Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 13.02.1960, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 13.02.1960, Blaðsíða 1
Efnahagsmálafrumvarp ríkisstjóritarinnar er glæfraspii með tilveru þióðarinnar Með því er leitast við að hrínda í framkvæmd þeim óskabjargráðum íhaldsaflanna, að gera að engu áratuga kjarabaráttu alþýðunnar, skapa atvinnuleysi og kreppu- ástand og minnka þjóðartekjurnar. , Það er beinlínis viðurkennt af forsvarsmönnum þéssara ráðstafana, að mistakist einhver þáttur þeirra jafngildi það hvorki meira né minna en því, að alit hið nýja efnahagskerfi sé hrunið til grunna og þá blasi við ægilegri verðbólga en nokkru sinni fyrr og óvið- ráðanlegt efnahagsöngþveiti. Stöövast togaraútgerðin viö nýju bjargráöin? Togaraeigendur hafa þegar tjáð ríkisstjórninni, að útreikn- ingar, sem þeir hafi látið einka- sérfræðinga sína gera, hafi leitt í ljós þá hörmulegu niðurstöðu, að verði bjargráðafrumvavp ríkisstjórnarinnar samþykkt, muni tap togararma árið 1960 verða til muna meira en það var á árinu 1959 með. þeim upp- bótum, sem þá voru í gildi. Bera þeir sig stórilla undan þessum bjargráðum og eru ó- mjúkir á manninn. Segja þeir einsýnt, að þeir verði að leggja togurunum ef þeir f ái ekki taf- arlaust styrk og nýtt uppbóta- kerfi til viðþótar við gengis- fellinguna. Þó segja þeir, að það dæmi verði enn óleysanlegra, hvernig gera eigi út nýju tog- arana eftir að bjargráðm komi til framkvæmda. . Samkvæmt frásögn sjálfs Jeiðtogans, Ólafs Thors, á síð- asta Varðarfundi, á nýsköp- unartogari að kosta milli 37 og 38 milljónir króna eftir gengis- breytinguna. Nú hlýtur að verða að reikna með, að einhver stór- virkustu framleiðslutæki þjóð- arinnar geti skilað hæstu bankavöxtum af því fjármagni, sem í þeim er bundið í þjóð- félagi, sem búa á við „sterkt og heilbrigt efnahagskerfi". Sam- kvæmt því, sem „Alþýðublaðið hefur hlerað" eru það 12%. Útgerð nýs togara þyrfti því að reikna með 4.4 milljónum í þennan lið. Auk þess þyrfti rekstur hans að þola a. m. k. 20% afskrift, þegar 25% er leyfileg. í þennan lið þyrfti því 7,4 milljónir eða í þessa tvo liði samtals 11,8 milljónir. Væri nú reiknað með, að framangreint skip fiskaði bezt allra togara, 'sem ekki væri ó- sanngjarnt, eða 6000 tonn ári, og fengi 2,40 fyrir kg. upp úv skipi hjá fiskvinnslustöðvunum, sem mun að vísu ofreiknað, og þar að auki væri reiknað með því að 60% kæmu í hlut skips- ins, þegar hlutur sjómannanna væi'i dreginn frá, þá væru brúttótekjur togarans þó ekki nema 8,6 milljónir króna. Væri þá eftir að greiða nokkrar mill- jónir í olíu, veiðarfæri og ann- an kostnað. Þegar togaraeigendur hafa lagt þessa útreikninga fyrir Ól- af Thors hafa þeir spurt hann, hvernig eigi að gera þá út eftir að „hið nýja efnahagskerfi" er komið til framkvæmda. Sjálfir hafa þeir aðeins eina lausn á takteinum. Nýjan styrk fyrir togarana, gamla jafnt og nýja, og hann hærri en nokkru sinni fyrr, VEGNA hinna nýju bjargráða. Þrátt fyrir þessa frómu játn- ingu og augljósu staðreynd eru núverandi stjórnarherrar svo kaldrifjaðir og kærulausir um velferð þjóðarinnar, að þeir hika ekki við að leggja út á þessa glæfrabraut, enda þótt hver heilvita maður sjái á augabragði, að ekki aðeins einn, heldur miklu fremur hver og einn af meginþáttum og burðarásum þessa nýja hag- kerfis muni brotna eins or eld- spýtur í þeim átökum, sem ráð- stafanirnar sjálfar beinlínis kalla yfir þjóðfélagið. Kjarni hins nýja kerfís. Það er óumdeilanlega og ómótmælt kjarni hins nýja Merkilegt rannsóknarefni A síðasta aðalfundi Sölu- miðstöðvar Hraðfrystihús- anna fékk þar til kjörin nefnd í hendur lista yfir aðila, sem áttu inni fé hjá þeirri stofnun og dóttur- fyrirtækjum, og aðila, sem skulduðu þar. Þar kom í Ijós, að flest litlu frystihúsin áttu inni stórfé hjá S. H. & Co., en aftur á móti skuld- aði Einar ríki Sigurðsson Sölumiðstöðinni 6 milljónir króna, Tryggingarmiðstöð- inni 1 milljón og Jöklum h.f. stóra fúlgu. Þegar nefndin hafði gluggað í þessi plögg voru þau innkölluð og sáust ekki framar á fundinum Er þetta öllu ómerkara rannsóknarefni en oliumálín o. fl.? Samkvœmt frásögn Ólafs Thors mun hver nýr togari kosta 37 til 38 milljónir kr. eftir gengisfelling- una! Hvernig hefði af- koma nýsköpunur- togaranna orði 8, hefðu þeir kostað upp unáir 46 millj- ónir? kerfis að skapa samdrátt i athafnalífi landsins og „hæfi- legt atvinnuleysi", eins og það heitir á máli sérfræðinganna. Nú er það sjónarmið út af fyrir sig, enda margoft rök- stutt af þessu blaði áður, að draga þyrfti saman margvíslega öfugþróun í þessu þjóðfélagi. Fyrst og fremst þyrfti að gera þetta hjá hinu opinbera og koma í veg fyrir þjóðhættulega þenslu, sem þar hefur átt sér stað að undanförnu, en auka á í hinu nýja kerfi í stað þess að minnka. En það er algjörlega ófyr- irgefanlegt að gera ráðstaf- anir, sem hljóta að hafa í för með sér samdrátt á flest- um sviðum þjóðlífsins, nauð- synlegum sem ónauðsynleg- um, án þess að gera minnstu tilraun til að ganga úr skugga um það, hvort þessar ráðstafanir skapa meiri sam- drátt en ætlazt var til, eða óhæfilegt atvinnuleysi, jafn- vel að dómi talsmanna hins „hæfilega atvinnuleysis". Yrði sú raunin, væri komið hér slíkt kreppuástand og eymd með tilheyrandi böl- sýni og vonleysi, að spila- borgin hlyti að hrynja af sjálfu sér, ef hún hefði ekki áður beinlínis framkallað þau átök í þjóðfélaginu, sem hefðu liðað hana í sundur. Hvort heldur sem yrði væri tjón þjóðarinnar óbætanlegt um langa framtíð. Ný skípting þjóðarteknanna. I Gengisfelling er í eðli sínu ekkert nema tilfærsla á tekjum milli stétta í þjóðfélaginu. Þegar gengið er fellt og launum alls þorra þjóðfélagsþegnanna hald- ið óbreyttum í krónutölu, eins og nú á að gera með afnámi vísitölukerfisins, gerist ekkert <2> Funrfur þjóðvaritar- félaganna Þjóðvarnarfélögin i Reykja- vík héldu ágætan fund í Silfux- tuglinu á þriðjudagskvöldið um efnahagsmálin. Framsögumenn voru við- skiptafræðingarnir Bergur Sig- urbjörnsson og Ingimar Jónas- son. Aðrir, sem til máls tóku á fundinum, voru Nikulás Þórðar- son, verkamaður, Kári Arnórs- son, kennari, Leifur Haraldsson, skrifari, Aðalsteinn Davíðsson, stud. mag., og Bjarni Arason, ráðunautur, formaður Þjóðvarn- arflokksins. Fundarstjóri var Bergþór Jóhannsson, formaður Félags ungra þjóðvarnarmanna. Mývetningar skora á Al- þingi að fella „bjargráðin" Eftirfarandi ályktun hefur blaðinu borizt til birtingar: Almennur sveitarfundur í Skútustaðahreppi, haldinn að Skjólbrekku 4. febr. 1960, mót- mælir harðlega fyrirhuguðum efnahagsaðgerðum ríkisstjórn- arinnar, en í þeim felst yfir 100% gengislækkun, aukinn söluskattur svo hundruðum milljóna skiptir, hækkun vaxta o. s. frv. Fundurinn lítur svo á, að þar sem framleiðsla þjóðarinnar hefur aldrei verið meiri, sem er afleiðing aukinnar tækni og framfara, hefði hagur bænda, verkamanna, sjómnana og alls vinnandi fólks átt að batna stór- lega. Með þessum fyrirhuguðu efna- hagsaðgerðum verða kjór al- mennings hins vegar svo frek- lega skert, að varla eru dæmi til. Fundurinn álítur ennfreníur, að sú skerðing á kaúpgetii al- mennings í bæjunum, sem af aðgerðum þessum leiðir, muni óhjákvæmilega draga úr kaup- um landbúnaðarframleiðslu og bitna ráðstafanir þessar því margfaldlega á stétt bænda. Fundurinn átelur harðlega þau vinnubrögð ríkisstjórnar- innar við undkbúning efna- hagsaðgerða þessara, að hafa engin samráð við fjölmennustu hagsmunasamtök landsmanna, Alþýðusamband íslands og Stéttarsamband bænda. Álitur fundurinn, að ýmsar aðrar leiðir hefðu verið færar til lausnar efnahagsmálunum, sem ekki. hefðu rýrt kjör almennings eins freklega eða aukið dýrtíð, sem nóg var fyrir, en slíkt munu ráðstafanir þessar óhjákvæmi- lega gera. Skorar fundurinn eindregið á hið háa Alþingi að fella fram- komið frumvarp ríkisstjórnar- innar um gengisfellingu og fleira.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.