Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 13.02.1960, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 13.02.1960, Blaðsíða 6
Verður kaffi og sykur útflutningsvara? Á fundi þjóðvarnarfélaganna í Reykjavík s.l. þriðjudagskvöld kvadai m. a. Dagsbrúnarverka- maður sér hljóðs og kvaðst vilja vekja athygli á einu atriði, sem hann hefði verið að brjóta heil- ann um i sambandi við „bjarg- 1'áð ríkisstjórnarinnar“. Þetta atriði væri það, að nú ætti að taka upp niðurgreiðslur á kaffi, sykri og kornvörum. Nú mundi það sem sé gerast, sem mundi einsdæmi í veröld- inni, að þegar þeir, sem flyttu þessar vörur til landsins, fengju sendingu frá útlandinu, þá færu þeir niður til tollstjóra eins og aðrir heildsalar, en í stað þess að greiða þar toll og söluskatt sæktu þeir stórar fúlgur í kassa tollstjóra. Þetta skildist sér að yrði til þess að verð á kaffi, sykri og kornvörum yrði lægra hér en víðasthvar eða alls stað- ar í nágrannalöndum okkar. Nú kæmu hingað mörg erlend skip, einkum um síldveiðitím- arin og gæti þá svo farið, að hinum erlendu mönnum þætti- það dágóður búhnykkur að kaupa a. m. k. kaffi og sykur til að selja í heimalandi sínu ef verðið hér væri mrin lægra en þar. Af þessu gæti skapazt talsverður útflutningur úr landi á þessum vörum og ríkissjóður hins „sterka og heilbrigða fjár- málakerfis“ greiddi þannig vör- urnar niður fyrir útlendingana, til heldur lítilla búdrýginda fyrir skattpindan almenning. Þessi Dagsbrúnarverkamaður bætti því við, hvort ekki væri hugsanlegt, að niðurgreiðslan á kornvörum gæti leitt til þess, að bænaur teidu það borga sig að gefa þær skeþnum í stað annars fóðurs. Að lokum sagði hann, að bæði hann og aðrir vissu, að í mörg ár hefðu allar ríkisstjórnir haft það sem eitt helzta haldreipi sitt að falsa vítitöluna með margs konar niðurgreiðslubrell- um. Nú grunaði sig, að þessi sjúkdómur hefði grafið svo al- varlega um sig hjá stjórnmála- mönnunum og sérfræðingum þeirra, að þeir gætu ekki hætt við krukkið í vísitöluna, þó banna ætti með lögum að greiða kaup samkvæmt henni. Loks spurðist bessi Dags- brúnarverkamaður fyrir um það, hvort ekki mundi unnt að koma inn á fjárlög niður- greiðslu á sérfræðingum, ef það mætti verða til þess, að ■ ’mögulegt reyndist að flytja þá úr landi. FrímerViasafnarar garist áakrifendur ab j tímaritinu cFrímerki Áskriftargjald kr. 65.oo fyrlr 6 tbl. FRÍMERKI, Pósthólf 1264, Raykjavík Auglýsið í FRJÁLSRI ÞJÖÐ Eram kaupendur að 12 fokheldum íliúíluin 2ja og 3ja herbergja er þurfa að vera til- búnar til afhendingar á tímabilinu maí 1960 til apríl 1961. Tilboð er tilg remi stað, húsbyggingarstig, verð og skilmála, ásamt teikningu og greina- góðn lýsmgu sendist skrifstofu okkar fyrir 13. þ.m. Askiljum okkur rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna Aðalstræti 6, 6. hæð. Ríkið verður að ganpa á undan um sparnað ,.í fjárlagafrumvarpinu, sem riú liggur fyrir alþingi, sést þess hvergi nokkurs staðar y.qtt að leitazt skuli við að kpma á sparnaði frá því, sem Vprið hefur. Hvar sem gripið er niður, er sama súpan í sömu pkálinni. í fjárlagaræðunni á mánudagskvöldið lagði Gunnar Thoroddsen aftur á móti á- herzlu á það, að til stæði að draga úr gjöldum ríkisins og koma á sparnaði á ríkisrekstr- inum, en helzt að skilja, að ekki hefði unnizt tími til þess að koma þessu inn í fjárlagafrum- yarpið. FRJÁLS ÞJÓÐ hefur leyft sér IBð vekja athygli stjórnarflokk- enna á því, að gerbreyting yinnubragða og mjög strangur rekstrarsparnaður hjá ríki og bæjarfélögum er frumskilyrði Jþess, að hallærisráðstafanir rík- isstjórnarinnar verði ekki um- svifalaust brotnar á bak aftur, hvað svo sem af því hlýzt. Það er chugsandi, að almenningur taki framar á sig byrðar, ef alls ekki er um að ræða að fara sæmilega ráðvandlega með al- mannafé. Stjórnarherrar, sem gera einvörðungu kröfu til ann- arra, en engar til sjálfra sín, eru ekki lengur líklegir til mik - ils fylgis í stórræðum. Það er auðvitað gott, að fjár- málaráðherra skyldi hafa um það góð orð að beita sér fyrir sparnaði á allmörgum liðum hjá ríkinu. Þó fullnægja fyrirheitin ekki tortryggnu og marg- hvekktu fólki. Almenningur, sem á innan tíðar að taka á herðar sinar hinar þyngstu byrðar, sér það alveg svart á hvítu, hvað núverandi fjár- málaráðherra ætlar að spara marga milljónatugi á rekstri ríkisins og stofnana þess. Hann vill fá spurnir af því, um hve marga skrifstofumenn verður fækkað, hvaða embætti verða lögð niður, hversu margir ríkis- bílar veiða seldir og bílastyrk- ir afnumdir. Hann vill fá frétt- ir af því, hverjir verða sviptir pólitískum bitlingum (og ætlast til þess að þar fljóti með menn úr Sjálfstæðisflokknum og Al- þýðuflokknum), og hann bíður með eftirvæntingu nýrra ráð- stafana, er kveði niður vinnu- svik hárra og lágra, eins og Gunnar Thoroddsen hefur gef- ið í skyn, að hann hafi hug á. En þá orðsendingu verður að biðja fyrir til Gunnars, að hann láti ekki undir höfuð leggjast að koma þessum nýmælum inn í fjárlögin, svo að hann hafi fyrirmæli þeirra við að styðjast, þegar hann byrjar hreingern- ingu sína. cFhuqardápinn 13.' feínlar- /960 F R J Á L S Þ JÓÐ EASY þvottavélum BLACK & DECKER rafmagnsliandverkfæri PARTER GABLE RAC ESTATE eldavélar ABC olíukyndingartæki P & H logsuðutæki RIDGE snittvélar annast: Raftækjavinnustoía Jótis Guðjónssonar, Borgarholtsbraut 21. — Sími 19871. Nú er Þorrablót «GuÍ gœfi; ab égværi feominn 1 rdrnið, háttaður, sofnaður, vaknaður aftur og farinn að éta;;. Borðpantamr í síma 17739. Híttist í NAUSTI Borðlð í NAUSTI Úr ftíiri rrriiltl — Framh. af 3. síðu. og það snjóaói jafnvel suður á ftalíu. Stórir skaflar mynduðust í hliðinni á milli þorpshverfanna, einmitt um það leyti, sem dótt- irin hafði ætlað að fara að dæmi bróður síns og hirða amerísku eignarskilríkin. Og við þessa ó- væntu snjókomu runnu á hana tvær grímur að nýju. Var ekki þetta bending um það, að þorps- búar væru ekki búnir að bita úr nálinni með þessa gjöf? En hvort sem peningasending- in hefur verið spilverk djöfulsins eða ekki, þá er nú hald flestra, að hún muni ekki verða þorpsbú- um nein sérleg lyftistöng — hennar muni yfirleitt litinn stað sjá að skömmum tíma liðnum.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.