Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 13.02.1960, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 13.02.1960, Blaðsíða 4
oCauqarda auejardaginn 13. 1960■ FRJALS Þ.JOÐ tbalirHi? / $AkktaiaHtíHi á kahktíeélc^t/Hu í (jti>$ Tslenzka þjóðin hefur staðið af sér mörg élin. En sú raunin, sem mest reyndi á þrautseigju hennar og næst gekk lífsþrótti hennar, hefur vafalaust verið Móðuharðind- in. Mannfallið var geigvænlegt, og þeir, sem af hjörðu, stóðu margir uppi með tvær hendur tómar í fullkomnu umkomu- leysi, oft í ókunnum héruðum, fjarri heimahögum. En svo undarlega bregður við, þegar farið er að hyggja að högum manna á fyrri hluta nítjándu aldar, finnum við í bændastétt menn, sem ekki voru aðeins ágætlega efnum búnir, heldur stórauðugir, jafn- vel þótt nútímamælikvarði sé lagður á efni þeirra. Séu eignir þessara manna færðar til verð- gildis okkar tíma, nema þær milljónum króna. Ekki svo fá- ir þeirra, sem skrimtu af Móðu- harðindin í bernsku eða æsku, skinhoraðir og klæðlausir, eru nokkrum áratugum síðar orðnir vellríkir menn, hafa eignazt fjölda jarða og það, sem enn furðulegra er— dregið saman kynstur peninga í landi, þar sem peningar sáust sjaldan og flestir reikningar voru jafnað- ir með svokallaðri gjaldvöru eða milliskrift í kaupstaðar- reikningum. Þessir menn voru að sönnu fáir í samanburði við hina, sem fátækir voru,'en bak við þetta hlýtur að vera saga um furðu- lega elju og nægjusemi — og einnig miskunnarlausa hörku og eftirgangsemi. Fjármunirnir lágu ekki á lausu á þeim dög- um, og það var ekki hlaupið að því að draga saman efni. Hvert handtak gaf lítið af sér. En það er eins og einmitt Móðuharð- indin með öllum sínum ógnum hafi orðið þeim mönnum, sem næg seigla var í blóð borin, hin mesta hvöt til þess að draga linnulaust saman alla ævi, safna eignum, hlaða að sér birgðum matvæla, láta aldrei skilding af hendi, ef hjá því varð kom- izt með nokkrum ráðum. Þó fóru þessir menn ekki ævinlega hyggilega að ráði sínu. Mikið safn peninga lá áratugum sam- an ávaxtalaust í hirzlum þeirra og handröðum, enda fylgdi það oft með, að þeir trúðu ekki öðr- um fyrir neinu. En það kom ekki að sök. Þeir auðguðust eigi að síður. Þeir þurftu ekki að tileinka sér sjónarmið fjár- aflamanna nútímans til þess að verða fjáðir, því að þeir áttu í ríkum mæli annað, sem var harlá þungt á metunum !—nær takmarkalausa sparsemi. .Tpnginn, sem sá þessa gömlu * auðmenn, án þess að vita á þeim skil, hefði getað ímynd- að sér, að þar færu ríkustu menn landsins. Þeir báru ekkl auðæfin utan á sér. Margir vorú einmitt öðrum búralegri í klæðaburði og háttum. Það var samgróið eðli þeirra, enda hefðu þeir aldrei safnað auði sínum að öðrum kosti. Einn þessara fornfálegu rik- ismanna kom utan úr Fljótum að Gröf á Höfðaströnd árið 1825. Hann hét Jón Guðmunds- son. Sjálfur var hann upprunn- inn á þessum slóðum, bóndason- ur frá Enni, og var um ferm- ingaraldur, þegar Móðuharð- indin gengu yfir. Föðurafi hans, Jón Konráðsson, hafði átt Gröf og búið þar um skeið. Jón Guðmundsson hafði ung- ur hrakizt út í Fljót, og þar hafði hann komizt í tygi við kornunga heimasætu, Halldóru Þorfinnsdóttur á Lambanes- reykjum., Gekk hann að eiga hana og átti með henni fjög- ur börn, sem upp komust, tvo sonu, Jón og Þorfinn, og' tvær dætur, Helgu og Ingibjörgu. Festu þau öll ráð sitt, er þau höfðu aldur til, en Þorfinnur dó á góðum aldri frá allmörg- um börnum. Ein dóttir hans hét Halldóra, og tók Jón ríki þessa sonardóttur sína, alnöfnu konu sinnar, í fóstur að Gröf. Hafði hún mikið dálæti af afa sínum og ömmu, sem annars munu lítt hafa látið tilfinningar sín- ar hlaupa með sig í gönur. Jón í Gröf gerðist brátt hrepp - st.ióri sveitar sinnar, og vafalaust. hefur hann rækt það starf af strangri samvizkusemi og í samræmi við þann tíðar- anda, er hann hafði drukkið í sig. Eftirgjafar og linkindar mun ekki hafa gætt til mikiíla muna í embættisverkum hans, enda voru ekki þvílík ráð gefin í hreppstjórainstrúxinu. Vin- sældir Jóns voru ekki meiri en í meðallagi. Hann var kallaður naumur í öllum “útlátum, og hvorki þótti hann bóngóður né gestrisinn. Aftur á móti stund- aði hann búskap og sjósókn af miklu kappi og innheimti með mikilli reglusemi og nákvæmni leigur og landskuldir eftir eign- arjarðirnar, sem sífellt urðu fleiri og fleiri. A ð Gröf er sem kunnugt er fornt bænhús, og hafði því verið breytt í skemmu á þess- um árum. Um þetta bænhús gekk Jón einn manna og átti þangað mörg spor. Einkum dundaði hann þar oft og lengi, eftir að aldur færðist yfir hann. Á hverjum morgni var hans fyrsta verk, ef ekki kölluðu að alveg sérstakar annir, að reika út i bænahúsið og svipast þar um, og höfðu prestar héraðsins það í flimtingum, sem og fleiri, að þar gerði hann bænir sínar, þegar hann stigi af sæng. 1 bænahúsinu var loft, og þangað vissu menn, að ærið margar vættir fisks og tunnur korns höfðu verið bornar. Þar var og smjörbyrða Grafar- bónda. En enginn kunni tölu á öllum þeim kistum og byrðum, örkum og sáum, tunnum og ker- öldum, sem í bænhúsinu voru, en almannarómur var, að miklu færra og minna kæmi þaðan út heldur en inn færi. Þar þóttust menn einnig vita, að bóndi varð- veitti peninga sína, og væru þeir grafnir í gólf niður eða birgðir í veggjarholum. En vitaskuld vissi þetta enginn, því að það var ekki háttur Jóns ríka að hafa vitni að því, er hann sýslaði við fjármuni sína í skemmunni. T^egar aldur tók mjög að •*- sækja þau Jón og Halldóru, konu hans, bréfuðu þau þann gerning, að Halldóra sonardótt- ir þeirra skyldi hljtóa áttunda hluta eigna úr óskiptu búi, þeg- ar þau féllu frá, hvort xim sig. Við hana vildu þau gera sem bezt, því að hún var yndi þeirra og augasteinn. Gamli maðurinn rýmdi einn- ig til fyrir Jóni, syni sínum, seldi honum í hendur búskap- inn að mestu leyti. Sjálfur hélt hann dálitlum jarðarnytjum, en sýslaði annars við útveg sinn og leigu jarðanna. Það var nóg- ur starfi svo gömlum manni sem Jón ríki var oi'ðinn, en þetta datt honum ekki heldur í hug að leggia í annarra hendur, á meðan hann hafði sjálfur ráð og rænu. Skepnur átti’ hann frekar fáar. Hins vegar hlóðust upp hjá honum hey í hlöðum, heygörðum og fúlgum, sem gerðust mosagrónar, þegar árin liðu. Loks kom þar, að Halldóra yngri var manni gefin. Var maðui' hennar Þorleifur Rögn- valdsson frá Dæli í Svarfaðar- dal, og auðvitað kom ekki ann- að til mála en ungu hjónin fengju jarðnæði í Gröf. Hefur gamli maðurinn þá sennilega enn þi’engt að sér, enda dó nú kona hans. T lok ársins 1856 var Jón gamli orðinn býsna hrum- ur, enda var hann orðinn hálf- níræður eða meira. Leyndist þá hvorki honum né öðrum að hverju fór. Þá lét hann kalla erfingja sína, þá sem hann náði til, að sjúkrabeðnum og lýsti þar þeim vilja sínuin í viðurvist tilkvaddra votta, að þeir tveir hreppar, sem hann hafði dvalið í um dagana, Hofs- hreppur og Holtshreppur, skyldu hvor um sig fá fimmtíu ríkisdala dánargjöf úr búi sínu. Einnig sagði hann fyi'ir um mat- gjafir til fátæklinga í nágrenn- inu, svo að kvittast mætti, hvað á kunni að hafa brostið um veitingar yið gesU c £ gangandi AF -Al/OXTUNUM ' SKULUÐ P/Ð ÞEKKJA PA Delicious gómsæt, fagurrauð amerísk úrvalseph. ; iiMamdi, Iðnsfkólinn á Reykjavík Kvöldnámskeið fynr bifvélavirkja og raf- virkja um rafkerfi í bifreiðum verður haldið í rafmagnsdeild skólans og hefst 22. þ.m. Innritun fer fram dagana 10. t.il 20. þ.m. i sknfstofu skólans á venjulegum skrifstofu- tíma. —- Námsgjald, kr. 200,00 greiðist við ínnntun. Skólastjóri. á meðan hann lifði. — Litlu síð- ar gaf karl upp andann. Þegar gamli maðurinn hafði verið búinn til grafar og erfi drukkið, var ekki beðið boð- anha að ganga í bænhúsið og kanna safn það, er hann hafði dregið þar saman. Þeir voru þrír Jónar Jónssynir, sem áttu að erfa hann, tveir tengdasynir og einn sonui', auk barna Þor- finns. Menn þeir, sem áttu að ski'ifa upp eignirnar og virða þær, komu hinn 17. janúar, og höfðu þeir æi'inn stai'fa næstu daga, ásamt erfingjunum. Lék öllum forvitni á, hve mikið kæmi í leitirnar, ekki hvað sízt af peningum. Fyrst fundust fjögur hundr- uð ríkisdalir í kistuhandraða.^ Það ægði þó engum, því aðj full líkindi höfðu þótt til þess, j að hann væri miklu fjáðari að reiðufé. Hann átti eitt hundrað; °g þrjátíu hundruð í jörðum, og með þeim leigumála, sem á þeim vai', reiknaðist mönnum svo til, að ekki vantaði stórum á, að þær gæfu af sér tvö hundr- uð ríkisdala virði á ári. Það olli því vonbrigðum, að peningarn- ir voru ekki meiri en þetta. En við þetta varð að sitja í bili. Þegar gengið var á bænhús- ioftið gaf á að líta. Þar voru fiskhlaðar miklir upp að þaki, og var nú hafizt handa um að í'júfa hlaðana og vega fisk- inn. Fiskbjörgin reyndist þrjá- tíu og átta vættir, rúmlega hálf önnur smálest. Þai'na í bænhús- inu fundust einnig 110 pund af smjöri, fimmtíu og fjögur pund af tólg, fimm tunnur af rúgi og allmargar skeppur af baunum og gi’jónum, fimmtíu og fjögur sauðskinn og kynstrin öll af járni í stöngum óg klump- um, auk margs annars. En mest alls gladdi.það þ'ó Jónana þrjá, sem a.rfi áttu aö deila, að út úr fiskhlöðunum miklu valt bögg- ull allvænn, vel um búinn og ærið þungur og harður við- komu. Þegar hann var opnað- ur, sást, að í honum voru pen- ingar. Töldust úr honum fjög- ur þúsund ríkisdalir, mest danskir silfurpeningar, en með flaut slangur af útlendri mynt og ævafornum peningum, sem löngu dánir kóngar Danaveldis höfðu látið slá. Hafði Jón víða dregið saman fjármunina og enga mynt lítilsvirt, hvaðan úr löndum sem hún var runnin. Á lls voru eignir þær, sem Jón ríki lét eftir sig, metnar á nálega 8700 ríkisdali, og hefur þó virðingin án efa verið lág. Hvaða auðæfi þetta voru geta menn bezt séð af þvír að sauðir < . Frh. á 7. síðwu

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.