Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 06.02.1960, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 06.02.1960, Blaðsíða 8
Boðskapur ríkisstjórnar og borgarstjóra: Hærri hitaveitugjöid — hærri póstgjöld — hærri símagjöld Menn veitu því athygli í útvarpslestn Geirs Hall- grímssonar um hitamálin á dögunum, að ráðið er, að verð heita vatnsins á hitaveitusvæðunum í Reykjavík skal hækka. Af fjárlagafrumvarpinu er einnig ljóst, að fyrirhuguð er hækkun almennra gjalda á fjölmörgum sviðum. Af þessu er að ráða, að ekki sé uppi nein við- leitm til nokkurs sparnaðar í opmberum rekstri, enda hvergi að því vikið. Um þetta er þó gætilega tal- að í greinargerðinni, sem fylgir fíárlagafrumvarpinu, og forð- ast að láta það koma glöggt fram, hve mikil hækkunin skal vera, og er það ekki góðs viti. En mætavel skilst þó, hvert stefnt er. Hækkuð póstgjöld. Tekjur póstsins eru áætlaðar hálfri sjöttu milljón króna Það hefur vakið athygli, að fyrir nokkru hélt hópur for- ustumanna Sameinaðra verk- taka og North Atlantic Trading Company, íslenzks fyrirtækis þrátt fyrir nafnið, vestur um haf með endurskoðanda í fari sínu. Síðarnefnda fyrirtækið mun hafa í Bandaríkjunum úti- bú, og fer Stefán Wathne þar með umboð þess. Ýmsar getur eru að því leidd- ar hverra erinda leiðtogar þess- ara hermangsfyrirtækja fara nú hærri en í fyrra. Fyrst er látið í veðri vaka, að þessi hækkun fáist með „auknu póstmagni og sumpart af tilfærslu sölulauna frímerkja“. Síðan segir ofur- meinleysislega: „Loks eru tekjurnar áætlað- ar hærri sem svarar áætluðum hækkunum gjaida vegna áhrifa væntanlegra efnahagsaðgerða, og enn fremur er gert ráð fyrir því, að þjónusta póstsins verði seld því verði, að sjóðurinn verði hallalaus.11 vestur til Bandaríkjanna með endurskoðanda, og það því fremur sem almenningur legg- ur mjög eyrun við um þessar mundir, þegar spyrzt um slíkar ferðir þeirra, sem komið hafa við sögu á Keflavíkurflugvelli á liðnum árum . Vesturför endurskoðandans bendir til þess, að úr einhverj- um flækjum þurfi að greiða eða bættri skipan að koma á málefni fyrirtækjanna þar í móðurlandi allra hermangara. Hækkuð símagjöld. Tekjur símans eru áætlaðar nær hálfri átjándu milljón króna hærri en í fyrra. Tæpan helming á að fá vegna aukinna símaviðskipta og fjölgunar símanotenda. „í öðru lagi er áætlað, að þjónusta símans verði hækk- uð til að mæta gjaldaaukningu vegna efnahagsaðgerða um 9140 þúsund krónur." Verðhækkun áfengis og tóbaks. Minni ástæða er til þess að fjargviðrast yfir verðhækkun á áfengi og tóbaki. En í sömu átt er þar stefnt. Hagnaður Áfengisverzlunar- innar er áætlaður tíu miifjón- um krónum hærri en áður. (Síð- astliðið ár var löglegt áfengi drukkið fyrir þúsund krónur á hvert mannsbarn að meðal- tali). „Er þar miðað við reynslu áranna 1958 og 1959, svo og þær verðbreytingar, sem orðið hafa. Að auki er gert ráð fyrir verðhækkun söluvara fyrirtæk- isins til að mæta kostnaðar- auka vegna efnahagsaðgerða.“ Hagnaður af Tóbakseinka- sölunni er áætlaður örlítið lægri en áður, „en gert er ráð fyrir, að kostnaðarauka vegna efna- agsaðgerða verði mætt með til- svarandi hækkun söluvara einkasölunnar.“ „Tekjuauki“ útvarpsins. Hvað útvarpið snertir er vé- fréttin mjög torráðin. Þar segir, að afnotagjöld séu miðuð við 46 þúsund notendur og hækki um 500 þúsund krónur (afnota- gjöld ails áætluð hálf tíunda milljón. „Aðrar tekjur útvarps- ins eru áætlaðar 6945 þúsund krónur eða 815 þúsund krónum hærri en í fjárlögum 1959. Er gert ráð fyrir tekjuauka til að standa undir útgjöldum vegna efnahagsaðgerða.“ Þegar kemur að ríkisbúunum er aftur nýtt upp á teningnum. „Gert er ráð fyrir óbreyttum tekjum og gjöldum ríkisbú- anna“. Þar mun „efnahagsað- gerða“.sem sagt ekkert gæta. Guii og frímerki fyrir miíijónir Maður hringdi til blaðsins og gerði það að tillögu sinni, að gulli, sem Landsbankinn á í kjallara sínum, og göml- um frímerkjum. sem enn eru geymd hjá póststjórninni, verði komið í peninga er- lcndis, áður en meira verð- ur stolið, og andvirðið notað til þess að borga skuldir. Þessu er hér með komið á framfæri. LITIÐ FRETTABLAÐ Laugardaginn í ÍG. viku vetrar. Minning Rasks Eitt dagblaðanna í Reykjavík skrifaði nú i vikunni um mál- fræðinginn Rasmus Rask með þessum hætli: „Þá staðreynd hafa margir viljað halda fram aö væri snertur af sálsýki. Þó er Bjerrum ekki viss um að geðveiki hefði riðið honum að fullu, þó að hann hefði feng- ið að lifa lengur." „Snertur" af hverju er þetta? Ævisaga Hannesar Hannes Þorsteins- son þjóðskjalavörður skrifaði ævisögu sína á efri árum, innsigl- aði handritið og kom því í varðveizlu með þeim fyrirmælum, að það mætti ekki opna né gefa út, fyrr en hundrað ár væru lið- in frá fæðingu hans. Aðeins einn maður mun nú á lífi, sem lesið hefur þetta IWii tt ir i ÍMtt«t• Fyrir réttum hundr- að árum voru fimm þilskip til á svæðinu milli Álftaness og Hafna, og hið sjötta bættist við á því ári með þeim hætti, að danskur skipstjóri sigldi hingað sex lesta jagt, sem hann vildi selja. Ætlaði hann til Reykjavíkur, en villt- ist inn í Njarðvíkur. En hann kom samt að landi á réttum stað, því að mönnum þar syðra leizt vel á skip- ið og keyptu það. Þeim fannst það býsna snoturt og „fluga að sigla". Þá var enn ekkert þilskip til í Reykjavik eða á Innnesjum. —• Skipastóll v'ar ekki fyrirferðameiri en þetta á æskudögum afa okkar og ömmu. Hrópandinn Á fundi Framsókn- arfélaganna í Reykja- vík, sem haldinn var handrit. Það er bróð- ir Hannesar, Þor- steinn Þorsteinsson, fyrrverandi hagstofu- stjóri. Ráðstöfun sína mun Hannes hafa gerl sökum þess, að hann hefur talið eitthvað í ævisögunni geta kom- ið óþægilega við sam- tíðarmennina. Nú á þessu ári, i ágústlok, eru einmitt hundrað ár liðin frá fæðingu Hannesar, og verður vafalaust mörgum forvitni á að skyggnast í handritið, þegar sú stund renn- ur upp, að leyfilegt er að opna böggilinn. á miðvikudagskvöldið, tók til máls Kristján Friðriksson, forstjóri Últímu, og mælti fast- lega með hallærisráð- stöfunum ríkisstjórn- arinnar. Ekki var laust við, að kyndug- ur svipur kæmi söfnuðinn við lestur inn, og þegar fram sótti stappaði nærri að ræðumaður væri hrópaður niður. Kermangarar í vesturför með endurskoðanda Verðfall á gfaldeyri á svarta markaðnum Hér hefur lengi verið mikil launverzlun með erlendan gjaldeyri, og mikill fjöldi fólks hefur farið utan með farareyri, sem nær einvörðungu var keyptur á svörtum markaði á verði, sem var langt ofan við svonefnt ferðamannagengi. Síð- astliðið sumar var gangverð á Bandaríkjadollara fjörutíu og fimm krónur. Með vaxandi orðrómi um gengisfellingu og loks fullri staðfestingu þess orðróms hefur framboð á erlendum gjaldeyri á svörtum markaði stóraukizt, og það svo, að verð hans hefur fallið. Bandaríkjadollararnir eru nú boðnir á fjörutíu krón- ur. Eins og kunnugt er á dollar- % inn að kosta 38 krónur eftir gengisbreytinguna, og þeir, sem eiga útlenda peninga, sjá fram á, að þeir muni ekki um sinn að minnsta kosti geta selt þá hærra vérði en hið skráða gengi ákvarðar. Þess er jafnvel eng- in von, að mikið magn óiög- legs erlends gjaldeyris gangi út á réttu gengi, ef menn eiga þess kost að fá hann á löglegan hátt. Þess vegna leita þeir, sem þessa verzlun hafa stundað, allra bragða að losna sem fýrst við erlenda peninga, er þeir hafa undir höndum, á því verði, sem enn ex fáanlegt. Uggur um hag sparisjóða úti á ilandi Forráðamenn margra spari- sjóða úti á landi eru harla ugg- andi vegna fyrirhugaðrar vaxta- hækkunar. Svo er ástatt, að fé þeirra er mjög bundið 1 föstum lánum með ákveðnum vöxtum, en fátt um víxla, en af inn- stæðum verða þeir aftur á móti að svara mjög háum vöxtum, þegar þessi nýskipan gengur í gildi, líklega 9%. Hætta er talin á, að sumir sparisjóðanna fái alls ekki stað- izt þessa raun, ef hinir háu vextir verða lengi í gildi. IUilljónatugir í óselj- andi vörubirgðum Menn, sem gagnkunnugir eru verzlun með vefnaðarvöru og skófatnað, fullyrða, að á und- anförnum árum hafi verið flutt inn svo mjög umfram þörf af ! þessum vörutegundum, að millj- ónatugir hljóti að fara forgörð- um. Þessar vörutegundir eru mjög háðar sveiflum í tízku, og þegar meira er flutt inn held- ur en selzt jafnóðum, verður afganginum ekki komið í verð. Þegar tízkzan, sem salan byggð- ist á, er liðin hjá, vill nær eng- inn líta við þessum vörum, jafnvel þótt þær hafi verið eft- irsóttar um skeið. Vörubirgðir af þessu tagi eru miklar í landinu, og því fé, sem varið var til þess að kaupa þær á sinum tíma, hefur bókstaf- lega verið á glæ kastað. Þannig fer hvort tveggja saman, að (gjaldeyri hefur verið sóað til einskis og eigendurnir verða fyrir miklum afföllum, svo að þeir hljóta að gera kföfur til hærri álagningar en ella þyrftj j til þess að jafna hallann. Fyrir allar þjóðir er það í- hugunarefni, ef fjármunum er sóað, en sérstaklega ætti þjóð í gjaldeyrishraki að vera ljóst, að mikil veila er í því skipulagi, sem þó er bæði viðamikið og dýrt, er ekki kemur í veg fyrir að vörur séu fluttar inn til þess að verða nóýtar. Það þarf jafn- an að sníða stakk eftir vexti. EIPSPÝTOR ERU EKKI BARNAIEIKFÖNG! Húseigendafélag Reykjavíkur. ÞjcðvamarféSögin í Reykjavík halda sameiginiegan fund um efnahagsmálin í Silfurtunglinu þriðjudaginn 9. febr. n.k. kl. 8,45 e.h. Frummælendur, viðskiptafræðingarnir Bergur Sigurbjörnsson og Ingimar Jónasson. Stjórnirnar.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.