwood hrærivélin er traustbyggð, einföld í notkun, afkastámikil og fjölhæf. KENWOOD hrærivélinni fylgir: Skál, hnoðari, þeytari, hrærari, sleikja, og plastyfirbreiðsla. Verð kr.: 3.295.00 — Ársábyrgð. Austurstræti 14. Sími 11687. Bifreiðasalan BÍLLINN Varðarhúsinu sími 18-&-33 Þar sem flestir eru bílarnir, þar er úrvalið mest. Oft góðir greiðslu- skilmálar. BIFREIÐASALAN OG LEIGAN INGÓLFSSTRÆTI 9. Símar 19092 og 18966 • Kynnið yður hið stóra úrval, sem við höfum af alls konar bifreiðum. Stórt og rúmgott sýningarsvæði. BIFREIÐASALAN OG LEIGAN Ingólfsstræti 9. Símar 19092 og 18966. að sjáanlegt en innan stund- ar verði slík ólga, að ríkis- stjórnin hljóti að bíða lægra hlut. Með vægðarlausum niðurskurði og sparnaði hjá ríki og bæjarfélögum væri á hinn bóginn veitt fordæmi, sem sýndi nauðsynina og víljanní, ekki sízt, ef þar flytu með sparnaðarráðstaf- anir, sem gengju nærri þæg- indum og sérréttindum stjórnárforingjanna sjálfra og .þeirra manna, sem Þeir hafa sér við hægri hönd. Lög og réttur handbók um lögfræðileg efni eftir Ólaf Jóhannes- son prófessor. Önnur útgáfa, endurskoðuð. Verð kr. 165,00 í bandi. Tækitforðasafn eftir Sigurð Guðmundsson, arkitekt. Halldór Halldórsson prófessor bjó til prentunar. Verð kr. 150,00 í bandi. Nýyrði l-IV eftir dr. Svein Bergsveinsson og prófessor Halldór Halldórsson. Verð kr. 150,00 í bandi. Einstök hefti fást einnig óbundin. Leikritasafn Menningar- sjóðs 17. og 18. hefti Komin eru út í Leikritasafni menningarsjóðs þessi leikrit: '^S 17. Spretthlauparinn, eftir Agnar Þórðarson. 18. Páskar, eftir August Strindberg. — Bjarni . _ Benediktsson þýddi. Enn er fáanlegt allt leikritasafnið frá upphafi. BÓKAÚTGÁIA MENNINGARSJÓÐS OG ÞJÓÐVINAFÉIAGSINS

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.