Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 06.02.1960, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 06.02.1960, Blaðsíða 6
6 illjón dollara lygi cJ.au.qamaqinn 6. febniar 1960 — FRJAL5 þJDÐ Framh. af 5. síðu. hvaða atvik lágu að myndatök- unni. Það lá blátt áfram í aug- um uppi, að hér var fyrirmynd úr styrjöldinni, stríðsmynd. Hetjurnar höfðu unnið hæðina með áhlaupi: byssukúlur og sprengjur þjóta um eyru, en bardagamennirnir reka niður merkisstöngina, reka smiðs- höggið á sigurinn. En svo sem af tilviljun kom ljósmyndari einn rétt á hæla þeirra! Þannig var skoðun almenn- ings í Bandaríkjunum á stríðs- mynd Rosenthals, og heppileg- ast var að láta við það sitja. Að visu var þessi skoðun kannski ekki hárrétt — en var þá nokk- uð tjón unnið, þótt skattgreið- andanum bandaríska væri leyft áð halda sinni skoðun? Land- göngusveitin er kunn að ófyrir- leitnum áróðri — hún gengur allt að mörkunum milli sann- leika og lygi, en stígur þó ekki, þrátt fyrir allt, vísvitandi yfir þau. Og það hefði engan sak- að, þótt mynd Rosenthals hefði verið notuð sem táknmynd het/udáðarinnar, ef ekki hinir háu berrar í Washington hefðu farið fram á meira. Önnur heimsstyrjöldin var langæ orðin í marzmánuði 1945. Vigamóður var mjög af mönn- u m runninn — og þá var.fegins hendi gripið til Iwo Jima- myndarinna.r í þeim tilgangi að örva framgang 7. stríðslántök- unnar. Frá Washington var sent hraðskeyti til Iwo Jima: — Hver eru nöfn hermannanna á myndinni? Við þurfum að fá bá til þess að selja stríðsskulda- biéf. T^f menn hefðu velt málinu •^ fyrir sér, hefði skeyti þetta tæplega verið sent. Frásagnar- þungi myndarinnar liggur ein- mitt í ókennileik hermann- anna. Þar er aðeins eitt andlit að greina, og raunar mjög óskýr hliðarsvipur. Hermennirnir sex gátu verið synir hvaða for- eldra sem vera vildi — ókunna hermanninum ber að vera ó- kunnur, sé hann fluttur úr rökkri ókennileikans, komast menn kannski að raun um, að hann hafi verið drukkinn, að hann hafi verið vasaþjófur, að hann hafi verið skotinn í bak- íð ... Án þess að hreyft væri and- mælum, var hafizt handa um að hafa uppi á hermönnunum sox. Ekki var unnt að bera kennsl á andlitin, en til allrar heppni var unnt að styðjast við kvikmyndina, sem tekin var um sama leyti. Niðurstað- an varð sú, að þrír þessara manna væru fallnir, hinir á lífi, þeir Rene Gagnon, John Bradley — og Ira Hayes. Engan þeirra rak minni til, að mynd þessi var af þeim tekin, en það skipti raunar litlu máli. Þeim var flogið til Washington í sérlegri flugvél. Forsetinn tók á móti þeim, þjóðin öll hyllti þá, og nefndir og félög kepptust um að hampa hetjunum frá Iwo Jima. Félagarnir þrír voru allir mjög utan gátta og drukku gjarnan öll þau minni, er að þeim var rétt, til þess að slæva slæma samvizkuna. T?áránleiki þessa raunalega -*- gamanleiks liggur manni í augum uppi, — nú, þegar svo langt er um liðið. Við komuna til Washington biðu félaganna þriggja — auk forsetans — klækjóttir blaðafulltrúar, gerð- ir út af fjármálaráðuneytinu í þeim tilgangi að hleypa fjöri í kaup manna á skuldabréfum 7. stríðslántökunnar. Hér var um það að ræða að hlaupa undir bagga fyrir Bandaríkin — en nú máttu Bandaríkin á hinn bóginn ekkert eiga undir Ira Hayes: Lögum samkvæmt mátti hann ekki hafa skotvopn undir höndum, hann var ekki kjör- gengur, og ekki má,tti veita honum áfenga drykki, — en: „Þú ert jú hetja, Ira. Ég tek á mig hættuna." Þannig lét marg- ur krárþjónninn orð falla. En Ira veit varla, hvaðan á sig stendur veðrið. Á leiðinni til Washington voru félagarn- ir að stríða honum með „svika- brellunum", og hann var ekki viss um, hvernig landgöngu- sveitin mundi taka þessu öllu. Þegar hann gekk á land á Iwo Jima, voru 259 manns í hans flokki. Af þeim hópi komust að- eins 27 lífs af. Ef menn töldu hann hetju, hvers vegna var honum ekki veitt eitt af hin- um 34 þúsundum heiðurs- merkfla? Ira fann til sektar. Beztu fé- lagar hans eru fallnir, og hvers vegna er einmitt hann hylltur? „TTetjurnar þrjár" dvöldust T mánaðartíma í Washing- ton og veittu sína aðstoð til þess að flýta fyrir sölu stríðsskulda- bréfanna. Menn gerðu ráð fyr- ír,að þeir félagar þyrftu dálít- ið að lyfta sér upp eftir hörku- lega bardaga vígvallanna, og Ira var fenginh „samkvæmis- fulltrúi", veitinganiaður nokk- ur að nafni Jirnmy Lake. Skyldi sá vera I.ra til fylgdar. Nú gerð- ust fáar stundir brennivínslaus- ar í ævi Ira, hvarvetná var hellt í hann áfengi, og Ira svalg drykkinn sér til óminnis — til þess að lát mætti> verða á þrá- látum heilabrotum hans um spurninguna: — Hvers vegna einmitt ég, ég, sem engin er hetjan? Skuldabriéfa'sölu'iherferðin hófst á móttöku í Hvíta hús- inu, þar sem hetjurnar sýndu tættan stríðsfánann. Og raun- ar lét fáninn síðar meira á sjá, þar sem brennivínsflöskur hetj- anna voru geymdar í umbúða- kassa fánans, það sem eftir var allra söluferðanna. Dagblöðin komust að þeirri niðurstöðu, að fáninn hlyti að vera götóttur eftir byssukúlur — og þegar svo reyndist ekki, kom blaðafulltrúi nokkur með skammbyssu og skaut tveim kúlum gegnum fánann. Blöðin skýrðu frá því, hvernig hetj- urnar sex höfðu reist fánann í æðisgenginni varnarskothríð fjandmannanna, og skothríðin sú óx að æði, eftir því sem á leið ferðalag þeirra félaganna. Samferðarmennirnir tveir hlógu að 'öllum skrípaleiknum, en Ira varð stöðugt önugri — örvilnaður og bitinn samvizku — því að fé og áfengi var borið á þá dag hvern. Einu sinni skaut kona olíuauðkýfings frá Texas 500 dollara seðli undir disk hverrar hetju. — Pening- um er eins háttað og mykju, sagði konan. — Hvoru tveggja ber að dreifa, ef gott á af að hljótast. Ira þótti af skynsemi mælt og tók að sóa fé. í Chicago var Ira Hayes kjör- inn heiðursfélagi í Landssam- bandi bandarískra Indíána, og af því tilefni hélt hann sína fyrstu og einu ræðu — nokkur orð á stangli, og að þeim mælt- um, setti að honum grát. Nú var svo komið, að áfengi rann aldrei af Ira. Hann var ekki hávaða- samur né gerði uppivöðslu, hann var blátt áfram stirðnað- ur af drykkju. Herstjórninni varð ljóst, að slíkt gat ekki haldið lengur áfram, Ira var fremur til tjóns en gagns — og nú neitaði hann að ræða framar um hetjudáðir sínar. Af þessu leiddi, að dag nokkurn gat að lesa þær fréttir í blöðunum, að Ira yæri aftur fluttur til Hawaii, hann hafði saknað félaga sinna — og herstjórninni verið þvert um geð að veita honum farar- Ieyfi. Utsalasi í fullum gangi Fjölbreytt úrval af kven- og karlmannaskóm. Allt að 75% afsláttur Nú fer hver að verða síðastur, aS gera góð og hagkvæm kaup. UT Vatnsveita Reykjavíkur óskar tilboða á fyllingarefni. — Tilboðin miðist við það, að efninu sé skilað í skurð þann, sem Vatnsveitan er að grafa á svæðinu austan Háskóla- lóðarinnar. Tilgreint skal einingarverð pr. rúmmetra miðað við mælingu á bíl. Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu Vatns- veitunnar og munu tilboðin verða opnuð þar föstudaginn 5. febrúar kl. 11 árdegis. VATNSVEITA REYKJAVÍKUR. Auglýsft í FRJÁLSRI ÞJÓÐ Almenningur lagði kannski trúnað á fréttir þessar, en ekki Pima-menn, kynbræður hans. í Fönix höfðu menn gert mikl- ar áætlanir um að fagna heim- komu hans, en nú þótti aug- ljóst, að Ira hefði brugðizt orð- stír sínum og ættmennum. Synd hans var ófyrirgefanleg. Tra Hayes átti nær níu ár * ólifuð, þegar hann gekk undan forsjá hersins. Flestum stundum eyddi hann til drykkjju, bölvandi þeim degi, er hann tók þátt í því að reisa fánastöngina á Iwo Jima. Eitt sinni kom Hollywood honum til „hjálpar". Kvikmynd var tekin af orrustunni um Iwo Jima, og að sjálfsögðu þótti tilhlýðilegt að hafa „rétta Indíánann" til- kippilegan. Hann var sendur með flugvél á frumsýningu myndarinnar í Washington, og síðar voru teknar af honum þúsundir ljósmynda með gauð- rifinn stríðsfánann í höndum — fánann, sem þrír af félögum hans höfðu fallið undir, en svo hrikaleg var frásögnin um fán- ann orðin. Síðan var Ira flogið heim og hann grafinn í gleymsku. Ira Hayes reyndi eftir beztu getu að rétta úr kútnum, en það kom fyrir ekki. í hvert sinn, sem hann var ráðinn til vinnu, gerði hann sér far um að standa vel í stöðu sinni, en fyrr eða síðar komst einhver að raun um, að hann var „hetjan frá Iwo Jima". Slegið var á öxl og boðinn drykkur, og auðnu- leysið varð enn á ný hlutskipti Ira. Þannig fór um hverja til- raun til uppreisnar —¦ Ira Hayes losnaði aldrei við lygina miklu frá Iwo Jima. k rið 1954 þurfti landgöngu- **¦ sveitin aftur á Ira Hayes að halda; afhjúpa átti hið mikla minnismerki í Washington hinn 10. nóvember. Landgöngusveit- in greíddi ferðakostnað og sá svo um, að Ira fengi ekki deig- an dropa á leiðinni. Ljósmynd var tekin af honum, forsetan- um, varaforsetanum — og Ros- enthal ljósmyndara. Þegar Ira sat og hlýddi á ræðu varafor- setans, Nixons — grét hann sjálfan sig og félaga sína, ævi sína eyðilagða. Ira Hayes var farinn maður, þegar hann sneri aftur heim á land Indíánanna. Honum var ljóst, að lífið ætlaði honum framar engan hlut. 23. janúar 1955 sátu tveir af bræðrum Ira fagnað með nokkrum kunnngj- um sínum. Um kl. 10 síðdegis kom Ira, settist út í horn og hóf drykkju. Hann sat eftir, þegar hinir fóru, Næsta morgun fannst hann látinn. Hann lá á meðal gam- alla vínflaskna og ryðgaðra bjórdósa úti á .hlaði ... Honum var gerð útför, sem hæfði hetju. Athöfn hófst í presbýterakirkju héraðsins, þar sem Ira lá á viðhafnarbör- um í einkennisbúningi sínum. 1 tvær klukkustundir rúmar gengu menn fram hjá börunum í röðum, hershöfðingjar og fá- tækir Pima-Indíánar, og athöfn- in endaði víð minnismerkið í Washington, þar sem Bandarík- in kvöddu son sinn — soninn, sem við hröktum á brott. Margt er það, sem verða má okkur Bandaríkjjamönnum til umhugsunar, þegar við virð- um fyrir okkur manninn, sem aftastur er í hópnum á tröll- aukinni bronsmyndinni — það er því líkast sem hann rétti hendur til hímíns, í bæn ... Aðalstræti 8

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.